Morgunblaðið - 12.04.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 12.04.2002, Síða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VELTA Pharmaco dróst saman um 6,5% og nam 3,7 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi þessa árs borið sam- an við sama tímabil í fyrra. Sala hér á landi jókst um 24,4% og nam tæp- lega einum milljarði króna en sala erlendis nam 27,5 milljónum dollara, eða sem samsvarar um 2,7 milljörð- um króna, og dróst saman um 14% milli ára. Í frétt frá fyrirtækinu segir að ástæða minni sölu í ár stafi af upp- töku virðisaukaskatts um síðustu áramót bæði í Búlgaríu og Rúss- landi. Í Búlgaríu hafi 20% virðis- aukaskattur verið lagður á innlenda framleiðslu í upphafi ársins, en inn- flutningur hafði borið virðisauka- skatt fyrir. Vegna óvissu um fram- kvæmd laganna hafi afgreiðslur frá Balkanpharma ekki hafist fyrr en 28. janúar. Í Rússlandi hafi 10% virð- isaukaskattur verið lagður á öll lyf um síðustu áramót. Vegna misræmis í löggjöf í Rússlandi, þar sem sem aðrar vörur beri 20% virðisauka- skatt, hafi orðið dráttur til 20. janúar á því að hægt yrði að afgreiða vörur til Rússlands. Í fréttinni segir einnig að Búlgaría og Rússland séu langstærstu mark- aðir Balkanpharma með um 55% af veltu félagsins og þess vegna hafi innleiðing virðisaukaskatts haft veruleg áhrif á sölu fyrsta ársfjórð- ungs. Í Búlgaríu hafi hráefniskostn- aður Balkanpharma borið virðis- aukaskatt en þar sem ekki hafi verið um útskatt að ræða vegna sölu á af- urðum félagsins hafi það ekki átt þess kost að nýta sér innskatt á móti útskatti. Þetta hafi hins vegar verið hægt frá áramótum og framlegð fé- lagsins muni því batna í kjölfar þessa. „Það er mat fyrirtækisins að sam- dráttur á fyrsta ársfjórðungi sé tímabundinn vegna upptöku virðis- aukaskatts og hafi fyrst og fremst gengið út yfir lagerstöðu heildsala og apóteka. Því er ekki ástæða til að breyta rekstraráætlunum Pharmaco hf. fyrir árið í heild,“ segir í frétt fé- lagsins. Áætlanir Pharmaco fyrir þetta ár gera ráð fyrir tæplega 18 milljarða króna veltu og að hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) verði 4,4 milljarðar króna. Í þessum áætlunum er gert ráð fyrir stöðugu gengi á árinu. Velta Pharmaco minnk- ar á fyrsta ársfjórðungi Ástæðan sögð tíma- bundin vegna upptöku virðisaukaskatts í Búlgaríu og Rússlandi TVÆR breytingar urðu á stjórn Samherja hf. á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Nýja bíói á Akur- eyri í gær. Arngrímur Jóhannsson, stjórnarformaður Atlanta, og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, voru kjörnir í stjórn félagsins, en áfram starfa í stjórninni þeir Finnbogi Jóns- son, starfandi stjórnarformaður, Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, ritari og Óskar Magnússon, meðstjórnandi. Úr stjórninni gengu Hjörleifur Jak- obsson og Þorsteinn M. Jónsson. Á fundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 30% arð vegna rekstrarársins 2001 og er það hæsta hlutfall sem félag á Verðbréfaþingi Íslands greiðir vegna þess árs. Fram kom í máli Þorsteins Más Baldvins- sonar, forstjóra Samherja, að hann teldi nauðsynlegt fyrir félag eins og Samherja að greiða góðan arð, m.a. til að félagið yrði áhugaverður fjár- festingarkostur. Sagði hann það sína skoðun að fyrirtæki á hlutabréfa- markaði horfi ekki nægilega mikið til þess að greiða hluthöfum sínum við- unandi arð. „Góður arður hluthafa af fjárfestingum eflir trú almennings í landinu og styrkir það þegar til lengri tíma er litið,“ sagði hann. Á fundinum var samþykkt tillaga um að heimila stjórn félagsins að kaupa eigin bréf að nafnvirði allt að 166 milljónir króna og gildir hún næstu 18 mánuði. Þorsteinn Már kynnti á fundinum áætlanir félagsins fyrir næsta ár. Hagnaður af reksti þess fyrstu þrjá mánuði ársins er um 850 milljónir króna. Tekjur alls eru áætlaðar rúm- lega 13,8 milljarðar króna, rekstrar- gjöld um 10,3 milljarðar og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði tæp- lega 3.500 milljónir króna. Hagnaður þessa árs er þannig áætlaður um 1,6 milljarðar króna. Síðasta ár, 2001, var eitt hið besta í sögu Samherja, en hagnaður eftir skatta nam um 1,1 milljón króna. Þorsteinn sagði það mikil von- brigði að sjávarútvegsráðherra skyldi ekki við bráðabirgðaúthlutun kolmunnakvótans ekki nýta heimild um frumherjarétt. Slíkt hefði þótt sjálfsagt við úthlutun úthafskarfa- og rækjukvóta á Flæmingjagrunni. Samherji væri eitt þeirra sjávarút- vegsfyrirtækja hér á landi sem fyrst hóf kolmunnaveiðar og lagði í umtals- verðan kostnað við þróun veiðanna sem aðrir hafi notið góðs af. Sagðist Þorsteinn ekki trúa öðru en að ráð- herra muni nýta sér heimild um frumherjarétt við endanlega úthlut- un kolmunnakvótans þannig að Sam- herji fengi notið frumkvöðlastarf við þróun kolmunnaveiða. Auknar skattaálögur munu koma niður á fjárfestingum Þorsteinn Már gerði fiskveiði- stjórnunarkerfið að umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundinum og sagði mik- ilvægt að það væri stöðugt en tæki ekki sífelldum breytingum. Útvegs- menn hefði stutt það að tekið yrði upp takmarkað veiðileyfagjald til að ná sátt og einingu meðal þjóðarinnar um sjávarútveginn. „Því miður hefur það ekki gengið eftir. Það hefur valdið mér vonbrigðum að ýmsir lands- byggðarþingmenn hafa ítrekað kall- að eftir hærri álögum á sjávarútveg- inn en frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um endurskoðun á fiskveiðistjórnunni gerir ráð fyrir. Það er alveg ljóst að ef ætlunin er að skattleggja sjávarútveginn enn frek- ar en nú er gert fyrir, mun það koma harkalega niður á fjárfestingum í sjávarútvegi, sem þó eru víða nauð- synlegar til að mæta auknum kröfum í okkar helstu markaðslöndum,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði það valda áhyggjum að frá því svonefndum Valdimarsdómur féll hafi skipum fjölgað verulega hér á landi. „Það hlýtur að vera stjórnvöld- um umhugsunarefni að í okkar heimshluta er Ísland eina landið þar sem ekki er hamlað gegn óheftri stækkun fiskiskipaflotans,“ sagði Þorsteinn og bætti við að með fjölgun fiskiskipa væri kastað fyrir róða þeim ótvíræða ávinningi sem hafði náðst með fækkun skipa. Þróunin hefði leitt til þess að sum skipanna væru gerð út án veiðiheimilda og hefðu sömu aðilar ítrekað komið við sögu vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni. „Fjölgun skipa veldur pólitískum þrýstingi á aukn- ingu aflaheimilda án þess að baki liggi vísindaleg rök. Þetta er að mín- um dómi í meira lagi varasöm þróun og ávísun á óhagkvæmari sjávarút- veg,“ sagði Þorsteinn Már. Finnbogi Jónsson, stjórnarformað- ur Samherja, ræddi m.a. um áform félagsins varðandi fiskeldi, en á liðnu ári keypti Samherji 45% hlut í Silfur- stjörnunni og jók eignarhlut sinn í Ís- landslaxi í 65% og Sæsilfri í 53%. Nefndi Finnbogi að unnið hefði verið að tilraunum með eldi á sand- hverfu hjá Silfurstjörnunni og hefði svara frá stjórnvöldum varðandi inn- flutning á sandhverfuhrognum og seiðum verið beðið frá því í septem- ber. Nýjustu fregnir hermdu að svars væri að vænta og vísbendingar væru um að leyft yrði að flytja inn hrogn en ekki seiði. Fiskeldi getur orðið stjóriðja Austfirðinga Finnbogi benti á að í leiðara Morg- unblaðsins nýlega hefði verið fjallað um að fiskeldi á Austfjörðum gæti orðið sú stóriðja sem heimamenn hefðu beðið eftir. Styddu stjórnvöld í verki slík markmið taldi Finnbogi að um raunhæfa framtíðarsýn væri að ræða. Hann sagði að ef tilskilin leyfi fengjust um eldi í Reyðarfirði í sumar væri hægt að setja út um 800 þúsund seiði þar á næsta ári, unnt væri að tvöfalda þá tölu árið eftir auk þess sem um 2 milljónir seiða yrðu settar út í Mjóafirði. Framleiðslan gæti þannig numið um 6 þúsund tonnum eftir tvö ár og um 14 þúsund tonnum árið 2006. Heildartekjur gætu numið um 4 milljörðum króna. Starfs- mannafjöldi sem beint tengist eldinu yrði kominn yfir 100 árið 2006. „Það er því augljóslega rétt hjá Morgunblaðinu að hér getur í raun verið um stóriðju að ræða á Austur- landi ef vel tekst til í fiskeldinu. Þegar höfð er í huga sú þekking sem til stað- ar er á laxeldi í dag og þeir mögu- leikar sem Síldarvinnslan og Sam- herji hafa sameiginlega, er ekki annað hægt en að horfa tiltölulega björtum augum á að hægt sé að ná ár- angri í þessari mikilvægu atvinnu- grein,“ sagði Finnbogi. Aðalfundur Samherja hf. á Akureyri samþykkir að greiða hluthöfum 30% arð Gerir félagið að áhugaverð- um fjárfest- ingarkosti Frá aðalfundi Samherja á Akureyri í gær. Morgunblaðið/Kristján Finnbogi Jónsson, starfandi stjórnarformaður Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri á aðalfundi félagsins í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.