Morgunblaðið - 12.04.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 12.04.2002, Síða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ 97 7 / TA K T ÍK afsláttur af öllum buxum og gallafatnaði á börn og fullorðna um helgina S M Á R A L I N D Sími: 528 8200 INNAN Bandaríkjastjórnar hefur tekið að draga úr stuðningi við Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, enda hefur hann undanfarna daga ítrekað hunsað tilmæli George W. Bush Bandaríkjaforseta um að kalla ísraelska herinn tafarlaust frá heima- stjórnarsvæðum Palestínumanna. Segja háttsettir heimildarmenn inn- an Hvíta hússins að þar á bæ séu menn farnir að efast um að Sharon geti reynst sá bandamaður sem Bandaríkin þarfnast til að ná mark- miðum sínum í Miðausturlöndum. Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast nú mjög að tregða Sharons til að verða við tilmælum Bush sé farin að grafa undan Bush erlendis, enda gefi hún umheiminum tilefni til að álykta sem svo að orð forsetans vegi ekki þungt. Vilja sumir embættis- menn nú að reynt verði að skilja á milli stuðnings við Ísrael annars veg- ar og Sharon hins vegar þegar stefna í málefnum Miðausturlanda er mót- uð. „Sharon er að gera það sem hann telur að þurfi að gera,“ segir háttsett- ur embættismaður. „En hvað gerist eftir að verkinu er lokið? Margir ótt- ast að hann kunni ekkert annað ráð en vera harður í horn að taka.“ Bandaríkjastjórn hafði allt fram í síðustu viku stutt stefnu Ísraela og að mestu kennt Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, um ofbeldið í Mið- austurlöndum. Bush ákvað hins veg- ar fyrir síðustu helgi að við svo búið mætti ekki standa og ákvað að senda Colin Powell utanríkisráðherra út af örkinni. Hafa samskipti Ísraelsstjórnar og stjórnvalda í Bandaríkjunum verið erfið þessa viku, að því er fullyrt er, og stafar það af því að bæði Bush og Powell hafa verið duglegir við að gagnrýna Ísraela fyrir að halda hern- aðaraðgerðum áfram á svæðum Pal- estínumanna. Andstaða í þinginu Beittari stefna stjórnvalda í garð Ísraela hefur þegar mætt andstöðu innan Bandaríkjaþings, en þar saka sumir þingmenn stjórnvöld um að skaða baráttu Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum með afstöðu sinni. Telja menn það skjóta skökku við að Bush ætli að banna Sharon að gera það sem hann sjálfur gerði í Afg- anistan, þ.e. ráða niðurlögum hryðju- verkamanna. Hefur stuðningur aukist í þinginu við lagasetningu sem fæli í sér að Frelsissamtök Palestínu, PLO, yrðu skilgreind sem hryðjuverkasamtök, skrifstofum PLO í Washington yrði lokað og háttsettum fulltrúum PLO yrði meinað um landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Ýmsir þrýstihópar gyðinga í Bandaríkjunum hafa einnig reynt að beita áhrifum sínum á Bandaríkja- þingi en þeir eru ósáttir við þann póli- tíska þrýsting sem Bush hefur und- anfarna daga reynt að beita Sharon. Minni stuðningur innan Hvíta hússins við Sharon Washington. The Washington Post. ÍSRAELAR kvörtuðu yfir því í gær að Evrópuríki, einkum Þýskaland, hefðu vanefnt vopnasölusamninga við Ísraelsher með því að seinka því að afhenda honum vopn og ýmsan búnað sem nauðsynlegur er til að framleiða vígvélar. „Komið hafa í ljós erfiðleikar, og jafnvel meira en það, við efndir á ýmsum vopnasamningum við ýmis Evrópuríki, einkum Þýskaland,“ sagði Amos Yaron, ráðuneytisstjóri ísraelska varnarmálaráðuneytisins. „Þetta er ekki formlegt vopnasölu- bann, en tafir hafa orðið á afhend- ingu.“ Yaron rakti tafirnar til „baráttu Ísraela gegn hryðjuverkum“. „Ísr- aelskir vopnaframleiðendur geta bætt þetta upp en við höfum hafið viðræður til að leysa þetta vanda- mál.“ Hvatt til vopnasölubanns Ísraelska dagblaðið Yediot Ah- aronot sagði í vikunni að þýsk stjórnvöld hefðu bannað afhendingu hluta, sem nauðsynlegir eru til að framleiða ísraelska skriðdreka, til að fyrirbyggja að Þjóðverjar verði sakaðir um óbeinan stuðning við hernað Ísraela á sjálfstjórnarsvæð- um Palestínumanna. „Þetta er ákvörðun öryggisráðs Þýskalands og ég get því ekki fjallað um hana,“ sagði talsmaður þýsku stjórnarinn- ar. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, kvaðst gera sér grein fyrir öryggishagsmunum Ísr- aela en óttast að „trú Ísraela á hernaðarmátt sinn verði til þess að þeir einangrist“. „Þetta veldur mér áhyggjum sem sönnum vini Ísr- aels.“ Evrópuþingið samþykkti á mið- vikudag ályktun þar sem Evrópu- sambandið er hvatt til að grípa til refsiaðgerða gegn Ísraelum vegna hernaðarins á palestínsku sjálf- stjórnarsvæðunum, meðal annars vopnasölubanns. Sögð seinka afhendingu vopna Jerúsalem. AFP. REYK leggur frá flaki filipps- eysku ferjunnar Mariu Carmelu úti fyrir hafnarborginni Lucena í gærmorgun. Að minnsta kosti 23 fórust og 48 var saknað. Að sögn yfirvalda er hugsanlegt að nokkr- um þeirra sem var saknað hafi verið bjargað um borð í báta. A.m.k. 219 manns sluppu lif- andi úr eldsvoðanum, og greindu sumir þeirra frá því að eldurinn hefði komið upp í lest ferjunnar og breiðst hratt út. Hefðu margir farþeganna stokkið í sjóinn án björgunarvesta. 290 manns voru í ferjunni sem var á leið til Lucena frá eyjunni Masbate. Á undanförnum fimmtán árum hafa mörg þúsund manns týnt lífi í sjóslysum við strendur Filipps- eyja.Reuters Ferjuslys við Filipps- eyjar RANIL Wickramasinghe, for- sætisráðherra Sri Lanka, sagði í gær að vonir stæðu nú til að hægt yrði að koma á friði í land- inu eftir sögulega yf- irlýsingu leiðtoga Frelsis- hreyfingar tamíla, skæruliða- samtaka sem barist hafa við stjórnarher Sri Lanka um árabil. Velupillai Prabhakaran, leiðtogi Frelsis- hreyfingar tamíla, kom fram opinberlega í fyrsta sinn í tólf ár í fyrradag og sagði að sam- tökin hefðu ákveðið að hætta öllum ofbeldisverkum. Kardínálinn segi af sér MEIRIHLUTI Íra telur að Desmond Connell kardínáli, yf- irmaður kaþólsku kirkjunnar á Írlandi, eigi að segja af sér vegna þess hvern- ig kirkjan hafi brugð- ist við kvörtunum þess efnis að nokkrir kaþólskir prestar hafi misnotað unga drengi kynferð- islega. Þetta kemur fram í nýrri könnun, sem sýnir að 56% almennings telur að Connell beri að segja af sér. Framsal heimilað ÞING Júgóslavíu hefur sam- þykkt ný lög sem heimila stjórnvöldum að framselja meinta stríðsglæpamenn til al- þjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag. Með þessu vonast ráða- menn í Júgóslavíu til að sann- færa Bandaríkjastjórn um að rétt sé að afhenda þá fjármuni, sem hún hafði heitið Serbum en fryst þegar stjórnin í Belgrað tregðaðist við að senda ákærða stríðsglæpamenn til Haag fyrir tilskilinn tíma. STUTT Friðar- vonir á Sri Lanka Desmond Connell Velupillai Prabhakaran

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.