Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 27

Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 27 ÞESSI gamansama spennumynd, sem skartar þeim Robert Carlyle og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum er ósköp vesæl tilraun til þess að búa til töff, fyndna og söluvænlega kvik- mynd í anda Tarantino og hins breska leikstjóra Guy Ritchie. Þann- ig er hér um breskt/bandarískt spennusamstarfsverkefni að ræða og standa þeir Jackson og Carlyle leikararnir fyrir sinn hvorn endann í því samstarfi. Það var góð hugmynd að stefna saman þessum tveimur fyndnu og sjarmerandi leikurum í spennumynd sem berst frá Bandaríkjunum til Bretlands, en stór mistök að ráða þann handritshöfund sem valist hef- ur til verksins (sem og leikstjórann af útkomunni að dæma). Alveg frá byrjun er lagt upp með fléttu sem er talsvert of heimskuleg til þess að geta virkað eins og hinar skemmti- lega harðsoðnu og súrrealísku flétt- ur meistarastykkja á borð við Snatch eftir Guy Ritchie. Og áfram er reynt að prjóna einhverja fléttu, sem verð- ur í raun æ misheppnaðri eftir því sem nær dregur endanum. Ekki bætir úr skák að fylgjast með lág- kúrulegum tilraunum leikstjórans til að gefa myndinni töff, MTV-legan stíl í von um að vekja einhvers konar aðdáun í brjósti áhorfandans. Mynd- in er þó engan veginn leiðinleg, áð- urnefndir leikarar og nokkur fyndin atriði halda manni við efnið, en á heildina litið getur maður ekki varist hugsuninni um hvers vegna í ósköp- unum hæfileikalausir menn eru að reyna að búa til svona myndir. Þessi kvikmynd er í raun óþarfa fyrirhöfn. Óþarfa fyrirhöfn KVIKMYNDIR Sambíóin Kringlunni, Laug- arásbíó Leikstjóri: Ronny Yu. Handrit: Stel Pavlou. Aðalhlutverk: Samuel L. Jack- son, Robert Carlyle og Emily Mortimer. Sýningartími: 92 mín. Bandaríkin/ Bretland/Kanada. Alliance Atlantis, 2001. THE 51st STATE (ÁSTAND 51) Heiða Jóhannsdóttir ENN ein afbökun af bökunni vin- sælu, American Pie, og jafnframt sú versta til þessa. Illa gerð, skrifuð leikin, í rauninni ekkert um þessa hrútleiðinlegu og ósmekklegu dellu að segja annað en að fólk ætti að var- ast hana öðruvísi en það sé í sjálfs- pyntingarhugleiðingum. Söguhetjurnar eru þrír mennt- skælingar sem hafa til þessa svindl- að sig í gegnum skólakerfið. Þá kem- ur til sögunnar ofurhallærislegt fyrirbrigði (Jason Schwartzman) sem kemst á snoðir um leyndarmál þremenninganna og kúgar þá til að útvega sér stelpu, annars kjafti hann frá og fái þá rekna. Í ofanálag vill hann ná ástum kærustu eins þeirra. Prump-, sjálfsfróunar- og aðrir ámóta geðslegir brandarar einkenna þessa vonandi verstu mynd ársins. Sem dæmi um háþróað skopskynið má nefna að hallærislúðinn er látinn kyssa brjóstin á gamalmenni. Þessi samsetningur gengur ekki fram af neinum einsog til er ætlast heldur fyllir mann alvarlegum lífsleiða með- an á sýningunni stendur. Smárabíó Leikstjóri: Dewey Nicks. Handrit: David H. Steinberg. Aðalleikendur: Devon Sawa, Jason Schwartzman, James King, Michael C. Maronna. Sýningartími 90 mín. Kanada. Atlantis 2002. SLACKERS (SLÆPINGJAR) 0 Sæbjörn Valdimarsson SÝNINGUNNI Huglæg tjáning – máttur litarins – íslenskur express- jónismi lýkur í Listasafni Íslands á sunnudag. Þar gefur að líta verk eftir Kjarval, Finn Jónsson, Jón Engilberts og Jóhann Briem. Leið- sögn er um sýninguna á morgun, laugardag, kl. 14. Nýlega kom út kynningarbækl- ingur listasasafnsins með upplýs- ingum um sýningar á árinu. Meðal stórviðburða eru sýningar frá Tretjakov í Moskvu og Moderna safninu í Stokkhólmi. Næsta sýning verður opnuð laug- ardaginn 27. apríl og nefnist hún Hin nýja sýn – rússnesk list frá raunsæi til framúrstefnu. Listaverk frá um 1880–1930. Frá Tretjakov- safninu í Moskvu. 25. júní verður sumarsýningin opnuð og er það úr- val verka í eigu safnsins. Yfirlits- sýning á sögu ljósmyndarinnar verður opnuð 14. september og kemur hún frá Moderna safninu í Stokkhólmi. 16. nóvember verður opnuð sýning á íslenskri myndlist frá 1980–2000 sem eru í eigu safns- ins. Listasafn Íslands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11–17. Sýningu lýkur í Þorlákshafnarkirkju Sýningu Þorgerðar Sigurðardótt- ur á myndröðinni „brauð og bænir“ í anddyri Þorlákshafnarkirkju lýkur á sunnudag. Listamaðurinn sjálfur verður á sýningunni þann dag milli kl. 14–16. Myndirnar á sýningunni eru allar til sölu. Úr íslenskri list yfir í rússneska Listasafn Íslands Allt í grænu! ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 17 27 4 04 . 20 02 IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 KLIPPAN sófi 34.900 kr. gulgrænt áklæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.