Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 29

Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 29 RÉTTINDASTOFA Eddu – miðl- unar og útgáfu hefur gengið frá samningum um útgáfu á Englum alheimsins eftir Einar Má Guð- mundsson við Editorial Canguru í Portúgal. Þar með hefur út- gáfurétturinn á verðlaunabók Einars Más verið seldur til nítján landa. Englar al- heimsins komu út á Íslandi árið 1993 og hlaut Einar Már Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir hana tveimur árum síðar. Ed- itorial Canguru er ungt forlag í Portúgal en forsvarsmenn þess hafa engu að síður mikla reynslu af bókaútgáfu. Meðal höfunda á út- gáfulista þess er Charles Bukowski. Sagan hefur hlotið mikið lof heima og erlendis. Meðal annars ritaði gagnrýnandi Süddeutsche Zeitung að þetta væri „einstaklega hrífandi og ljóðræn skáldsaga“. Í Times Literary Supplement sagði að Einar Már byggi „bæði yfir dómgreind og djörfu hugarflugi mikils rithöfundar“. Gagnrýnandi Politiken í Danmörku taldi Engla alheimsins standa „jafnfætis – ef ekki framar – Gaukshreiðrinu“. Kvikmynd byggð á sögunni var frumsýnd í lok árs 1999 sem hlotið hefur fjölda viðurkenninga víða um heim. Englar al- heimsins til nítjánda landsins Einar Már Guðmundsson SÝNING Leikfélags Kópavogs á Grimmsævintýrum hefur verið val- in sem fulltrúi Íslands á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni í Västerås í Sví- þjóð í sumar. Dómnefnd á vegum Bandalags íslenskra leikfélaga til- kynnti þessa niðurstöðu sína fyrr í vikunni. Hátíðin í Västerås er á vegum NEATA sem eru samtök áhugaleiklistarsambanda Norð- urlanda og Eystrasaltsríkjanna. Í umsögn um sýninguna segir dóm- nefnd m.a: „Hópnum tekst að segja okkur sögur Grimms á mjög sann- færandi, sjónrænan og skemmti- legan hátt, bæði í tali og með lát- bragði.“ Grimm var frumsýnt 1. mars sl. Vegna húsnæðisskorts þarf LK að hætta sýningum nú í apríl. Fram að því eru áætlaðar sex sýningar og þær næstu eru á morgun, laugar- dag, kl. 13 og kl. 16. Grimm til Svíþjóðar Frá uppfærslu Leikfélags Kópa- vogs á Grimmsævintýrum. DRAUMASMIÐJAN frumsýndi leikritið Ég heiti Sigga, viltu koma í afmælið mitt? á barnaheimilinu Gull- borg á Rekagranda í gær. Leikritið segir frá Siggu sem á af- mæli og þeim vandræðum sem hún lendir í þegar mamma hennar setur henni það verkefni að bjóða krökk- unum í hverfinu í afmælið sitt. Vandamálið er bara það að Sigga þekkir ekkert krakkana í hverfinu. Sigga er nefnilega svolítið frábrugð- in öðrum börnum því hún notar tákn með tali. Leiksýningin verður í boði fyrir leikskóla. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson og Margrét Péturs- dóttir leikur öll hlutverkin en hún samdi einnig handritið. Drauma- smiðjan í leikskólana Morgunblaðið/Sverrir Margrét Pétursdóttir í leikriti Draumasmiðjunnar, Ég heiti Sigga, á leikskólanum Gullborg. IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 17 44 2 04 . 20 02 Ís í brauði 40 kr. alla helgina Kjörhelgi fyrir ís einhver betur? Býður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.