Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 43
elskaði glæsilegan fatnað og fallega
hluti; naut þess að sitja í þrjá klukku-
tíma undir borðum á fínum veitinga-
húsum án þess þó að borða neitt að
ráði enda þurfti hún að passa upp á
línurnar. Alltaf jafn óaðfinnanleg. Það
tók hana líka nokkrar klukkustundir
að „setja upp á sér andlitið“ og vegna
þess, að hún vissi ekkert hvað tím-
anum leið, kom hún ósjaldan of seint.
Hún var náttugla; dró sig í hlé und-
ir morgun og var komin á stjá undir
kvöld. Hún var hin fullkomna helg-
arhúsfreyja, lét gestina sjálfráða
meðan dagsbirtunnar naut en þegar
skuggarnir lengdust kom hún fram á
sjónarsviðið, hellti í glös gestanna og
bauð þeim síðan út að borða. Ef ein-
hverjum varð á að ganga fram á hana
í sloppnum, þá hrópaði hún upp:
„Horfðu ekki á mig!“ Ég maldaði þá
kannski í móinn. „Láttu ekki svona,
Sonja. Þetta er bara ég,“ en henni
varð ekki haggað. Hún vildi líta vel út
í allra augum og það gerði hún komin
á níræðisaldur. Raunar vissi ég aldrei
hve gömul hún var fyrr en hún
kvaddi. Hún hefði örugglega ekki
kunnað því, að fæðingarársins yrði
getið í minningargreininni. Nú er það
að vísu ákaflega óíslenskt að vera við-
kvæmur fyrir aldri sínum en Sonju
fannst hann vera einkamál sitt og
guðs. Það fauk verulega í hana þegar
hún neyddist til að gefa hann upp til
að fá vegabréf, ökuskírteini eða annað
þess háttar. „Þvílíkur dónaskapur,“
sagði hún móðguð. „Hvað ætli þeim
svosem komi þetta við?“
Á þeim tíma, sem ég þekkti Sonju,
átti hún sér fjögur heimili: Íbúð á
Manhattan, aðra í Key Largo, þá
þriðju í Reykjavík og sumarhús á
Þingvöllum. Ég efast þó um, að hún
hafi nokkru sinni sett pott á hlóðir. Í
ísskápnum í öllum húsunum var að-
eins eitt: Veuve Cliquot-kampavíns-
flaska. „Látum nú freyða dálítið, er
það ekki?“ sagði hún stundum og ef
enginn karlmaður var í samkvæminu,
sótti hún bara dyravörðinn eða ein-
hvern nágrannann svo hægt væri að
opna flöskuna.
Sonja var alltaf með kokkteilpinna
í veskinu sínu, minjar frá liðinni tíð,
og með honum hrærði hún í kampa-
víninu þar til loftbólurnar voru horfn-
ar. Í veskinu hennar var líka vodka-
flaska, ein af þessum litlu, sem maður
fær um borð í flugvélunum. Einu
sinni þegar ég var hjá henni á Þing-
völlum brugðum við okkur inn á sal-
ernið (til að púðra nefið eins og hún
sagði) og þar tók hún upp flöskuna og
saup hressilega á henni. „Bara til að
skola hálsinn, elskan,“ sagði hún og
hló.
Sonja kunni að meta peninga, bæði
að afla þeirra og eyða. Einn af ungu
ástmönnunum hennar á árum áður
hafði verið kunnur fjármálamaður í
New York og þau voru góðir vinir
löngu eftir að þau hættu að vera sam-
an. Hann kenndi henni að ávaxta sitt
pund. Fyrir henni var það nokkurs
konar leikur, sem krafðist samt mik-
illar kunnáttu, og hún stundaði hann
af ekki minna kappi en hákarlarnir á
Wall Street. Hún elskaði líka peninga
peninganna vegna. Vildi þá ekki nema
ferska og brakandi úr bankanum og
hafði þá, 100 dollara seðlana, í ein-
földu, hvítu umslagi. Ég sé fyrir mér
fallegu fingurna með rauðlökkuðu
nöglunum fletta hreinu, grænu seðl-
unum.
Þrátt fyrir alla heimsmennskuna
og lífsins lystisemdir, bjó hjarta
Sonju áfram á Íslandi. Þegar aldurinn
fór að færast yfir hana, hófst líka
heimferðin smátt og smátt. Hún
keypti sér yndislegt hús við Þing-
vallavatn og fór að vera þar á sumrin.
Síðan keypti hún íbúð í Reykjavík og
loksins byggði hún sér hús í Hvera-
gerði. Hún losaði sig við fasteignirnar
á Florida og í New York og þá var
hún alkomin heim.
Ég verð ekki við minningarathöfn-
ina um hana Sonju en ég vona, að hún
skemmti sér vel hinum megin. Ég
vona líka, að hún muni ekki þurfa að
rífa sig upp fyrir allar aldir og varla
mun hann Pétur fara að spyrja hana
um aldurinn þegar hún stígur inn fyr-
ir Gullna hliðið.
Pamela Sanders Brement.
Það var í raun og veru eins og æv-
intýri úr 1001 nótt fyrir hvern þann
sem átti þess kost að kynnast Sonju
Zorilla persónulega og eignast traust
hennar. Hún var dulmögnuð ævin-
týravera og eina manneskjan sem ég
hef nokkru sinni kynnst sem var í
raun eins og persóna stigin út úr
skáldverki höfunda á borð við Ernest
Hemingway eða F. Scott Fitzgerald.
Sonja var einstakur persónuleiki
sem flaut inn og út úr mögnuðum æv-
intýrum lífsins. Hún var margflókin
heimsmanneskja, listamaður, fjár-
málaspekúlant og lífskúnstner, en í
hjarta sannur Íslendingur.
Það eru hátt í 40 ár síðan við Ás-
laug G. Harðardóttir, eiginkona mín,
kynntumst henni. Sonja var æskuvin-
kona tengdaforeldra minna, Kötlu og
Harðar Bjarnasonar. Við hittumst
fyrst þegar Sonja kom heim eftir ald-
arfjórðungs fjarveru. Sonja var þá
farin að skynja að ræturnar toguðu
meira og meira í hana eftir öll árin í
glæsiborgum Evrópu og Ameríku,
þar sem hún var ætíð í miðri hringiðu
ljúfa lífsins.
Oft hittum við hana í New York
með manni hennar, Alberto Zorilla,
sem var af auðugum landeigendaætt-
um í Argentínu og ólympíuverðlauna-
hafi í sundi frá 1928. Alberto, rétt eins
og Sonja, var eftirtektarverður ein-
staklingur. Hlýr og vingjarnlegur
með mikið skopskyn, þrátt fyrir að
sjóndepra gerði honum erfitt fyrir.
Hann kom hingað nokkrum sinnum.
Þótti vænt um þetta eyland. Hér eru
jarðneskar leifar hans.
Sonja var stór manneskja. Hún var
ekki allra. Hún átti fjölda kunningja
en fáa vini. Stórir og flóknir karakter-
ar eiga ekki gott með að bindast lang-
varandi tengslum við annað fólk.
Kunningjar komu og fóru. Sonja lét
engan segja sér neitt. Hún var sinnar
eigin gæfu smiður. Það gat enginn
stýrt Sonju. Hún bar sig eftir þeim
upplýsingum sem hún þurfti á að
halda til að taka eigin ákvarðanir.
Sonja var sterk kona og fjárhagslega
sjálfstæð. Þurfti ekki að beygja sig
fyrir einum né neinum. Hún var fem-
inisti sem þurfti ekki að vera í sam-
tökum til að skapa sér virðingu.
Sonja þekkti persónulega ýmis
stórmenni víða um lönd, jafnt á sviði
lista, viðskipta og stjórnmála. Það
sást þegar við snæddum með henni
nokkrum sinnum á hinum fræga Club
21 í New York. Fræga fólkið gekk
ekki svo fram hjá borðinu hennar,
sem hún átti frátekið að staðaldri, að
það kæmi ekki til að heilsa Sonju.
Einn af ríkustu mönnum heims á ár-
um áður, gríski skipajöfurinn Onass-
is, var einn vina hennar og þau áttu
sennilega eitthvert ástarsamband.
Hún var mikill fjölskylduvinur.
Sonja mat mikils að eiga tengdaföður
minn að og gerði oft að gamni sínu
með því að segja: „Ég hef alltaf verið
svo skotin í honum Herði. Hann hefur
líka verið skotinn í mér.“ Samband
þeirra var í raun eins og á milli stóra
bróður og litlu systur.
Í lokin langar mig að segja frá því
að Áslaug og Sonja áttu mjög náið
samband, sem var stundum eins og
milli dóttur og móður. Síðari árin var
það mest símleiðis. Símtölin voru
mörg og löng. Allt var rætt. Hún
ræddi um Ísland, menn og málefni,
tískuna, heimsmálin og ekki síst
tengslin við fjölskyldu Áslaugar sem
entust alla ævi Sonju. Ég naut góðs af
símtölunum þegar Áslaug var ekki
viðlátin. Þá var rætt um ævintýri
Sonju, viðskiptaheiminn og íslenska
pólitík.
Eitt að lokum. Sonja, sem alla tíð
lifði og hrærðist í glæsisölum verald-
ar, átti sér hjartans mál sem var ís-
lensk tunga. Gamla ástkæra ylhýra
móðurmálið var nánast heilagt í huga
hennar. Hún þoldi ekki landsmenn
sem ekki vönduðu tungutak sitt.
Þrátt fyrir langar fjarvistir var Sonja
sér meðvitandi um að fólk ætti að
temja sér fallega íslensku.
Það var okkur Áslaugu mikil
ánægja að kynnast þessari sérstæðu
konu, og fá að skyggnast inn í litríkt
lífshlaup hennar. Hún var dulmögnuð
vera sem lifði ævintýralífi á leiksviði
lífsins. Svo mögnuðu að miklir skáld-
sagnahöfundar myndu eiga erfitt með
að skapa karakter líkan Sonju Zorilla.
Nú er hún komin heim til langframa.
Ég veit að það var draumur hennar
að mega, að loknu litríku og marg-
slungnu lífshlaupi, hvíla í móðurjörð-
inni. Að leikslokum drúpum við Ás-
laug höfði til að minnast vinkonu
okkar Sonju Wendel Ólafsdóttur
Benjamínssonar de Zorilla, sem vann
stóra og smáa sigra á leiksviði lífsins.
Jón Hákon Magnússon.
Sonja W.B. de Zorilla var heims-
kona fram í fingurgóma. Fágun henn-
ar og glæsileiki var alkunnur og það
ásamt góðu hjartalagi, gáfum og per-
sónutöfrum sem vart áttu sinn líka
varð til þess að hún eignaðist vini
hvarvetna sem hún fór. Unga
dreymdi hana um að sjá heiminn og
hún lét ekki við þær hugsanir einar
sitja heldur hélt á vit drauma sinna.
Fimmtán ára gömul fór hún til Dan-
merkur til að leita sér lækninga eftir
að lömunarveiki hafði nær lagt hana
að velli. Danskir læknar hjálpuðu
henni til að ná þeim bata sem mögu-
legur var. Eftir Danmerkurferðina
varð ekki til baka snúið. Hún nam við
Holte husholdningsskole einn vetur
og sneri ekki heim fyrr en eftir
nokkra áratugi. Þá hafði hún dvalið
um lengri og skemmri tíma í Dan-
mörku, Noregi, Þýskalandi, Bret-
landi og í Frakklandi.
Allir sem þekktu Sonju eru sam-
mála því að áhugi hennar hafi ekki
staðið til þess að verða húsmóðir. Hún
var aðdáandi lista og tungumál heill-
uðu hana. Sonja vildi umfram allt fá
að sjá heiminn og þá lá ekkert annað
fyrir en að láta drauminn verða að
veruleika.
Því fór svo að eftir vistina á danska
húsmæðraskólanum skráði hún sig í
listaskóla í Wiesbaden í Þýskalandi.
Þar lagði hún stund á tungumálanám
auk þess að nema tískuteiknun og
myndlist.
Þetta var á þeim tímum sem nas-
isminn hafði skotið rótum í þýsku
þjóðfélagi. Hún bar á þeim tíma nöfn
bæði föður síns og móður og fullt nafn
hennar var Sonja Wendel Benjamíns-
son. Gyðingar áttu undir högg að
sækja á þessum árum þar sem nasist-
arnir kenndu þeim um fátækt Þjóð-
verja. Skólastjóri Sonju kom að máli
við hana og lagði að henni að sleppa
Benjamínsson úr nafni sínu og halda
sig við Wendel-nafnið til að forðast
vandræði. Hún þvertók fyrir það og
hélt sínu nafni hvað sem tautaði og
raulaði. Sonja ætlaði ekki að láta ein-
hverja nasista segja sér fyrir verkum.
Hún leit þannig á að allir menn
væru jafnir og eignaðist vini meðal
gyðinga og einnig meðal nasista. Hún
skildi vel þá reiði sem spratt af fátækt
Þjóðverja undir oki Versalasamn-
ingsins sem neyddi þá til að greiða
Frökkum stríðsskaðabætur sem sam-
svöruðu drjúgum hluta þjóðartekna.
Auðugir gyðingar lögðu undir sig
heilu hverfin á sama tíma og þýsk al-
þýða svalt. Þetta varð meðal annars
til þess að áróður Hitlers og kóna
hans hlaut hljómgrunn. Sonja fyrir-
leit aðferðir nasistanna og þau meðul
sem þeir notuðu til að skapa þann
múgæsing sem átti eftir að stefna
þjóðinni í glötun.
Meðal þeirra sem hún kynntist í
Wiesbaden var Joachim von Ribbent-
rop, fyrrverandi sendiherra Þjóð-
verja í Bretlandi, sem hafði þann
vafasama heiður að vera utanríkis-
ráðherra Adolfs Hitlers.
Eftir dvölina í Þýskalandi lá leið
Sonju til heimsborgarinnar London.
Hún hélt áfram námi sínu þar og for-
vitnin rak hana til að læra flug.
Þekktur orrustuflugmaður, John
Hancock að nafni, sem getið hafði sér
góðan orðstír í fyrri heimsstyrjöld-
inni, tók að sér að kenna henni flug.
Þá prófaði hún kappakstur og í raun
má segja að Sonju hafi ekkert verið
óviðkomandi. Persónutöfrarnir urðu
til þess að hún eignaðist hvarvetna
vini. Um þetta leyti hóf hún að skrifa
greinar um tísku fyrir Morgunblaðið.
Heima á Íslandi var þess beðið með
eftirvæntingu að Sonja segði frá
bresku konungsfjölskyldunni og öðru
því sem áhrif hafði á heimstískuna.
Greinarnar vöktu verðskuldaða at-
hygli enda voru þær skrifaðar með
ljóslifandi hætti og fjölluðu um margt
annnað en tískuna eina og sér.
Í London komst Sonja í kynni við
meðlimi úr rússnesku keisarafjöl-
skyldunni. Það fólk dvaldi í útlegð í
París og hún eignaðist meðal þess
góða vini fyrir lífstíð.
Eftir ævintýraríka dvöl í London
flutti Sonja sig um set og settist að í
annarri heimsborg. Að þessu sinni
varð París fyrir valinu og hún naut
þess að teyga í sig allt sem þessi há-
borg tískunnar hafði upp á að bjóða.
Þar kynntist hún mörgum þeirra sem
mótuðu heimstískuna, svo sem Coco
Chanel. Þar hitti hún í fyrsta sinn
gríska útgerðarkónginn Aristotle
Onassis sem varð vinur hennar. Rose
Kennedy var tíður gestur á tískusýn-
ingum í París og með henni og Sonju
spruttu kynni.
En yfir París grúfði skuggi styrj-
aldar og þar kom að íslensku stúlk-
unni með gyðinglega eftirnafnið þótti
sér ekki lengur vera vært og hún hug-
aði að brottför. Danmörk hafði verið
hernumin og bankainnstæður hennar
og foreldra hennar þar frystar.
Móðir hennar á Íslandi vildi að hún
kæmi heim. Lögð voru drög að því að
hún fengi far með togara frá bresku
hafnarborginni Hull til Reykjavíkur.
En Sonja hafði sjálf önnur áform.
Hún ætlaði að halda áfram að skoða
heiminn og í stað þess að fara auð-
veldu leiðina heim fór hún sömu leið
og þeir fjölmörgu gyðingar sem voru
á flótta undan stríðsógn Hitlers og
nasista hans. Með góðra manna
hjálpa fékk Sonja far með spænsku
kaupfari og í stað þess að halda til Ís-
lands sigldi hún til Bandaríkjanna eft-
ir nokkurra vikna dvöl í Madrid og
Barcelona. Hugmyndin var sú að
halda þaðan heim til Íslands eftir
skamma viðdvöl. Heimsborgin New
York var áfangastaðurinn. Þegar
þangað kom eftir langa siglingu, þar
sem af öryggisástæðum var stefnt á
Flórída, blasti Frelsisstyttan við og
nýr heimur opnaðist Sonju. Hún lýsti
því þannig að borgin hefði virkað á sig
sem hún fengi raflost. Teningunum
var kastað og Sonja var komin til að
vera.
Sonja bjó í fyrstu á Fifth Avenue,
einni dýrustu götu heims. Hún kynnt-
ist strax fólki sem var áberandi í
borginni. John Loeb, ungur við-
skiptajöfur, varð vinur hennar fyrir
lífstíð. Þá lágu leiðir hennar og Arist-
otle Onassis saman aftur og þau urðu
elskendur um nokkurra ára skeið. Í
stórum kunningja- og vinahópi voru
flestir þeirra sem áberandi voru í
borginni. Onassis kynnti hana fyrir
Argentínumanninum Alberto Zorilla
sem var heimsþekktur eftir að hafa
slegið ólympíumet Johnnys Weiss-
mullers, sem þekktur var fyrir að
leika Tarsan í kvikmyndum. Alberto
var þjóðhetja í heimalandi sínu vegna
þessa árangurs síns.
Fyrsta starf hennar var að kaupa
inn vörur fyrir Verslun Hans Árna-
sonar í Reykjavík og koma þeim á
skip til Íslands. Hún lagði fyrir sig
myndlist og seinna viðskipti á Wall
Street þar sem viðskiptavit hennar
kom fljótlega í ljós. Nokkrum árum
eftir að hún kom til New York gengu
hún og Alberto í hjónaband. Sambúð
þeirra var farsæl og stóð á meðan
bæði lifðu.
Sonja þótti vera gædd töfrum þar
sem viðskipti voru annars vegar. Hún
byggði upp fjárhag þeirra Albertos
þannig að þau efnuðust vel, jafnvel á
mælikvarða New York-búa.
Til eru margar sögur um það
hvernig hún fjárfesti í hlutabréfum
sem aðrir sáu ekki arðsemi í.
Sonja og Alberto bjuggu alla tíð í
glæsiíbúð á 580 Park Avenue, einum
besta stað á Manhattan. Hún fékkst
við verðbréfaviðskipti og málaði
portrett. Þarna kynntist hún heims-
þekktum listmálurum á borð við
Picasso og Pollock. Sjálf naut hún
virðingar fyrir portrett sín þar sem
hún sérhæfði sig framan af í að mála
myndir af börnum.
Sonja og Alberto höfðu um tíma
haft hug á að dvelja að sumarlagi á Ís-
landi. Í því skyni festi Sonja kaup á
sumarbústað á Þingvöllum árið 1970.
Þau kaup ollu nokkurri fjölmiðlaum-
fjöllun. Þjóðviljinn sló því upp að am-
erískur auðkýfingur væri að byggja í
þjóðgarðinum. Umfjöllunin var
óvönduð og í blaðinu var því haldið
fram að Sonja væri í aukahlutverki og
í raun að leppa mann sinn og leyna að-
ild hans að kaupum á bústaðnum og
endurbyggingu hans. Henni sárnaði
þetta enda var það hennar tillaga að
þau keyptu sumarbústaðinn. Þá var
ljóst að ef hægt væri að flokka Al-
berto með auðkýfingum var það
vegna þess að Sonja hafði komið mál-
um þannig. Á þessum árum kenndi
Þjóðviljinn sig við jafnrétti og rit-
stjórn blaðsins taldi sig hafa slíkt að
leiðarljósi. Það er því undarlegt að
blaðið skyldi með rangfærslum reyna
að niðurlægja Sonju með þessum
hætti.
Alberto undi sér ekki á Þingvöllum
en Sonja var þar tíður gestur. Frá
1970 lá leið hennar oft heim tíl Íslands
þar sem hún eignaðist stóran vina-
hóp. Hún lagði stund á laxveiði og
dvaldi gjarnan í sumarhúsinu á Þing-
völlum. Alberto féll frá árið 1986 eftir
að sambúð hans og Sonju hafði staðið
í hartnær fjörutíu ár.
Sonja seldi vinkonu sinni, Vigdísi
Finnbogadóttur, forseta Íslands, bú-
staðinn á Þingvöllum og byggði nýjan
og glæsilegan bústað á landi frænda
síns Guðmundar Birgissonar á Núp-
um í Ölfusi. Þar undi hún sér vel með
útsýni yfir Flóann.
Guðmundur reyndist Sonju ein-
staklega vel og eftir að árin færðust
yfir og Sonja varð líkamlega veik-
burða var hann ævinlega tiltækur.
Hann sinnti hennar málum í hvívetna
og var henni hjálparhella.
Síðustu tvö æviárin var Sonja mjög
þrotin að kröftum en andinn var skýr
og minningar frá langri og viðburða-
ríkri ævi voru ljóslifandi.
Það er mikil gæfa þess er þetta rit-
ar að hafa fengið að hlýða á sögu
Sonju. Lífsspeki hennar var djúp og
hún hafði skoðanir á flestu mannlegu.
Henni var ekkert óviðkomandi og
sem dæmi má nefna að hún gat lang-
tímum saman hlustað á sögur af sjó-
mennsku við Íslandsstrendur. Þrátt
fyrir að reynt væri að snúa umræðu-
efninu að hennar lífi hélt hún áfram
að spyrja um sjómennskuna.
Hún hafði einstakan hæfileika til
að tengjast fólki af öllum gerðum og á
öllum aldri.
Sem dæmi má nefna að hún átti á
þessu ári nokkrum sinnum löng sam-
töl við dreng á fermingaraldri.
Áhugasvið hans var heimsstyrjöldin
síðari og Sonja taldi sjálfsagt að miðla
honum af reynslu sinni og þekkingu.
Þá hvatti hún hann til að læra tungu-
mál og auka þannig möguleika sína á
lífsfyllingu og góðri afkomu. Dreng-
urinn ungi var almennt séð ekkert
hrifinn af því að ræða sín mál við full-
orðna. Svo sem gjarnt er um táninga
var hann ekkert á þeim buxunum að
hlýða á ráð þeirra eldri og honum var
efst í huga að undirstrika sjálfstæði
sitt og skapa sér stöðu sem sjálfstæð-
ur einstaklingur. Það er lýsandi dæmi
fyrir hæfileika Sonju til mannlegra
samskipta að hún rúmlega 85 ára að
aldri skyldi ná við hann sambandi.
Bæði höfðu gagn og gaman af spjall-
inu og til þess að undirstrika enn
frekar hver var dýpt samtala þeirra
nefndi ungi maðurinn það skömmu
fyrir fermingardaginn að hann hefði
ekkert á móti því að hún kæmi í veisl-
una til sín. En það var of seint því
sama dag lést hún. Fermingargjöf
hennar er sú að drengurinn er með
það á hreinu að hann ætli að fara að
ráðum hennar.
Sonja var hafin yfir allt sem hét
kynslóðabil. Henni var ekkert um það
gefið að tala um fæðingarár sitt og
það var engin leið fyrir þann sem
ræddi við hana í síma að átta sig á
aldri hennar. Hún var stöðugt að
bæta kunnáttu sína í íslensku og há-
öldruð staldraði hún gjarnan við í
samtali og spurði hvort þetta væri
rétt orðað. Þá var hún óþreytandi að
bæta orðaforða og framburð viðmæl-
enda sinna: „Þú átt ekki að segja New
York með áheyrslu á fyrsta atkvæði.
Áherslan á að liggja á seinna orðinu,“
sagði hún eitt sinn þegar við töluðum
saman í síma; hún á Íslandi en sá sem
þetta ritar á Fifth Avenue þar sem
hún forðum gekk með Onassis.
Hún talaði fjölmörg tungumál reip-
rennandi og það var hennar stærsta
áhugamál undir það síðasta að bæta
sig enn þar.
Flestir menn eru umdeildir. Það á
einkum og sér í lagi við um þá sem eru
ríkir eða frægir. Ákveðinni tegund af
fólki er ákveðin fró í því að svala öf-
und sinni með því að baktala þá sem
njóta velgengni. Sonja var vissulega
umtöluð innan ákveðinna hópa á Ís-
landi en þar var fyrst og fremst um
eins konar þjóðsögur að ræða en ekki
illmælgi. Margar sögurnar eru ósann-
ar eins og sú að hún beri barónessu-
titil og hafi átt nokkra forríka eigin-
menn sem hafi arfleitt hana. Þá varð
Rolls Royce-bifreið hennar upp-