Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 50

Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar Kristó-fersson fæddist á Hellissandi 3. nóv- ember 1933. Hann lést í Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristófer Jónsson, bóndi í Ytri-Tungu og síðar á Kirkju- hóli í Staðarsveit, f. 2. maí 1902, d. 18. júní 1985, og kona hans, Nanna Jóns- dóttir, f. 14. janúar 1908, d. 24. febrúar 1999. Bróðir Gunnars er Ólafur, bankastarfs- maður í Reykjavík, f. 18. apríl 1943. Kona Ólafs er Unna Svandís Ágústsdóttir, f. 10. desember 1940. Gunnar kvæntist 8. júní 1958 Guðríði Austmann húsmóður og starfsmanni nudddeildar HNLFÍ frá Njarðvíkum, f. 28. ágúst 1934. Börn þeirra eru fjögur: 1) Símon, f. 3. október 1955, d. 1. ágúst 1974, sjómaður. 2) Ólafur Hinrik, f. 6. ágúst 1956, húsgagnasmiður. Kona hans er Stefanía Einars- dóttir þroskaþjálfi frá Selfossi. Þau búa í Vonge á Jótlandi og Símonarson, f. 25. janúar 1951, bifvélavirki í Karlstad í Svíþjóð, 3) Helgi Símonarson, f. 22. októ- ber 1952, d. 1. ágúst 1974, sjó- maður, 4) Gylfi Símonarson, f. 22. september 1955, verkamaður í Hveragerði. Gunnar ólst upp í foreldrahús- um í Ytri-Tungu en um tvítugt flutti hann til Njarðvíkur þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Þau hófu búskap 1958 og settust að í Keflavík. Samhliða vinnu lærði Gunnar pípulagnir, lauk sveinsprófi 1. ágúst 1962 og varð síðar meistari í iðninni. Árið 1962 fluttu þau hjón til Hveragerðis og bjuggu þar síðan. Gunnar var virkur í fé- lagsstarfi í Hveragerði, starfaði m.a. með Leikfélagi Hveragerðis á árum áður og í Lionsklúbbi Hveragerðis þar sem hann gegndi formennsku um skeið. Einnig var hann í slökkviliði Hveragerðis og síðustu árin virkur félagi í fé- lagsskap eldri borgara og félagi hjartasjúklinga á Suðurlandi. Síð- ustu árin starfaði Gunnar á HNLFÍ eftir að hann lagði af rekstur sinn við pípulagnir. Gunnar var ætíð mikill náttúru- unnandi. Hann gegndi lengi trún- aðarstörfum fyrir Stangveiði- félag Hveragerðis og var einn af stofnendum þess. Garðrækt var honum einnig hugleikin. Útför Gunnars fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eiga tvö börn, Guð- nýju Sjöfn og Gunnar Má. Sonur Ólafs frá fyrri sambúð er Kjartan Óli, búsettur á Hvammstanga ásamt sambýliskonu sinni, Katrínu Ósk Guðmannsdóttur. 3) Nanna, f. 3. febrúar 1961, sjónvarpsþýð- andi. Hennar maður er Vigfús Ingvarsson, hljóðmeistari. Þau búa í Reykjavík og eiga þrjú börn, Dóru Lind, Daða Kristján og Stefán Ingvar. 4) Baldur, f. 23. nóvember 1966, kerfisfræðingur. Sambýliskona hans er Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir frá Ísa- firði. Þau búa í Teckomatorp í Svíþjóð ásamt dótturinni Önnu Kristínu. Fyrri sambýliskona Baldurs er Stefanía Hilmarsdóttir frá Djúpavogi. Þau eiga saman þrjú börn: Ellen Rut, Kolbrúnu Ósk og Hilmar Þór. Jafnframt ólu Gunnar og Guð- ríður upp að mestu leyti fjóra yngstu bræður Guðríðar en þeir eru: 1) Sveinn Leifur Símonarson, f. 2. október 1948, pípulagninga- meistari í Mosfellsbæ, 2) Steinn Kveðja til ástkærs eiginmanns og besta vinar Djúp þögn, hér dauðinn lífið leysti úr læðing þeim sem jarðvist okkur fær, floginn er sá fagri bjarti neisti á fegri stað sem drottinn sjálfur reisti þar sem aldrei neyðin til oss nær en náð hans björtum ljóma yfir slær. (J.J. Austmann.) Þessi kveðja er frá mér til þín. Já, elsku vinur minn, það er sárt að missa manninn sinn og besta vin eftir nærri 50 ár sem var of stutt og leið of hratt. Þar sem orðið uppgjöf er ekki til í okkar orðabók þá mun ég reyna að halda áfram með okkar ætl- unarverk og áhugamál. Það verður ekki auðvelt að taka við skipstjórn- inni af þér en ég geri mitt besta og stend ankerisvaktina þangað til ein- hver úr okkar stóra hóp tekur við. Við erum samt öll þakklát fyrir að þú kvaddir með fullri reisn og heilli vit- und. Og nú hefur báturinn sem beið þín í fjörunni flutt þig inn í aðrar og bjartar veiðilendur þar sem þín var beðið. Þú vannst síðustu orustuna, ljá- maðurinn fékk ekki tækifæri til að murka þig niður, það var þinn styrk- ur að láta ekkert brjóta þig niður en alltaf að berjast. Þakklætisorð á prenti eru svo fá- tækleg. En guði þakka ég þá dýr- mætu gjöf að fá að ganga lífsbraut- ina með þér. Það verður ekki frá mér tekið. Ástarkveðjur og við hittumst síðar þegar mér verður ætlað að flytja til þín. Eiginkona. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveims sér góðan getr. (Úr Hávamálum.) Mikilmenni hefur kvatt þetta jarð- neska líf. Faðir minn, Gunnar Kristófersson, er látinn eftir langa og erfiða baráttu. Það er erfitt að kveðja slíkan mann með fátæklegum orðum en á slíkri kveðjustund er þakklæti það fyrsta sem kemur upp í huga minn, þakklæti fyrir að hafa kynnst honum og átt hann fyrir föð- ur, þakklæti fyrir hans óeigingjarna og fórnfúsa starf við að sjá fyrir stóru heimili, oft í mótbyr og ágjöf. En fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að hann fékk að kveðja þetta líf eins og hann lifði því, með fullri reisn. En faðir minn var kletturinn sem ekkert gat haggað, stór og sterkur, traustur og æðrulaus og þannig vil ég minnast hans. Nú er hann faðir minn kominn í annan heim þar sem bíða hans eilífar veiðilendur; þar vakir fiskur í hverri tjörn og laxar liggja í tæru straum- vatni, feitir og fallegir. Nú getur hann gengið til veiða dag hvern og mér finnst ég sjá á eftir honum ganga af stað, glaður og ánægður með flugustöngina í hendi og hann skilur eftir sig fallega slóð í döggvotu grasinu; fullur einlægrar gleði yfir fegurð náttúrunnar, heillaður af söng fuglanna; nú líður honum vel. En hann er ekki einn, það veit ég. Hinum megin á hann tvo syni og góða vini sem taka á móti honum og deyfa sorg hans. Elsku pabbi minn, ég sakna þín ólýsanlega mikið. En ég á eftir minn- inguna um þig, minningu um góðan dreng sem verður sárt saknað af öll- um sem þekktu þig. Farðu í friði, elsku pabbi minn, og guð geymi þig um alla tíð. Þinn sonur Baldur. Jæja, pabbi minn. Þá er þetta nú búið. Miklu fyrr en við vildum, en samt miklu seinna en vænta mátti. Takk fyrir allt; fyrir að vera afi barnanna minna sem áttu skjól hjá skilningsríkum afa og ömmu þegar foreldrarnir vildu ekki skilja þau, fyrir stuðninginn og hjálpina þegar við vorum að byrja að búa, fyrir póli- tíska þrasið við eldhúsborðið þegar ég var að fullorðnast, fyrir að kenna mér að kasta fyrir fisk, fyrir útileg- urnar og berjaferðirnar, fyrir harð- fiskinn sem þú barðir handa mér á hliðstólpanum á Hólum, fyrir leikrit- in sem við hlustuðum á á fimmtu- dagskvöldum, fyrir hádegislúrana á gólfinu þegar þú komst heim úr vinnunni og lagðir þig og ég með þér. Þá var ég nú ekki stór en þú varst stór og sterkur, enda varstu pabbi minn. Sofðu nú rótt og guð geymi þig. Nanna. „Blessaður, Vigfús. Svo þú ert Fúsi tæknimaður. Hvenær ferðu aft- ur í bæinn?“ Þannig var fyrsta setning þá til- vonandi tengdaföður míns þegar ég kom fyrst í dyragættina í Bláskóg- unum. Ég verð að viðurkenna að mér brá þó nokkuð og vissi ekki hvort honum litist svona illa á tengdasonarefnið, en annað kom í ljós við nánari kynni. Gunnar Kristófersson, upphald- stengdapabbi eins og ég kallaði hann, var góður maður. Sá allra besti. Hann var mikill barnakarl. Börnin mín þrjú sáu varla sólina fyrir hon- um. Hann var slík hetja í þeirra aug- um. Hann gat alltaf töfrað fram spýtur og kubba sem hægt var að smíða úr hin ýmsu listaverk. Hann tók aldrei annað í mál en að leyfa börnunum okkar að vera hjá sér yfir helgi ef þau vildu þó að hann væri orðinn veikur. Og svo grillaði hann miklu betur á sínu gamla grilli en pabbi á fína gas- grillinu. Reyndar var gaman að vera með honum á meðan hann grillaði, hann hafði alltaf frá einhverju skemmti- legu að segja og svo kom það jú fyrir þegar fór að rigna að bílskúrshurðin var opnuð og grillað, þar var kannski dregin fram bjórflaska sem við laumuðumst til að drekka. Hann var með fallega rödd sem ég vildi þjóðnýta og leyfa sem flestum að heyra. Hann talaði rólega og yf- irvegað þannig að ég gat ekki annað en dáðst að þessum manni sem hafði svo mikið vald á móðurmáli sínu. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vinna fyrir hann í einhverjar vik- ur. Þá sá ég hve samviskusamur maður Gunnar var. Hann mátti varla sjá rör sem hann lagði einhvern tíma án þess að tala aðeins við rörin og þreifa á þeim og kanna hvort allt væri nú ekki í lagi. Ekki gat ég nú gert mikið en ég tók að mér að vera handlangari og sendast í verslun að kaupa fittings, hné og té og guð má vita hvað þetta heitir nú allt saman, en vitaskuld fékk ég konfektkassa á jólunum eins og allir sem unnu fyrir hann, þótt ég hafi nú aldrei ætlað að verða pípulagningamaður. Gunnar var mikið náttúrubarn og mikill veiðimaður sem bar mikla virðingu fyrir náttúru og bráð. Ég man sérstaklega eftir atviki þegar við vorum að veiða saman í landi Torfastaða og ekkert gekk hjá okk- ur. Ég, þessi ungi óþolinmóði maður, sem var kominn til að veiða var orð- inn frekar pirraður á þessu öllu og sá reyndar engan tilgang með þessu. Þá varð mér litið á veiðifélagann og sá að fiskur var að gera sig líklegan til að falla fyrir beitunni. Ég hugsaði með mér að það kæmi þó einn fiskur á land og hélt fram að reyna. Eftir smástund leit ég aftur til tengdaföð- ur míns og sá hann ekki. Ég varð vitaskuld órólegur því þarna voru veikindi hans að byrja. Ég rauk af stað í átt til hans, þegar ég heyrði þessa fallegu og yfirveguðu bassa- rödd sem bað mig að labba rólega svo ég fældi nú ekki fyrir honum fiskinn. Ég spurði furðulostinn: „Hvaða fisk?“ „Nú, þann sem var að elta hjá mér og mun taka eftir smá- stund,“ sagði hann rólegur. Ég lagð- ist í grasið hjá honum og valdi mér strá að bíta eins og lærimeistarinn og fékk margar sögur. Eftir þessa „smástund“ stóð hann á fætur og sagðist ætla að ná í fiskræfilinn sem hann og gerði. Þetta er bara ein saga af mörgum sem ég get rifjað upp, en læt ógert. Það verður að segjast að við félagarnir veiddum aldrei mikið í okkar ferðum, kannski vegna þess að við vorum duglegri að leggja okk- ur við árbakkann, spjalla og sofna smástund, því eins og hann sagði oft eigum við að vera þakklát fyrir að eiga svona fallega og óspillta nátt- úru. Við áttum eftir að hnýta saman og fara í nokkrar veiðiferðir þegar Guð þurfti endilega að kalla Gunnar til sín á besta aldri. Ég verð að láta þá skoðun mína í ljós að mér finnst það eigingirni í Guði að kalla Gunnar til sín nú, þegar hann hefði getað verið úti að njóta náttúrunnar með veiði- stöng í hendi með uppáhaldstengda- móður minni. En hann var orðinn þreyttur á lífs- ins göngu og nú gengur tengdapabbi um hinar eilífu veiðilendur, eins og indíánarnir segja, þar sem fiskurinn vakir, árnar niða og sólin skín í heiði. Þar á hann eftir að veiða marga laxa, segja margar sögur, hlæja mikið, og láta líða úr sér þreytuna meðan hann bíður þess að hitta fólkið sitt aftur. Ég bið Guð að styrkja Döddu, bestu tengdamóður mína, í söknuði hennar og sorg. Blessuð sé minning Gunnars Kristóferssonar. Vigfús Ingvarsson. Hann Gunnar afi er dáinn. Eftir langvinn veikindi hefur þú nú fengið frið og við trúum því að nú líði þér vel. Þar sem við getum ekki verið hjá þér til að kveðja þig, elsku afi, langar okkur að kveðja þig með þessum fáu línum. Okkur langar til að þakka þér all- ar þær góðu samverustundir sem við höfum átt. Sérstaklega eru okkur minnisstæðar samverustundirnar í eldhúsinu hjá ykkur ömmu, þegar við komum í hádeginu og fengum skyr og flatkökur og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Alltaf varst þú tilbúin að spjalla við okkur. Það var eiginlega alveg sama hvað þú varst að gera, þú gafst þér alltaf tíma til að tala við okkur, hvort sem við hittumst úti á götunum í Hvera- gerði eða þegar við komum í heim- sókn. Þær voru heldur ekki fáar stundirnar þegar þú, pabbi og Eirík- ur í Rósakoti komu og hélduð kaffi- pásu frá pípulögnunum, í litla eld- húsinu okkar í Laufskógum. Já það var virkilega gaman að fylgjast með umræðum ykkar og vangaveltum, um hvernig þið gætuð nú leyst næsta mál. Þú varst alltaf mjög rólegur og yfirvegaður og það var sama hversu mikið þú hafðir að gera, þú tókst öllu með sama jafnaðargeðinu. En svo fluttum við til Danmerkur og þá var ekki jafn auðvelt að skreppa í heimsókn. Hugmyndin var reyndar sú að þú og amma mynduð koma í heimsókn, sérstaklega nú eft- ir að þið voruð bæði komin á eftir- laun og ætluðuð að njóta þess að hafa svolítið meira tíma fyrir ykkur sjálf. Þið elskuðuð að veiða og sér- staklega í Geirlandsá sem þið amma voruð svo hrifin af, en heilsan hefur því miður ekki gert þér kleift að sinna óskum þínum. En við trúum því að þú sitjir nú á bökkum árinnar og veiðir einn vænan lax. Við Gunnar Már, Guðný Sjöfn og Stefanía kveðjum nú ástkæran afa og tengdaföður, og biðjum góðan guð að styrkja og leiða Doddu ömmu í gegnum þennan erfiða tíma. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Við kveðjum þig, elsku afi. Gunnar Már, Guðný Sjöfn og Stefanía. Afi minn. Ég man eftir því þegar við veiddum við ána, ég var lítill og hélt að hann myndi aldrei fara frá mér – við vorum góðir vinir. Hann var frábær maður. Við smíðuðum saman, við spjöll- uðum saman – það var frábært með- an það entist og það verður erfitt þegar ég sé stólinn þinn tóman. Daði Kristján. Elsku Gunnar afi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. J. frá Presthólum.) Hinsta kveðja til þín. Sveinn Kristinn, Símon og Helena Sif. Leiðir okkar lágu saman suður í Njarðvík á árunum fyrir 1960 og at- vik gerðust á þann veg að við urðum vinnufélagar um skeið. Þar hófust kynni og vinátta sem entist til leið- arloka. Ekki er auðvelt að útskýra hvað því veldur að vinátta tekst með mönnum. Í okkar tilfelli hefur upp- runi og svipaður bakgrunnur e.t.v. ráðið einhverju, báðir komnir úr sveitinni, hvor af sínu landshorni reyndar, til þes að gerast þéttbýlis- menn og lifa við allt aðra atvinnu- hætti en við lærðum í uppvextinum. Suðurnesin voru gott atvinnu- svæði á þessum tíma og drógu til sín fólk, uppbyggingin hraðari en góðu hófi gegndi og dálítill gullgrafara- bragur á samfélaginu. Við stað- næmdumst þarna báðir, ég til lang- dvalar, Gunnar um nokkurt árabil. Við Gunnar kvæntumst báðir inn í þetta samfélag, konurnar okkar svo til jafnöldrur og báðar uppaldar í húsaröðinni meðfram sjónum í Ytri- Njarðvík, en þannig mátti lýsa því plássi áður en fólksfjölgunarbylgjan kom á Suðurnesin í kringum 1950. Báðir gerðumst við iðnaðarmenn, ég reyndar áður en á Suðurnesin GUNNAR KRISTÓFERSSON Nú er komið að því að við kveðjum hann Einar, okkar kæra nemanda og vin. Við vorum svo heppin að hafa hann í nemenda- hópi okkar síðastliðin ár í Fullorðinsfræðslu fatlaðra á Akureyri. Einar var einstaklega blíður og ljúf- ur maður. Hann átti mjög auðvelt með að tjá tilfinningar sínar og spar- aði ekki setningar eins og; „mér þyk- EINAR BREIÐFJÖRÐ MAGNÚSSON ✝ Einar BreiðfjörðMagnússon fæddist 27. nóvem- ber 1967. Hann lést 15. mars síðastliðinn. Útför Einars fór fram frá Akureyrar- kirkju 26. mars. ir vænt um þig“, „þú ert svo góð(ur)“, „við erum vinir“ og svo hall- aði hann gjarnan höfði sínu að okkur um leið. Einar hafði gaman af að segja frá og átti það til að búa til heilu sög- urnar og lék þá gjarnan persónurnar í leiðinni. Núna finnst okkur tóm- legt í skólanum og við söknum þess að hafa Einar ekki hjá okkur, en erum samt fullviss um að núna líður hon- um vel. Við erum þakk- lát fyrir að hafa kynnst Einari og þökkum fyrir það. Aðstandendum Einars sendum við einlægar samúðarkveðjur. Ragnheiður og Erlingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.