Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 55 þá 21 árs að aldri og orðin einstæð móðir. Sagt er að einn komi í annars stað, en þegar konur eins og þú eiga í hlut leyfi ég mér satt að segja að efast um sannleiksgildi vísdóms af því tagi. Þó að þú sért nú farin úr augsýn okkar trúi ég því að þú verðir áfram með okkur í anda lífsins þar til við hittumst á ný. Elsku Sigurgeir, Elín, Aðalsteinn og fjölskyldur, ég sendi ykkur sam- úðarkveðju mína alla með von um styrk almættis á erfiðri stundu. Oddný Arthursdóttir. Sól rís, sól sest. Nú hefur sól Höllu vinkonu okkar sest en við huggum okkur við hve sól hennar reis hátt og vel í lifanda lífi. Halla var gæfumann- eskja sem veitti óspart af lífsorku sinni til okkar hinna og það veganesti sem hún gaf mun verma minninguna svo sterkt og svo mikið. Þau voru ljúf menntaskólaárin á Laugarvatni og þar voru böndin mynduð. Í heimavistarskóla verður samvera náin. Skólinn var í burðar- liðnum og það kom í hlut okkar fyrstu nemendanna að renna stoðum undir tilveru hans. Hefðir, siðir og venjur sköpuðust, aðlagast þurfti að þröngu nábýli, kynnast og taka þátt í leik og starfi. Minningarnar hrann- ast upp og í fámennum stúlknahópi styrkist vinátta sem helst þó sam- gangur verði ekki eins mikill síðar. Einhvernveginn varð það svo að við sjö skólasystur sem komu úr ýmsum árgöngum fundum samhljóm og höf- um í gegnum árin hist og viðhaldið böndunum. Eftir að stúdentsprófum var lokið tók við framhaldsnám, giftingar og barneignir. Þá var tími til kominn að stofna saumaklúbbinn. Í þessum hópi var Halla sem tákn fyrir dugnað og myndarskap. Hún og Sigurgeir höfðu eignast tvö börn, lokið ann- asömu námi og haslað sér völl á sín- um starfsvettvangi. Nú komu í ljós ný áhugamál og viðfangsefnin marg- breytileg. Alltaf tilhlökkun að hitt- ast, ræða málin og fá fréttir af fjöl- skyldum. Þá var spennandi að vita hvað Halla dró upp úr tösku sinni því hvert listaverkið skóp hún eftir ann- að. Það var einnig ómetanlegt að hafa svona konu í hópnum sem fylgd- ist með tannheilsu okkar, sem töfraði fram óviðjafnanlega rétti, sem ferð- aðist víða og sagði frá, sem kenndi og rannsakaði í fagi sínu. Allt lék í hönd- um hennar og persónuleikinn geisl- aði. Það verður hnípinn hópur sem situr án Höllu, en það hve sterklega sól hennar reis, hve góða fjölskyldu og vinahóp hún átti sefar sorgina. Við söknum samverustunda og ferðalaga með Höllu, en geymum minninguna í hjörtum okkar. Við sendum öllum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur og veri hún kær kvödd. Auður, Helga, Ingveldur, Margrét, Sigrún, Þyri. Páskadagsmorgunn. Sólin reynir að brjótast gegnum skúraskýin og tekst öðru hverju að senda geisla sína til jarðar. Útvarpsmessan er byrjuð og við heyrum páskasálminn fagra, Sigurhátíð sæl og blíð, hljóma um húsið. Þá hringir síminn. Það er Erla, vinkona okkar. Hún er að segja okkur, að nú sé hún Halla búin að kveðja. Í skini páskasólarinnar þenn- an morgun hvarf hún inn í annan heim. Og við stöndum eftir, drúpandi höfði í tregafullri þögn. Við þessi vinahópur höfum þekkst í hartnær hálfa öld. Haustið 1954 innrituðust við bekkjarsysturnar, ásamt mörgum öðrum í fyrsta bekk Menntaskólans að Laugarvatni. Vin- áttubönd voru hnýtt sem mörg end- ast enn í dag. Margir okkar elstu og bestu vina eru úr þessum hópi menntskælinga. Þarna stofnuðu líka margir til kynna sem leiddu til hjónabanda síðar meir. Meðal þeirra voru Sigurgeir og Halla. Við fylgdumst með sigurgöngu þeirra í gegnum lífið. Ótrauð hófu þau háskólanám og luku því með prýði. Óskabörnin fæddust, drengur og stúlka. Stefnt var á framhaldsnám í Bandaríkjunum. Þar áttu þau góð ár og eignuðust marga góða vini. Aðalsmerki þeirra hjóna hefur alltaf verið trygglyndið við vinina sem þau eignuðust vítt og breitt um heim og þau gerðu sér alla tíð far um að halda sambandi við sem flesta þeirra. Eftir heimkomuna tóku við annasöm ár. Halla opnaði tann- læknastofu og tók snemma að sér kennslu við Tannlæknadeild Háskól- ans. Börnin uxu úr grasi og urðu nýt- ir þjóðfélagsþegnar. Heimilið þeirra á Langholtsveginum stóð alltaf opið þeirra stóra vinahópi og ekki var síðra að koma í sumarbústaðinn í Ölf- usinu, sem þau byggðu snemma á sínum hjúskaparárum. Við bekkjarsysturnar ákváðum fljótlega að stofna saumaklúbb eins og títt er. Fyrst í stað vorum við trú- ar hefðinni og saumuðum og prjón- uðum af kappi og bárum síðan fram hnallþórur með kaffinu á eftir. En smátt og smátt gerðumst við latar við saumaskapinn og hnallþórurnar viku fyrir þrírétta máltíðum. Það var einna helst Halla sem sat ekki að- gerðalaus. Hún töfraði fram for- kunnarfallegar peysur og aðrar flík- ur handa börnum sínum og seinna barnabörnum, og undurfalleg búta- saumsteppi og púðar í sumarbústað- inn spruttu fram að því er virtist fyr- irhafnarlaust. Fyrir nokkrum árum datt einhverri okkar í hug að bæta gönguklúbb við samverustundir okk- ar og voru þá eiginmennirnir teknir með í hópinn. Við hittumst á sunnu- dagsmorgnum, oftast mánaðarlega yfir vetrartímann og fram á vor. Gengið var um Reykjavík og ná- grenni, allt eftir því hver var göngu- stjóri í það skiptið og endað með há- degissnarli á heimili göngustjórans. Í síðustu sunnudagsgöngu okkar fyr- ir þrem vikum gat Halla ekki gengið með. Hún kom samt til okkar í há- degissnarlið á eftir. Við sátum þá lengi saman og áttum góða stund. Þrátt fyrir veikindin var hugur í Höllu sem ætíð og hún ráðgerði ferðalög á næstu vikum. Hugurinn og þrekið var ótrúlegt. Við vinirnir finnum sárt fyrir að hún er horfin úr hópnum en þökkum henni fyrir það sem hún var okkur, tryggur vinur gegnum þykkt og þunnt, ávallt heil og sjálfri sér samkvæm. Blessuð sé minning hennar. Saumaklúbburinn úr ML – árganginum 1958 – og makar. Kveðja frá tannlæknadeild Háskóla Íslands Halla Sigurjóns er látin, langt um aldur fram. Hún stóð af sér hverja holskefluna á fætur annarri þessa seinustu mánuði sem hún lifði og sló hvergi af. Hún ræddi um vandann sem að höndum bar af fullkomnu æðruleysi og var staðráðin í að ljúka sinni kennslu með sóma hvað hún og gerði, þótt ljóst væri orðið að hug- urinn dró þar hálft hlass, ef ekki meira. Hún lét sjúkleika sinn ekki hamla för, heldur fór í langsiglingar, nú seinast til Spánar, eftir að ljóst var að horfur höfðu versnað. Úr þessari hinstu för kom hún tæpri viku áður en yfir lauk. Ég kynntist Höllu lítillega á náms- árum í Háskóla Íslands. Hún lauk kandidatsprófi um það leyti sem ég kom til náms við Háskóla Íslands. Eiginmann hennar Sigurgeir Kjartansson þekkti ég frá fyrri tíð, en þó betur yngri bræður hans. Leið- ir þeirra Höllu og Sigurgeirs munu hafa legið saman á Menntaskólanum á Laugarvatni. Þeim varð tveggja barna auðið og áttu þar miklu láni að fagna. Höllu var þetta ljóst. Hún stóð eins og klettur með börnum sínum sem hún unni mjög og fagnaði þegar þeim gekk í haginn en átti ætíð stór- an huggunarríkan faðm fyrir þau, tengdabörn og barnabörn. Fljótlega eftir að Halla lauk tann- læknanámi fylgdi hún manni sínum til Massachusetts þar sem hann lagði stund á framhaldsnám í skurðlækn- ingum. Þar leit Elín dóttir þeirra dagsins ljós en Halla hélt einnig áfram námi 1967 og 1968, lagði síðan stund á rannsóknir um nokkurt skeið við Forsyth Dental Center í Massachusetts 1972 og lauk sérnámi í tannfyllingu og tannsjúkdómafræði 1984 frá University of Indiana. Halla var alla tíð ómyrk í máli og lá ekkert á sínum skoðunum ef henni mislíkaði eða taldi að hallað væri réttu máli. Hún bar málefni tann- lækna mjög fyrir brjósti enda valdist hún þar snemma til trúnaðarstarfa fyrir stéttina. Halla réðst sem stundakennari að tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1976 og var síð- an skipuð í stöðu lektors og dósents nokkru síðar. Hún var dyggur liðsmaður í jafn- réttisbaráttu kvenna og mátti heldur ekkert aumt sjá. Ekki vandaði hún okkur samstarfsmönnum sínum heldur kveðjurnar ef henni fannst réttlætiskennd sinni misboðið. Hún vildi menntun stúdenta sem mesta og besta, gerði miklar kröfur til þeirra og ekki síður til sjálfrar sín. Þá studdi hún mann sinn með ráð- um og dáð í hans erfiða starfi.. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast þeim hjónum og fá að líta á þau sem vini og starfssystkin. Það var líka sjálfgefið að leita til Sigur- geirs ef mikils þurfti við og fór ég aldrei þaðan bónleiður til búðar. Ekki þýddi kunningsskapur okkar þó að við Halla værum alltaf á sama máli, en ég mat mikils þá hreinskilni hennar að koma framan að hlutunum og segja mér til syndanna tæpi- tungulaust. „Sá er vinur er til vamms segir“, enda gátum við ætíð tekið upp léttara hjal að umræðum lokn- um. Halla lá heldur ekkert á því ef henni þótti okkur takast vel upp og var þá hvorki spör á hrósyrði né hvatningu. Það kom líka beint frá hjartanu og af heilum hug. Ég varð einnig þeirrar ánægju að- njótandi að fylgjast með Elínu dóttur hennar í námi. Það var stolt móðir, sem færði mér fréttir af sigrum hennar eftir að hún hóf framhalds- nám í Bandaríkjunum. Halla tjáði mér að hún teldi að Elín hefði fengið notadrjúga undirstöðu í veganesti frá tannlæknadeild Háskóla Íslands. Við samkennarar hennar samglödd- umst þeim mæðgum innilega, auk þess sem okkur fannst, eins og jafn- an þegar gamlir nemendur gera garðinn frægan á erlendri grund, að við hefðum þar uppskorið nokkuð og ekki gert tóma vitleysu enda vissir um að Halla hefði meint það sem hún sagði. Erfitt er að tjá samúð í orðum. Ástvinir hafa mikils að sakna, og þó svo að fyrir nokkru hafi sést að hverju dró, þá er vonin sterk og eng- inn í raun viðbúinn þegar höggið kemur. Dauðinn er þó eitt af því fáa sem menn eiga fyrisjáanlegt í þess- um heimi. Halla mætti örlögum sín- um með reisn heima í faðmi eigin- manns og barna. Það veit ég að hefur verið henni að skapi. Mikið skarð er nú höggvið í þessa heilsteyptu, sam- heldnu fjölskyldu. Skarðið verður aldrei fyllt, en minningin mun lifa með okkur sem kynntumst Höllu. Ég vil fyrir hönd okkar samstarfs- manna á tannlæknadeild Háskóla Ís- lands þakka henni samstarfið ásamt samfylgdinni á lífsins vegi og votta ástvinum hennar öllum okkar inni- legustu samúð. Við biðjum almættið um að veita þeim styrk í sorginni. Einar Ragnarsson. Kveðja frá félagi kvenna í fræðslustörfum – Delta Kappa Gamma International Þegar dauðinn lætur til sín taka, óvænt og miskunnarlaust, og náinn félagi og samferðamaður er allt í einu horfinn af sjónarsviðinu, verður okkur ljóst hvað við höfum átt og misst. Þá kemur fram í hugann þakk- lætiskenndin og söknuðurinn. Sú fregn að Halla Sigurjóns, félagi okkar, væri fallin frá fannst okkur bera brátt að og vera óréttlát, enda þótt við vissum að hún hefði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða. En Halla bar sig alltaf vel og hún var mætt á fundi okkar í Alfadeild- inni og kveinkaði sér hvergi. Nýlega hafði hún komið heim frá Spáni þar sem hún var á ferð með eiginmanni sínum. Halla var einstaklega hlý og elsku- leg kona, sem bjó yfir óvenjulegum listrænum hæfileikum á mörgum sviðum. Hún var víðsýn og hafði líka farið víða um heim. Við minnumst m.a. stunda er hún sýndi okkur lit- skyggnur frá Suður-Ameríku og hversu lifandi henni tókst að gera hlutina með sínum góða frásagnar- /  & %   <  9&'   ) "! %   + *    ' 0 % &   1   2&       0 %     1  " '# $  =#+#  $  !%)$  # !$ 3  &            & '=  &  ( #+ .        '          !"" !!+ $ /      # &; 3&   *& @6#@! =%  +    "        4  5        1  1 @ !6#)+# !  $'!  $  ! '$-# #%3$   $ /                 ' A( *& =B"C1 )#,%. +6 * *  7       "   '#(  '!  !"#  ( A '! '#3%    ""5!"""$ /                 ) (&$3$ & *& '%D <  +&  1       8          !""      #     8   $) 0 !  '05%    3>) 0 ! ' #  !# 3$) 0   A4 $A4!  $) 0 !  @!+3$) 0 ! '5 ) 0 ! =% )$"#  ) 0 =$) 0 !  ?'# E,  ""5!"""5$      E &;   9     '       "   /3>  ,8  !$
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.