Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 56

Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 56
MINNINGAR 56 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ hæfileika. Halla var tannlæknir að mennt og tók framhaldsnám í Bandaríkjunum, en varð síðan lektor við Háskóla Íslands. Það þurfti mik- inn dugnað til, enda var Halla hug- sjónakona og bæði ósérhlífin og ákveðin. Hún ræktaði vel allt sem hún kom nærri, heimilið var yndislegt og börnin og barnabörnin bera vitni um alúðarfulla og umhyggjusama móð- ur. Við sumarhús þeirra hjóna stund- aði hún einnig skógrækt af mikilli kostgæfni. Við félagar Höllu í Alfadeild og í Landsambandi Delta Kappa Gamma þökkum traustum og góðum félaga fyrir samfylgdina og vottum Sigur- geiri, Aðalsteini, Elínu og barna- börnunum sex okkar dýpstu samúð. Áslaug Brynjólfsdóttir. Kveðja frá Tannlæknafélagi Íslands Félagi okkar Halla Sigurjóns er látin. Halla var virkur félagi í Tann- læknafélagi Íslands. Henni voru falin margvísleg trúnaðarstörf á vett- vangi þess. Hún sat í stjórn sem meðstjórnandi og síðar gjaldkeri 1978-1993, í námskeiðsnefnd fyrir aðstoðarfólk 1976-77, í kúrsusnefnd TFÍ 1981-82, í fræðslunefnd TFÍ 1986-87 og í ársþings- og endur- menntunarnefnd TFÍ 1989-91. Einn- ig sat hún í stjórn Vísindasjóðs TFÍ frá árinu 1993. Hún átti sæti í stjórn Íslandsdeildar Nordisk Odontolog- isk Forening 1990-96 og Internatio- nal Association of Dental Research 1990-96. Eftir hana liggur fjöldi rit- smíða um vísindaleg efni á sviði tann- lækninga. Störf sín vann Halla af stakri alúð og með virðingu fyrir viðfangsefn- inu. Hún var vinsæll kennari og virt- ur kollega. Viljum við þakka fyrir hennar stóra framlag . Á þessari erfiðu stundu viljum við votta aðstandendum, ættingjum og vinum Höllu okkar dýpstu samúð. Við varðveitum minninguna um góðan dreng og traustan félaga. Þórarinn Jónsson. Ef ég gæti annars þjónað þörf, ef ég gæti stutt minn vin við störf, ef ég gæti minnkað manna kvöl, með þeim deilt, sem ég á völ. Þá myndi ég sanna gleði finna, í slíkri framkvæmd verka minna. Þannig hljóðar Soroptimistaóður- inn í þýðingu Kristínar Snæhólm Hansen. Látin er góð vinkona og mæt Sor- optimistasystir Halla Sigurjóns tannlæknir og dósent við Háskóla Ís- lands. Leiðir okkar Höllu lágu saman allt frá því að ég gerðist félagi í Sor- optimistaklúbbi Reykjavíkur vorið 1978 en þá var hún ein af yngstu systrunum, hafði gerst félagi haustið áður. Áttum við því trygga samleið þar frá byrjun en slíkt var ómetan- legt þegar allt virtist framandi og að mörgu að hyggja í viðkynnum við konur innan samtakanna hér á landi. Soroptimistar eru alheimssamtök kvenna í stjórnunar- og starfsgreina- stéttum sem hafa að leiðarljósi hjálp- ar- og þjónustustörf til að efla mann- réttindi og stöðu kvenna. Við systur í klúbbnum okkar vor- um ekki í neinum vafa um að með Höllu höfðum við fengið til liðs við okkur mikla mannkostakonu sem við bárum virðingu fyrir og vorum stolt- ar af að geta kallað Soroptimista- systur. Hún varð því fljótt eftirsótt í embætti innan samtakanna og sinnti þeim af mikilli prýði þrátt fyrir anna- söm störf við kennslu og tannlækn- ingar. Hún var m.a. varaformaður klúbbsins og starfaði árum saman í starfsgreinanefnd. Halla var fulltrúi klúbbsins á fundum Soroptimista- sambands Íslands og starfaði í skóla- styrkjanefnd sambandsins. Halla var ein af þeim systrum sem ætíð sóttu fundi okkar og gerði það allt fram til þess síðasta. Hún lagði oft til efni sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt og með frásögnum sín- um tók hún okkur með í ferðir víðs vegar um heiminn. Halla sýndi óbil- andi kjark í veikindum sínum og var nýkomin úr ferð til Barcelona þegar hún lést. Það var gott að blanda geði við Höllu. Hún hafði víðtæka þekkingu á öllum sviðum og miðlaði henni á lát- lausan hátt með innilegu viðmóti sínu og laðaði alla að sér með stór- brotnum persónuleika sínum og glæsileik. Hún var góður vinur. Við þökkum samveruna gegnum árin. Höllu er sárt saknað. Soroptimistasystur og vinir senda aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðjur. Minning hennar lif- ir meðal okkar. F.h. Soroptimistaklúbbs Reykja- víkur, Ásta S. Hannesdóttir. Í þessu lífi verða margir á vegi manns, en fáir sem marka jafndjúp spor og Halla. Ég kynntist Höllu þegar ég byrjaði á verklega þættin- um í tannfyllingu á tannlæknadeild- inni. Þar hitti ég fyrir þessa yfirveg- uðu, ákveðnu og metnaðarfullu konu, sem átti eftir að verða einn mesti áhrifavaldur í lífi mínu. Hún kom okkur ungum nemendum sínum fyrir sjónir sem umhyggjusöm og öguð, en jafnframt var hún full metnaðar fyrir okkar hönd. Það var greinilegt á öllu hennar fasi að hún bar miklar vænt- ingar til nemenda. Hún undirbjó fyr- irlestra af kostgæfni, vandaði að efni og gæðum, svo mjög að heimsþekktir fyrirlesarar í faginu færðu í raun engar nýjar fréttir, við höfðum lært allt hið nýjasta hjá Höllu. Hún gerði kröfur, vandvirkni og nákvæmni varð að vera í hæsta gæðaflokki. Hún varð okkur samnemendunum hvatn- ing og áskorun um að skila aldrei minna en hámarksgæðum. Þessi sjónarmið urðu nemendum fyrir- mynd í námi og starfi. Þessir eigin- leikar hennar, sem og samkennara hennar, hafa skilað þeim árangri að á Íslandi fyrirfinnst nú eitthvert besta samsafn verklaginna handverks- manna í tannlækningum, sem sóma sér í fremstu röð í heiminum. Seinna átti ég þess kost að vinna um tíma á tannlækningastofu hennar í Reykjavík. Þar var sama sagan, umhyggja hennar fyrir skjólstæð- ingum sínum, hvort sem um var að ræða starfsfólk eða sjúklinga. Allir lögðust á eitt að sinna þeim skyldum sem hún setti ofar öllum, að vinna að tannheilbrigði þeirra sem til okkar leituðu á þann hátt sem best væri mögulegt. Innblásinn af hvatningu hennar um að gera ávallt hið besta fyrir sjúklinga sína í hverju og einu tilfelli, leitaði hugur minn til framhalds- náms í hennar sérgrein. Fyrir valinu varð háskólinn í Indiana, enda ekki erfitt að velja. Halla hafði gert garð- inn frægan þar áratug á undan mér. Meðan ég var að sækja um hringdi Halla í fyrrum kennara sína, og var tjáð að hennar meðmæli væri allt sem þyrfti. Þar á bæ þekktu menn helstu einkenni hennar, kröfur, dóm- greind og manngæsku. Hún skildi eftir sig frábært orðspor. Þótt hún væri mun eldri en samnemendurnir, var hún þeirra fremst í vinnu, sam- viskusemi og öguðum vinnubrögð- um. Hún átti létt með að lynda við alla, það skein af henni umhyggjan og festan. Það sem kennurum henn- ar líður aldrei úr minni voru þær kröfur sem hún gerði til sjálfrar sín. Það sýndi hún best þegar hún varð fyrir því óhappi að brjóta fætur og slíta liðbönd í skíðafríi. Enda hver önnur hefði rúllað sér í hjólastól inn á klíninkina með báða fætur í gipsi fyrsta daginn eftir fríið, tilbúin til að sinna sjúklingum sínum. Þrátt fyrir tilsögn kennaranna um að þetta væri ærin ástæða til að taka því rólega, þá átti það ekki við skaplyndi Höllu að láta nokkrar ástæður halda sér frá settu marki. Hennar er sárt saknað af öllum sem til hennar þekkja hér í Indiana. Þessa sömu eiginleika sýndi hún af sér í veikindum sínum. Jafnvel þegar ljóst var hvert stefndi horfði hugur hennar enn til framtíðar. Ég hitti hana síðast í fríi mínu um jólin. Þótt sjúkdómur hennar væri langt geng- inn, stóð enn sami ljóminn og kraft- urinn af henni. Hún vildi lítið ræða um sitt ástand en þess í stað var hún enn gefandi ráð og heilræði, sagði skoðanir sínar umbúðalaust sem fyrrum, og var mér hvatning til að gera enn betur en áður á sviði lífsins, sem og á því sviði tannlækninganna sem hún hafði mestar mætur á. Hafsteinn Eggertsson í Indiana. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir, kannski í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu Hjálmar.) ,,Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag.“ Frá æsku til elli eignumst við marga viðmælendur og kunningja, en aðeins fáa vini. Sumir verða manni það nánir að þegar þeir deyja verður lífið fátækara og hluti af ævi manns líður undir lok. Kynni okkar við Höllu Sigurjóns og mann hennar, Sigurgeir Kjart- ansson, hófust fyrst á háskólaárun- um, en við Sigurgeir vorum nær því samferða í læknadeildinni og Halla stundaði nám í tannlækningum. Kynnin urðu þó ekki náin fyrr en við hófum í framhaldsnám í Bandaríkj- unum. Sigurgeir hóf framhaldsnám í skurðlækningum og Halla í tann- lækningum í Worchester í Massachusetts sem er rétt utan við Boston. Þegar við Unnur fetuðum í fótspor þeirra ári síðar með aleiguna í 2 töskum og barn á handleggnum, tóku þau hjónin á móti okkur á Kennedy-flugvelli. Á þeim árum var mun lengra á milli landa en nú, hvað allar sam- göngur og samskipti varðaði, og Bandaríkin voru okkur óræður heimur. Það var því ómetanlegt að eiga þau Höllu og Sigurgeir að, sem höfðu þegar brotið ísinn á nýjum slóðum, og Halla átti ráð undir rifi hverju og lá aldrei á liði sínu við að aðstoða okkur og aðra sem á þurftu að halda. Þótt vinnan væri mikil og kostur þröngur áttum við saman gott ár í Worchester. Á þeim tíma loguðu Bandaríkin í óeirðum vegna kyn- þáttadeilna og ágreinings vegna Ví- etnamstríðsins. Mikið óöryggi var því ríkjandi og eins mátti eiga von á því að gömlu timburhúsin, sem við bjuggum í, fuðruðu upp í óeirðabáli eða innbrot og árásir yrðu gerðar í vandræðahverfinu þar sem við bjuggum. Það var því ómetanlegt að deila kjörum með jafn traustum vin- um og þau Halla og Sigurgeir voru. Eftir árið skildi leiðir og við Unnur héldum vestur á bóginn til Minnea- polis, en áfram héldust tengslin við Sigurgeir og Höllu og vináttan treystist aftur þegar við fluttum heim til Íslands. Halla var óvenjulega dugleg og ákveðin kona sem braut sér leið í námi og starfi. Hún lét ekki nægja að stunda framhaldsnám í tannlækn- ingum í nokkur ár í Worchester, heldur tók hún sig upp að nýju eftir nokkur ár heima til þess að ljúka mastersprófi við háskólasjúkrahúsið í Indianapolis. Hún hóf síðan kennslu við tannlæknadeild Háskólans sam- hliða rekstri eigin tannlækninga- stofu. Þrátt fyrir erfitt nám og störf átti hún alltaf tíma fyrir vini og vandamenn og aðra, sem á hjálp hennar þurftu að halda, en lét þó allt- af velferð barnanna tveggja sitja í fyrirrúmi og uppskar eftir því. Þegar Halla veiktist af illkynja sjúkdómi hóf hún baráttu til sigurs eins og í öðrum raunum sem hún hafði mætt. Þrátt fyrir hetjulega baráttu mætti hún nú ofjarli sínum enda hefur enginn ennþá sigrað sitt dauðastríð. Hún lét þó ekki bugast meðan stætt var. Þannig munum við vinir Höllu minnast hennar sem hetju er brosti í blíðu og stríðu og bar velferð annarra meira fyrir brjósti en sína eigin hagsmuni. Hún hefur nú haldið upp í nýtt ferðalag og við, sem á eftir komum, bíðum þess að hún taki brosandi á móti okkur á strönd óræðra heima, tilbúin að vísa leið á nýjum slóðum. Unnur og Auðólfur. Einstök vinkona okkar hefur kvatt þetta líf um aldur fram. Halla Sig- urjóns var með eindæmum atorku- söm kona. Henni var allt fært. Hún var bæði verklagin og vel skipulögð. Þess vegna vannst henni tími til allra hluta, hvort sem það var starfslega, félagslega, með fjölskyldunni eða að rækta alla vinina. Engin hjón höfum við þekkt, sem eru vinafleiri en Halla og Sigurgeir. Þau hafa bæði haft þann eiginleika að láta hvern ein- stakling finna hversu sérstakur vin- ur hann er. Hún háði hetjulega baráttu við banvænan sjúkdóm. Halla hafði allt- af sérstakt lag á að gera allar sam- verustundir ljúfar þannig að við fór- um léttari í spori af hennar fundi, hún gaf okkur takmarkalaust af sjálfri sér. Hreinskiptin og kjörkuð kona sem tókst á við lífið bæði í sorg og gleði, vissi að hverju stefndi og ræddi yfirvegað um sínar horfur, gekk síðan af krafti fram í sínum störfum og daglegu lífi, naut hverrar samverustundar með fjölskyldu sinni og vinum. Umhyggja fyrir fjöl- skyldunni var Höllu ofar í huga en eigin veikindi. Daginn fyrir andlát Höllu heim- sóttum við hana og var hún þá orðin mjög veik. Sigurgeir sagði: „Halla mín, Sigurður og Jóna eru hér í heimsókn, sérðu þau?“ Þá kom vilja- styrkur Höllu enn í ljós. Þrátt fyrir að mjög væri af henni dregið svaraði hún af festu: „Já, mjög skýrt.“ Þann- ig munum við minnast Höllu. Fyrir henni voru hlutirnir skýrir, gildin ljós. Það hafa verið mikil forréttindi að eiga vináttu Höllu og við erum þakk- lát fyrir að hafa verið henni samferða í gegnum lífið í öllu sínu litrófi, frá unglingsárum í Ölfusinu, náms- og starfsárum og í vinahópi fram á síð- asta dag. Margs er að minnast en upp úr stendur Ítalíuferðin með þeim hjónum síðastliðinn september. Þá náðum við að gleyma veikindun- um og gleðjast yfir öllu. Elsku Sigurgeir, Aðalsteinn, Elín og fjölskyldur, við vonum að þið finn- ið styrk í þeim góðu minningum sem Halla skilur eftir hjá okkur öllum. Sigurður og Jóna. Þegar ég hugsa til minnar góðu vinkonu, Höllu Sigurjóns, sem glímdi af harðfylgi við erfið veikindi og kvaddi allt of fljótt, reikar hugurinn langt til baka. Það er sumar í Hvera- gerði rétt eftir stríðslok og systur- dóttir Guðrúnar í Brekku, nágranna- konu okkar á Laugalandi, er komin til hennar frá Reykjavík. Hún er jafnaldra mín og heitir Halla. Við kynntumst fljótt og höfðum nóg að gera frá morgni til kvölds, ýmist að leika okkur með spennandi leikföng, sem hún hafði með sér eða að gera okkur bú úti í garði þar sem við höfð- um mikil umsvif. Þar fyrir utan var farið í sundlaugina, yfirleitt á hverj- um degi. Tíminn leið fljótt og áður en varði var komið að hausti og Halla fór aftur til Reykjavíkur. Það liðu uppundir tíu ár þar til fundum okkar bar aftur saman. Það var haustið 1954 og vorum við báðar komnar austur að Laugarvatni til að setjast í menntaskóla og uppgötv- uðum okkur til mikillar furðu – og ánægju – að við áttum að deila her- bergi í heimavist ásamt tveimur öðr- um. Ekki gekk sá búsakapur síður vel en sá sem við stunduðum í Hveragerði og munaði þar mestu, hve Halla var alltaf dugleg, úrræða- góð og frábær félagi. Eitt af því sem ég minnist sérstaklega er þegar komið var að stúdentsprófum og miklu skipti að geta lesið án trufl- unar í löngu upplestrarfríi, þá bauð Halla mér með sér í Hveragerði, þar sem við höfðum gott næði og Guð- rún frænka hennar dekraði við okk- ur. Menntaskólaárin voru skemmti- legur tími og samvera á heimavist meiri hluta ársins í fjögur ár varð undirstaða traustrar vináttu í skóla- hópnum. Þar hitti Halla líka lífs- förunaut sinn, sem var bekkjarbróð- ir okkar, Sigurgeir Kjartansson. Man ég þá tilfinningu, að hann væri kominn í fjölskylduna, þegar þau giftu sig í slíkri kyrrþey, að ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en eftir á, þó að ég byggi þá tímabundið á heimili Höllu. En þetta með fjöl- skyldutilfinninguna segir sína sögu um tengsl mín við Höllu, og móðir hennar, Elín Þorláksdóttir, var mér sem önnur móðir hér sunnan heiða. En nú tók við næsti kafli lífssög- unnar, að búa sig undir lífsstarfið. Halla og Sigurgeir studdu hvort ann- að dyggilega í gegnum tannlækna- og læknanámið og ekki voru þau síð- ur samhent, þegar frumburðurinn Aðalsteinn fæddist og framundan voru mikilvæg próf hjá Höllu. Þá gerði Sigurgeir hlé á sínu námi til að geta verið heima og hugsað um drenginn. Síðar lá leiðin vestur um haf, þar sem þau stunduðu fram- haldsnám og þar fæddist þeim yngra barnið, Elín. Á kveðjustund þakka ég alla tryggð og ræktarsemi þeirra hjóna, sem þau hafa sýnt okkur Val og börnum okkar í gegnum tíðina og öll biðjum við Sigurgeiri og öðrum ást- vinum Höllu styrks í sorg þeirra. Erla Þórðardóttir. HALLA SIGURJÓNSDÓTTIR 4   (   %   *                    &   &  3F    '  #+.0,%.  . # 1 #+.0,%.$  #  .! 3#34)0  "05  .  '0 #! ""5!"""5$ 4  (  %  *    )    *& (&G <  =(&    ',-- $  %    - %.! # 9!  9! !# 4 .9! '# #   ; "! #  $

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.