Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 57
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 57
Okkur langar til þess að minnast
vin- og velgjörðarkonu okkar til
margra ára sem látin er eftir
stutta en harða baráttu við mann-
inn með ljáinn. Gunna var stoð
okkar og stytta á frumbýlingsár-
unum á Akranesi og óspör á góð
ráð handa byrjendum í búskap-
arbransanum. Aldrei taldi hún eft-
ir sér að leiðbeina okkur þegar við
vorum að staulast okkar fyrstu
skref, kornung að árum, og alltaf
að gera vitleysur og mistök. Hún
var ætíð boðin og búin til að að-
stoða okkur með börnin og gæta
þeirra ef svo bar undir. Eitt sinn
vorum við ungu hjúin hálfstúrin
því okkur langaði svo mikið til að
fara upp í Borgarfjörð um versl-
unarmannahelgi en enginn var til-
tækur til að gæta litlu dóttur okk-
ar, allir farnir út úr bænum. Þá
hringdi Gunna og sagði á sinn
snögga og sérstaka hátt: „Hvaða
vitleysa er þetta, komið þið bara
með stelpuangann eins og skot og
farið þið svo og skemmtið ykkur.“
Ekkert óþarfa fjas um svona smá-
muni, bara að drífa sig. Þegar við
svo eignuðumst okkar yngsta
barn, þá komin hingað til Reykja-
víkur, hringdi síminn og þar var
Gunna með sinn stóra faðm og
hlýja hjarta að bjóðast til að gæta
Gunnars, sem þá var yngstur, og
ekki áttum við að tvínóna neitt við
GUÐRÚN
ÁRMANNSDÓTTIR
✝ Guðrún Ár-mannsdóttir
fæddist á Hofteigi á
Akranesi 19. ágúst
1929. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut mánu-
daginn 1. apríl síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Akraneskirkju 7.
apríl.
Eftirfarandi minn-
ingargrein um Guð-
rúnu Ármannsdóttur
er endurbirt vegna
mistaka sem urðu við
birtingu hennar í blaðinu í gær og
eru hlutaðeigendur beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
það bara setja gutt-
ann í Akraborgina.
Honum var ekki skil-
að fyrr en hálfum
mánuði seinna. Þarna
var Gunnu rétt lýst,
ekkert að telja eftir
sér hlutina, þetta var
bara sjálfsagt.
Ekki er annað hægt
en að segja frá því
hvað við litum upp til
hennar fyrir það hvað
hún var mikil afburða
húsmóðir svo vand-
fundin var önnur eins.
Það var sama hvað
hún tók sér fyrir hendur, allt var
það á sömu bókina lært, það var
einfaldlega ekki hægt að gera bet-
ur, allt lék í höndunum á henni.
Svo tók þetta enga stund hvort
sem það var að baka, sauma, þrífa
og laga til eða bara að elda mat-
inn. Alltaf var eins og ekkert hefði
verið bardúsað því svo var um-
gengnin snyrtileg. Allt lagfært og
þrifið jafnóðum og heimilið alltaf
glansandi fínt út úr dyrum. Já, það
var leit að öðrum eins vinnuvíkingi
enda kunnu margir að meta verkin
hennar.
Hin síðari ár hefur samgang-
urinn orðið strjálli því hún var
uppi á Skaga en við í Reykjavík.
Þegar við fréttum af hinum alvar-
legu veikindum hennar flýttum við
okkur til hennar og urðum harla
glöð þegar við komum í aðra heim-
sóknina því hún var svo miklu
hressari en fyrst og bjartsýn á að
allt færi vel enda hafði hún trölla-
trú á læknunum sínum, en því mið-
ur, þá fór sem fór. Við kveðjum
mæta manneskju og biðjum að hún
fái góða heimkomu.
Að síðustu biðjum við Guð um
að gefa Kela styrk og vaka yfir
honum því hann á erfitt sem aldrei
fyrr og missir hans er mikill.
Börnum hennar og fjölskyldum
þeirra biðjum við alls hins besta
og vottum fjölskyldunni allri inni-
lega samúð okkar hjónanna og
barna okkar.
Hildur Guðbrandsdóttir
og Ævar Sveinsson.
Mig langar til þess
að minnast ömmu
minnar, Jóhönnu Finn-
bogadóttur, í fáum orð-
um. Amma Jó, eins og
við systurnar kölluðum hana jafnan,
var mikið með mig þegar ég var lítil
og þá einkanlega þegar mamma var
að vinna í Samvinnubankanum. Hún
fór oft með mig í heimsókn í bank-
ann því á þessum tíma bjó hún á
Leifsgötunni með afa Valla. Ein
fyrsta minningin með ömmu er þeg-
ar við vorum að ganga saman niður
Laugarveginn. Ég var líklega um
þriggja ára gömul og var nýbúin að
fá nýja lakkskó sem ég fékk að vera
í með því skilyrði að ég myndi ekki
óhreinka þá. Á nokkurra mínútna
fresti beygði ég mig niður til að
þurrka af þeim því við vorum nú
einu sinni á leið til mömmu í bank-
ann og ekki mátti hún sjá að skórnir
voru nokkuð óhreinir. Þegar við vor-
um komnar niður í Bankastrætið,
beygði ég mig enn og aftur niður til
að skoða skóna. Þá man ég að amma
sagði að líklega myndi bankinn loka
á okkur með þessu áframhaldi.
Þetta var bara eitt lítið dæmi um
sögu sem ég geymi í minningunni af
okkur ömmu Jó en mér finnst þessi
alltaf skemmtilegust af því ég var
svo lítil. Hjá ömmu Jó var alltaf gott
að vera. Við fengum nóg að borða og
man ég sérstaklega eftir hinum æð-
islegu hveitikökum sem hún var
þekkt fyrir – enda gat enginn bakað
eins góðar hveitikökur og amma.
Þegar ég gisti hjá ömmu og afa og
síðar henni einni, var alltaf lesið fyr-
ir mig. Ég man líklega best eftir
sögunni af Dísu ljósálfi en ég held
hún hafi lesið hana fyrir mig marg-
oft. allavega kunni ég hana nánast
utanað. Síðan tóku við Grimms æv-
intýri og síðar Þjóðsögurnar sem ég
las bara sjálf.
Ég held að við Adda systir mín
höfum fyrst farið í bíó með ömmu
Jó. Þá átti hún heima í Asparfellinu
og við skelltum okkur niður í Mjódd
í bíó. Ég man nú reyndar ekki í dag
hvaða mynd við sáum en þegar við
löbbuðum inn í salinn með ömmu,
drekkhlaðinni poppi og kók, sagði
hún hátt og snjallt: „Dúna, þú verð-
JÓHANNA
FINNBOGADÓTTIR
✝ Jóna JóhannaDaðína Finn-
bogadóttir fæddist á
Hóli í Bakkadal í
Arnarfirði 21. sept-
ember 1921. Hún
andaðist í Reykjavík
á páskadag, 31. mars
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Áskirkju 8. apríl.
ur að halda í mig því
maður er eins og blind-
ur kettlingur hérna
inni.“ Þetta fannst mér
mjög fyndið og finnst
enn enda var amma
mín mikill húmoristi.
Það er alltaf gaman að
rifja upp gamlar og
góðar minningar á
stundum sem þessari.
Ég gæti skrifað enda-
laust áfram svona sög-
ur sem lýsa ömmu
minni betur en mörg
orð. Þess í stað langar
mig að segja: Bless
amma mín. Ég veit að það verður
vel tekið á móti þér af Valla afa,
Dúnu ömmu og öllum þeim sem eru
farnir frá okkur.
Guðrún Svava
Baldursdóttir (Dúna).
Mig langar að minnast hér með
nokkrum orðum móðursystur minn-
ar Jóhönnu Finnbogadóttur, hennar
Hönnu frænku.
Þegar ég lít til baka koma upp
góðar minningar liðinna ára og
Hanna frænka var ein af föstu
punktunum í lífi mínu. Hún og
mamma höfðu mikið og náið sam-
band og Hanna frænka er tengd
glaðri og áhyggjulausri æsku minni
og efst í huga mér er hvað hún var
alltaf góð við okkur börnin.
Ég man eftir kvöldum þegar hún
sagði okkur systrunum sögur og
ævintýri áður en við fórum að sofa.
Hún leyfði mér að skoða á sér negl-
urnar, sem mér fannst vera svo fal-
legar, fínar og lakkaðar. Hún var
svo skemmtileg þegar hún lék jóla-
sveininn í fjölskylduboði á jólunum
og við börnin höfðum ekki hugmynd
um að þetta væri hún Hanna
frænka. Ég man vel daginn þegar
hún kom heim úr siglingu með Gull-
fossi og var þá trúlofuð Valla og
hringarnir höfðu verið smíðaðir á
skipinu. Síðan voru Hanna og Valli
alltaf nefnd í sömu andránni. Það
var notalegt að koma til hennar í
kaffi og kæfan og kökurnar hennar
voru svo góðar.
Ég man eftir skemmtilegri ferð á
Kirkjubæjarklaustur þegar nokkrar
fjölskyldur fóru saman í útilegu. Við
krakkarnir vildum helst vera í tjald-
inu hjá Hönnu og Valla í kvöld-
kyrrðinni og hún gaf okkur ávexti úr
dós eins og við gátum í okkur látið.
Ég minnist hennar þegar hún af-
greiddi í mjólkurbúðinni og þegar
hún vann í miðasölunni í Nýja bíói
og seinna í Þjóðleikhúsinu og mér
fannst alltaf svo spennandi það sem
hún var að gera.
Hanna frænka varð ekki rík af
veraldlegum auði, þrátt fyrir langt
ævistarf, en alltaf átti hún til nóg
fyrir aðra og var tilbúin að hjálpa.
Þau voru mörg skiptin sem hún rétti
fjölskyldunni hjálparhönd þegar
mikið var að gera og systkinabörnin
að fæðast.
Síðastliðið sumar fór ég vestur í
yndislegu veðri og gisti eina nótt í
tjaldi í Bakkadal, á túninu fyrir neð-
an Hól. Ég reyndi að sjá fyrir mér
mannlífið þar þegar mamma, Hanna
og systkinin voru börn að leik, afar
mínir og ömmur höfðu í mörgu að
snúast og mannlífið blómstraði.
Nú er komið að leiðarlokum hjá
Hönnu frænku minni. Það var gott
að eiga hana að samferðamanni og
þakka ég henni fyrir hvað hún var
mér alltaf góð og notaleg.
Hvíl þú í friði, elsku frænka.
Elín G. Stefánsdóttir.
Mig langar að minnast móður-
systur minnar og nöfnu Jóhönnu
Finnbogadóttur sem lést á páska-
dag þann 31. mars sl. Það eru marg-
ar góðar minningar sem koma upp í
huga mér. Jóhanna frænka, eins og
við flest öll kölluðum hana, tengdist
mér og minni fjölskyldu mjög sterk-
um böndum. Alveg frá því að ég
fæddist hefur hún fylgt mínu lífi, en
Jóhanna var fengin til að annast
heimilið þegar mamma átti mig og
Hrein bróður, en þá voru systkinin á
Litlu-Eyri þegar orðin átta talsins.
Hún kom oft í heimsókn vestur á
sumrin og alltaf færði hún okkur
eitthvert góðgæti, auk þess sendi
hún mér alltaf afmælis- og jólagjaf-
ir.
Þegar ég flutti til Reykjavíkur
kom ég oft til Jóhönnu og alltaf tók
hún jafn vel á móti mér. Ég fann
fljótt hvað það var notalegt og gott
að eiga hana að. Jóhanna var alveg
einstök, betri frænku er ekki hægt
að hugsa sér, þess fékk ég að njóta
og öll mín börn. Hún var einstaklega
barngóð og hafði gott lag á börnum,
átti alltaf til leikföng og sælgæti til
að rétta að þeim þegar þau komu í
heimsókn.
Samskipti mín við hana einkennd-
ust af umhyggju, gjafmildi og
tryggð, sem héldust alveg fram á
síðasta dag. Á erfiðum stundum í lífi
mínu reyndist hún mér einna best.
Elsku frænka, bestu þakkir fyrir
allar samverustundirnar gegnum
árin.
Guð blessi minninguna um þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Jóhanna Bjarnadóttir.
&
)
*
)
*
8& && *& /"# # ,#
.#+ $
6+
(
'
*
'
(
9
:
#% &
05! ,# -
'0 -05! A % $
905! 3 -
$05 !, .!#
""5!05.+$
7
(
%
)
*
)
*&
9&&
.#
0>.# - .0
# --H7$
6+
(
*
6
'(-! 34 .>
"(-! 3 #I-#
# (- 3.>8!!
((- ;# #!
'%(- %
!
""5!5--"5$
4
(
) )
*&
#
= & AF *& ' "1:
)#,%.$
!
# > ,%. ' -!
'#3% 0 !3 !!
-'! +A4
> ,%.'# '!
; .!=#+'!$
4
(
)
*
)
*&
8& G *& ;%#
(##66 $
#$
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur af-
mælis- og minn-
ingargreina