Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 60
FRÉTTIR 60 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ KLUKKUR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Stimpil Vefsíða: www.oba.is LEIKRITITIÐ „ef þori ég, vil ég, get ég“ var frumsýnt í leikskól- anum Arnarsmára í Kópavogi ný- lega. Leikritið er liður í jafnrétt- isverkefni sem unnið var í nokkr- um leikskólum Kópavogs síðast liðinn vetur. Sýningin, sem sýnd verður í fleiri leikskólum bæjarins, er styrkt af jafnréttisnefnd Kópa- vogs. Leikritið er spunaverk sem fjallar um stelpur og stráka sem leika sér saman og læra að vera vinir, segir í fréttatilkynningu. Leiksýning í Arnarsmára Krakkarnir í leikskólanum Arnarsmára við frumsýningu á leikritinu. DILBERT mbl.is SUNNUDAGINN 14. apríl koma til landsins einhverjir virtustu sérfræð- ingar heimsins á sviði flugslysarann- sókna, þeir Frank Taylor, fyrrum forstöðumaður Cranfield Aviation Safety Centre, College of Aeronaut- ics, Cranfield University, og Bernie Forward, fyrrum meðlimur bresku flugslysanefndarinnar AAIB og kennari við Cranfield University, en þeir starfa nú sem sjálfstæðir ráð- gjafar á sviði flugslysarannsókna og flugöryggis. Koma Taylors og Forward til Ís- lands er liður í óháðri sérfræðilegri úttekt þeirra á rannsókn flugslyssins í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Til þess verks voru þeir ráðnir af Friðrik Þór Guðmundssyni og Jóni Ólafi Skarp- héðinssyni, feðrum tveggja fórnar- lamba flugslyssins, með sérstökum samningi þar að lútandi, sem undir- ritaður var í Cranfield 15. júní 2001. Samningurinn felur í sér að bretarnir leggi mat á rannsókn og skýrslur Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) og önnur fyrirliggjandi gögn málsins, rannsaki eftir því sem við verður komið það sem þeir telja að hefði þurft frekari rannsókna við og leggi eftir atvikum fram tillögur til úrbóta. Á undanförnum mánuðum hefur miklu af gögnum og upplýsingum verið komið til bretanna og umfangs- mikil þýðingarvinna átt sér stað. Þeir hafa verið í samskiptum við flug- málayfirvöld hér á landi og ljóst að Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hefur með formlegum hætti lagt að málsaðilum að auðsýna bret- unum fulla samvinnu. Bretarnir munu á tímabilinu 15.-17. apríl funda með fulltrúum RNF, Flugmála- stjórnar Íslands, samgönguráðu- neytisins, Landshelgisgæslunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Lögreglustjóraembættisins í Reykjavík og eftir atvikum með öðr- um aðilum. Vefsíðan flugslys.is opnuð Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Ólafur Skarphéðinsson hafa nú opn- að vefsíðuna flugslys.is, en á vefsíð- unni er ætlunin að koma á framfæri upplýsingum varðandi ýmsa þætti er tengjast Skerjafjarðarslysinu og flugöryggi almennt. Nokkuð af efni er þegar komið inn á síðuna, en áfram verður unnið að því að koma með þessu móti á framfæri við al- menning öllu því sem máli skiptir varðandi rannsókn flugslyssins og flugöryggi almennt. Eru fjölmiðlar og almenningur hvattir til að kynna sér efni vefsíðunnar og eru skoðanir og ábendingar vel þegnar með tölvu- pósti til rannsókn@flugslys.is. Vefsíðan flugslys.is opnuð Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Ólafur Skarphéðinsson hafa nú opn- að vefsíðuna flugslys.is, en á vefsíð- unni er ætlunin að koma á framfæri upplýsingum varðandi ýmsa þætti er tengjast Skerjafjarðarslysinu og flugöryggi almennt. Nokkuð af efni er þegar komið inn á síðuna, en áfram verður unnið að því að koma með þessu móti á framfæri við al- menning öllu því sem máli skiptir varðandi rannsókn flugslyssins og flugöryggi almennt. Eru fjölmiðlar og almenningur hvattir til að kynna sér efni vefsíðunnar og eru skoðanir og ábendingar vel þegnar með tölvu- pósti til rannsókn@flugslys.is, segir í fréttatilkynningu. Bretarnir koma – vefsíðan flugslys.is opnuð Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.