Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 61
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 61
Funahöfða 1
www.notadirbilar.is
Ertu að kaupa, viltu
skipta, þarftu að selja
Chervolet tahoe lt árg. 1999, ekinn 62 þ., v-rauður,
leður, lúga, álfe. o.fl. Verð 3.900.000. Ath. skipti.
Audi a6 Quattro stw 4wd, nýsk. 1/1999, ekinn 22 þ., v-
rauður, ssk. m. öllu. Verð 3.900.000. Ath. skipti.
Nissan Patrol se + árg. 98, ekinn 96 þ., hvitur, leður,
lúga, 5 g., 33" dekk. Verð 2.950. Ath. skipti.
AMC Cherokee Laredo, nýsk. 10/2000, ekinn 10 þ., v-
rauður, ssk., innfluttur nýr. Verð 3.890.000. Ath. skipti.
Nissan Patrol slx gr disel, árg. 96, ekinn 148 þ., grænn,
5 g., 33" dekk, álfe. o.fl., gullmoli. Verð 1.890.000. Ath.
skipti á dýrari Patrol.
M. Benz slk 2300 kompressor, nýsk. 3/1997, ekinn aðeins
9 þ., innfluttur nýr, v/rauður, 5 g., álfe., rafmagnstoppur.
Verð 3.590.000. Ath. skipti.
MMC Pajero v6, langur, bensín árg. 97, ekinn 96 þ.,
grænn, ssk., sóll., 33" dekk, álfe. Verð 2.190.000. Lán
1.200 þ.
Honda CRV RVSI, nýsk. 3/1999, ekinn 52 þ., gullsans.,
ssk., samlitur o.fl. Verð 1.750.000.
Nissan Terrano ll luxery disel, nýsk. 5/2001, ekinn 14
þ., svartur, ssk., leður, lúga o.fl. Verð 3.650.000. Áhv.
lán 1.500. Ath. skipti.
Range Rover 4,6HSE, nýsk. 5/2000, ekinn 22 þ., gulls.,
m. öllu. Verð 5.400.000. Ath. tilboðsverð 4.750.000 stgr.
Laugavegi 29 • Sími 552 4320
Höldur
Eitt mesta
úrval landsins
af skápa- og skúffu-
höldum
BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar
fékk hvatningarverðlaun ferðaþjón-
ustunnar fyrir góða frammistöðu
þegar þau voru afhent í sjöunda sinn
nýverið.
Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur
undanfarin ár sýnt með lifandi hætti
fjölþætta sögu Hafnarfjarðar. Safn-
ið er með sýningaraðstöðu á þremur
stöðum í bænum, í Sívertsens-húsi,
Siggubæ og Smiðjunni. Í tveim þeim
fyrrnefndu eru fastar sýningar, en í
Smiðjunni er auk fastrar sýningar
sett árlega upp ný sýning. Á síðasta
ári var sett upp víkingasýning.
Átta ferðaþjónustuaðilar voru til-
nefndir til hvatningarverðlauna
ferðaþjónustunnar í Hafnarfirði ár-
ið 2002 og það voru, auk Byggða-
safnsins: Skemmti- og hvalaskoðun-
arbáturinn Elding, Fjarðarkaup,
Fjörukráin, Hafnarborg, Herra
Hafnarfjörður, Ostahúsið og Tilver-
an.
Ferðamálanefnd tilnefnir til
hvatningarverðlaunanna og það eru
síðan ferðaþjónustuaðilar í Hafnar-
firði sem greiða atkvæði. Tilgangur
með verðlaununum er að hvetja
ferðaþjónustufyrirtæki til dáða og
vekja athygli á ferðaþjónustu í
Hafnarfirði. Verðlaunin getur fyrir-
tæki, stofnun, félagasamtök, eða
einstaklingur hlotið, sem sýnt hefur
athyglisverða nýbreytni, góða þjón-
ustu, aðstöðu, markaðsátak eða ann-
að sem viðkemur ferðaþjónustu,
segir í fréttatilkynningu.
Björn Pétursson safnstjóri tekur við árnaðaróskum Helgu Stefánsdótt-
ur, formanns ferðamálanefndar.
Byggðasafnið í Hafnarfirði
fær hvatningarverðlaun
ATVINNUTENGDIR lungnasjúk-
dómar eru þema lungnadagsins,
sem haldinn verður í dag, föstu-
daginn 12. apríl, kl. 17.15 í hátíð-
arsal Háskóla Íslands.
Meðal þess sem fjallað verður
um eru þeir áhættuþættir sem
tengjast loftmengun á vinnustöð-
um. Nútímamaðurinn eyðir u.þ.b.
90% af tíma sínum innanhúss. Þau
áreiti, sem hann verður fyrir af
umhverfi sínu á vinnustað, geta
haft umtalsverð áhrif á heilsufar,
m.a. af völdum sveppa og ryk-
maura í andrúmsloftinu.
Sænski lungnasérfræðingurinn
Jonas Brisman verður gestur
lungnadagsins. Erindi halda: Dóra
Lúðvíksdóttir, Eyþór Björnsson og
Andrés Sigvaldason. Fundarstjór-
ar eru lungnalæknarnir Gunnar
Guðmundsson og Ólafur Baldurs-
son.
„Á undanförnum árum hefur
þekking á atvinnutengdum lungna-
sjúkdómum aukist verulega.
Framfarir hafa orðið í „greining-
araðferðum og meðferð þessara
sjúkdóma og skilningur okkar á
eðli þeirra hefur vaxið. Hér á landi
vantar þó enn betri upplýsingar
um þessa sjúkdóma. Brýnt er að
bæta skráningu atvinnutengdra
lungnasjúkdóma hér á landi svo
fækka megi áhættuþáttum og bæta
vinnuumhverfi þar sem þess er
þörf. Með auknum rannsóknum og
fræðslu til almennings um áhættu-
þætti atvinnutengdra lungnasjúk-
dóma er líklegt að draga megi úr
tíðni þeirra hérlendis og þannig
fyrirbyggja langvinn veikindi og
fjarvistir frá vinnu í tengslum við
þessa sjúkdóma,“ segir Dóra Lúð-
víksdóttir í erindi sínu en hún
leggur m.a. áherslu á nauðsyn þess
að fræðsla til almennings verði
aukin um orsakir ýmissa atvinnu-
tengdra lungnasjúkdóma.
Lungnadagurinn
ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Endur-
menntunarsjóði grunnskóla í fjórða
sinn.
Auglýst var í desember 2001 eftir
umsóknum og var umsóknarfrestur
gefinn til 30. janúar 2002. Alls bárust
umsóknir um styrki til 152 endur-
menntunarverkefna og var samanlög
upphæð þeirra um 53 milljónir króna.
Við mat á umsóknum var miðað við
að verkefnin væru til þess fallin að
mæta þörfum grunnskólans, að með
þeim væri fylgt eftir skólastefnu og
aðalnámskrá grunnskóla og að verk-
efnin fullnægðu kröfum um fag-
mennsku og gæði.
Stærstu styrkumsækjendur voru
skólaskrifstofur. Tillaga sjóðstjórnar
fyrir árið 2002 er á þá leið að veittur
verði styrkur til 109 verkefna sam-
kvæmt umsóknum fyrir samtals kr.
22.688.500. Sjóðstjórn ákvað auk þess
að leggja til að veittur yrði einnar
milljónar króna styrkur til sérstaks
verkefnis vegna aðgerða gegn einelti.
Samtals er því úthlutað kr.
23.688.500.
Styrkirnir voru á bilinu kr. 50.000
til kr. 1.200.000, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Úthlutað úr
Endurmennt-
unarsjóði
grunnskóla
NETIÐ – information for tourists
(Netid-info), sem rekið er af NET-
INU markaðs- og rekstrarráðgjöf
hefur gefið út 2002-bækling sinn.
Bæklingurinn er 72 bls., prentaður
í vasastærð og er hugsaður sem
„heildarlausn“ fyrir erlenda ferða-
menn sem dvelja í Reykjavík til
lengri eða skemmri tíma. Honum er
dreift án endurgjalds á öll hótel,
gistiheimili og upplýsingaþjónustur
á höfuðborgarsvæðinu. Ársupplag
hans er 55.000 eintök. Ritstjóri er
Hákon Þór Sindrason.
Bæklingurinn inniheldur upplýs-
ingar um veitingastaði, verslanir,
ferðir og alla sundstaði í Reykjavík.
Einnig eru upplýsingar um afþrey-
ingu, menningarviðburði, veðurfar,
fjölda erlendra ferðamanna og upp-
lýsingar um verðlag, kaffihús, næt-
urlíf í Reykjavík, helstu strætóleið-
ir, tölfræði og margt fleira. Í
bæklingnum eru tvö kort af
Reykjavík, eitt miðbæjarkort og
annað af Reykjavík í heild. Einnig
er kort af gönguleiðum í Reykjavík
og kort af Laugardalnum.
Umsjón með hönnum bæklings-
ins var í höndum G. Bjarka Guð-
mundssonar hönnuðar. Bæklingur-
inn var prentaður hjá prentsmiðj-
unni Odda, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Nýr Netid-info-
bæklingur
SAMBAND ungra sjálfstæðismanna
hefur opnað nýja og bætta heimasíðu
á vefslóðinni www.sus.is. Á síðunni
eru ýmsar upplýsingar um sam-
bandið, fréttir af starfi sambandsins,
greinar, ályktanir og ýmislegt fleira.
Á heimasíðunni er nú meðal ann-
ars að finna ályktun um sveitar-
stjórnarmál, sem samþykkt var á
forystumannaráðstefnu SUS nýlega,
segir í fréttatilkynningu.
Ný heimasíða
SUS