Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 64
64 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HANN Leifur læknir sem skrifaði bréf til blaðsins þann 7.4. 2002 var að ræða um mál sem snúa að hnefaleik- um. Leifur færir skrítin rök fyrir máli sínu og finnst mér hann ekki al- veg vera að átta sig á þeim stað- reyndum sem fylgja málinu. Leifur talar um að Alþingi hafi samþykkt hnefaleikana á sama tíma og hrylli- legt morð var framið í Reykjavík. Ég býst við að Leifur sé að vitna í at- burðinn þar sem beitt var sveðjum og öðrum tólum til þessa skelfilega at- burðar. Ég sé ekki samhengið í því að leyfa hnefaleika annars vegar og að maður sé myrtur með eggvopnum í „kyrrlátu hverfi“ eins og Leifur orðar það. Ég vil benda Leifi góðfús- lega á það að ofbeldi á sér stað alls staðar í borginni og alls staðar á landinu en við höfum bara ekki heyrt um það eins mikið vegna þess að það var alltaf þagað í hel. Með aukinni fjölmiðlun og upplýsingaþörf heyrir maður meira af því en áður. Þannig er það verulega hæpið að tengja of- beldið við sjálfsvarnaríþróttir eða aðrar íþróttir. Það sem íþróttir á borð við karate og akido eru að boða eruinnri friður og að nota íþróttirnar eingöngu til sjálfsvarnar í ýtrustu neyð! Ég vil þá varpa fyrirspurnum til Leifs, eigum við að banna allar íþróttir sem geta hvatt til ofbeldis? Hvað með handknattleik? Hann er ekkert nema hóphnefaleikar þar sem ekki eru einu sinni notaðir hanskar! Eigum við kannski að banna allt út- varps-, sjónvarps- og bíómyndaefni (fréttir, fræðslumyndir og afþreying- arefni) sem hvetur til ofbeldis? Og meðan ég man þá væri ekki vitlaust að banna lagið Kung Fu Fighting því það hlýtur að hvetja til ofbeldis. Hvað þá með allar þessar magn- þrungnu sinfóníur þar sem mikið er um ofsafengin læti, á ekki að banna þær líka? Það væri þar af leiðandi ekkert vitlaust að banna sjálfsvarn- arnámskeið fyrir konur til að verjast nauðgunum! Fyrst við erum að þessu á annað borð eigum við þá ekki að setja upp talibanastjórn á Íslandi og stjórna eftir þeirra skoðunum? Þessi tenging Leifs milli hnefa- leika og ofbeldis er eiginlega alger- lega út í hött. Hann sem læknir á bráðamóttöku hlýtur að gera sér fyllilega grein fyrir því að þeir sem eru að berja mann og annan eru í annarlegu ástandi vegna lyfja og áfengis auk þess að þeir sem stunda ofbeldi eru yfirleitt í hópum. Einnig vil ég benda Leifi á að fæstir iðk- endur sjálfsvarnaríþrótta berja á mönnum heldur eru það kjánarnir sem þykjast kunna þetta sem eru að berja með einhvers konar þykjustu- spörkum út og suður. Þetta hafa þeir séð í sjónvarpi og kvikmyndahúsum en ekki verið að blaða í reglugerðum til að athuga hvort það sé leyfilegt. HALLUR GUÐMUNDSSON, Álfaskeiði 43, Hafnarfirði. Misskilningurinn um hnefaleika Frá Halli Guðmundssyni: ÉG HEF alltaf verið þeirrar skoð- unar að Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, væri maður sem léti ekki frá sér fara óyfirvegaðar yfirlýs- ingar. En þegar birtist í Morg- unblaðinu hinn 9. apríl sl. sú yf- irlýsing að aldraðir væru að verða vaxandi vandamál í heiminum, sem vanþróaðar þjóðir myndu ekki ráða við, missti ég verulega álit á hon- um. Það er ótrúlegt að svo lágkúruleg stjórnsýslustefna sé rekin í menn- ingarþjóðfélögum að bráðsaklausu fólki sé raðað upp í æskilega og óæskilega þjóðfélagshópa. Svona yfirlýsing Kofi Annan gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lágstéttaröldunga, vegna dálætis sumra á stjórnsýslu Þýskalands á fjórða áratugnum, þar sem nauð- synlegt var talið að stemma stigu við offjölgun á ónýtanlegum úr- gangshópi þjóðfélagsþegna. Þetta er ekki upplífgandi þakk- læti til þeirra sem ekki geta lengur tekið þátt í þjóðfélagsuppbyggingu vegna þeirrar líffræðilegu þróunar, sem enginn fær um flúið, en hafa byggt upp grunninn að þeim mennta- og tækniþjóðfélögum sem menn lifa í. Það er hreint ótrúlegt að forustumenn þjóðfélaga skuli ekki telja framfærslu aldraðra vera inni í framfærslu annarra þjóð- félagsþegna og þar með ekki sér- verkefni til lausnar. Ég hef aldrei heyrt þjóðarleið- toga hafa áhyggjur af þeim þús- undum milljarða sem eytt er í styrjaldarbrölt, eða þeim milljörð- um sem kostað er til hjálparstarfs vegna styrjalda. Fyrirtæki, sem sífellt eru kvart- andi undan peningaleysi, eyða tug- um milljóna í sjónvarpsútsendingar, kaupa íþróttamenn fyrir milljarða, kaupa sig fyrir milljarða inn í önnur fyrirtæki sem eru í óskyldum rekstri og ausa milljörðum úr landi. Sé aftur á móti beðið um peninga til lagfæringar á afkomu þeirra sem við lökust kjör búa í heimalandinu eru engir peningar til. Vandi þjóðfélaganna er ekki kostnaður við lífeyri aldraðra held- ur vanhæfni í stjórnsýslu til ráð- stöfunar fjármuna. Þessi yfirlýsing Kofi Annan hefur sennilega fallið í góðan jarðveg hjá íslensku ríkisstjórninni sem hefur haft miklar áhyggjur af því að elli- lífeyrisþegar séu orðnir það latir af ofáti að þeir nenni ekki að geispa golunni. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Aldraðir „plága“? Frá Guðvarði Jónssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.