Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 65

Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 65 RAÐGREIÐSLUR Sölusýning - Sölusýning 10% staðgreiðsluafsláttur Sími 861 4883 á nýjum og gömlum handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli við Sigtún, Reykjavík, Á morgun, laugardag 13. apríl kl. 12-19 og sunnudag 14. apríl kl. 13-19 Glæsileg teppi á mjög góðu verði UMTALSVERÐUR árangur hefur náðst í þeirri viðleitni íslenskra stjórnvalda að bregðast við sam- drætti í ferðaþjónustu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkj- unum. Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra segir að strax eft- ir 11. september hafi íslensk stjórnvöld ákveðið að taka hönd- um saman við ferðaþjónustuna til að verjast áhrifum atburðanna. Ákveðið var að úthluta sam- gönguráðuneytinu 150 milljónum króna til viðbótar við það framlag sem stjórnvöld leggja fram árlega til ferðamála, sem er um 220 milljónir. Samgönguráðherra sagði að óhætt væri að fullyrða að góður árangur hafi náðst í þessari varnarbaráttu ferðaþjón- ustunnar. Magnús Oddsson, ferða- málastjóri, segir Ísland hafa verið eitt af fyrstu löndunum til að hefja aðgerðir til að verja leiða- kerfið og samgöngur við landið. Þá sagði Magnús að samkvæmt áliti þeirra sem ynnu á markaðs- svæðunum hefði viðbótarféð skipt sköpum í þessu sambandi. Hann tók þó fram að engir sigrar hafi unnist enn, þótt góður árangur hafi náðst í varnarbar- áttunni á þann hátt að tekist hefði að halda um 80-90% af því um- fangi sem áður var í ferðaþjón- ustunni. Viðbótarfénu var m.a. skipt milli helstu markaðssvæða íslenskrar ferðaþjónustu erlendis. Í framhaldi af átakinu erlendis hefur verið ákveðið að verja 45 milljónum króna til verkefna inn- anlands, með það að markmiði að hvetja landsmenn til þess að nýta sér þá möguleika sem íslenska ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða. Ísland hefur m.a. verið kynnt með auglýsingaspjöldum á lestarstöðvum. Umtalsverður ár- angur hefur náðst Átak stjórnvalda gegn samdrætti í ferðaþjónustu ÍSLANDSMÓT framhaldsskóla- sveita í skák 2002 hefst í félagsheim- ili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, föstudaginn 19. apríl kl. 19.30. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, ef næg þátttaka fæst. Að öðrum kosti munu sveitirnar tefla einfalda umferð, allar við allar. Um- hugsunartími er hálf klukkustund á skák fyrir hvern keppanda. – 3. umferð verður föstudaginn 19. apríl kl. 19.30–22.30 og 4.–7. umferð laugardaginn 20. apríl kl. 13–17. Fjöldi sveita frá hverjum skóla er ekki takmarkaður. Raðað verður á borð eftir styrkleika. Ekkert þátt- tökugjald. Nemendur sem hafa verið hluta úr vetri í skóla, eiga rétt til þátttöku, enda hafi þeir ekki gengið í annan framhaldsskóla. Þeir sem skipta um framhaldsskóla eiga að- eins rétt á að keppa fyrir nýja skól- ann. Stúdentar um áramót eiga rétt til þátttöku í síðasta sinn. Sigurvegari á mótinu hlýtur rétt til þátttöku í Norðurlandamóti fram- haldsskóla, sem fer fram í Svíþjóð á þessu ári. Þátttaka tilkynnist til Ólafs H. Ólafssonar æskulýðsfull- trúa, Rauðarárstíg 38, Reykjavík. Íslandsmót framhalds- skólasveita í skák WALDORFSKÓLINN Sólstafir í Reykjavík verður með opinn dag í húsnæði skólans í Hraunbergi 12, laugardaginn 13. apríl kl. 13–16. Allir velkomnir. Námskrá Waldorfskólans miðar að því að vera í samræmi við þroska barnsins á hverju aldursstigi og framsetning námsgreina. Leitast er við að viðhalda áhuga nemenda, ýta undir skapandi hugsun og auka lík- amlega færni þeirra, segir í frétta- tilkynningu. Opinn dagur í Waldorf- skólanum FYRIRLESTUR verður í Norræna húsinu um réttindi Norðurlandabúa laugardaginn 13. apríl kl. 14. Fyrirlesari verður Ole Norrback, sendiherra Finnlands í Ósló. Hann hefur unnið skýrslu um réttindi Norðurlandabúa fyrir Norrænu ráð- herranefndina þar sem hann kemur með tillögur að því hvernig hægt er að tryggja að opinberir aðilar fylgi eftir ákvæðum norrænna samninga sem í gildi eru hverju sinni. Fyrirlesturinn er haldinn í sam- starfi við Halló Norðurlönd í Reykja- vík. Réttindi Norð- urlandabúa FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguskíðaferðar á Holtavörðuheiði laugardaginn 13. apríl. Brottför er frá BSÍ kl. 8 á laug- ardagsmorgni, ferðin kostar kr. 3.300 til félagsmanna en annars kr. 3.600. Gönguskíða- ferð á Holta- vörðuheiði NEFND um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum heldur námskeið föstudaginn 19. apríl kl. 13–19 í samstarfi við Endurmenntun Há- skóla Íslands fyrir konur sem hafa gefið kost á sér til setu á fram- boðslistum stjórnmálaflokka. Markmiðið er að efla konur, nýj- ar sem reyndari, til starfa í sveit- arstjórnum og nefndum og ráðum sveitarfélaga. Kennarar verða Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- sviðs Sambands íslenskra sveitar- félaga, Sigrún Jóhannesdóttir, MS í kennslutækni, og Helga Jóns- dóttir, lögfræðingur og borgarrit- ari. Verð er kr. 13.500. Skráning fer fram hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Einnig er bent á heima- síðu nefndarinnar: www.fleirikon- uristjornmal.is til frekari upplýs- ingar, segir í fréttatilkynningu. Öflugar konur í sveitarstjórnum Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.