Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 67

Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 67 DAGBÓK Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið laugardag frá kl. 10-15 Nýjar vörur Jakkar Stuttkápur Hörkápur Vínilkápur Regnkápur frá 5.900  Þakka innilega öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og blómum á 80 ára afmæli mínu 23. mars og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Kærar kveðjur. Petrea Kristjánsdóttir, Melabraut 24. Dragtir Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. með pilsi eða buxum á kr. 5.900 Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert gæddur góðum gáf- um en veist ekki alltaf hvernig þú átt að nota þær þér til framdráttar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að sinna málum sem snúa að heimilinu. Það er kominn tími til að taka mark á þeim sem yngri eru og leyfa þeim að taka þátt í um- ræðunni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það væri upplagt að fara út að borða í hádeginu ásamt fé- lögunum og ræða málin. Að mörgu er að hyggja varðandi helgina og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gættu þess að eyða ekki um efni fram og mundu að með fyrirhyggju geturðu fengið mikið fyrir lítið. Það er þess virði að hafa fyrir því. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú færð þitt fram ef þú ert bara nógu ákveðinn. Aðalat- riðið er að tala við rétta aðila og setja mál þitt þannig fram að það hitti í mark. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér hættir til að taka sjálfan þig of hátíðlega. Ekki taka góðlátlegt grín nærri þér því þú veist vel að það býr ekkert illt að baki. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú vilt gera þér dagamun og þá er alltaf skemmtilegt að hafa fleiri með í för. Ævintýr- in eru á hverju strái ef maður er bara opinn fyrir þeim. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hlustaðu á aðfinnslur starfs- félaga þinna og taktu þær al- varlega. Gerðu svo það sem þér þykir réttast en gættu þess að vera sjálfum þér sam- kvæmur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú veist öðrum betur hvað þér er fyrir bestu svo vertu óhræddur við að fara þínar eigin leiðir. Gleymdu þó ekki að líta inn á við og biðja um handleiðslu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu engan hafa svo mikil áhrif á þig að þú gerir eitt- hvað sem stangast á við rétt- lætiskennd þína. Stattu fast á þínu og láttu aðra um sitt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ljúktu við allt sem fyrir ligg- ur áður en þú byrjar á nýjum verkefnum. Einhver gæti komið með áhugaverða uppá- stungu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er að mörgu að hyggja bæði innan heimilis og utan. Gerðu áætlanir sem þú getur fylgt og ert sáttur við því þú þarft líka að huga að eigin velferð Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt vinnan skipti miklu máli má hún ekki ganga svo nærri þér að þú getir ekki litið upp. Láttu eftir þér að lyfta þér upp með góðu fólki. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BANDARÍSKI kerfisspek- ingurinn Al Roth heldur því fram að best sé að fara ró- lega af stað með mikil skipt- ingarspil, jafnvel passa í upphafi með opnunarstyrk til að sjá á hvaða leið mót- herjarnir eru. Ragnar Her- mannsson er hrifinn af Roth og hann fylgdi ráði hans í þessu spili, sem kom upp í OK Bridge á Netinu fyrir skömmu: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ D103 ♥ ÁD9876 ♦ 1032 ♣D Vestur Austur ♠ ÁG9764 ♠ K852 ♥ 3 ♥ 542 ♦ -- ♦ 9 ♣KG9743 ♣Á10865 Suður ♠ -- ♥ KG10 ♦ ÁKDG87654 ♣2 Ragnar og Jón Steinar Gunnlaugsson voru sam- herjar gegn tveimur Ind- verjum. Ragnar var í suður með þéttan nílit í tígli „hóf sagnir“ með hæversku passi: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- PASS ! 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 3 spaðar 4 spaðar Pass Pass 6 tíglar Pass 6 hjörtu Pass Pass Dobl Pass Pass 7 tíglar ! Pass Pass Dobl Allir pass Spil Ragnars voru góð í upphafi en bötnuðu samt verulega þegar Jón Steinar sýndi hjartalitinn. Ragnar studdi hjartað með þremur spöðum og stökk svo í sex tígla yfir fjórum spöðum mótherjanna. Jón Steinar breytti skiljanlega í sex hjörtu og þá gat vestur dobl- að. Ragnar túlkaði doblið réttilega sem útspilsdobl og skaut á sjö tígla! Með laufi út fara sjö tíglar auðvitað einn niður, en vestur var ekki alsjáandi og lagði niður spaðaásinn. Þar með var al- slemman í húsi. En hvernig hefðu sex hjörtu farið? Austur getur varla byrjað á einspilinu í tígli með því hugarfari að gefa makker stungu, en hann leggur niður laufás og sér hvernig í pottinn er búið þegar blindur kemur upp. Og spilar tígli. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT Ölvísur Krúsar lögur kveikir bögur og kvæðin smá, dæmisögur og glettur grá; skúmin fögur fótaskjögur færa margan á. Inter pocula. Öls til veiða allir skeiða og erindi fá; sumir breiða borðin á, mat til reiða, milsku greiða, magnast kætin þá. Inter pocula. Ólafur Einarsson 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 12. apríl, er níræður Skafti Péturs- son, Fiskhóli 9, Hornafirði. Í tilefni þess ætla Skafti og fjölskylda hans að taka á móti vinum og ættingjum á afmælisdaginn á Hótel Höfn kl. 15.30-19. 80 ÁRA afmæli. Átt-ræður er í dag, föstu- daginn 12. apríl, Páll G. Hannesson, Ægissíðu 86, Reykjavík. Eiginkona hans er Laufey Jens-Jónsdóttir frá Hafnarfirði. Afmælis- barnið mun fagna í faðmi sinna nánustu laugardaginn 13. apríl á heimili dóttur og tengdasonar í Hafnarfirði. 50 ÁRA afmæli. Í dagföstudaginn 12. apríl er Sigr. Svava Gunnars- dóttir veitingamaður, Efstalandi, Ölfusi, fimmtug. Eiginmaður hennar er Björn Kristjánsson, veit- ingamaður. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3 g6 4. Bb5 Bg7 5. O-O e5 6. Bc4 Rge7 7. Rg5 O-O 8. Df3 d5 9. exd5 Rd4 10. Dd1 h6 11. Rge4 b6 12. d3 Bb7 13. f4 exf4 14. d6 Ref5 15. Bxf4 b5 16. Rxb5 Rxb5 17. Bxb5 Bxb2 18. Hb1 Bd4+ 19. Kh1 Bxe4 20. dxe4 Rxd6 21. Bc6 Hc8 22. Bd5 Kh7 23. Dg4 h5 24. Dg3 Rf5 25. Dd3 Rh6 26. Bb7 c4 27. Da3 Hc5 28. Hbd1 Ha5 29. Db4 Bc5 30. Dxc4 De7 31. Bc6 Rg4 32. Bd2 Staðan kom upp í fyrsta at- skákmóti bikar- keppni FIDE sem haldin var í Dubai. Margir af sterkustu skákmönnum heims tóku þátt og vakti verð- skuldaða at- hygli að heims- meistari FIDE, Ruslan Ponom- arjov laut í lægra haldi fyr- ir heimsmeistara kvenna, Zhu Chen. Peter Leko (2713) hafði svart gegn Al- Modiahki (2500). 32...Rxh2! 33. Hf4 33.Bxa5 gekk ekki upp vegna 33...Rxf1 34. Hxf1 Dh4#. Framhaldið varð: 33...Bd6 34. Bxa5 Bxf4 35. Bb4 Dh4 36. Be1 Bg3 37. Bxg3 Dxg3 38. Dd3 Dxd3 39. cxd3 Rg4 40. Kg1 Hc8 41. Bd5 Re3 42. Hb1 Rxd5 43. exd5 Hc3 44. Hb7 Kg7 45. Hxa7 Hxd3 46. Ha5 Kf6 47. Kf2 Hd2+ 48. Kf3 g5 49. a4 g4+ 50. Kg3 Kg5 51. d6+ f5 52. d7 h4+ 53. Kh2 Hxd7 54. Ha8 g3+ 55. Kh3 Hd1 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík         Sparisjóðurinn vann Halldórsmótið hjá BA Halldórsmótinu í sveitakeppni er lokið hjá Bridsfélagi Akureyrar með sigri sveitar Sparisjóðs Norðlend- inga. Úrslit réðust ekki fyrr en í síð- ustu spilum en sparisjóðurinn hafði leitt allt mótið með mismiklum mun. Í sveitinni spiluðu Jónas Róbertsson, Sveinn Pálsson, Frímann Stefáns- son, Jón Björnsson og Björn Þor- láksson. Lokastaða efstu sveita: Sparisjóður Norðlendinga 160 Páll Pálsson 150 Gylfi Pálsson 150 Stefán Vilhjálmsson 132 Sveit Páls vann innbyrðisviður- eign við Gylfa og hlýtur því 2. sætið þótt stigatala sveitanna hafi verið jöfn. Næsta þriðjudagskvöld er ein- menningskeppni hjá félaginu sem kennd er við firmu sem stutt hafa bridsfélagið. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 8. apríl lauk ein- menningskeppni félagsins, sem jafn- framt var firmakeppni. Fyrir síðasta kvöldið áttu einungis fjórir spilarar raunhæfa möguleika á sigri enda fór það svo að þrír þeirra röðuðu sér í efstu sætin. Úrslit gærkveldsins urðu eftirfarandi: Ásgeir Ásgeirsson 45 Jón H. Einarsson 38 Jóhannes Jóhannesson 33 Lárus Pétursson 30 Lokaniðurstaðan varð eftirfarandi og er hún gefin upp í hundraðshlut- um: Lárus Pétursson 59,17% Magnús Magnússon 58,92% Jón H. Einarsson 58,60% Brynjólfur Guðmunds 54,13% Síðasta keppni vetrarins verður þriggja kvölda vortvímenningur með Barometer-formi. Bridsfélag Hrunamanna Nýlega lauk hjá félaginu tvennd- arkeppni um Önnubikarinn en þessi keppni er til heiðurs Önnu Magnús- dóttur sem enn spilar þótt hún nálg- ist níræðisaldurinn. lokastaða efstu para varð annars þessi: Þórdís Bjarnad. - Ari Einarsson 325 Elín Kristmundsd. - Guðm. Böðvarss. 320 Guðrún Hermannsd. - Magnús Gunnlss. 315 Sigurl. Angantýsd. - Pétur Skarphéðinss 315 Spilað er í hinum fræga Huppusal á Flúðum á mánudagskvöldum. Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Mánudaginn 8. apríl var spilaður barómeter. Úrslit urðu þessi: 1. Margrét Þórisd.-Þórhildur Stefánsd. 7 2. Eiríkur Eiðsson-Þórir Jóhannsson 6 3. Anna Dýrfjörð-Hjálmtýr Baldurs. 0 4. Bergsteinn Sigurðsson-Anna Björnsd. 2 Síðasta spilakvöld vetrarins verð- ur mánudaginn 15. apríl. Spila- mennska hefst kl. 20.00 og allir eru velkomnir. FÓLK Í FRÉTTUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.