Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 76

Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Nýjar umbúðir auðveldari í meðförum – jafnari gæði Sígildur ostur í nýjum búningi HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var í janúar sl. vegna innflutnings, vörslu og sölu á alls fimm kílóum af amfetamíni. Hér- aðsdómari hafði hafnað varðhalds- kröfu einkum á þeirri forsendu að varsla amfetamíns hefði verið leyfileg í átta mánuði í fyrra og á þessu ári samkvæmt reglugerð um ávana- og fíkniefni. Vegna mistaka var ekki merkt við amfetamín sem fíkniefni á bannlista en þetta var svo leiðrétt með nýrri reglugerð í mars sl. Hæstiréttur gefur sér þó aðrar for- sendur en héraðsdómur, sem einkum miðaði við 2. grein laga um ávana- og fíkniefni, og telur að samkvæmt 3. grein sömu laga hafi innflutningur, varsla og sala amfetamíns verið refsi- verð á þessu tímabili og aðeins heimil lyfsölum og þeim sem höfðu sérstakt leyfi heilbrigðisráðherra, en öðrum bannað. Hæstiréttur telur að þótt brotið hafi verið gegn þessu banni hafi ekki verið skilyrði til að beita af því tilefni gæsluvarðhaldi á grundvelli laga um meðferð opinberra mála. Hæstiréttur vísar í dómi sínum í 2. grein laga um ávana- og fíkniefni þar sem kemur fram að varsla og meðferð slíkra efna, sem talin eru upp í 6. grein laganna, sé óheimil á íslensku yfirráðasvæði. Amfetamín er ekki meðal þeirra ávana- og fíkniefna. Í 2. grein laganna er heilbrigðisráðherra veitt heimild til að mæla svo fyrir í reglugerð að varsla og meðferð ann- arra ávana- og fíkniefna, sem sérstak- lega mikil hætta sé talin stafa af sam- kvæmt alþjóðasamningum, sé á sama hátt óheimil á íslensku yfirráðasvæði. Hæstiréttur segir að þegar sak- borningurinn hafi tekið við amfeta- míninu hafi verið í gildi fyrrnefnd reglugerð, sem hafi svo verið breytt með annarri reglugerð. Eftir hljóðan þeirrar fyrrnefndu hafi amfetamín ekki verið flokkað sem efni, sem bannað sé á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt 2. grein laga um ávana- og fíkniefni, heldur sem efni sem getið er á fylgiskjali II með alþjóðasamningi um ávana- og fíkniefni frá 1971 með síðari breytingum. Hefur mikla þýðingu fyrir sambærileg mál Segir Hæstiréttir að samkvæmt þessu hafi amfetamín fallið á gildis- tíma reglugerðarinnar undir ákvæði 3. greinar laga um ávana- og fíkniefni og vísar til hliðsjónar í dóm Hæsta- réttar frá 1987. Fimm hæstaréttardómarar kom- ust að sömu niðurstöðu í þessu máli, þau Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Har- aldur Henrysson og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Verjandi mannsins var Karl Georg Sigurbjörnsson hdl. en Egill Stephensen saksóknari sótti málið fyrir hönd lögreglustjórans í Reykjavík. Egill sagði við Morgunblaðið að dómur Hæstaréttar hefði mikla þýð- ingu fyrir sambærileg mál, sem taka til vörslu amfetamíns frá umræddu tímabili. Dómurinn tæki af allan vafa um að meðferð amfetamíns hefði verið refsi- verð á þessum tíma. Hann sagði þó engar líkur á því að refsing sam- kvæmt 3. grein laga um ávana- og fíkniefni yrði eitthvað vægari en sam- kvæmt 2. grein. Hæstiréttur kemst að annarri niðurstöðu en héraðsdómur í amfetamínmáli Varsla amfetamíns var aðeins leyfileg lyfsölum ARNGRÍMUR Jóhannsson, stjórn- arformaður Atlanta, og Jón Sig- urðsson, forstjóri Össurar, voru kjörnir í stjórn Samherja á aðal- fundi félagsins sem haldinn var á Akureyri í gær. Fram kom á fundinum að hagn- aður Samherja fyrstu þrjá mánuði þessa árs nemur 850 milljónum króna, en áætlanir gera ráð fyrir að hagnaður nemi 1,6 milljörðum króna í ár. Samþykkt var á fundinum að greiða hluthöfum 30% arð og er um að ræða hæsta hlutfall sem félag á Verðbréfaþingi Íslands greiðir vegna ársins 2001. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri sagði nauð- synlegt fyrir félag eins og Samherja að greiða góðan arð til að gera fé- lagið að áhugaverðum fjárfestinga- kosti og nefndi hann í ræðu sinni að fyrirtæki á hlutabréfamarkaði hefðu ekki nægilega horft til þess að greiða eigendum sínum viðunandi arð. „Góður arður hluthafa af fjár- festingum eflir trú almennings á at- vinnulífið í landinu og styrkir það þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Þorsteinn Már. Finnbogi Jónsson, starfandi stjórnarformaður, gerði grein fyrir áformum félagsins varðandi fiskeldi og sagði það vel geta orðið þá stór- iðju á Austfjörðum sem heimamenn hefðu beðið eftir. Gangi áætlanir eftir og tilskilin leyfi fáist fyrir eldi í Reyðarfirði og Mjóafirði sagði Finnbogi að árið 2006 gæti fram- leiðslan verið komin í 14 þúsund tonn og heildartekjur eldisins yrðu rúmir 4 milljarðar króna. Starfs- mannafjöldinn sem beint tengist eldinu yrði þá kominn yfir 100 alls. Finnbogi kvað því ekki annað hægt en horfa tiltölulega björtum augum til þess að árangur í þessari mik- ilvægu atvinnugrein næðist. Góð afkoma Samherja á liðnu ári Hagnaður 1,6 milljarðar og 30% í arð  Gerir félagið/18 Stefnt er að einkaframkvæmd- arútboði, sem bæði innlendir og er- lendir einkaaðilar geta tekið þátt í, í lok ársins og að framkvæmdir geti hafist í ársbyrjun 2004. Vladimir Ashkenazy var gerður að heiðursstjórnanda Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í gær við undirritun samkomulags ríkisins og Reykjavíkurborgar um bygg- ingu tónlistarhúss. Myndin var tek- in í Háskólabíói í gærkvöldi eftir tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar og Kórs Íslensku óperunnar á Draumi Gerontíusar eftir Edward Elgar sem Ashkenazy stjórnaði. RÍKIÐ og Reykjarvíkurborg hafa undirritað samning um byggingu tónlistarhúss. Verkið í heild felur auk þess í sér byggingu ráðstefnu- miðstöðvar, fyrsta flokks hótels ásamt bílastæðum. Áætlaður heild- arkostnaður er tæpir sex milljarðar króna og greiðir ríkið 54% og borg- in 46%. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistar- og ráðstefnuhús  „Loksins/38–39 ARFUR ýmissa þjóðarbrota og hópa einkennir fata- tísku sumarsins, allt frá sígaunum til senjóríta, kú- rekum til sjóræningja. Pífupils, blúndur, kögur og reimar setja svip á flíkur og fylgihluti, gallafatnaður er grunnurinn að götutískunni og í hárinu er skraut af ýmsum toga, auk klúta og hatta. Til mótvægis við gallabuxur má velja úr litríkum kjólum, pilsum og blússum með púffi og smárósóttu mynstri og toppar með rykkingum eru flegnir. Segja má að sum- artískan í ár sé fjölmenningarleg sem aldrei fyrr.  …og þær ilma/B4–5 Morgunblaðið/Þorkell Fjölmenning í fatatísku ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF-LÍF sótti fimm mánaða gamlan veikan dreng á Rif á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Vakthafandi læknir á Heilsu- gæslustöðinni í Ólafsvík bað um að þyrlan yrði kölluð út þar sem drengurinn var með háan hita og átti erfitt með andar- drátt. Drengurinn var fluttur á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut við komuna til Reykjavíkur. Hann var í rann- sóknum í gærkvöldi og fram yf- ir miðnætti þegar Morgunblað- ið fór í prentun, en vakthafandi læknir taldi að hann yrði lagð- ur inn á almenna barnadeild. Beiðni um að TF-LÍF yrði kölluð út barst til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar á Selja- vegi í Reykjavík klukkan 20:42 í gærkvöld. Þyrlan lenti síðan aftur í Reykjavík klukkan 22:38. TF-LÍF sótti veikt 5 mánaða barn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.