Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 14

Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 14
FRÉTTIR 14 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ULLA Haberman, fé-lagsráðgjafi og sérfræð-ingur við Háskólann íKaupmannahöfn, kom hingað til lands í byrjun apríl í boði Félagsráðgjafar Háskóla Íslands og Rauða kross Íslands í tengslum við uppbyggingu kennslu og rannsókna við félagsráðgjöf Háskólans á sjálf- boðastörfum. Hún hefur einkum unnið að rannsóknum á stöðu sjálf- boðastarfa í nútímaþjóðfélagi. RKÍ hefur ákveðið að kosta lektorsstöðu í félagsráðgjöf á þessu sviði og verður ráðið í stöðuna frá og með 1. ágúst. Boðið verður upp á valnámskeið í fé- lagsráðgjöf um sjálfboðastörf á hausti komanda en umsjón með því hafa Steinunn Hrafnsdóttir og Sig- urveig H. Sigurðardóttir í samvinnu við Ullu Haberman. Er munur á hjálparstarfi hér og í Danmörku? Líklega höfum við meiri reynslu af skipulagningu hjálparstarfs í Dan- mörku en hér á Íslandi. En á öðrum sviðum held ég að þetta sé ósköp svipað. Það eru starfandi mjög mörg hjálparsamtök á Íslandi og í þeim er mikill fjöldi fólks. Ósköp venjulegt fólk Hvað einkennir fólk sem gefur sig í sjálfboðastarf? Þetta er ósköp venjulegt fólk rétt eins og ég og þú. Menn geta tekið þátt í sjálfboðastarfi á mörgum svið- um eins og til að mynda hjá íþrótta- félögum, menn geta unnið sjálfboða- starf á menningarlega sviðinu, unnið að umhverfismálum eða í félagslegu sjálfboðastarfi. Í Danmörku vinnur einn af hverjum tíu, sem tekur þátt í sjálfboðastarfi, á félagslega sviðinu þannig að það er í sjálfu sér ekki mjög hátt hlutfall af heildar- íbúafjöldanum. Hafa aldur og kyn áhrif á þátttöku í sjálfboðastarfi? Já, þessir þættir skipta vissulega máli. Það er til að mynda verulegur munur á þátttöku kynjanna eftir því hvort félags- eða íþróttastarfsemi á í hlut. Konur eru áberandi í fé- lagslega starfinu en karlmenn hjá íþróttafélögum. Og almennt séð hvað félagslega vinnu snertir, hvort heldur er um að ræða sjálfboðaliða eða launað starf, eru konur 75 til 80 af hundraði. Þetta hlutfall er mjög svipað á öllum Norð- urlöndunum. Það má því til sanns vegar færa að félagsleg málefni séu málefni kvenna og þetta kemur til að mynda fram í því að hátt í 90% nema í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands eru konur. Ég hélt satt að segja að þetta myndi skána en það hefur ekki gengið eftir. Og það er erfitt að grípa til einhverra sérstakra ráð- stafana til þess að breyta þessu því fólk í sjálfboðastarfi hefur frjálst val. Eru einhver sameiginleg einkenni með sjálfboðastarfsemi á Norð- urlöndunum? Já, það er einkennandi fyrir nor- rænu löndin að flestir sjálfboðaliðar starfa á öðrum sviðum en hinu fé- lagslega. Fólk starfar miklu frekar að öðrum þáttum og líklega stafar þetta af því hversu víðtækt velferð- arkerfið á Norðurlöndunum er. Og ég álít að enda þótt velferðarþjóð- félagið sé yngra hér á Íslandi en í Skandinavíu þá sé þetta ekki ósvipað hér. Líti maður á hinn bóginn til ann- arra landa eins og Bretlands eða Þýskalands eru hlutfallslega mun fleiri sem vinna að félagsmálum alls konar vegna þess að þar er velferð- arkerfið kannski ekki eins víðtækt og við eigum að venjast. Ég veit ekki hvernig þetta er hér á Íslandi en hver Dani tekur að meðaltali þátt í starfsemi 3,7 félagasamtaka og ég geri raunar allt eins ráð fyrir að þessi tala kunni að vera hærri hér. Hver voru skilaboð þín til ís- lenskra sjálfboðaliðasamtaka, eins og t.d. Rauða krossins? Ég vil ekki taka Rauða krossinn sérstaklega út í þessu sambandi, skilaboðunum var einkum beint að stórum samtökum á Íslandi sem byggja starf sitt á vinnu sjálf- boðaliða. Það sem mér þykir spenn- andi núna og hefur beina skírskotun til þessara málefna á Íslandi er að ríkið er farið að binda meiri vonir við og gera meiri kröfur til sjálfboðal- iðsstarfsins og að samtökin gangi inn á sum þeirra sviða sem hafa til þessa tilheyrt velferðarsamfélaginu, þ.e. starfsemi hins opinbera. Í þessu sambandi tel ég að samtökin eigi að staldra við og hugsa sinn gang mjög vandlega áður en þau gera samninga eða taka að sér verkefni fyrir hið op- inbera. Þau þurfa að huga vel að því hvaða verkefni þau eru tilbúin til þess að taka að sér og hver ekki og hvernig þau ætla að framkvæma þau verkefni sem þau taka að sér. Að öðrum kosti gætu þau átt á hættu sjálfboðaliðarnir leiti eitthvert ann- að. Viltu skýra þetta nánar? Það má eiginlega segja að viss hætta sé á að stóru sjálfboða- samtökin verði að hreinum atvinnu- samtökum. Bæði í Danmörku og Sví- þjóð hefur verið rætt nokkuð um það að hið opinbera kaupi þjónustu af sjálfboðaliðasamtökum. Það hefur hið opinbera raunar alltaf gert í ein- hverjum mæli en afleiðingin af auknu umfangi samtakanna á þessu sviði verður sú að þau taka að ein- blína meira á sérstaka þjónustu sem veita á með ákveðnum hætti. Þetta þýðir að ef samtökin ætla að gegna þessu hlutverki og halda áfram að vera til þá þurfa þau oft að leita ákveðinna málamiðlana að því er snertir þeirra eigin markmið. Og staðreyndin er sú að þetta fellur oft illa að grundvallargildum frjálsra samtaka. Ég hef undanfarin þrjú ár eða rúmlega það rannsakað hvatann á bak við sjálfboðaliðastarf og það hef- ur komið á daginn að fyrir sjálf- boðaliða skipta grundvallarfor- sendur, gildi og markmið sjálfboðaliðasamtakanna ákaflega miklu máli. Og fólk velur alla jafna samtök þar sem það finnur að þess eigin gildi og lífsafstaða á sér hljóm- grunn. Þannig að ef Rauði krossinn, svo eitthvert dæmi sé tekið, fer að líkjast opinberri stofnun of mikið, hefur það letjandi áhrif á fólk að taka þátt í starfi hans. Fólk hugsar kannski sem svo að þar sé ekki þörf fyrir það og leitar því til einhverra annarra samtaka þar sem því finnst vera raunveruleg þörf fyrir krafta þess og þar sem það hefur auk- inheldur á tilfinningunni að það geti haft einhver áhrif. Samtökin þurfa því nauðsynlega að höfða til gilda og sjálfsímyndar einstaklinganna auk fjölda annarra þátta. Það má því segja að sjálfboðasamtök standi frammi fyrir miklum kröfum að þessu leyti. Hvað er það sem fær fólk til þess að taka þátt í sjálfboðastarfi? Meginástæðan er sú að fólk vill leggja sitt af mörkum, hjálpa öðrum sem hafa þörf fyrir hjálp og finna að það sem það gerir skipti máli. Og um leið að þroska sjálft sig og skilja veruleikann með nýjum hætti. Það er kjarni málsins. Gæði sjálfboðastarfsins snúa því bæði að þeim sem inna það af hendi og þeim sem njóta góðs af því. Er skipulagning sjálfboðal- iðsstarfs með öðrum hætti en til dæmis skipulagning í fyrirtækjum? Já, það tel ég tvímælalaust. Í fyrsta lagi vegna þess að menn verða að taka mjög mikið mið af gildismati sjálfboðaliðanna sjálfra. En raunar er það víða orðið svo í atvinnulífinu, og þykir nútímalegt, að starfsfólk hafi aukin áhrif á starf sitt og starfs- umhverfi. Tilvist fyrirtækja er þó varla algerlega undir þessu komin en þetta er aftur á móti algert úr- slitaatriði í öllu sjálfboðastarfi. Enda fá sjálfboðaliðarnir laun sín í öðru formi en í venjulegri launavinnu. Og fái menn þessi „laun“ ekki leita þeir einfaldlega eitthvert annað. For- senda þess að fólk taki þátt í svona starfi er að því finnist að það hafi frjálst val, að það geti valið sjálft í hverju það tekur þátt og einnig hvar. Ég tek þó fram að þetta táknar ekki að sjálfboðaliðar leiti fyrir sér út um allt eða að þeir séu ekki tryggir í starfi. En þeir vilja hafa það á til- finningunni að þeir hafi haft frjálst val og þetta atriði skiptir miklu máli. Hlutfallið nokkuð stöðugt Sjálfboðastarfið í sögulegu sam- hengi? Það hefur verið skrifað þó nokkuð um sjálfboðastarf á Íslandi, þar á meðal sögulegt efni, en því hefur mér vitandi ekki enn verið safnað saman. Ég hef alltaf lagt áherslu á hið sagnfræðilega sjónarhorn og sögulega framvindu sjálfboðastarfs- ins þannig að menn geri sér grein fyrir að slíkt starf er engan veginn nýtt af nálinni. Sjálfboðastarf hefur alltaf verið við lýði með einum eða öðrum hætti. Í Danmörku hefur mönnum oft hætt til þess að klippa þetta sögulega samhengi í sundur og segja að sjálfboðaliðastarf hafi raun- verulega hafist eftir síðari heims- styrjöldina. En staðreyndin er auð- vitað sú að það hafði margt gerst fyrir þann tíma. Nú hafa menn stundum á orði að á öld tækniframfara, byltingar í upp- lýsingatækni og aukinnar framleiðni hafi fólk alltaf minni og minni tíma aflögu. Veldur þetta sjálfboða- samtökunum engum erfiðleikum? Í sögulegu samhengi hefur það ekki gerst. Hlutfall þeirra sem taka þátt í sjálfboðastarfi hefur haldist nokkuð stöðugt. En samtökin eru aftur á móti miklu fleiri en þau voru og það getur verið ein skýringanna á því að erfiðara er fyrir þau að fá fólk til liðs við sig en áður. Og vissulega er það háð tíma og stað hvers konar sjálfboðastarf er vinsælt og hvað ekki. Ég get til dæmis nefnt sem dæmi að skátahreyfingin á nú orðið erfitt með að fá fólk í sínar raðir en á sama tíma eiga umhverfissamtök yf- irleitt ekki í erfiðleikum með það. Tíðarandinn hefur vissulega áhrif í þessum geira og ég geri ráð fyrir að ekki sé erfitt að fá fólk í samtök til styrktar Palestínumönnum núna. Lektorsstaða í félagsráðgjöf á sviði sjálfboðastarfs Tíðarandinn hefur áhrif á val verkefna Morgunblaðið/Þorkell Dr. Ulla Haberman er félagsráðgjafi og sér- fræðingur við Háskólann í Kaupmannahöfn. RÍKISÚTVARPIÐ er dýrast á Ís- landi af Evrópulöndunum þegar tek- ið er mið af afnotagjöldum á hvert heimili. Sé miðað við kostnað á mann og að teknu tilliti til auglýsinga- og sértekna er Ísland í öðru sæti á eftir Svisslendingum. Þetta kemur fram í könnun sem Evrópuráðið í Strass- borg hefur látið gera og þýska fréttastofan Deutsche Presse Agent- ur greinir frá. Kostnaður á hvern íbúa vegna rík- isútvarps og -sjónvarps að teknu til- liti til tekna í Sviss reiknast vera 156,5 evrur eða liðlega 13.500 krónur en á Íslandi um 10.450 krónur. Á eft- ir okkur koma síðan Austurríki, Danmörk og Bretland en kostnaður hvers Ítala og Spánverja er minna en einn þriðji af kostnaði á hvern íbúa í Sviss. Ef aðeins er miðað við kostnað hvers heimilis vegna afnotagjalda tróna Íslendingar á toppnum með 29.220 krónur á heimili en lægstur reyndist kostnaðurinn vera í Rúm- eníu eða tæpar 1.530 krónur á heim- ili. Ríkisrekið útvarp í Evrópulöndum Kostnaður með því mesta á Íslandi SIGURÐUR Sigurðarson húsa- smiður hefur skorið út þetta verk sem hann kallar „Hinn nýja Davíð og Golíat“. Hann segir verkið þögul mótmæli gegn átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. „Mér ofbauð það sem er að gerast þarna. Ég tók söguna um Davíð og Golíat og sneri henni við. Í Biblíunni er Davíð gyðingur og Golíat Palestínumaður en í út- skurðinum er þessu snúið við. Golíat, sá stóri sem ber vopnin er Ísraeli og litli strákurinn með slönguvaðinn er Palestínumaður. Það eru eintómar hauskúpur á verkinu og þær geta táknað Golg- atahæð, en Golgata þýðir hausa- skeljastaður,“ segir Sigurður. Hann segir að einnig megi horfa þannig á myndina að Ísraelinn sé íklæddur pilsi úr höfuðkúpum. Myndin er 75 cm á hæð og 40 cm á breidd og skorin í linditré. Sigurður, sem hefur látið af störf- um, vinnur nú við útskurð sér til gamans. Hann er að safna verkum á sýningu, en yfirleitt sker hann atriði úr Íslendingasögunum og þjóðsögunum út í tré. Morgunblaðið/Sverrir Hinn nýi Davíð og Golíat

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.