Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 18
AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Enskuskóli á Suður-Englandi Gist hjá enskum fjölskyldum, unglingar 14-18 ára. 2-4 vikna ferðir, enska, fótbolti - íþróttir. Viðskiptaenska, 18 ára og eldri, allt árið. 50 ára og eldri, 2 vikna ferðir, gott verð, góður skóli. Uppl. eftir kl. 17 í síma 862 6825 Jóna María. Sælkera kaffi og te. sími 462 2900 Blómin í bænum Skráning er hafin! 6-12 ára drengir og stúlkur, 12 daga flokkar: 1. flokkur: 18.-30. júní 2. flokkur: 3.-15. júlí 3. flokkur: 19.-31. júlí 4. flokkur: 3.-15. ágúst 13-16 ára unglingar, 6 daga flokkur: 5. flokkur: 17.-23. ágúst Dvalargjald: 12 daga barnaflokkur: 32.800 kr. Rútuferð Akureyri-Ástjörn-Akureyri innifalin. 6 daga unglingaflokkur: 15.900 kr. Rútuferð einnig innifalin. Sumarbúðafargjöld með Flugfélagi Íslands á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Sumarbúðirnar Ástjörn í Kelduhverfi, sími 462 3980 astjorn@nett.is - www.nett.is/astjorn Fótbolti - Árabátar - Skotbolti - Körfubolti - Hjólabátar - Boðhlaup - Kvöldvökur - Fallhlífarleikir - Kanóar - Sund - Borðtennis - Kajakar - Skák - Hæfileikakeppni - Teiknimyndakeppni - Snóker - Skútur - Fótboltaspil - Stígvélaspark - Jökulsárhlaup - Boltakast - Þrautakeppni - Frjálsar íþróttir - Hafnabolti - Hestaleiga (greitt aukalega) - Gönguferðir - Ásbyrgi - Föndur o.m.fl. Skráning og uppl. í síma 462 3980 (Árni og Magnús) og í síma 462 3238 (Bogi) frá kl. 9-18 virka daga. Ástjörn eru kristilegar sumarbúðir og hafa starfað frá árinu 1946 TÍU ÁRA áætlun um uppbyggingu á miðbæjarsvæðinu, þannig að mið- bærinn verði miðpunktur mannlífs í bænum, verður gerð verði Framsók- arflokkurinn í meirihlutasamtarfi í bæjarstjórn Akureyrar eftir kosn- ingar. Þetta er eitt af því sem fram kemur í stefnuskrá flokksins fyrir svetiarstjórnarkosningar í vor og kynnt var á fundi í vikunni. Kjörorð flokksins er „Fyrir fólkið í bænum,“ og sagði Jakob Björnsson oddviti hans að stefnuskráin tæki mið af því kjörorði. „Við hugum að hinum mýkri málum, s.s. skóla- og öldrunar- málum og málefnum þeirra sem minna mega sín.“ Jakob sagði atvinnumálin brenna á vegna þeirrar stöðu sem uppi væri á þeim vettvangi í bænum nú. Ekki síst væri staðan brothætt meðal ófag- lærðs fólks, sem fengið hefði að finna fyrir því að undanförnu. „Við lýsum því ákveðið yfir að við munum vinna ötullega að því að styrkja atvinnulífið í bænum, þrátt fyrir að atvinnumál séu ekki eitt af lögboðnum verkefn- um sveitarfélaga,“ sagði Jakob. „Við munum brýna öll þau tæki sem við höfum.“ Þá sagði Jakob að staða öldrunar- mála kallaði á skjótar úrbætur og myndi flokkurinn leggja áherslu á þann málaflokk. Meðal þess sem sett er fram í stefnuskránni á þeim vett- vangi má nefna að flokkurinn vill fjölga hjúkrunarrýmum með við- byggingu við Hlíð, koma á sólar- hringsþjónustu í heimahjúkrun og auka þjónustu við þá hópa sem þurfa á sérþjónustu að halda. Gerður Jónsdóttir, sem skipar 2. sæti listans, gerði á fundinum grein fyrir áherslum flokksins í skólamál- um. Meðal þess sem þar kom fram er að koma Brekkuskóla í framtíðarhús- næði árið 2005 og Tónlistarskólanum í nýtt húsnæði. Þá vill Framsóknar- flokkurinn byggja nýjan leikskóla á Brekkunni og taka í notkun innan tveggja ára. Í stefnuskránni er einnig að finna áform flokksins um að ráða skóladjákna til að sinna börnum í leik- og grunnskólum, en Gerður sagði að sálgæsla væri oft hluti af starfi kennara. Verður að skera skuldahalann aftan af íþróttafélögunum Í stefnuskránni kemur fram að Framsóknarflokkurinn vill endur- skoða samning Akureyrarbæjar við íþróttafélögin með það í huga að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þeirra og gera stjórnum kleift að starfa að uppbyggingar- og þróunar- starfi. Jóhannes Gunnar Bjarnason, sem er í 3. sæti listans, sagði að fyrri samningur hefði ekki gengið nægi- lega langt og mikil innri orka félag- anna færi í að greiða niður skuldir. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að félögin geti rekið sig nema skulda- halinn verði skorinn aftan af þeim,“ sagði Jóhannes. Guðný Jóhannesdóttir, sem skipar 4. sæti listans, sagði að flokkurinn mynda draga til baka þá ákvörðun yf- irvalda að loka í haust eina gæsluvelli bæjarins sem enn væri opinn. Hún sagði að flokkurinn vildi koma upp fé- lagsmiðstöð fyrir ungmenni, 16 til 20 ára, í anda „Hins hússins“ í Reykja- vík og að leitast yrði við að vinna með þessum aldurshópi að þeim málum sem honum væru hugstæðust. Af öðrum málum má nefna að Framsóknarflokkurinn vill auka áherslu á íþróttir, hreyfingu og úti- vist, ljúka framkvæmdum við Sund- laug Akureyrar, hraða framkvæmd- um við skógræktar- og útivistarsvæði norðan Glerár og leggja þar göngustíga til að gera svæðið aðgengilegra. Auðveldara að- gengi að Krossanesborgum, bætt umgengni á vatnasvæði Glerár og at- hugun á því hvort fýsilegt sé að fjölga vistgötum í bænum er einnig á meðal þess sem flokkurinn mun beita sér fyrir fái hann til þess stuðning kjós- enda. Jakob sagði að menn gerðu sér fulla grein fyrir þeim kostnaði sem fylgdi auknum framkvæmdum og að skuldir bæjarins muni aukast eitt- hvað verði allar framkvæmdir að veruleika sem upp eru taldar í stefnuskránni. Hann sagði markmið Framsóknarflokksins að tryggja þrjá menn inn í bæjarstjórn og helst að ná betri árangri en í síðustu kosningum. Morgunblaðið/Kristján Gerður Jónsdóttir, Jakob Björnsson, Jóhannes G. Bjarnason og Guðný Jóhannesdóttir kynntu stefnuskrána. Brýnum öll tæki til að styrkja atvinnulífið Framsóknarmenn á Akureyri kynna stefnuskrá sína KRISTÍN Aðalsteinsdóttir, dósent við kennaradeild Háskólans á Akur- eyri, kynnir doktorsverkefni sitt næstkomandi þriðjudag, 23. apríl, kl. 16.15. Verkefnið nefnist „Fámennir skólar og hegðun kennara“. Fyrir- lesturinn verður í stofu 24 í Þingvalla- stræti 23 og öllum opinn. Lýst verður rannsókn þar sem gengið var út frá því að í fámennum skólum eigi kennarar auðveldara með: a) að taka tillit til námsþarfa nemenda; b) að skapa góð tengsl við nemendur, samstarfsfólk og foreldra; c) að beita kennsluaðferðum sem tald- ar eru eiga heima í fámennum skól- um. Gerð var rannsókn á hegðun kennara í kennslustofunni og skiln- ingi þeirra á eigin hegðun. Rannsókn- in fór fram bæði í fámennum og fjöl- mennum skólum og samanburður gerður. Færa má rök fyrir því að hegðun kennara hafi áhrif á nám nemenda, sjálfsmynd þeirra og félagslegan þroska, ekki síst á nemendur sem eiga í örðugleikum. Ein mikilvægasta niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að svo virðist sem ákveðnir eiginleikar í fari kennara geti gefið vísbendingu um hæfni þeirra í starfi. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að margir kennarar í fámennum skólum virðast ekki nýta þá möguleika sem þeim eru búnir. Fámennir skólar og hegðun kennara NÝTT tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson verður frumflutt á kammertónleikum í Dalvíkurkirkju í dag, laugardaginn 20. apríl, en þeir hefjast kl. 17. Flytjendur eru þau Pawel Pan- asiuk, selló, Guido Baumer, alt, tenór og barítónsaxófónar og Vig- dís Klara Aradóttir, sópran, barí- tónsaxófónar og bassaklarinett. Verk Atla Heimis nefnist Grand duo concertante no. 5....til vökunn- ar helkalda voðadraums og er fyrir sópran, barítónsaxófóna og raf- hljóð. Á efnisskránni eru einnig verk eftir Sofia Gubaidulina, Edison Denisov og Olgu Neuwirth. Vigdís Klara og Guido Baumer búa og starfa á Dalvík, en Pawel Panasiuk býr á Akureyri. Þau efna einnig til tónleika í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit á sunnudag, 21. apríl og hefjast þeir einnig kl. 17. Frumflytja verk eftir Atla Heimi PÉTUR Þór Gunnarsson opnar mál- verkasýningu í dag, laugardaginn 20. apríl kl. 16.00, í samvinnu við List- húsið Þing. Sýningin verður haldin í Glerárgötu 36, Akureyri og er aðeins opin þessa helgi. Á laugardag er opið frá kl. 16.00 til kl. 20.00 og sunnudag er opið frá kl. 14.00 til 17.00. Pétur Þór er fæddur 1958. Hann stundaði nám við Fjónsku listaakademíuna í Óðins- véum 1982 – 1987. Pétur sýnir nú um 40 málverk, bæði nýleg og eldri verk. Málverkasýn- ing Péturs Þórs PÁLL Óskar Hjálmtýsson og Mon- ika Abendroth halda tónleika í Ket- ilhúsinu við Kaupvangsstræti annað kvöld, sunnudagskvöldið 21. apríl, og hefjast þeir kl. 21. Hyggjast þau halda vöku fyrir Norðlendingum, því yfirskrift tónleikanna er „Ef ég sofna ekki í nótt“. Páll Óskar og Monika hafa hvar- vetna hlotið góða dóma fyrir tónleika sína með þessari yfirskrift, sem er jafnframt heitið á samnefndum geisla- diski sem kom út fyrir síðustu jól. Á tónleikunum í Ketilhúsinu flytja Páll Óskar og Monika ásamt strengjasveit lög af geisladiskinum, einnig eldri lög sem eru þekkt í flutn- ingi Páls Óskars sem og glæný sem aldrei hafa heyrst áður. Pál Óskar er sjálfmenntaður söngvari sem hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna frá barnsaldri og verið áberandi sem ein skærasta poppstjarna Íslands undanfarinn áratug. Monika Abendroth hörpuleikari hefur verið fastráðin hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands síðan 1976. Hægt er að panta miða á skrif- stofu Gilfélagsins en þeir verða einn- ig seldir við innganginn. Páll Óskar og Monika í Ketilhúsinu Ef ég sofna ekki í nótt ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ BÚDDA-nunnan Gen Nyingpo kennir þrjú kvöld á Akureyri í næstu viku, þ.e. dagana 23., 25, og 26. apríl næstkomanid. Kennt er á ensku og hefst kennsla kl. 20 í Glerárgötu 32, 4. hæð, gengið inn að austan. Kennd verður hugleiðslan „Ástúð- leg góðvild́ sem er áhrifarík leið til að bæta sambönd við aðra segir í frétt um námskeiðið. Hvert skipti er sjálf- stæð eining og allir eru velkomnir. Hvert skipti kostar 1.000 kr., en 2.400 fyrir þau öll. Nemar, atvinnu- lausir og öryrkjar greiða 500 kr. og 1200 fyrir öll þrjú skiptin. „Ástrík hugleiðsla“ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.