Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 22

Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 22
Morgunblaðið/Sig. Jóns Anna S. Árnadóttir, einn af talsmönnum væntanlegra hollvarða Fjölbrautaskóla Suðurlands. SUMARDAGINN fyrsta, 25. apríl næstkomandi, verður haldinn stofn- fundur Hollvarðasamtaka Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Hug- myndin er að leiða saman í ein samtök allt áhugafólk um velferð og góða vegferð Fjölbrautaskólans í starfi á Suðurlandi. Undirbúnings- hópur að stofnuninni hefur sent út bréf til fyrirtækja og stofnana á svæði skólans og til allra sem út- skrifast hafa frá skólanum. „Þetta eru samtök sem eru hugs- uð sem samtök velvildarmanna skólans líkt og önnur hollvina- samtök ýmissa stofnana og skóla. Hugmyndin er að samtökin styðji við starf skólans á ýmsan hátt. Á stofnfundinum verður lögð fram markmiðaskrá samtakanna. Eitt þeirra er að halda tengslum við nemendur og árganga eftir að þeir ljúka námi og við viljum hvetja alla sem áhuga hafa til að koma á þenn- an stofnfund,“ sagði Anna S. Árna- dóttir sem sæti á í undirbúnings- nefndinni. Auk Önnu eiga þar sæti Hjörtur Þórarinsson, Sigurður Sig- ursveinsson, Ásmundur Sverrir Pálsson, Sigurður Eyþórsson og Gunnar Þorsteinsson. Nemendur skólans eru á þessari vorönn um 750 og hópur nemenda, sem útskrifast hafa frá Fjölbrauta- skóla Suðurlands frá 1981, er tæp- lega 3.000 talsins. „Við viljum eiga að holla vini og það mun verða mik- ilvægur stuðningur við starf skól- ans að þessi samtök verða til. Við höfum líka fundið fyrir mikilli vel- vild í garð skólans í gegnum tíðina og þetta er þá farvegur fyrir hana og ef á móti blæs í starfinu er líka gott að eiga góða að, sagði Sig- urður Sigursveinsson, skólameist- ari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hollvarðasamtök Fjölbrautaskóla Suðurlands Verða farvegur fyrir velvild og stuðning við skólann Selfoss VORTÓNLEIKAR kóranna á Sel- fossi eru ákveðinn vorboði og upp- skerutími en þá má segja að kór- arnir sýni árangur vetrarstarfsins og æfinganna. Núna ríður Karlakór Selfoss á vaðið eins og undanfarin ár. Starfsemi Karlakórsins stendur með miklum blóma, kórfélagar eru um 50 talsins, söngstjóri er Loftur Erlingsson og syngur hann einnig einsöng með kórnum. Píanóleikari er Helena Káradóttir. Vetrarstarfi kórsins lýkur að venju með tónleikaröð. Fyrstu tón- leikarnir verða á sumardaginn fyrsta, 25. apríl, í Selfosskirkju kl. 20.30, þar verða einnig tónleikar 1. maí kl. 20.30. Eins og undanfarin ár verður kórinn með tónleika í Fé- lagsheimilinu á Flúðum og hefjast þeir kl. 21.00, að þeim loknum stendur Kvennaklúbbur Karlakórs- ins fyrir dansleik. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, íslensk sönglög og dægurlög. Tón- listarmenn frá Selfossi koma fram með kórnum á öllum tónleikunum, þeir eru Smári Kristjánsson, Ólafur Bachmann og Sigvaldi Bjarnason. Karlakór Selfoss með vortónleikaröð Selfoss Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Söngfélagar ásamt Kristínu kórstjóra við nýja píanóið. ÚR ÞORLÁKSSTOFU, nýju hús- næði félags eldri borgara í Hvera- gerði, berast fagrir tónar. Á mánu- dögum hittist hópur fólks og syngur undir styrkri stjórn Kristínar Sig- fúsdóttur. Þegar fréttaritara bar að garði var henni boðið að taka þátt í söngnum. Umræður urðu innan hópsins hvar helst vantaði raddir og voru karlarnir á því að helst vantaði fleiri raddir í bassann. Það vakti athygli að hópurinn sem mættur var til æfinga þennan dag, söng í fjórum röddum, alt, sópran bassa og tenór, greinilega mikið söngfólk á ferðinni. Meðal laga sem æfð hafa verið eru: Þú fagra blómið blóma, Klementínudans, Rósin, Játning og Svíf þú blær. Æfingar kórsins hófust í byrjun febrúar s.l. og er áhugi félaga mikill. Í tilefni af stofnun kórsins keypti fé- lag eldri borgara píanó, svo að æfing- ar gætu farið fram á staðnum. Auður Guðbrandsdóttir formaður félags eldri borgara sagði að með hjálp góðra manna hefðu píanókaupin gengið vel fyrir sig. Aðeins örlaði á feimni söngfólksins þegar fréttaritari fór þess á leit að fá að mynda hópinn við nýja hljóðfærið. Þetta er nú ekki alvöru kór, sögðu nokkrar konur sem starfað hafa í kirkjukórnum í áraraðir. Ein frúin í hópnum sagði að það væri varla hægt að mynda hópinn því að þær hefðu ekki haft með sér varalitinn. Kórstjórinn sagði að þetta starf væri bæði gefandi og skemmtilegt, því að í hópnum ríkti bæði gleði og mikill áhugi. Söngfólkið var sammála um að hvetja alla til að koma og vera með, því að það væri nóg pláss fyrir fleira söngelskt fólk. Og að lokum sagði Auður formaður: „Hingað eru allir velkomnir.“ Söngur í Þorláksstofu Hveragerði ÁRBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEISLU- og fundarsalir Ráðhúss Ölfuss hafa verið teknir í notkun en það var um að ræða lokaáfanga ráðhússins. Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri setti og stjórnaði sam- komunni sem var mjög fjölmenn og hátíðleg. Hjörleifur Brynjólfs- son, oddviti og formaður bygging- arnefndar, rakti aðdraganda og sögu byggingarinnar. Hjörleifur sagði meðal annars í ræðu sinni: „Við opnun þessara nýju samkomusala og annarrar aðstöðu þeim tengdrar lýkur fjórða og jafnframt síðasta áfanga byggingar Ráðhús Ölfuss. Í nóv- ember á síðasta ári var þessi áfangi boðinn út, samið var við Rafgull ehf. í Þorlákshöfn sem að- alverktaka. Aðstaðan sem tekin er í notkun í dag er um 750 fermetr- ar. Salirnir taka allt að 350 manns í sæti og miðast kaup á hús- gögnum við það. Mögulegt er að skipta sölunum í tvo misstóra sali eftir þörfum. Eldhús sem fylgir sölunum er vel tækjum búið og all- ur borðbúnaður er til staðar.“ Skóflustunga Það var 30. maí 1998 að Bjarni Jónsson, þáverandi oddviti, tók fyrstu skóflustunguna að stjórn- sýslu- og menningarhúsi eins og það var kallað á byggingartím- anum. Hönnuðir byggingarinnar eru Arkitektar Skógarhlíð 18. Endanleg teikning gerði ráð fyrir tveggja hæða húsi um 2.400 fer- metrum að stærð. Verktaki 1. áfanga var Sæmundur Gíslason, byggingarverktaki í Þorlákshöfn. Heildarkostnaður var í upphafi áætlaður 270 milljónir króna. Lokakostnaður á verðlagi hvers árs reyndist vera sá sami og lagt var upp með en á verðlagi dagsins í dag lætur nærri að það séu 377 milljónir króna og er þá meðtalin frágangur lóðar og allur búnaður. Annar áfangi var boðinn út í febr- úar 1999 og var samið við Sæ- mund eins og í 1. áfanga enda var hann með lægsta tilboðið. Áfanganum lauk í apríl 2000. Bæjarskrifstofurnar og Lands- bankinn fluttu svo starfsemi sína í nýja húsnæðið í byrjun maí, en það var gengið frá leigusamningi við Landsbankann í Þorlákshöfn til 5 ára. Þriðji áfangi var boðinn út í ágúst 2000 og voru verklok í mars 2001, verktaki var Rafgull ehf. í Þorlákshöfn. Í þessum áfanga fékk félagsmiðstöð aðstöðu svo og dómsmálaráðuneyti fyrir lögreglu og tollvörð, einnig er aðstaða fyrir Egilsbúð sem er bóka- og minja- safn. Sú aðstaða verður opnuð formlega 5. maí næstkomandi. Versalir urðu fyrir valinu Bæjarstjórn auglýsti eftir hug- myndum að nöfnum á salina. Fjöldi hugmynda barst og minntu þau flest á örnefni í Þorlákshöfn og nágrenni. Sesselja Jónsdóttir bæjarstjóri sagði þegar hún sagði frá hvaða nafn varð fyrir valinu að margar tillögur hefðu verið góðar. Tillaga Svans Kristjánssonar, fyrrverandi sveitarstjóra, „Versal- ir“ þótti bæði frumleg og fara vel í munni, og varð hún fyrir valinu. Það er auðvelt að láta hugann reika hvort heldur er til Versala í París eða til gamalla verstöðva, nafnið kemur ímyndunaraflinu af stað. Sigþrúður Harðardóttir, for- maður söngfélagsins, færði húsinu peningagjöf til hljóðfærakaupa. Peningarnir eru innkoma af geisladiski sem Lúðrasveit Þor- lákshafnar, Söngfélag Þorláks- hafnar, Lúðrasveit og Kór Grunn- skólans í Þorlákshöfn, gáfu út. Sigþrúður sagði við þetta tæki- færi að til að heimili teldist menn- ingarheimili þyrfti þar að fara fram gáfuleg umræða, vera til bækur og hljóðfæri, og að því vildu þeir aðilar, sem að þessari gjöf stæðu, stuðla. Hjörleifur tók við og þakkaði gjöfina og sagði að búið væri að panta hljóðfærið og til stæði að safna fyrir því hjá ein- staklingum og fyrirtækjum. Veislu- og fundarsalirnir „Versalir“ teknir í notkun Ráðhús Ölfuss fullgert Morgunblaðið/Jón H. Sigmundsson Nýir veislu- og ráðstefnusalir teknir í notkun í Ráðhúsi Ölfuss. Þorlákshöfn FÉLAG eldri borgara á Selfossi hefur boðið öllum frambjóðendum við komandi sveitarstjórnarkosn- ingar í Árborg til fundar klukkan 16,30 á mánudag í fundarsal fé- lagsins í Grænumörk á Selfossi. Að sögn forsvarsmanna félags- ins er boðað til fundarins til að vekja athygli á málefnum eldri borgara í Árborg, hvað snertir af- þreyingu og frístundastarf sem og aðrar aðstæður. Félagið held- ur úti fjölbreyttu félagsstarfi en miðstöð þess starfs er í Græn- umörk þar sem eru íbúðir fyrir aldraða og aðstaða til fé- lagsstarfs. Það eru allir velkomnir til fundarins. Aldraðir funda með fram- bjóðendum í Árborg Selfoss

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.