Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 23
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 23
EGILL bóndi í Vagnbrekku setti
fram bát á dögunum til að ná netum
sem hann hafði átt undir ís. Hvöss
vestanátt og veruleg leysing höfðu
étið og brotið ísinn yfir netalögn
hans þannig að ekki varð lengur
komist að þeim af ís. Ef fram fer
sem horfir verður ís á Mývatni tæp-
lega fimm mánuði þennan vetur,
sem er óvenju stuttur tími, en vatn-
ið lagði í lok nóvember. Ofurlítið
hefur veiðst í net, en nær ekkert á
dorg á þessum vetri enda sést varla
maður á dorgi og er eftirsjá í því.
Af andfuglum eru húsendur lang-
mest áberandi enn sem komið er.
Bátur í fjörunni
Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson
Mývatnssveit
SKRIFAÐ hefur verið undir samn-
ing milli Landssambands hesta-
manna og Rangárbakka ehf. um að
Landsmót hestamanna árið 2004
verði haldið á Gaddstaðaflötum við
Hellu. Þar með hefst undirbúning-
ur og vinna að markaðssetningu, en
undanfarin ár hafa um tíu þúsund
manns, þar af 3.000–3.500 erlendir
gestir, sótt landsmótin sem haldin
eru annað hvert ár. Í sumar verður
Landsmót hestamanna haldið á
Vindheimamelum í Skagafirði 2.–7.
júlí.
Landssamband hestamanna
(LH) hélt kynningarfund á Veit-
ingastaðnum Laufafelli á Hellu sl.
þriðjudag fyrir stjórnir og trúnað-
arráð hestamannafélaga á Suður-
landi, í Borgarnesi fyrir Vesturland
á miðvikudag og fyrirhugaðir eru
fundir á Akureyri og í Reykjavík. Á
fundum þessum er farið yfir helstu
þætti sem eru á döfinni í starfi LH
en megináherslan lögð á að kynna
fyrir félögunum skiptingu reið-
vegafjár. Fram kom í máli for-
manns LH, Jóns Alberts Sigur-
björnssonar að félögin í landinu
hefðu sótt um 90 milljónir til reið-
vega, en 42 milljónir koma til skipt-
anna, 22 millj. frá LH og 20 millj.
frá Vegagerðinni. Einungis er tekið
við umsóknum frá svæðum sem
hafa komið reiðvegum inn á gild-
andi skipulag og lagði formaðurinn
áherslu á það við fundarmenn að
félögin á hverjum stað yrðu sjálf að
vinna ötullega að því að koma reið-
vegum inn á skipulag sveitarfélag-
anna. Framlag LH er notað til upp-
byggingar á nýjum vegum, en
framlag Vegagerðarinnar fer í að
flytja núverandi reiðvegi frá aðal-
þjóðvegum. „Þetta er stærsta hags-
munamál hestamanna og hesta-
tengdrar ferðaþjónustu og mjög
mikil þörf á að koma þessum mál-
um í betra horf, ekki síst með tilliti
til öryggis hestamanna og annarra
vegfarenda á þjóðvegum landsins,“
sagði Jón Albert.
Kynning hafin fyrir 2004
Á fundinum á Hellu var sem fyrr
segir skrifað undir samning milli
Rangárbakka ehf. og LH um að
landsmót að tveimur árum liðnum
verði haldið á Hellu, sennilega í júl-
íbyrjun. Verið er að hanna bækling
sem kemur út á næstu vikum,
þannig að kynning og markaðsstarf
hefst strax og fer rækilega fram á
landsmótinu í sumar þar sem hörð-
ustu hestamennirnir, íslenskir og
erlendir, eru samankomnir. Að
sögn Haraldar Sveinssonar, for-
manns stjórnar Rangárbakka ehf.,
er það sannkölluð vítamínsprauta
að vera með samninginn í hönd-
unum og verður hafist handa við
undirbúning svæðisins og áfram-
haldandi uppbyggingu strax í sum-
ar með stefnuna á Landsmót 2004.
Landsmót hesta-
manna 2004 á Hellu
Hella
TÍSKUVÖRUVERSLUNIN Shíva
var nýlega opnuð í Ólafsvík, eigandi
verslunarinnar er Þuríður Ragna Jó-
hannesdóttir ásamt sambýlismanni
sínum, Magnúsi Birgissyni.
Aðspurð sagðist Þuríður hafa mik-
inn áhuga á fötum auk þess sem
henni þætti miður að ekki skyldu
vera seld föt í Ólafsvík, svo að hún
ákvað að gera sjálf eitthvað í málinu
og skapa sér atvinnu um leið.
Í tískuvöruversluninni Shívu
verða seld alls konar föt, en aðal-
áhersla verður á tískufatnað og fylgi-
hluti. Ætlunin er að selja bæði dýr
og ódýr merki, en sama verð er á
flíkunum og þeim sem seldar eru í
Reykjavík.
Ný tísku-
vöruverslun
á Ólafsvík
Morgunblaðið/Alfons
Þuríður Ragna Jóhannesdóttir,
eigandi verslunarinnar Shiva.
Ólafsvík. Morgunblaðið.