Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
24 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTHAFSKARFAVERTÍÐIN á Reykjaneshrygg
er nú um það bil að hefjast. Fjórir íslenskir tog-
arar hafa þegar hafið karfaveiðar í úthafinu, Ven-
us HF, Ýmir HF, Höfrungur III AK og Víðir EA,
en fastlega má gera ráð fyrir að togurunum fjölgi
þar ört á næstu vikum.
Íslenskum skipum er heimilt að veiða samtals
45 þúsund tonn af úthafskarfa á þessu ári. Íslend-
ingar veiddu samtals um 42.473 tonn af karfa í út-
hafinu á síðasta ári. Nokkrir erlendir togarar;
rússneskir, þýskir og spænskir, hafa verið á veið-
um á Reykjaneshrygg síðustu daga og vikur, alveg
við íslensku fiskveiðilögsöguna, en enn fer þó
litlum sögum af aflabrögðum.
Árið 2000 var í fyrsta sinn gerð tilraun til að
skipta veiðum úr úthafskarfastofninum á Reykja-
neshrygg milli þess sem kallað var efri og neðri
stofn, en íslenskir fiskifræðingar telja að þar sé
um tvo ólíka stofna að ræða. Erfiðlega gekk hins-
vegar að stjórna veiðunum með þessum hætti og
hafa eftirlit með þeim. Því voru veiðarnar svæð-
isbundnar á síðasta ári til að aðskilja veiðar úr
stofnunum. Veiðunum er þannig skipt milli
tveggja svæða. Annað tekur einkum mið af fisk-
veiðilögsögunni en karfi sem veiðist á því svæði
telst til þess stofns sem áður var kallaður neðri
stofninn og veiðist að jafnaði neðan 500 metra
dýpis. Íslenskum skipum er samkvæmt reglugerð
heimilt að veiða 35 þúsund tonn úr þeim stofni á
þessu ári en þar var kvótinn 32 þúsund tonn á síð-
asta ári. Íslendingar veiddu alls um 27.745 tonn á
þessu svæði í fyrra.
Markaðir í jafnvægi
Á því svæði sem er fjær landi, utan ákveðinnar
línu, er talið að aðallega veiðist karfi úr efri stofn-
inum eða sem veiðist að jafnaði grynnra en 500
metrar, en íslenskum skipum verður heimilt að
veiða 10 þúsund tonn af honum á þessu ári en
kvótinn var 13 þúsund tonn í fyrra. Heildarafli ís-
lensku skipanna var hinsvegar samtals um 14.728
tonn á þessu svæði í fyrra, eða 1.728 tonn umfram
leyfilegar heimildir. Fiskistofa úthlutar hverju
skipi aflamarki í úthafskarfa innan svæðanna
tveggja, á grundvelli aflahlutdeildar.
Markaðir fyrir úthafskarfa eru í góðu jafnvægi
að mati Jóhannesar Más Jóhannessonar, fram-
kvæmdastjóra innkaupa- og sölusviðs SÍF. Aðal-
markaðurinn fyrir úthafskarfa er í Japan og segir
Jóhannes að þar séu ekki miklar birgðir og eft-
irspurn virðist ætla að verða eðlileg. Ekki megi
reikna með mikilli eftirspurn í Kína vegna inn-
flutningsbanns Evrópusambandsins á sjávaraf-
urðum frá Kína en á móti ætti að vera gott útlit á
flakamörkuðum í Evrópu.
„Markaðir í Suður-Evrópu hafa verið að vaxa og
Rússland heldur áfram að styrkjast. Verð á karf-
anum er svipað og á síðasta ári, í erlendri mynt.
Ég held að menn séu almennt nokkuð bjartsýnir
fyrir vertíðina en línurnar skýrast þegar fyrstu
skipin landa afla,“ segir Jóhannes.
Byrja á karfa
í úthafinu
Fjórir togarar þegar komnir á Reykjaneshrygg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STUTTFRÉTTIR
● VERÐ á hlutabréfum í Arcadia
Group lækkaði um 1,3% í kaup-
höllinni í London í gær eftir að
hafa hækkað um tæp 11% í fyrra-
dag eftir birtingu milliuppgjörs fé-
lagsins. Hæst fór verðið í 403,25
pens í gær en lokaverð var 390
pens, sem þýðir að markaðsvirði
20,1% eignarhlutar Baugs er nú
um 20,8 milljarðar króna.
Baugur keypti hlutinn á um 10,3
milljarða króna og væri hluturinn
seldur á núverandi verði næmi
vergur hagnaður um 10,5 millj-
örðum, þ.e. verðið hefur ríflega
tvöfaldast. Þá er reyndar ótalinn
kostnaður Baugs af lántöku vegna
kaupanna.
Verð hlutabréfa í Arcadia hefur
hækkað um ríflega 44% frá ára-
mótum og nær 52% frá byrjun
febrúar þegar yfirtökuviðræðum fé-
lagsins við Baug var slitið.
Arcadia hefur
hækkað mikið
● BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa
hefur tilkynnt hagræðinguí tveimur
álverum fyrirtækisins í Bandaríkj-
unum. Alcoa er eitt af þeim fyr-
irtækjum sem nefnd hafa verið sem
hugsanlegur samstarfsaðili í hugs-
anlegum stóriðjuframkvæmdum hér
á landi.Enduropnun framleiðslulínu í
öðru þessara álvera Alcoa hefur ver-
ið seinkað um óákveðinn tíma en
framleiðsla hefst aftur í hinu álverinu
á þessu ári. Við þessar aðgerðir
eykst framleiðsla Alcoa lítillega en
sparnaður næst einnig fram, að því
er fram kemur í frétt á vef fyrirtæk-
isins. „Þessar aðgerðir bera vott um
virka eignastýringu hjá Alcoa á tím-
um erfiðra skilyrða í efnahagslífinu,“
segir framkvæmdastjóri hjá Alcoa.
Hagræðing
hjá Alcoa
TAP af rekstri Nýsköpunarsjóðs at-
vinnulífsins var í fyrra 772 milljónir
króna. Formaður stjórnar sjóðsins,
Arnar Sigurmundsson, segir að af-
koman sé lakari en áætlanir hafi
gert ráð fyrir, en að miðað við stöð-
una á innlendum og erlendum verð-
bréfamörkuðum ætti þessi niður-
staða ekki að koma á óvart. Þá
bendir Arnar á að framlag á af-
skriftareikning hafi verið hækkað,
en það nam í fyrra 677 milljónum
króna og er því drjúgur hluti af bók-
færðu tapi ársins. Þetta tvennt, að-
stæður á mörkuðum og hátt framlag
á afskriftareikning, segir Arnar að
séu helstu skýringarnar á afkomu
sjóðsins.
„Einnig ber að hafa í huga að fjár-
festingar okkar eru ekki í skráðum
félögum þannig að hlutabréfaeign
okkar hækkar ekki þó að sum fyr-
irtækin gangi vel,“ segir Arnar og
bætir við að sjóðurinn veiti einnig
bæði áhættulán og styrki. Þeir hafi í
fyrra numið 78 milljónum króna og
séu inni í afkomunni.
Nýsköpunarsjóður hefur á fjög-
urra ára starfstíma sínum fjárfest í
liðlega 80 fyrirtækjum, aðallega inn-
anlands en einnig utanlands vegna
þátttöku í útrásarverkefnum ís-
lenskra fyrirtækja. Samanlagt nema
þessar fjárfestingar 3.445 milljónum
króna, en á síðasta ári námu þær
1.167 milljónum króna.
Eigið fé Nýsköpunarsjóðs var
tæpir fimm milljarðar króna um síð-
ustu áramót. Hjá sjóðnum starfa tíu
manns, sem er óbreytt frá fyrra ári.
Nýsköpunar-
sjóður tapar 772
milljónum króna
● VERSLUNARRÁÐ sendi í gær frá
sér eftirfarandi ályktun:
„Stjórn Verslunarráðs Íslands
ítrekar afstöðu ráðsins til mik-
ilvægis áframhaldandi brotthvarfs
íslenska ríkisins af vettvangi at-
vinnulífsins og að stjórnvöld leyfi
frjálsri samkeppni að blómstra
með því að halda áfram að skapa
góð almenn skilyrði til rekstrar hér
á landi.
Stjórn Verslunarráðs Íslands
ítrekar hvatningu sína til íslenskra
stjórnvalda um að haldið verði
áfram á farsælli braut fráhvarfs frá
sértækum aðgerðum til samkeppn-
ishæfra almennra rekstrarskilyrða.
Stjórn Verslunarráðs Íslands
hvetur ríkisstjórn Íslands og Al-
þingi Íslendinga til að standa vörð
um samkeppnishæfni íslensks at-
vinnulífs til að:
1. Íslensk fyrirtæki í alþjóða
samkeppni sjái sér hag í því að
vera áfram á Íslandi.
2. Íslendingum standi ávallt til
boða úrval krefjandi starfa á Ís-
landi sem séu samkeppnisfær við
störf sem þeim bjóðast erlendis.
3. Erlend fyrirtæki í alþjóða-
starfsemi laðist til Íslands með
starfsemi sína sökum góðra
rekstrarskilyrða hér á landi.
Stjórn Verslunarráðs Íslands
ítrekar mikilvægi þess að stjórn-
völd marki stefnu um hverjir styrk-
leikar íslensks atvinnusamfélags
eigi að vera og hver sérstaða Ís-
lands í samkeppni þjóðanna eigi
helst að vera. Með því auðvelda
íslensk stjórnvöld fyrirtækjum sem
starfa á Íslandi að greina styrk-
leika sína í alþjóðlegri samkeppni
og auka þannig líkurnar á almenn-
um og langvarandi stuðningi at-
vinnulífs á Íslandi við áframhald-
andi hagvöxt og samkeppnishæf
lífsskilyrði. Með þessu vinna
stjórnvöld og atvinnulíf á Íslandi
saman að því að halda Íslandi
ávallt meðal fremstu þjóða í heim-
inum hvað lífsgæði varðar.
Stjórn Verslunarráðs Íslands
hafnar hugmynd ríkisstjórnar Ís-
lands um að veita einstöku fyr-
irtæki ríkisábyrgð á lán, með fyr-
irvara um samþykki Alþingis, án
undangenginnar kynningar á for-
sendum þess að veiting slíkrar
ábyrgðar sé nauðsynleg eða hvern-
ig veiting ábyrgðarinnar fellur að
stefnumörkun ríkisstjórnarinnar fyr-
ir almennan stuðning hennar við
atvinnulífið.“
Verslunarráð
ályktar gegn
ríkisábyrgð
● HEILDARKRÖFUR í þrotabú
markaðsstofunnar Markhússins
námu samtals um 177 milljónum
króna. Skiptastjóri er enn að vinna
að athugun ýmissa mála og samn-
inga sem gerðir hafa verið.
Markaðsstofan Markhúsið var
úrskurðuð gjaldþrota í október sl.
Eingöngu var tekin afstaða til for-
gangskrafna og veðkrafna í
þrotabúið. Forgangskröfur voru
upphaflega lýstar samtals 60 millj-
ónir en samþykktar forgangskröfur
nema ríflega 51 milljón króna. Þar
af er ábyrgð Ábyrgðarsjóðs launa.
Heildarkrafa Tollstjóraembættisins
í þrotabúið nam samtals 63 millj-
ónum króna, m.a. vegna vörslu-
skatta.
Veðkröfur voru samþykktar rúm-
lega 24 milljónir króna og þær al-
mennu kröfur sem lýst var í
þrotabúið námu samtals tæplega
102 milljónum króna. Ekki var tek-
in afstaða til almennra krafna við
gjaldþrotaskiptin.
Eignir félagsins voru ekki miklar
að sögn skiptastjóra, Ásgeirs
Magnússonar hrl. Innbú og
lausafé var selt fljótlega eftir upp-
kvaðningu gjaldþrotaúrskurðar. Alls
bárust 114 kröfur í þrotabúið og
segir Ásgeir að hlutfall og upphæð
forgangskrafna sé óvenju hátt.
Kröfur í Mark-
húsið námu 177
milljónum króna
● EVRÓPUSIGLINGAR Atlants-
skipa hófust í gær. Estime, leigu-
skip Atlantsskipa, hélt úr höfn í
Rotterdam. Áætluð koma fyrsta
skipsins til Íslands er 23. apríl nk.
Með Evrópusiglingum verður Kópa-
vogur alþjóðahöfn en Atlantsskip
munu sigla á milli Rotterdam og
Kópavogs á tíu daga fresti.
Estime ber 138 gáma. . Um
borð í Estime í gærmorgun var ým-
is vara fyrir innflytjendur, bæði
heilir gámar og stykkjavara, að því
er fram kemur í fréttatilkynningu
frá Atlantsskipum.
Nú um helgina mun skrifstofa og
vöruhús Atlantsskipa flytjast að
Vesturvör í Kópavogi í 1.000 fer-
metra húsnæði við hafnarbakkann.
Þar verður öll starfsemi í tengslum
við Evrópusiglingarnar, m.a. tíu
þúsund fermetra gámavöllur. Am-
eríkuskip félagsins munu áfram
koma inn í Njarðvík eins og áður.
Atlantsskip sigla til
Evrópu
HÓPUR fjárfesta hefur keypt allan
hlut Frjálsrar fjölmiðlunar (FF) í
Ísafoldarprentsmiðju, 96,2%. Fram-
kvæmdastjóri prentsmiðjunnar,
Ólafur H. Magnússon, er í forsvari
fyrir kaupendahópinn sem saman-
stendur af utanaðkomandi fjárfest-
um og hluta starfsmanna, en hópur-
inn er ekki að fullu samansettur að
sögn Ólafs.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Ólafur að sóknarfæri hafi skapast og
það hafi verið nýtt. Kaupverðið er
ekki gefið upp. Eigendur FF eru
Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur
Sveinsson auk annarra.
Ísafoldarprentsmiðja
prentar Fréttablaðið
Fréttablaðið ehf. gefur út Frétta-
blaðið og hefur það m.a. verið prent-
að í Ísafoldarprentsmiðju. Samning-
ur FF og Ísafoldarprentsmiðju um
prentun Fréttablaðsins gildir fram í
nóvember nk. að sögn Ólafs en hann
segir jafnframt að til greina komi að
selja dagblaðaprentvél Ísafoldar-
prentsmiðju þegar fram líða stundir.
Um það hafi hins vegar ekki verið
tekið ákvörðun, enda viðskiptin bor-
ið tiltölulega brátt að og enn eigi eft-
ir að setja saman fjárfestahópinn að
fullu.
Viðræður við hugsanlega
fjárfesta standa yfir
Ólafur hefur verið framkvæmda-
stjóri Ísafoldarprentsmiðju í hálft ár
og átti sjálfur frumkvæði að við-
skiptunum, að hans sögn. Hann segir
að nú standi yfir viðræður við hugs-
anlega fjárfesta og næsta vika verði
einnig notuð til þeirra. Hvað varðar
aðkomu starfsmanna Ísafoldar-
prentsmiðju segir Ólafur að hug-
myndir séu uppi um að starfsmenn
fái kost á að kaupa ákveðið hlutfall
hlutafjár. Einnig sé nú unnið að
framtíðarskipulagi prentsmiðjunn-
ar.
Í Ísafoldarprentsmiðju er nú
prentað allt frá nafnspjöldum til
dagblaða og segir Ólafur næg verk-
efni fyrir hendi. Ísafoldarprent-
smiðja er elsta starfandi prentsmiðja
landsins, tæpra 125 ára gömul. Hún
er nú til húsa við Suðurhraun í
Garðabæ.
Frjáls fjölmiðlun selur
Ísafoldarprentsmiðju
● Sjávarútvegsráðherra hefur
skipað dr. Sjöfn Sigurgísladóttur
forstjóra Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins til næstu fimm ára frá
1. maí 2002 að telja. Sjöfn lauk
B.Sc.- prófi í matvælafræði frá Há-
skóla Íslands 1986, meistaranámi
frá Technical University of Nova
Scotia of Food Science and
Technology og doktorsprófi frá Há-
skólanum í Berg-
en árið 2001.
Sjöfn hefur starf-
að hjá Holl-
ustuvernd ríkisins
sem for-
stöðumaður mat-
vælasviðs frá
ágúst 2000. Hún
hefur einnig
stundað kennslu við Háskóla Ís-
lands og Tækniskóla Íslands.
Sjöfn er gift Stefáni Jökli Sveins-
syni lyfjafræðingi og eiga þau tvö
börn. Sjöfn tekur við starfinu af
Kristjáni Ólafssyni, sem gegndi því
í stuttan tíma, en hann tók við af
Hjörleifi Einarssyni. Báðir gegndu
þeir starfinu í forföllum Gríms
Valdimarssonar, sem var í fimm
ára leyfi hjá stofnuninn vegna
starfa sinna hjá Landbúnaðar- og
matvælastofnun Sameinuðu þjóð-
anna, FAO. Hann hefur fyrir nokkru
ákveðið að starfa áfram á þeim
vettvangi og því var staðan laus.
Sjöfn Sigurgísla-
dóttir forstjóri Rf
● AcoTæknival hefur fengið vottun
sem „Microsoft Gold Partner for
Enterprise Systems“. Fyrirtæki sem
hljóta þessa viðurkenningu hafa sýnt
fram á að þau búa yfir þekkingu við
skipulagningu, hönnun og uppsetn-
ingu lausna frá Microsoft fyrir stórfyr-
irtæki. Vottunin er veitt samstarfsfyr-
irtækjum Microsoft sem hafa
sérhæft sig í flóknum lausnum í
Windows 2000, XP Professional,
Windows 2000 netþjónum og/eða
Exchange 2000.
AcoTæknival
fær vottun