Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ SEX manns fórust og meira en tvö hundruð slösuðust, þar af tólf alvarlega, þegar lest fór út af spori í í Flórída-ríki í Banda- ríkjunum seint í fyrrakvöld að ísl. tíma. Slysið átti sér stað tæplega eitt hundrað kílómetra norður af Orlando-borg en lest- in var á leið til Washington. Ekki er vitað hvað olli slysinu en meira en 450 farþegar voru um borð í lestinni. AP Sex fór- ust í Flórída Andstæðingar tillögunnar höfðu beitt málþófi til að koma í veg fyrir að frumvarpið yrði borið undir atkvæði vegna deilunnar um olíuboranirnar. Repúblikanar reyndu að knýja fram atkvæðagreiðslu með sérstakri til- lögu og sextíu þingmenn þurftu að samþykkja hana. Hún var felld með 54 atkvæðum gegn 46. Áður hafði fulltrúadeild Banda- ríkjaþings samþykkt að heimila olíu- boranir í friðlandinu í Alaska. Ari Fleischer, talsmaður Bush, við- urkenndi að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar í fyrradag ylli forsetan- um vonbrigðum. „Nú þegar olíu- og gasverðið fer hækkandi missti öld- ungadeildin af tækifæri til að auka sjálfstæði Bandaríkjanna í orkumál- um,“ sagði Fleischer. Stjórn Bush hafði haldið því fram að olíuboranir í Alaska væru nauðsyn- legar fyrir þjóðaröryggi Bandaríkj- anna, m.a. vegna ástandsins í Mið- Austurlöndum og óvissu í Venesúela. Hafa ekki gefist upp Joe Lieberman, sem var varafor- setaefni demókrata í síðustu kosning- um, fagnaði niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar og lýsti henni sem sigri fyrir bandarísku þjóðina. „Við áttum í höggi við stóru olíufyrirtækin, stór verkalýðssamtök, stórfyrirtækin, en niðurstaðan sýnir að valdið er enn í höndum fólksins.“ Repúblikanar, undir forystu Franks Murkowskis, öldungadeildar- þingmanns frá Alaska, sögðust þó ekki hafa gefið tillöguna upp á bátinn. „Þetta er ekki síðasti blaðamanna- fundurinn um þetta mál,“ sagði Murkowski við fréttamenn. „Við er- um aðeins að hita okkur upp.“ „Þetta er aðeins tíunda lotan í 25 lotna slag,“ sagði annar stuðnings- maður tillögunnar, verkalýðsleiðtog- inn Jerry Hood. Repúblikaninn Ted Stevens sagði að repúblikanar kynnu að leggja fram nýja tillögu um olíuboranirnar og leggja þá áherslu á að Alaskabúar hefðu rétt til að nýta olíulindirnar. Hann sagði að um 8.000 Alaskabúar ættu hluta þess landsvæðis sem olíu- fyrirtækin vilja nýta. „Þeir ættu að hafa rétt til að bora á eigin landi,“ sagði hann. Repúblikaninn Lincoln Chafee við- urkenndi að olíuboranirnar yrðu að öllum líkindum ekki heimilaðar í ár. Hann rakti ósigurinn til þess að repú- blikanar hefðu ekki áttað sig á því hversu mikilvæg umhverfisvernd væri í augum bandarískra kjósenda. „Ég tel að umhverfisvernd sé stórmál og við repúblikanar stöndum illa að vígi á því sviði,“ sagði Chafee. Hann benti á að repúblikanar misstu meirihluta sinn í öldungadeild- inni vegna deilna um umhverfismál. Þingmaðurinn Jim Jeffords kvartaði meðal annars yfir því að repúblikanar legðu ekki næga áherslu á umhverf- isvernd þegar hann sagði sig úr flokknum í fyrra, en það varð til þess að demókratar náðu eins sætis meiri- hluta í öldungadeildinni. Stjórn Bush bíð- ur ósigur í deilu um olíuboranir Washington. AFP, AP. STJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta beið mikinn ósigur í fyrradag þegar meirihluti öldungadeildar þingsins hafnaði atkvæðagreiðslu um tillögu repúblikana um að heimila olíuboranir í friðlandi í Alaska. Tillagan er liður í frumvarpi stjórnarinnar í orkumálum og búist er við að repúblikanar neyðist til að falla frá henni til að greiða fyrir því að orkufrumvarpið verði samþykkt. Í FRAMTÍÐINNI kunna hermenn að hafa í fórum sínum nýjar gerðir vopna; sleipt slím, sársaukageisla, hávaðabyssur og fýlu- sprengjur. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið er að láta þróa vopn, sem ekki eru ban- væn, fyrir hermenn sem sífellt oftar lenda í þeirri aðstöðu að skilin milli óvinahers og óbreyttra borgara eru hvergi nærri ljós. Flest þessi nýju þróunarverkefni beinast að afbrigðum af hefðbundnum vopnum, eins og t.d. vaxkúlur er valda stingandi sársauka þegar þær springa við snertingu. En herinn er líka að kanna tækni sem hljómar meira eins og út úr vísindaskáldsögum. Fyrirtæki í San Diego í Bandaríkjunum er að þróa meðfærilegan, rafhlöðuknúinn hljóð- bylgjuriffil sem sendir frá sér ærandi „hljóð- kúlur“. Fyrirtækið, American Technology, segir að vopnið mætti nota til að yfirbuga flugræningja án þess að hætta sé á að gat komi á flugvélarskrokkinn. Þá hafa sérsveitir flotans ráðið til sín vís- indamenn til að hanna slím sem hægt er að úða og gerir t.d. stiga eða gangstéttar flug- hálar. Einnig hefur varnarmálaráðuneytið farið fram á það við vísindamenn í Fíladelfíu að þeir rannsaki bragð- og lyktarskyn í því augnamiði að búa til verstu lykt í heimi. Tilraunir til að þróa þessar gerðir vopna hófust í kjölfar aðgerða Bandaríkjamanna í Sómalíu 1992–93 þar sem hermenn lentu í átökum í íbúðahverfum þar sem óbreyttir borgarar voru – og 18 bandarískir hermenn og hundruð Sómala féllu í miklum bardögum. Þessi óhefðbundnu framtíðarvopn ná mun lengra en gúmmíkúlur og táragas. Þeim er beint að viðbragðakerfi líkamans, eins og til dæmis hvötinni til að hrökklast undan þegar maður finnur til óþæginda eða sársauka. „Það er hugmyndin að leggja til atlögu gegn öllum fimm skilningarvitunum og líka getu okkar til að ganga,“ sagði kafteinn Shawn Turner, talsmaður þeirrar deildar varnarmálaráðuneytisins er hefur á sinni könnu þróun vopna, sem ekki eru banvæn. Eftir tveggja ára tilraunir á fólki hvaðan- æva úr heiminum hafa rannsóknir á ólykt leitt af sér „líkamsúrgangsefnasúpu“, sagði Pamela Dalton, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd Monell-efnarannsóknarmiðstöðv- arinnar í Fíladelfíu. „Þetta er verulega ógeðslegt. Við fundum ekki marga sem gátu lyktað af þessu án þess að sýna nokkur við- brögð.“ Það þarf bara nokkur mólikúl – hvergi nærri nóg til að hafa eituráhrif. Margt af því sem verið er að athuga er ekki fjármagnað lengra en sem nemur til- lögustigi, en sumt er þegar komið í gagnið hjá bandaríska hernum. Sérsveitirnar, sem hafa það verkefni með höndum að gæta bandarískra sendiráða erlendis, ætla að nota sleipa slímið til að hafa hemil á ófriðlegum múg, og vænta þess að geta tekið það í gagn- ið á næsta ári. Sleipt slím og fýlusprengjur San Diego. AP. ’ Hugmyndin er að leggja til atlögu gegn öllum fimm skilningarvitunum ‘ TILRAUNIR verkalýðsfélaga og vinnuveitenda til að koma í veg fyrir verkföll í raf- og málmiðnaði í Ba- den-Würtemberg í Þýskalandi fóru út um þúfur í gærmorgun. Ber all- mikið á milli. Verkalýðsfélögin fóru upphaflega fram á 6,5% launahækkun en hafa nú lækkað kröfuna í 4%. Er þá miðað við eingreiðslu upp á rúmlega 16.000 ísl. kr. fyrir fyrstu tvo mánuðina en 3,3% kauphækkun fyrir hina 13. Vinnuveitendur buðu upphaflega 2% fyrir þetta ár og 2% fyrir næsta. Talsmenn helsta félags málmiðn- aðarmanna, IG Metall, segja það boð vera „beina ögrun“ og miklu lægra en það, sem samið var um við starfs- menn í þýskum efnaiðnaði í fyrra- dag. Með þeim samningi fá þeir rúm- lega 7.000 kr. eingreiðslu og 3,3% launahækkun í 13 mánuði frá 1. apríl sl. Er sá samningur raunar talinn hafa veikt samningsstöðu IG Metalls þótt vinnuveitendur hafi talið hann of rausnarlegan. IG Metall hefur verið með skyndi- verkföll að undanförnu til að leggja áherslu á kröfur sínar en í Þýska- landi er samið sérstaklega í sér- hverju sambandslandanna. Þeir, sem semja fyrst, leggja hins vegar yfirleitt línurnar fyrir aðra. Líklegt þótti í gær, að áfram yrði reynt að finna einhvern samnings- grundvöll fram eftir degi. Bæri það engan árangur ætlaði launanefnd verkalýðsfélaganna að taka ákvörð- un um atkvæðagreiðslu um boðun allsherjarverkfalls. Horfur á verkföll- um í Þýskalandi Stuttgart. AFP.   ! "!"##$"%& " '("! ")*% "%+","%"  )"- +.")"% !! * /" 0"1!11"2"! 1               "%+", %"!" 1"'3 ". 1".!  4 56    7 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.