Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 28
ERLENT
28 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MIKIL spenna er fyrir seinni um-
ferð þingkosninganna í Ungverja-
landi á sunnudag en í þeirri fyrri
báru sósíalistar sigur úr býtum öll-
um á óvart. Litlu munaði þó á þeim
og Borgaraflokki Viktors Orbans
forsætisráðherra. Margt bendir til,
að úrslitin muni að þessu sinni ráð-
ast á landsbygðinni.
Í fyrri umferðinni 7. apríl fékk
Sósíalistaflokkurinn 42% atkvæða
en Borgaraflokkurinn 41% á lands-
vísu en í Búdapest, höfuðborginni,
þar sem búa næstum 20% af 10
milljónum íbúa landsins, fengu sósí-
alistar 44% atkvæða á móti 32%
Borgaraflokksins. Þykir þetta
benda til, að hreyfingar á lands-
byggðinni muni skera úr um nið-
urstöðuna á sunnudag.
Helstu keppinautarnir tveir, Vikt-
or Orban forsætisráðherra og Peter
Medgyessy, leiðtogi sósíalista,
þykja raunar sammála um flest,
sem máli skiptir í stjórn- og efna-
hagsmálum.
Báðir styðja þeir aðild að Evrópu-
sambandinu, umbætur í heilbrigð-
iskerfinu, aukna aðstoð við landbún-
aðinn og meiri uppbyggingu í
austurhluta Ungverjalands en hann
er mikill eftirbátur vesturhlutans.
Sjálfir eru þeir þó mjög ólíkir menn.
Sammála um flest
Orban er mælskumaður og kann
að höfða til tilfinninganna með fögr-
um fyrirheitum um betri framtíð en
Medgyessy leggur hins vegar
áherslu á stöðugleika og festu og
allt hans fas er í samræmi við það.
Honum er ekki lagið að blanda geði
við fólk á götum úti, hann minnir
helst á bankamann, sem hefur allar
tölur á takteinum.
Síðustu skoðanakannanir benda
til, að sósíalistar muni sigra á
sunnudag og mynda þá líklega
stjórn með Bandalagi frjálsra demó-
krata en með þeim voru þeir í stjórn
1994 til 1998. Kosningafyrirkomu-
lagið í Ungverjalandi er hins vegar
mjög flókið og því þora fáir að veðja
um úrslitin. Sigri Orban aftur á móti
kemst hann í hóp örfárra leiðtoga í
Mið- og Austur-Evrópu, sem unnið
hafa tvennar kosningar í röð. Vegna
þrenginganna eftir hrun kommún-
ismans hafa kjósendur haft tilhneig-
ingu til að velta hverri stjórn strax
og þeir fá tækifæri til.
Afar tvísýnar þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á morgun
AP
Viktor Orban forsætisráðherra á kosningafundi í borginni Mosonmagyarovar í vesturhluta Ungverjalands.
Búdapest. AP, AFP.
Niðurstaðan gæti ráð-
ist á landsbyggðinni
MEÐ tilurð Alþjóðaglæpadómstóls-
ins má segja að loks sé staðið við þau
fyrirheit sem gefin voru með Nürn-
berg-réttarhöldunum eftir síðari
heimsstyrjöldina. Atburðir sem urðu
í Rúanda og á Balkanskaga á síðasta
áratug síðustu aldar ýttu síðan mjög
undir stofnun dómstóls, sem réttaði í
málum þeirra, sem sakaðir eru um
þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni
og stríðsglæpi.
Sextíu og sex aðildarríki Samein-
uðu þjóðanna hafa nú staðfest form-
lega sáttmála SÞ er fjallar um dóm-
stól þennan og því er ekkert að því
vanbúnaði að hann taki til starfa frá
og með 1. júlí nk. Mun hann þó ekki
hefja störf í eiginlegum skilningi
fyrr en næsta vor.
Sáttmálinn, sem um ræðir, var
gerður í Róm árið 1998 og sem
stendur hafa 139 ríki skrifað undir
hann, sem þýðir að þau hafa skuld-
bundið sig til að fullgilda hann í ná-
inni framtíð. Alþingi Íslendinga full-
gilti samninginn fyrir sitt leyti á
vordögum árið 2000.
Sá galli er hins vegar á gjöf njarð-
ar að ríki eins og Kína, Rússland og
Bandaríkin hafa ekki fullgilt SÞ-
sáttmálann, og hafa þau reyndar alls
ekki í hyggju að staðfesta hann. Þyk-
ir víst að þau muni leggja áherslu á
að tryggja að dómstóllinn hafi ekki
lögsögu yfir ríkisborgurum þeirra.
Bill Clinton undirritaði reyndar
sáttmálann örfáum dögum áður en
hann hvarf úr forsetastóli í Banda-
ríkjunum en fram kom hins vegar að
hann hefði engin áform um að beita
sér fyrir fullgildingu samningsins.
Afstaða George W. Bush Banda-
ríkjaforseta er enn afdráttarlausari,
hann er sagður vilja ógilda undir-
skrift forvera síns.
Ástæða þess að Bandaríkjamenn
eru ekki hrifnir af dómstólnum er sú
að margir ráðamenn í Washington
óttast að honum verði beitt í pólitísk-
um tilgangi, þ.e. að dælt verði út
ákærum á hendur bandarískum her-
mönnum fyrir ýmis þau verk sem
þeir hafa sinnt á erlendum vett-
vangi, eða gegn pólitískum ráða-
mönnum fyrir ákvarðanir eins og þá
að hefja hernaðaraðgerðir í Afgan-
istan.
Vikuritið The Economist bendir
hins vegar á að ýmsir fyrirvarar hafi
verið settir í starfsreglur dómstóls-
ins í því skyni að koma til móts við
áhyggjur Bandaríkjamanna og segir
í leiðara þess að þeir eigi að vera
fyllilega viðunandi. Hefur m.a. verið
bent á að ef fram komi ásakanir á
hendur bandarískum hermönnum
muni fullnægjandi rannsókn á máli
þeirra heima fyrir, í samræmi við
reglur réttarríkisins, duga til.
Eftir sem áður eru Bandaríkja-
menn afar andsnúnir dómstólnum
en það kom þó ekki í veg fyrir að
menn fögnuðu tilurð hans mjög, og
töluðu sumir um að tímamót hefðu
átt sér stað í mannréttindamálum.
Illmenni hugsi sig tvisvar um
Dómstóllinn verður að því leyti
frábrugðinn stríðsglæpadómstóln-
um í Haag, þar sem nú fara m.a.
fram réttarhöld yfir Slobodan Milos-
evic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu,
að hann verður varanlegur; þ.e. ekki
helgaður tilteknum málum, s.s.
grimmdarverkum nasista í síðari
heimsstyrjöld, fjöldamorðunum í
Rúanda eða ódæðisverkunum á
Balkanskaga.
Dómstóllinn nýi er jafnframt ólík-
ur Alþjóðadómstólnum í Strassborg
að því leyti til að hann mun fjalla um
afbrot einstaklinga. Dómstóllinn í
Strassborg hefur hins vegar það
verkefni að leysa úr deilum milli
þjóðríkja.
Er það verkefni dómstólsins að
taka fyrir allra verstu glæpi, sem
framdir eru í heiminum, s.s. þjóð-
armorð, glæpi gegn mannkyni og
stríðsglæpi. Er það trú manna að
dómstóllinn eigi að geta orðið til
þess að í framtíðinni muni valda-
menn hugsa sig tvisvar um áður en
þeir fyrirskipa ofstækisfullar að-
gerðir gegn þegnum sínum, enda
myndu þeir geta átt á hættu að enda
fyrir dómstólnum, sem verður í
Haag í Hollandi.
Rétt er þó að taka fram að ekki er
gert ráð fyrir að dómstóllinn taki
mál til meðferðar nema ljóst sé að
ríkisstjórnir þeirra landa, þar sem
glæpirnir voru framdir, geti ekki eða
vilji ekki senda mál fyrir eigin dóm-
stóla heimafyrir. Hann verður því
fyrst og fremst eins konar lokaúr-
ræði.
Öryggisráð SÞ getur vísað
málum til dómstólsins
Dómstóllinn nýi getur ekki fjallað
um glæpi sem framdir voru fyrir 1.
júlí 2002 – en þá tekur dómurinn til
starfa í lagalegum skilningi. Hann
mun sjálfkrafa hafa lögsögu vegna
glæpa sem framdir eru í landi sem
staðfest hefur sáttmála SÞ, sem og
yfir einstaklingum sem koma frá
löndum sem staðfest hafa sáttmál-
ann, jafnvel þó að þeir hafi drýgt
umrædd ódæði í landi sem ekki hef-
ur staðfest hann.
Þá getur öryggisráð SÞ vísað mál-
um til dómstólsins, sem og þau ríki
sem staðfest hafa sáttmálann, en
ekki er um það að ræða að einstak-
lingar geti vísað þangað máli.
Þau ríki sem aðild eiga að dóm-
stólnum munu tilnefna bæði sækj-
endur og dómara. Getur saksóknari
hafið rannsókn á tilteknum glæp ef
máli er vísað til dómstólsins af ör-
yggisráðinu eða af aðildarríki, en
hann getur síðan einnig hafið rann-
sókn að eigin frumkvæði. Hyggist
hann gefa út ákæru verður sérstakt
dómararáð hins vegar að samþykkja
hana, og er það einn þeirra fyrirvara
sem settir voru í starfsreglurnar til
að friða Bandaríkjamenn.
Heimildir: fréttasíða BBC, The
Economist, The Washington Post.
Stofnun alþjóðlegs glæpadómstóls markar tímamót í mannréttindamálum
Staðið við fyrirheit er
gefin voru í Nürnberg
Reuters
Enn er unnið að því að safna saman sönnunargögnum vegna fjölda-
morða í Bosníu-stríðinu 1992–1995. Myndin sýnir starfsmann rannsókn-
arnefndar vinna að uppgreftri á fjöldagröf nærri Sipovo í V-Bosníu.
BANDARÍSKA alríkislögregl-
an, FBI, sendi í gær frá sér við-
vörun vegna hættunnar á því að
alþjóðlegir hryðjuverkamenn
geri árásir á bankastofnanir í
nokkrum borgum á austur-
strönd Bandaríkjanna. Segir í
yfirlýsingunni að FBI hafi
heimildir fyrir því að hryðju-
verkamenn hafi lagt á ráðin um
slíkar árásir, en þær væru liður
í tilraunum þeirra til að lama
hagkerfi Bandaríkjanna.
Þetta er önnur viðvörunin
sem FBI sendir frá sér í þess-
ari viku. Fram kom að engar
nánari upplýsingar lægju fyrir
um hvar eða hvenær hryðju-
verkamennirnir hefðu haft hug
á því að láta til skarar skríða.
Sagði í yfirlýsingu FBI að
„talsverðar“ líkur væru á að
hættan væri raunveruleg.
Fyrri viðvörunin byggð
á prakkarastriki
Fyrr í vikunni sendi FBI frá
sér viðvörun til bankastofnana í
höfuðborg Bandaríkjanna,
Washington, en borist höfðu
upplýsingar um að hætta væri
á að þær yrðu fyrir árás hryðju-
verkamanna.
Síðar kom hins vegar á dag-
inn að engin ástæða hafði verið
til að hafa áhyggjur. Hafði við-
vörunin borist í símtali frá Hol-
landi og var þar á ferðinni 13
ára unglingur sem hugðist
skjóta fólki skelk í bringu.
FBI varar
við árásum
á banka-
stofnanir
Washington. AFP.