Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 37

Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 37
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 37 F ORDÓMAR hafa skaðleg áhrif á heilsu og líðan, jafnt þeirra sem þeir beinast gegn og hinna sem bera þá. Það er því þjóðarhagur að okkur takist að vekja sem flesta til vitundar um eðli þeirra og orsakir, hvernig þeir birtast og hvaða afleiðingar þeir hafa. Með átaki þessu viljum við hvetja til virðingar fyrir manneskjunni, hver sem hún er. Karl eða kona, ung eða gömul, fötluð eða ófötluð, án tillits til uppruna, kynhneigðar eða trúar- bragða. Einkunnarorð okkar eru: Að virða allt fólk því að allar manneskjur koma okkur við. Við sýnum fólki virðingu með því að gefa hverjum og einum tæki- færi til að kynna sig sem einstakling og taka honum eða henni með opnum huga án þess að dæma eða skipa þeim í fyrirfram skilgreindan hóp. Enginn er aðeins talsmaður ákveðins hóps. Þegar við dæmum einstaklinga fyrirfram á grundvelli alhæfinga og staðalmynda er um fordóma að ræða. Fordómar eru hættulegir og særandi. Hættan felst í því þegar þeir fara að hafa áhrif á hegðun okkar og leiða til mismununar. Einstaklingur, sem er dæmdur út frá fyrirfram gefnum alhæfingum um tiltekinn hóp, er um leið sviptur möguleikanum á að sýna hver hann eða hún er í raun og veru, sjálfs- myndin brotnar og einangrun og einmanaleiki fylgja í kjölfarið. Fordómar eru því ekki skaðlausar skoðanir, heldur hafa þeir bein áhrif á líf og líðan þeirra sem fyrir þeim verða. Fordómar eru þrálátir og því getur verið erfitt að berjast gegn þeim. En það er von, því fordómar eru hvorki meðfæddir né eðlilegt atferli mannsins. Þeir eru lærðir, en það má líka læra að losna við þá. Mikilvægt er að við tökum þá afstöðu að vera upplýst um fordóma, horfast í augu við þá og ræða eðli þeirra. Með því öðlumst við víðsýni og umburð- arlyndi og skaðleg áhrif fordóma á líf og líðan dvína. Látum vorvindinn feykja burt fordómum og minna á mildan gróandann sem lofar lífið með allri sinni fjölbreytni.  Vitundarvakning Landlæknisembættisins og Geðræktar um fordóma í samstarfi við: Alþjóðahúsið, Félag eldri borgara, Félagsþjónustuna í Reykjavík, Há- skóla Íslands, Heilsueflingu í skólum, Hitt húsið, Rauða kross Íslands, Samtökin ’78, Öryrkjabandalagið og Miðborgarstarf KFUM og K og þjóðkirkjunnar. Heilsan í brennidepli Sleppum fordómum! Sýnum fólki virðingu með því að gefa hverj- um og einum tækifæri til að kynna sig TÁNINGAR eru komnir með hina fullkomnu afsökun fyrir því að sofa frameftir um helgar. Læknar við Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkjunum hafa komist að því að táningar þurfa að sofa lengur um helgar til að vinna upp svefn, sem þeir tapa í vikunni. Niðurstöður þeirra benda einnig til þess að fái unglingar ekki nægan svefn geti það leitt til hegðunarvandamála og verri frammistöðu í skóla en ella. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á árlegum fundi bandarískra taugalækna í Denver í gær og sýndu að unglingar sofa að meðaltali átta og hálfa klukkustund virka daga og níu og hálfa um helg- ar. Rannsóknin náði til svefnvenja 729 unglinga á aldrinum 12 til 17 ára, sem höfðu verið vistaðir á hæli fyrir ungt fólk. Rannsóknin leiddi í ljós að táningar höfðu frekar til- hneigingu til þess en fullorðnir að fara seint að sofa og vakna seint, en þeir sváfu einnig lengur en aðrar rannsóknir hafa bent til. Helming- urinn kvartaði jafnframt undan því að vera þreyttur að deginum og þykir það styðja fyrri niðurstöður um að unglingar geti þjáðst af því að vera vansvefta. Á ráðstefnunni komu fram þær raddir að vissulega væri ástæða til að staldra við þessar niðurstöður, en frekari rannsókna væri þörf. Táningar þurfa mikinn svefn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.