Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 45

Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 45 Bíldshöfða G æ ð i á N e tt o v e rð i. .. 35% ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 35% afsláttur af öllum Nettoline innréttingum í 2 vikur ja vikna tilboð2 NÚ ER LAG! mánudaga–föstudaga kl . 9–18 laugardaga 10–16 sunnudag 21. aprí l k l . 13–16 OPIÐ: Glæsilegar danskar innréttingar Á ÞEIM átta árum sem núverandi meiri- hluti hefur haldið um stjórnartaumana í Reykjavík hefur gríðar- leg uppbygging átt sér stað á mörgum sviðum. Í anda Reykjavíkurlist- ans höfum við fjárfest í framtíðinni og reynt að búa í haginn fyrir fram- tíðina. Gríðarleg upp- bygging hefur átt sér stað í íþrótta- og æsku- lýðsmálum á síðustu átta árum og miklum fjármunum verið varið í uppbyggingu á aðstöðu og almennan rekstur. Þetta er gert vegna þess að við trúum því að það felist ákveðin lífsgæði í fjölbreyttum tækifærum til útivistar, íþrótta og annarrar tómstundaiðkunar. Með breyttu gildismati skiptir frítími fólks æ meira máli og það er mikilvægt að sinna uppbyggingu fyrir fólk í frítím- anum og tryggja góða umgjörð utan um starf íþróttafélaganna í borginni, íþróttahreyfingarinnar og annarra sem sinna barna- og unglingastarfi. Ég mun hér fara yfir það helsta sem gert hefur verið á sviði íþróttamála í borginni og fjalla síðar um uppbygg- ingu á æskulýðssviði í borginni. ÍTR í fararbroddi Íþrótta- og tómstundaráð hefur löngum verið í fararbroddi varðandi ný vinnubrögð hjá Reykjavíkurborg. Við höfum meðal annars farið leið sem við höfum kosið að kalla félaga- væðingu. Rekstur tjaldstæðanna í Laugardal, Gervigrasvallarins, Reið- hallarinnar, Skautahallarinnar og Laugardalsvallar eru nú í höndum þeirra aðila sem næst standa þessum málum. Reykjavíkurborg hefur látið reksturinn eftir félagasamtökum og fyrirtækjum og gegnir ÍTR þar eft- irlits- og aðhaldshlutverki. Enginn efast lengur um að þessar nýjungar hafi skilað góðum árangri. Við höfum séð miklar breytingar eiga sér stað. Mikið uppbyggingarstarf Til marks um það mikla uppbygg- ingarstarf sem átt hefur sér stað á umliðnum árum hefur fjármáladeild Reykjavíkurborgar tekið saman töl- ur sem sýna sambærileg átta ára skeið D-lista og R-lista og eru á sam- bærilegu verðlagi í apríl 2002. Á ára- bilinu 1986 til 1993 varði D-listi 2,7 milljörðum til íþróttaframkvæmda. Þar af fór 1,922 milljarður í fram- kvæmdir á vegum borgarinnar og 786 milljónir í framkvæmdastyrki til íþróttafélaga. Í tíð Reykjavíkurlistans, 1994 til 2002, hefur 4,5 milljörðum verið varið til íþróttaframkvæmda, þar af 2,6 milljörðum í framkvæmdir á vegum borgarinnar og 1,9 milljarði í fram- kvæmdastyrki til íþróttafélaga. Af þessu má sjá að Reykjavíkur- listinn hefur ekki ein- ungis aukið heildarfjár- veitingar til íþrótta- uppbyggingar um 1,8 milljarða, heldur hefur hann aukið hlutfall styrkja til íþróttafélaganna sjálfra. Þannig ráða íþróttafélögin nú meira um framkvæmdirnar sjálf en áður var. Framkvæmdastyrkir til íþrótta- félaganna sjálfra eru tæplega þrisvar sinnum meiri nú en í tíð D-listans. Það gerist í Reykjavík Auðvitað er ekki nóg að setja fram tölur með þessum hætti heldur verða menn að skoða hvað er á bak við þær. Fyrir hvað standa þessir fjármunir? Meðal helstu framkvæmda má nefna viðbyggingu við Laugardalshöll í tengslum við HM 1995, yfirbyggingu skautasvellsins í Laugardal, nýja stúku við Laugardalsvöll, flutning Þróttar í Laugardal og uppbyggingu félagsins þar, nýja og endurgerða Reiðhöll í Víðidal, nýjan golfvöll á Korpúlfsstöðum og gerð félagsað- stöðu GR í einni álmu Korpúlfsstaða. Þá hefur verið byggt íþróttahús KR í Vesturbæ, eimbað í Vesturbæjar- laug, nýjar vatnsrennibrautir í Graf- arvogs- og Breiðholtslaugum og ell- efu nýir sparkvellir hafa litið dagsins ljós, svo dæmi séu tekin. Til viðbótar má nefna þær byggingar sem fram- undan eru í Grafarvogi þar sem opn- að verður nýtt knattspyrnuhús og nýtt yfirbyggt skautasvell í tengslum við íþróttamiðstöð við Víkurveg. Í næstu viku er síðan gert ráð fyrir að taka skóflustungu að 50 metra sund- laug í Laugardal. Þá hafa einnig verið lagðar fram um 200–230 milljónir á ári til að koma upp fullbúnum íþrótta- húsum og annarri aðstöðu hjá íþróttafélögunum á undanförnum ár- um. Auk þessa styrkir Reykjavíkur- borg íþróttafélögin um 320 milljónir alls á ári vegna húsaleigu og æfinga- styrkja í húsum félaganna. Sú ný- breytni var einnig tekin upp á síðasta ári að greiða laun starfsmanna hjá þremur íþróttafélögum sem hafa sýnt fram á gott innra starf með börnum og unglingum. ÍTR hefur gert kröfur um að gerð sé íþróttanámskrá félaga og að þessir starfsmenn séu uppeldis- menntaðir. Þeir sinni einnig sam- þættingu annars æskulýðsstarfs í hverfunum og sjái um að allir þeir sem vinna með börn og unglinga í hverfunum starfi saman. Sumardaginn fyrsta mun Reykja- víkurlistinn kynna sína kosninga- stefnuskrá og í kjölfarið mun ég fara yfir þær áherslur sem við leggjum í málaflokki íþrótta- og æskulýðsmála til næstu ára. Fjárfest í lífsgæðum Steinunn Valdís Óskarsdóttir Reykjavík Gríðarleg uppbygging, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hefur átt sér stað í íþrótta- og æskulýðsmálum á síð- ustu átta árum. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 4. sæti Reykjavíkurlistans.  $())*! ( +              ,''' -''' .''' &''' ''' ' ! "# !"$ /$)01 2() 3)/1//$)01 2() 3)/1/ HAFNFIRÐINGAR hafa stórar áhyggjur af stöðu fjármála bæjar- sjóðs og ekki að ástæðu- lausu. Aldrei áður hefur skuldasöfnun bæjarins verið eins mikil á jafn- skömmum tíma eða nær þreföldun á aðeins einu kjörtímabili. Aldrei áð- ur hefur eyðsla umfram rekstrartekjur verið jafnmikil, eða fjögur þúsund milljónir á að- eins fjórum árum. Aldr- ei hefur það heldur gerst fyrr í sögu Hafn- arfjarðar að rekstrar- tekjur bæjarins duga ekki fyrir rekstrargjöldum og reikn- uðum raunvöxtum. Sú er útkoman samkvæmt ársreikningum fyrir sl. ár og vantar þar heilar 200 milljónir upp á. Þessi staða er hreint út sagt með ólíkindum. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri sem hefur stýrt fjármálum og rekstri bæjarins þessi síðustu fjögur ár, læt- ur sem hann hafi engar áhyggjur. Hann vill gleyma skuldasöfnuninni og umframeyðslunni. Hann hefur fundið lausn þar sem allt á að lagast að sjálfum sér. Draumsýn bæjar- stjórans birtist í grein í Morgun- blaðinu á dögunum þar sem hann segir frá nýrri rammafjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem á að gilda til ársins 2005. Þetta er þriðja rammafjárhagsáætlunin sem bæjarstjóri leggur fyrir bæjarstjórn á liðlega einu ári og sú fimmta eða sjötta frá því hann tók við stjórn bæj- arsins. Það sem er sammerkt öllum þess- um áætlunum meirihlutans er að engin þeirra hefur staðist, ekki ein einasta. Loforð um bót og betrun Bæjarstjórinn er kominn í bullandi vörn og forðast að ræða þá raunveru- legu stöðu sem blasir við í fjármálum bæjarins. Hann forðast að ræða við- skilnað sinn á bæjarsjóði nú í lok kjörtímabilsins. Þess í stað er útbúin enn ein framtíðardraumsýnin með fögrum fyrirheitum sem því miður er ekkert að marka. Þegar allt um þrýt- ur er óskhyggjan ein eftir. Eftir að hafa fengið 0,8 í einkunn fyrir stjórnun fjármála bæjarins, segist bæjarstjóri vera búinn að fá syndakvittun frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Sú sérstaka „syndakvittun“ byggist að vísu ekki á staðreyndum um fjárhagslega af- komu bæjarins og raunverulega fjár- málastjórn, heldur loforðum bæjar- stjóra og meirihluta Sjálfstæðis- flokksins um bót og betrun. Það er reyndar með eindæmum að umrædd eftirlitsnefnd félagsmálaráðuneytis- ins skuli gefa yfirlýsingar um mat sitt á nýjum áætlunum, þegar fyrir ligg- ur að engar af fyrri áætlunum sama meirihluta hafa staðist. Það hljóta að vera klárar niðurstöður um afkomu bæjarsjóðs, nú síðast nýbirtir reikn- ingar fyrir árið 2001 sem taka ber af- stöðu til. Aðrar staðreyndir liggja ekki fyrir. Staðreyndir í stað óskhyggju Hafnfirðingar eru hættir að taka mark á reikningskúnstum bæjar- stjóra og meirihluta Sjálfstæðis- flokksins. Bæjarbúar horfa til stað- reynda en ekki óskhyggju þar sem reikningskúnstin felst í því að ætla að stórauka skatttekjur bæjarsins um- fram rekstrargjöld á sama tíma og leigugreiðslur af einkaframkvæmda- samningum upp á hundruð milljóna á ári bætast við af fullum þunga við nú- verandi rekstrarútgjöld. Nýjasta útgáfan af rammafjár- hagsáætlun bæjar- stjóra sem á að koma í veg fyrir frekari fall- einkunn hans í fjár- málastjórn, byggist á þeim forsendum að skatttekjur eigi að hækka um tugi pró- senta umfram rekstr- argjöld á næstu árum. Það byggist væntan- lega á þeim sömu for- sendum og gerðu ráð fyrir að skuldir bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar yrðu greiddar niður um 160 milljónir á sl. ári, þegar niðurstaða ársreikninga sýna þá döpru útkomu að þvert á móti, þá hækkuðu skuldir bæjarsjóðs um 1.560 milljónir. Þarna munar ekki nema hátt í tvö þúsund milljónum. Tölurnar tala sínu máli Fyrir síðustu kosningar lofaði Magnús Gunnarsson að stöðva skuldasöfnun bæjarsjóðs, en í þess stað hefur hann slegið öll met í skuldasöfnun. Það er fátt auðveldara en að eyða peningum, það vita allir, en það reynir fyrst á kunnáttu og getu í fjármálastjórn, þegar þarf að sýna sérstakt aðhald og framsýni og gæta að hagsmunum þeirra sem eiga sameiginlegan sjóð bæjarbúa. Afkoman bæjarsjóðs síðustu fjög- ur ár liggur fyrir með skýrum hætti. Tölurnar tala sínu máli. Það eru þess- ar tölur og þessi skelfilega afkoma sem bæjarbúar þurfa fyrst og fremst að horfa til, þegar þeir ákveða hverj- um sé treystandi til að halda utan um fjármál bæjarsjóðs. Marklausar áætlanir sem byggjast á tómri ósk- hyggju leysa engan vanda. Bitur reynsla síðustu fjögurra ára talar þar skýrustu máli. Bæjarstjóri í bullandi vörn Lúðvík Geirsson Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar. Hafnarfjörður Það sem er sammerkt öllum fyrri áætlunum meirihlutans, segir Lúð- vík Geirsson, er að eng- in þeirra hefur staðist. Gjafabrjóstahöld Stuðningsbelti og nærfatnaður Þumalína Pósthússtræti og Skólavörðustíg Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.