Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 46

Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 46
UMRÆÐAN 46 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VAXANDI áhrif ensku á ís-lenskt mál voru umræðu-efnið í þessum dálkumfyrir um mánuði. Þau geta að sjálfsögðu birst með ýms- um hætti, til dæmis í slettunum, sem vaða uppi í ræðu og riti, en líka stundum í því, að hugsunin er á ensku þótt orðin séu íslensk. Íslenskan er mjög auðug hvað varðar orð um skyldleika og vensl manna í milli en það, sem hefur far- ið dálítið fyrir brjóstið á skrifara að undanförnu, er að hans mati heldur nýstárleg eða frjálsleg notkun orðanna föður og móður. Nú er það farið að tíðkast, jafnt í ljósvakamiðlum sem prentmiðlum, að tala um, að faðir eða móðir hafi gert hitt eða þetta. Algengt er að sjá fyrirsagnir sem þessar: „Faðir borinn þungum sökum“ eða „Móðir flýði út úr húsi“. Hingað til hefur það verið venjan í íslensku að nota þessi orð og önn- ur líkrar merkingar í réttu sam- hengi. Við tölum um menn og kon- ur og börnin þeirra, föður drengsins og móður stúlkunnar eða son mannsins og dóttur konunnar svo dæmi séu tekin. Líka má tala um föðurinn og soninn og móðurina og dótturina þegar ekki fer á milli mála við hvað er átt. Með hina nýju orðanotkun í huga má hins vegar alveg eins búast við, að brátt verði farið að tala um son föðurins og dóttur móðurinnar. Ekki þarf að leita lengi að fyr- irmynd þessarar orðnotkunar. Hér er enskan komin ljóslifandi og raunar ekki bara hún, því að þessi ósiður er og kannski eins og vænta mátti búinn að leggja undir sig mál- farið í öðrum norrænum fjöl- miðlum. Þessi málvenja er vafalaust kom- in nokkuð til aldurs í ensku og ekki er ólíklegt, að hún sé borin og barn- fædd á fjölmiðlunum. Ætli hér sé ekki upphaflega um að ræða svo- kallað fyrirsagnamál, tilraun blaða- manna til að segja sem mest í sem fæstum orðum. Með því að nefna föður og móður án frekari útskýr- inga er verið að segja, að í fréttinni komi börnin þeirra líka við sögu. Íslenska er þetta ekki og það skilst kannski betur ef notuð eru önnur orð um skyldleika eða vensl á milli manna. Ekki er ólíklegt, að fólk staldraði við og brosti jafnvel í kampinn yfir fyrirsögnum á borð við þessar: „Svili átti fótum sínum fjör að launa“ eða „Frændi forðaði sér á hlaupum“. Þetta er þó alveg sambærilegt við hina nýju notk- un orðanna föð- ur og móður. Í fyrra tilfellinu gæti fréttin ver- ið um það, að tveimur svilum hefði sinnast og í því síðara, að kastast hefði í kekki með frændum. – – – Þeir, sem áhugasamir eru um ís- lenskt mál, fá því miður meira en nóg tækifæri til að hneykslast á meðferð tungunnar. Enskuslettur, þvoglulegur framburður og alls kyns ambögur ganga yfir hlust- endur og lesendur eins og stór- skotahríð alla daga og án nokk- urrar uppstyttu. Það má því segja, að það hafi borið vel í veiði fyrir þann, sem nú á þátt í að finna að málfari annarra, þegar hann heyrði tekið þannig til orða í viðtali í rík- isútvarpinu, að „… stendur ekki á sporði annarra landa“. Til að fá frekari staðfestingu fyr- ir vitleysunni var flett upp í Ís- lensku orðtakasafni Halldórs Hall- dórssonar og þar stendur skýrum stöfum, að það að standa ein- hverjum á sporði merki að „jafnast á við einhvern; láta ekki undan síga fyrir einhverjum“. En viti menn. Þar segir, að orðtakið „að standa á sporði einhvers“ sé líka þekkt. Í því sambandi er vitnað í Fjölni, hvorki meira né minna: „Hann sýn- ist vilja eða ætla að standa á sporði annarra skrifara“. Þetta sýnir að sjálfsögðu, að það er betra að fara varlega. Þótt það liggi oftast nær í augum uppi þegar ranglega er farið með orð eða orð- tök, þá getur stundum verið um að ræða aðra og jafnvel mjög gamla málvenju. Halldór segir annars, að orðtakið sé líklega runnið frá hug- myndum manna um viðureign við dreka. Í fornum ritum segi, að í sporðinum sé „mest afl ormanna“ og því líklega ekki ónýtt að hemja það með því að standa á honum. Skrifari hafði aftur á móti ekki fyrir því að fletta upp „orðtakinu“ „að vera kominn á græna torfu“, sem annar viðmælandi í útvarpinu notaði til marks um velgengni sína. Þar var augljóslega verið að rugla því saman þegar sagt er, að einhver sé á grænni grein og að vera kom- inn undir græna torfu. Hér er nokkur merkingarmunur á eins og flestir vita. – – – Frá því var sagt í fréttum ný- lega, að þágufallssýkin herjaði sem aldrei fyrr á unga nemendur og ef rétt er munað þá liggja um þrír fjórðu þeirra í þessari flensu. Þrátt fyrir það er rétt að reyna að hlúa að sjúklingunum og minna þá á, að það er rétt mál að segja til dæmis mig vantar en ekki mér vantar og mig langar en ekki mér langar. Þessi sögn, að langa, virðist þó hafa gert dálítið víðreist um dag- ana. Í Íslensku hómilíubókinni, sem geymir gamlar stólræður og er með því elsta, sem ritað hefur verið á íslensku, er sögnin alls ekki óper- sónuleg, heldur persónuleg eins og sjá má í þessari tilvitnun um löngu- föstuna: „Því er langafasta sett með margri mæðingu, að vér sjáim að meir við þeim meinum, er aldregi endast, ef vér löngum til að fastan endist.“ Neðanmáls er þetta skýrt með „oss langar“. Alls kyns am- bögur ganga yf- ir hlustendur og lesendur eins og stór- skotahríð svs@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Svein Sigurðsson EINS og mál þjóð- arinnar hafa æxlast síðustu misserin hefði maður ætlað að nokk- ur vitundarvakning og hugarfarsbreyting væri að fæðast meðal vor. Undanfarið hafa hneykslismálin tröll- riðið þjóðarskútunni og barið fótastokkinn. Margir hafa hrópað hátt og hneykslast á eiginhagsmunapoti, græðgi, miskunnar- leysi í garð aldraðra og öryrkja, siðblindu og svínaríi, sem við- gengist hefur í embættis- og stjór- málageiranum, en aðrir varist með sakleysið, frelsið, frumskógarlög- málið og sjálfsbjargarviðleitnina að vopni. Víða hefur frekjan og lítilsvirð- ingin fyrir rétti, frelsi og eigum annarra fengið að leika lausum hala. Þeir sem kjörnir hafa verið til að þjóna fjöldanum og leiða hann til betra lífs og hagsældar halda að þeir hafi verið ráðnir eða kjörnir til að ráða yfir honum með valdboð- um, ruddaskap og skilningsleysi á grundvallarreglum mannlegra samskipta. Án nokkurs tillits til persónufrelsis eða réttar einstak- lingsins og iðulega án sjáanlegs til- efnis breyta þeir leikreglum og reglugerðum (t.d. gjafakvótinn). Nýjar álögur og auknir skattar fæðast nær daglega og oftar en ekki í grímubúningi. Þeim er einatt beint til þeirra sem fyrir höfðu ekki tök á að láta enda ná saman. Hinir fá lækkanir. „Látið þá bara endilega reyna á það fyrir dómstólum,“ segja valdhafarnir. „Samfélagið borgar hvort sem er brúsann ef við töpum.“ En hver hefur efni á að fara í mál sem á ekki graut í skál? Lög samfélagsins, í upphafi ætluð til verndar réttlæti og siðgæði öllum til handa, hafa smátt og smátt fengið ný hlut- verk. Grundvallarlögmál- um er breytt og hæstaréttardómar hártogaðir og sveigðir með falsrök- um, þeim snúið upp í andstæðu sína með útúrsnúningum, orða- gjálfri og bulli, stundum af þeim sömu og kváðu upp dóminn í upp- hafi (t.d. öryrkjadómurinn). Meira að segja er hugtökum velt við eins og steinvölum. Hérna í eina tíð var sá kallaður aumingi, sem réðst á minni máttar eða neytti aflsmunar. Nú virðist sá hinn sami aðeins vera að nota þau völd sem honum ber vegna yfir- burða sinna og forystuhæfni. Nú er sá sem laminn er niður orðinn auminginn og þeir, sem valdið og frelsið hafa, halda áfram að sparka í hann liggjandi og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Skrýtið hvernig hugtök breytast milli kyn- slóða. Aflsmunur er ekki endilega lík- amlegur. Hann liggur hvarvetna í leyni þar sem svokölluð frjáls- hyggja kemur við sögu. Í skjóli fjármagns, ætternis, pólitískra áhrifa og landlægrar stjörnudýrk- unar þykjast menn hafa hreppt frelsi. Þeir sem höndla frelsið eru því miður oft þeir sem ekki kunna með það að fara og hafa ekki hug- mynd um að það endar ávallt þar sem frelsi næsta manns hefst. Það eina sem þeim virðist koma í hug er: „Frelsið það er ég.“ En hver er auminginn? Er það sá sem alltaf fer eftir settum reglum samfélagsins? Er það sá sem greiðir allar álög- ur möglunarlaust og reynir að skrimta fyrir afganginn? Er það sá sem reynir að ríghalda í sálarfriðinn og öðlast innri ró? Er það sá sem trúði þeim full- yrðingum stjórnvalda að ef hann greiddi alltaf í sjúkrasamlagið og til samneyslunnar yrði séð til þess að hann fengi umönnun og mann- sæmandi viðurværi, þegar þróttur dvínaði? Er það sá sem missir atvinnuna og fær hvergi aðra vinnu, þrátt fyr- ir samviskusemi, dugnað og heið- arleika í hvívetna? Er það sá sem missir heilsuna eða sá sem aldrei hlaut hana í vöggugjöf? Er það sá sem misbeitir þeirri aðstöðu sem honum var trúað fyrir, þegar hann var kjörinn eða ráðinn til þjónustu fyrir samfélagið? Er það sá sem stingur almannafé í vasa sinn? Eða er það sá sem í krafti fjár- magns kúgar samferðamanninn til hlýðni og undirgefni? Svari hver fyrir sig. Flestir eru sammála því að heil- brigðisþjónustan er dýr, velferðar- málin eru dýr, skólar og menntun, löggæsla, björgunarmál og slysa- varnir. Allt er þetta dýrt, var dýrt og verður dýrt. Þetta er samt það sem skattborgararnir vilja fyrst og fremst greiða fyrir og veita for- gang umfram aðrar þarfir sam- félagsins. Öðrum málaflokkum vilja þeir því næst forgangsraða á ný eftir mikilvægi og því sem fjármunir og aðstæður í þjóðfélaginu hverju sinni gefa tilefni til. En á öllum þessum sviðum þarf meira aðhald og aukna verkstjórn (karlinn/kerlinguna í brúna). Við höfum þá aðila fyrir. Þeir eru nú þegar ráðnir í þau þjónustuhlut- verk, sem kölluð eru í daglegu tali „ráðamenn“ þjóðarinnar, borgar- innar, sveitarfélagsins o.s.frv. Þessir þjónar þjóðarinnar eru ráðnir eða kosnir til að vera verk- stjórar samfélagsins, koma í veg fyrir sjálftöku gráðugra eiginhags- munapotara og siðblindingja og hlúa að réttlætinu, sanngirninni og almannahagsmunum. En margir eru þjónarnir, sem virðast hafa misskilið hlutverk sitt eða týnt því í glýju og algleymi starfsheitisins. Orð eins og valdhafi, launþegi, yfirmaður, undirmaður, smælingi, ráðherra, litli maðurinn, atvinnu- veitandi og ýmis önnur ættu reyndar að vera á bannlista vegna þess áróðurs sem í þeim er fólginn fyrir hreinar sálir. Það er ekki hægt að ætlast til að fólk, sem hef- ur fæðst og alist upp við svona gagnsæ og hefðbundin orð, geri sér alltaf fulla grein fyrir þeirri hættu sem hugsunarlaus, óheft notkun þeirra býður heim. Heimur okkar er fullur af orðum og hugtökum sem vert er að velta fyrir sér hvernig og við hvaða að- stæður hafa orðið til, hvernig ann- að fólk skilur þau og hvað þau þýða. Heimurinn er líka fullur af fólki sem ekki skilur allt að: Frelsi eins er einfalt mál, sem endar þar sem frelsi hinna hefst, en hvorki veg þess vinna vopn né bál. Nú eru borgar- og sveitar- stjórnakosningar efst á baugi í ís- lensku samfélagi. Þrátt fyrir meðfædda og einlæga andúð mína á hvers konar stjörnu- dýrkun og kannski einmitt vegna hennar, kemur mér í hug mann- vinur og eldhugi, hvers rödd má ekki þagna. Hugsjónamaðurinn og læknirinn Ólafur F. Magnússon er einn þeirra fáu sem ekki hafa fallið í gryfju eiginhagsmunapots og spillingar. Hann hefur sýnt það og sannað svo ekki verður um villst að þora að vera samvisku sinni og sannfæringu trúr, hvað sem á dyn- ur. Ólafur er maður sem hugsar einungis um velferð annarra en aldrei um eigin frama eða vasa. Mér finnst okkur bera skylda til að sjónarmið hans njóti sín áfram í borgarmálunum. Aumingjar og alvörufólk Stefán Aðalsteinsson Stjórnmál Aflsmunur er ekki endi- lega líkamlegur, segir Stefán Helgi Aðal- steinsson. Hann liggur hvarvetna í leyni þar sem svokölluð frjáls- hyggja kemur við sögu. Höfundur er verslunarmaður. Á þemaráðstefnu Norðurlandaráðs um framtíð lýðræðis, sem haldin var í Reykjavík fyrr í vikunni, flutti forseti Íslands athygl- isverða ræðu, sem Morgunblaðið sá ástæðu til að birta í heild sinni. Þar segir Ólafur Ragnar Gríms- son m.a.: „Við þurfum að tryggja öllum óheftan og opinn aðgang að hinum nýju upplýs- ingaveitum, að íbúar allra landshluta, ólíkir aldurshópar og stéttir sitji við sama borð. Upp- lýsingatæknin má ekki verða sér- grein, hvorki kynslóða, menntun- arstigs né tekjuhópa. Það verður að skipuleggja aðganginn að Net- inu á þann hátt að varðveita lýð- ræðislegan jöfnuð líkt og vatns- veitur og hitaveitur voru á fyrri öld lagðar öllum til hagsbóta. Tak- ist okkur að koma upplýsinga- tækninni þannig til skila færir hún okkur fjölmörg tækifæri til að end- urnýja lýðræðiskerfið og styrkja“. Þessi orð forseta Ís- lands eru athygliverð í ljósi þeirrar umræðu, sem orðið hefur um ljósleiðarakerfi Lín- u.Nets. Auðvitað er það hárrétt ábending hjá forseta Íslands, að upplýsingaveita nú- tímans er jafn nauð- synleg og uppbygging vatnsveitna og hita- veitna var á árum áð- ur. Reykjavíkurborg hafði frumkvæði að því að byggja upp veitukerfin í borginni og styrkja þar með innviði Reykja- víkur sem höfuðborgar. Einkaað- ilar höfðu ekki bolmagn til að ráð- ast í slíkar stórframkvæmdir, ekki frekar en einstaklingar í dag hafa bolmagn til að leggja upplýsinga- veitu á höfuðborgarsvæðinu. Það var ekki mikill hagnaður af vatnsveitu, hitaveitu eða raf- magnsveitu í upphafi, enda um langtímaverkefni að ræða, sem skilar hins vegar miklum hagnaði í dag. Sama á við um hina nýju upp- lýsingaveitu Línu.Nets. Hún mun skapa eigendum sínum miklar tekjur innan örfárra ára. Sjálfsagt verða þeir stjórnmálamenn, sem barist hafa gegn framþróun á fjar- skiptasviðinu ekki hátt metnir í framtíðinni frekar en þeir aðilar, sem harðast börðust gegn framþróun í síma-, vatnsveitu-, hitaveitu- og rafmagnsmálum á ár- um áður. Alfreð Þorsteinsson Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og Línu.Nets. Reykjavík Upplýsingaveita nú- tímans, segir Alfreð Þorsteinsson, er jafn nauðsynleg og upp- bygging vatnsveitna og hitaveitna áður. Orð forseta Ís- lands um upp- lýsingaveituna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.