Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 47
ÞEGAR stórt er
spurt verður oft fátt
um svör, en í þessari
grein er farið yfir
rannsóknir og niður-
stöður þeirra Michael
E. Porter og Gary S.
Becker á þjóðum sem
hafa náð einstaklega
langt í vissum at-
vinnugreinum og
hvaða lærdóm við get-
um dregið af því fyrir
íslenskan sjávarútveg.
Þjóðir með sam-
keppnisforskot
Nokkrar þjóðir hafa
náð miklu forskoti á
aðrar í einstökum atvinnugreinum,
t.d. Ítalir í keramik, Japanar í iðn-
aðarvélmennum og Þjóðverjar í
prentvélum.
Það tók þessar þjóðir langan
tíma að byggja upp forskot sitt,
sem að hluta til byggðist á aðgengi
að nauðsynlegum framleiðsluþátt-
um, svo sem hráefni og þekkingu.
Þjóðirnar byggðu upp forskot
sitt með því að leggja áherslu á
það sem þær voru bestar í, en ekki
með því að gera það sama og aðrar
þjóðir höfðu gert.
Það sem er þó sameiginlegt með
þeim öllum er öflug samkeppni á
innanlandsmarkaði, sem einkenn-
ist af leikreglum sem stuðla að ný-
liðun.
Nýliðun
Í löndum þar sem frelsi ríkir í
viðskiptum, eins og í Bandaríkj-
unum, er nýliðun og
þar með endurnýjun
fyrirtækja talin eðli-
leg. Þar er endurnýj-
unin ör, og eru t.d.
85% af 500 stærstu
fyrirtækjum landsins
árið 1960 fallin út af
þeim lista og ný hafa
tekið þeirra sess.
Í Evrópu er mun
erfiðara að stofna fyr-
irtæki, og er endur-
nýjunin þar mun hæg-
ari. Það hefur leitt af
sér verra atvinnu-
ástand, og t.d. á sex
ára tímabili síðastlið-
ins áratugar voru
sköpuð 14 milljón störf í Banda-
ríkjunum meðan engin aukning
varð í Evrópu. Ný fyrirtæki sköp-
uðu 70% af þessum störfum.
Rannsóknir hafa einnig sýnt
fram á tengsl milli nýliðunar og
framleiðniaukningar. Ný fyrirtæki
koma fram með nýjar hugmyndir
og tækni og auka þannig fram-
leiðni og almenna velferð. Gott
dæmi um slíkt fyrirtæki er Sam-
herji, sem stofnað var rétt fyrir
kvótasetningu, en þeir voru frum-
kvöðlar í útgerð frystiskipa.
Trygging árangurs í viðskiptum
með sérleyfum í stað samkeppni
takmarkar þjóðarauð. Það hindrar
nýliðun og þar með framfarir, en
ef þjóðir ætla að halda forustunni
verður nýliðun að vera stöðug.
Með takmörkunum á samkeppni er
verið að dæma iðngrein til hnign-
unar.
Mörg dæmi eru um þetta í al-
þjóðavæðingu liðins áratugar. Al-
þjóðavæðingin hefur einkennst af
minnkandi samkeppnishömlum og
í kjölfar þeirra hefur flestum lönd-
um vegnað betur. Í sumum löndum
hafa framfarir þó orðið litlar, og er
það rakið til öflugra sérréttinda-
hópa sem hafa hindrað breytingar.
Áhrif nýliðunar koma einnig
fram á löngum tíma. Tjón sem tak-
markanir á samkeppni valda getur
því tekið langan tíma að bæta.
Takmarkanir á nýliðun hafa
einnig óbein áhrif. Fullt af fólki
dreymir um að eignast mikinn auð
með því að stofna fyrirtæki. Það
fólk er ekki líklegt til að mennta
sig fyrir atvinnugrein þar sem lítil
tækifæri eru til þess. Sú staðreynd
mun leiða til lægra menntunar-
stigs í útgerð, sem mun hafa mikil
áhrif á samkeppnishæfni hennar.
Stjórnun fiskveiða
Hlutverk ríkisvaldsins á að vera
að setja skýrar leikreglur sem
tryggja framfarir og liggja nú fyr-
ir tveir valkostir: Fyrningarleið og
auðlindagjald.
Með fyrningarleið er aðgangur-
inn að auðlindinni seldur á mark-
aði, en með auðlindagjaldi ákveða
stjórnmálamenn leigu af auðlind-
inni með skattlagningu hagnaðar.
Með fyrningarleið hafa allir jafnan
aðgang að auðlindinni, bæði þeir
sem fyrir eru og nýliðar, en með
auðlindagjaldi njóta þeir sem fyrir
eru ennþá forréttinda og verða ný-
liðar að kaupa þá út til að hefja
starfsemi. Einnig hefur verið sýnt
fram á að skattlagning hagnaðar
minnkar nýliðun. Fyrningarleið
mun því að öðru óbreyttu leiða til
meiri nýliðunar.
Þar sem náttúruaðlindir eru frá
náttúrunnar hendi takmarkaðar er
skynsamlegra fyrir ríkið að skatt-
leggja notkun þeirra frekar en
laun og hagnað. Skattlagning
launa letur menn til vinnu, og
skattlagning hagnaðar letur menn
til hagræðingar. Að þessu tilliti er
auðlindagjald óhagkvæmari leið
þar sem hún eykur skattlagningu
hagnaðar.
Forstjórar Granda og Samherja
hafa í nýlegum blaðaviðtölum lagt
mikla áherslu á stöðugt umhverfi
fyrir útgerð, en það getur auð-
lindagjald ekki skapað. Nýlega
lagði Hæstiréttur blessun sína yfir
núverandi kvótakerfi af því að rík-
ið gæti hvenær sem er breytt út-
hlutun kvóta. Það mun ekki breyt-
ast með auðlindagjaldi, en með
fyrningarleið munu útgerðir kaupa
sér aðgang að auðlindinni til langs
tíma og þannig öðlast lögvarin
réttindi sem ekki verða tekin af
þeim bótalaust.
Íslendingar standa ennþá fram-
arlega í útgerð og ætti það að vera
forgangsverkefni stjórnvalda að
halda þeirri forustu. Nýliðun í
greininni er ein af forsendum fyrir
því, en frá upphafi kvótakerfisins
hefur hún ekki verið fyrir hendi.
Stuðningsmenn sóknarmarks hafa
bent á að ár kvótakerfisins hafi
ekki verið útgerðinni sérstaklega
hagsæl.
Getur verið að skortur á nýjum
mönnum með nýjar hugmyndir sé
þegar farinn að hafa áhrif, og hafi
leitt til verri afkomu?
Fyrir hag þeirrar atvinnugrein-
ar sem við Íslendingar stöndum
hvað fremst í er því skynsamlegt
að taka upp fyrningarleið og fella í
staðinn niður tekjuskatta útgerða
og starfsmanna þeirra.
Hvernig verða Íslending-
ar ríkasta þjóð í heimi?
Guðmundur Örn
Jónsson
Fiskveiðar
Skynsamlegt væri,
segir Guðmundur Örn
Jónsson, að taka upp
fyrningarleið.
Höfundur er verkfræðingur.
Í GREIN sem ég
ritaði í Mbl. 22. apríl
1998 gagnrýndi ég
hugmyndir Kára Stef-
ánssonar, forstöðu-
manns Íslenskrar
Erfðagreiningar (ÍE
deCODE) og félaga
fyrir að draga upp
alltof einfalda mynd
og ranga af erfða-
rannsóknum og nota-
gildi þeirra varðandi
lyfjaframleiðslu
byggða á erfðafræði-
legum niðurstöðum.
Allt það sem ég varaði
við þá hefur ræst. Það
stendur sem sagt var,
að algengir sjúkdómar eru fjöl-
gena, hvert gen hefur lítil áhrif og
umhverfisáhrif eru augljóslega
umtalsverð.
Niðurstöður ÍE hafa flestar ver-
ið birtar í formi yfirlýsinga, sem
ekki er hægt að sannprófa. Til-
kynningarnar fjalla flestar um
ákveðin litningasvæði sem kannski
tengjast umræddum sjúkdómi. Til
áherslu á tilkynningarnar voru
læknar látnir vitna í sjónvarpi um
ágætið líkt og þekkist í sértrúar-
söfnuðum. Fjölmiðlamenn bæta
svo um betur og setja samasem
merki milli litningasvæðis og gens
og allur þingheimur fagnar. Þær
greinar sem birst hafa frá fyr-
irtækinu sýna ákveðið útslag (Lod-
score, kallað Loddaraskor hér á
landi), sem á að sýna á hvaða litn-
ingasvæði væntanlegt meingen sé.
Þessi aðferðafræði hefur mjög ver-
ið gagnrýnd að undanförnu.
Í nóvemberhefti vísindatímarits-
ins: American Journal of Human
Genetics er yfirlitsgrein sem ber
heitið: „Genomewide Scans of
Complex Human Diseases: True
Linkage Is Hard to Find“.
(Genaskimun á margbrotnum
sjúkdómum manna:
Erfitt að staðfesta
tengsl). Þarna er
skoðuð 101 grein sem
birst hafa og þessari
aðferð verið beitt.
Sem sagt: Erfitt að
finna afgerandi tengsl
við sjúkdóma. Niður-
stöður ÍE byggjast á
þessari aðferð. Sé
þetta haft í huga þá
eru þessar niðurstöð-
ur magrar og langt í
land að greina öll þau
gen og afurðir þeirra
er koma við sögu í al-
gengum sjúkdómum.
Á þessu á að byggja
hugsanlegar lyfjarannsóknir.
Að höggva tvisvar í sama kné-
runn.
Fyrst var höggvið í knérunn rík-
isins er deCODE var veittur
„byggðastyrkur“ í formi hluta-
bréfakaupa ríkisbankanna o.fl. að
upphæð 6 milljarða króna, hefur
Kristinn H. Gunnarsson alþm.
skýrt frá þessu. Nú er höggvið í
annað sinn og beðið um 20 millj-
arða ríkisábyrgð.
Um þetta er fjallað í Frétta-
blaðinu 5. apríl sl. og segir þar
meðal annars:
„deCODE vill sjálft fjármagna
þessa uppbyggingu. Það vill ekki
ganga til samstarfs við lyfjafyr-
irtæki eins og Hoffman laRoche. Í
slíkum samningum myndi sam-
starfsfyrirtækið taka of mikið af
hagnaði vegna lyfjasölunnar, sem
er eigendum deCODE ekki þókn-
anlegt. Hagnaður af lyfjaþróuninni
væri það mikill.“ Síðar í sömu
grein: „Þróun lyfja, sem byggð eru
á erfðarannsóknum, hefur ekki
hafist í heiminum ennþá.“
Þá hefur deCODE og lýst því
yfir að fáist ekki ríkisábyrgð þá
verði þetta lyfjaþróunarfyrirtæki
ekki reist á Íslandi. Gengur dæmið
í rauninni upp þrátt fyrir þessa
fyrirgreiðslu?
Hver er framtíðin?
Það er augljóst af ofan sögðu að
Hoffman laRoche hefur misst
áhugann, sem sést m.a. á minni
greiðslum til ÍE. Hvaðan koma
tekjurnar þá? Hagnaðurinn á að
koma af lyfjaþróun og það sem
meira er hún á að byggjast á
erfðarannsóknum og það hefur
aldrei verið gert fyrr að sögn de-
CODE. Og þær erfðafræðiniður-
stöður sem byggja skal á eru
magrar eins og fyrr getur.
Lyfjaþróun er dýr og tekur langan
tíma, árangur með öllu óviss sér-
staklega ef byggt skal á sandi eins
og hér virðist eiga að gera. Eina
ferðina enn er ríkisstjórn Íslands
og þingmenn blekkt með fagurgala
um mikinn hagnað. Það er hins
vegar mat höfundar að þetta
lyfjaþróunarfyrirtæki verði aldrei
til í alvöru, heldur sé hér um sjón-
arspil að ræða. Mér þykir líklegt
að þau lán sem ríkið ábyrgist verði
notuð til að framlengja líf de-
CODE í 2–3 ár. Þegar 20 milljarð-
arnir eru búnir, hvað þá? Á þá að
setja deCODE á ríkisjötuna beint?
Spyr sá sem ekki veit, en hitt veit
ég að það verða gæfulitlir menn
sem samþykkja þessa ábyrgð, sem
lenda mun á börnum okkar.
deCODE heggur tvisv-
ar í sama knérunn
Alfreð
Árnason
ÍE
Þegar 20 milljarðarnir
eru búnir, segir Alfreð
Árnason, hvað þá?
Höfundur er erfðafræðingur.
Reykjavíkurborg er
einstaklega vel sett
sveitarfélag þegar
menn líta á framtíð-
arland til íbúðarbygg-
inga og atvinnuhús-
næðis. Í tíð
Reykjavíkurlistans
hefur borgarlandið
stækkað gífurlega.
Þar með hefur verið
tryggt nægt bygging-
arland handa borg-
arbúum á næstu ára-
tugum. Þessum lóðum
verður síðan úthlutað
jafnt og þétt á næstu
árum. Um er að ræða
lóðir fyrir 470 íbúðir í
Grafarholti sem geta orðið tilbúnar
á þessu ári, lóðir fyrir 300 íbúðir í
Gufunesi og síðast en ekki síst eru
lóðir fyrir 1.100 íbúðir í Norðlinga-
holti. Samningur Reykjavíkur-
borgar við Mosfellsbæ um land í
Suðurhlíðum Úlfarsfells tryggir
enn meira byggingarland fyrir
borgarbúa á þessum fallega stað.
Auk þessa er töluvert óbyggt í
Bryggjuhverfi og í Kirkjutúni.
Einnig er verið að byggja vestast í
Sólvallagötu og verið að byrja á
200 íbúðum í Skuggahverfinu. Þeg-
ar litið er til lóða fyrir atvinnu-
húsnæði er einnig mikið framboð.
Þar mætti nefna Hádegismóa, lóð-
ir í Norðlingaholti og meðfram
Suðurlandsvegi, þéttingarsvæði
eins og Borgartún, lóðir í nágrenni
Landspítala og lóðir fyrir fyrirtæki
í þekkingariðnaði í Vatnsmýrinni.
Skynsemi í lóðaúthlutun
En hvaða áhrif myndi það hafa
ef Reykjavíkurborg myndi setja
allar þessar lóðir í úthlutun á sama
tíma? Það myndi koma í veg fyrir
að af þéttingu byggðar yrði, sem
er eitt af stefnumálum Reykjavík-
urlistans. Ekki myndu menn
kaupa gamlar byggingar í eldri
hverfum til niðurrifs og byggja þar
ný hús á meðan hægt væri að fá
niðurgreiddar lóðir í úthverfunum.
Einnig verður að hafa í huga, að
það eitt að bjóða fram
lóðir er ekki nóg. Það
verður að tryggja íbú-
unum þjónustu á
sama tíma. Það kallar,
auk kostnaðar við
gatnagerð og fleira, á
kostnað við nýja skóla
og leikskóla og ótal
aðra þætti. Það er
metnaður R-listans að
tryggja borgarbúum
þjónustu í nýjum
hverfum borgarinnar.
Reykjavík
er höfuðborg
Önnur sveitarfélög
á höfuðborgarsvæðinu
hafa nú þegar að mestu leyti nýtt
möguleg byggingalönd í landi sínu.
Það er ekki metnaðarmál Reykja-
víkurborgar að undirbjóða ná-
grannasveitarfélögin til skemmri
tíma í lóðaverði. Reykjavík er höf-
uðborg alls landsins og þolir það
vel að önnur sveitarfélög, jafnt á
landsbyggðinni og hér á höfuð-
borgarsvæðinu, vaxi og dafni innan
sinna landamarka. Nágrannasveit-
arfélögin njóta nálægðarinnar við
Reykjavík. Markmið Reykjavíkur
er ekki að vera í samkeppni við ná-
grannasveitarfélögin heldur í sam-
keppni við borgir annarra landa.
Lóðir í Reykjavík
Anna
Kristinsdóttir
Höfundur skipar 5. sæti á lista
Reykjavíkurlistans.
Reykjavík
Markmið Reykjavíkur
er ekki að vera í sam-
keppni við nágranna-
sveitarfélögin, segir
Anna Kristinsdóttir,
heldur í samkeppni við
borgir annarra landa.