Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 49

Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 49
beygjast út og niður, en þrjú eru mjó og upprétt. Þessi breiðu blómblöð eru eins og lending- arpallur fyrir skordýrin sem frjóvga blómin, innri hluti blað- anna er líka skrautlega litur í gagnstæðum litum, eins og mál- aðar rendur á flugbraut, sem beina fluginu í rétta átt, að frjói og frævu. Blómin eru stór, 5–7 cm í þvermál, en blóm- leggur litlu írisanna aðeins um 10 cm, laufið líkist mest grasstráum, með örlítið blágrænum blæ. Íris vex villtur í kaldtempraða belt- inu á norðurhveli jarðar og litlu vor- blómstrandi írisarn- ir eru flestir upp- runnir í fjalla- héruðum landanna umhverfis Miðjarð- arhaf eða í Litlu- Asíu. Nafnið íris er úr grísku goðafræðinni og falleg saga býr að baki. Orðið mun þýða regnbogi. En Íris var líka ein af gyðjunum, þjónustumey Heru, konu Seifs. Að boði Heru renndi hún sér niður regnbogann til deyjandi kvenna og skar á þráðinn, sem tengdi sálina við líkamann og flutti síðan sálina til dánarheima. Hér á landi eru einkum rækt- aðar tvær tegundir af smáírisum, Iris reticulata – voríris, er ætt- aður frá Kákasus, Suður-Rúss- landi og Norður-Íran. Af voríris eru til mörg litaafbrigði, allt frá nær hvítu yfir í dökkblátt og jafnvel purpurablátt. Garðyrkju- félagið hefur lengi verið með vor- íris á haustlaukalista sínum, meira að segja allmörg afbrigði, svo sem cantab, sem er ljósblátt með gulum flikrum, Harmony og Joyce sem eru himinblá og Wentworth sem er fjólublátt. Tyrkjaíris – Iris danfordiae vex villtur í Tyrklandi. Hann ber fag- urlega gul blóm og blómblöðin eru ívið breiðari en á voríris. Það er borin von að tyrkjaíris blómstri aftur að ári, hann þarf töluverðan sumarhita til að þroska nýja lauka til að annast framhaldslífið. Hjá mér hefur voríris hins vegar verið fjölær en fjölgar sér hægt, og hann þarf góðan stað, hlýjan og vel fram- ræstan til að svo megi verða og auðvitað þarf að leyfa laufinu að vaxa eftir að blómið er fölnað til að nýr laukur myndist. Hvað um það, þessir dásamlega fallegu litlu írisar eru vel þess virði að nýir laukar séu settir niður á hverju hausti og þeir launa vel fyrir þá litlu fyrirhöfn. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 49 ✝ Húnbogi Þorkels-son (Bogi í Sand- prýði) fæddist í Vest- mannaeyjum 7. janúar 1916. Hann lést á Heilbrigðis- stofnuninni í Vest- mannaeyjum 9. apríl 2002. Foreldrar Boga voru hjónin Þorkell Þórðarson, f. í Orm- skoti í Fljótshlíð 7. desember 1872, d. í Vestmannaeyjum 14. júní 1945, og Guð- björg Jónsdóttir, f. í Tungu í Fljótshlíð 3. júlí 1884, d. í Vestmannaeyjum 10. desember 1952. Hinn 12. apríl 1941 kvæntist Bogi eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Svanlaugu Andersen, f. í Vestmannaeyjum 2. mars 1921. Börn Boga og Guðrúnar eru 1) Jóhann Peter Andersen, maki Erla Adólfsdóttir. Eiga þau tvo syni og tvö barnabörn; 2) Þorkell Hún- bogason, sambýliskona Ingunn El- ín Hróbjartsdóttir. Á hann þrjú börn og tvö barnabörn; 3) Valur Andersen, maki Ingibjörg F. Bern- ódusdóttir. Eiga þau tvo syni; 4) Eva Andersen, maki Sigurður G. Sigurjónsson. Eiga þau tvo syni og þrjú barnabörn; 5) Bogi Andersen, maki Hilda Klara Þórisdóttir. Eiga þau þrjú börn; 6) Gunnar Ander- sen, maki Elísabet Ruth Guð- mundsdóttir. Á hann fjögur börn; 7) Arnar Andersen, sambýliskona Ragn- heiður H. Sigurkarls- dóttir. Eiga þau þrjá syni. Bogi ólst upp í Sandprýði. Hann lauk Barnaskóla Vestmannaeyja árið 1930, tók þar minna mótorvélstjórapóf 1938, lauk námi í Iðn- skóla Vestmannaeyja 1956 og sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðj- unni Magna 1959, meistararéttindi 1962. Hann var vélstjóri á ýmsum bátum 1938–47, vann í Vélsmiðj- unni Magna 1947–59 og var iðnað- armaður í Fiskimjölsverksmiðju Vestmannaeyja frá 1959–93. Bogi var virkur í íþróttum á sín- um yngri árum og varð m.a. Glímukóngur Vestmannaeyja. Bogi starfaði mikið með Íþrótta- félaginu Þór í Vestmannaeyjum og sat einnig í knattspyrnuráði ÍBV. Fyrir störf sín í þágu íþrótta- mála hlaut hann Gullmerki Þórs, Gullmerki ÍBV, Gullkross ÍBV, Silfurmerki og Gullmerki KSÍ og Gullmerki ÍSÍ. Bogi var virkur í Sveinafélagi Járniðnaðarmanna í Vestmanna- eyjum og sat m.a. í stjórn árin 1971–75. Útför Boga í Sandprýði verður gerð frá Landakirku í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér En geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel – við hverja hugsun sem hvarflar til þín (Hrafn Andrés Harðarson.) Mig langar til að minnast tengda- föður míns, Boga í Sandprýði. Það eru orðin 20 ár síðan við hittumst fyrst. Mér fannst Bogi alltaf svo fallegur maður, brosið hans hlýja og góðlegu augun áttu ekki síst þátt í því. Sumir verða góðir þegar þeir deyja en þú varst góður meðan þú lifðir, með hjarta úr gulli. Bogi minn, ég vil þakka þér fyrir allt. Margar ferðir komstu upp á flug- völl til að hjálpa mér, við fengum okk- ur morgunkaffið saman, spjölluðum og hlógum. Seinna þegar ég kom í Blómabúðina í Bárugötunni rétt hjá Sandprýði var stutt á milli okkar. Þú komst oft og Gunna líka enda voruð þið Gunna einstök hjón, alltaf saman og alltaf nefnd í sama orði, Gunna og Bogi. Það var gott að koma til ykkar, hlýjan frá ykkur yljaði mér oft. Þakka þér fyrir samferðina, Bogi minn, við sjáumst síðar. Elsku Gunna mín, missir þinn er mikill. Megi algóð- ur guð styrkja þig Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Inga. „Sannleikurinn er ekki í bókum og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum sem hafa gott hjartalag.“ Þessi orð Halldórs Laxness koma upp í hugann þegar ég hugsa til hans afa míns. Svo hlýr og brosandi, svo sann- ur og trúr með strákslega glettni í svipnum. Hann hafði einstakt lag á að sjá björtu hliðarnar á tilverunni og hafði hæfileika til þess að lita um- hverfi sitt birtu og glaðværð. Afi og amma voru ætíð mjög náin og ég á erfitt með að greina þau hvort frá öðru. Milli þeirra ríkti fágæt ást- úð, sem fannst afar vel og var sýnileg öllum sem í návist þeirra voru og ein- kenndist af gagnkvæmri virðingu og hlýju. Hann afi minn var glæsimenni, fjallagarpur og dugnaðarforkur. Hann var sannur Eyjamaður, mótað- ur af ágengri austanáttinni, síkvikri öldunni og einstakri náttúrufegurð Eyjanna. Hann hafði yndi af því að ferðast og höfðu þau afi og amma ferðast mikið innanlands en einnig oft lagt land undir fót og farið víða um lönd. Það var unun að heyra hann segja ferða- sögurnar af lipurri frásagnargáfu, hæfilega kryddaðar með dillandi hlát- urgusum, en einkum af tilfinningu og hárfínu næmi fyrir landi og lýð. Það vorar í Eyjum, farfuglarnir koma til landsins hver af öðrum, það lifnar yfir björgum og bráðum verður hann Heimaklettur grænn aftur. Hann afi minn fær ekki að líta dýrðina þetta vorið. Hann hefur tekist á hend- ur ferð til annarra heima. Ég trúi að hann nái landi á góðum stað, sem ætl- aður er góðum mönnum. Elsku amma mín, megi góður Guð styrkja þig í sorginni og sefa sökn- uðinn. Elsku afi minn, þakklæti er minn- ing hjartans. Guðrún Elísa Þorkelsdóttir. Í síðustu viku barst okkur hjónum sú frétt hingað til Kaupmannahafnar að föðurbróðir minn, Húnbogi Þor- kelsson frá Sandprýði í Vestmanna- eyjum, væri látinn. Ekki kom fregnin okkur á óvart, því Bogi, eins og hann var jafnan kallaður, var alvarlega veikur síðustu daga eftir þeim frétt- um sem við fengum af honum frá fjöl- skyldu minni í Vestmannaeyjum. Það var fyrir um það bil hálfu ári að ég kom síðast að Sandprýði þar sem þau hjón, Gunna og Bogi, bjuggu næstum öll sín búskaparár, og hann nær alla ævi, til að kveðja þau áður en við flyttumst til Danmerkur. Við spjölluðum margt, ekki síst um vel heppnað ættarmót sem haldið var sl. vor. Þar var Bogi aldursforseti en auðvitað manna hressastur og vissi betur en við hin yngri um öll skyld- menni okkar, hver var sonur hvers, hver átti hvaða barnabarn og svo framvegis. Það lýsir Boga best að á allar okkar uppákomur á ættar- mótinu var hann mættur fyrstur og ætlaði ekki að missa úr eina mínútu. Eins og ævinlega var Gunna við hlið hans, hún fylgdi honum hvert sem hann fór og hann henni. Það var há- punktur mótsins þegar þau systkinin, Bogi og Alla systir hans á Felli, ald- ursforsetar og þau einu sem á lífi eru af börnum Þorkels Þórðarsonar og Guðbjargar Jónsdóttur frá Sand- prýði, hófu dans ásamt mökum sín- um, Gunnu og Magga, með sérstak- lega skemmtilegum töktum í Sæsavalsinum („Er kvöldskuggar læðast …“). Og máttu margir öfunda þau fyrir hvað þau dönsuðu vel. Gunna og Bogi voru sérstaklega samrýnd hjón, okkur fannst aðdáðun- arvert að sjá hvað þau nutu lífsins saman. Ekki fór maður á lundaball, eða aðrar hefðbundnar skemmtanir í Eyjum, öðruvísi en að hitta þau, Boga og Gunnu, og alltaf skein ánægjan úr andlitinu. Unga fólkið flykktist að þeim og þótti gott að vera í návist þeirra. Og ekki má gleyma heimsókn- unum í þjóðhátíðartjaldið á laugar- dagseftirmiðdeginum þegar þær mæðgurnar, Eva og Gunna, sáum um kaffið og hann frændi minn um spjall- ið. Ég sé hann fyrir mér lygna aftur augunum og halla sér örlítið aftur á bak til að leggja áherslu á mál sitt, og smákrydda sögurnar til að gera þær aðeins meira krassandi. Og svo rak hann upp þennan einstæða hlátur. Ég verð að láta aðra um að rekja lífshlaup elskulegs frænda míns, íþróttaferil hans og félagsmálastörf sem hann sinnti frá ungum aldri. Þau voru ófá handtökin og skrefin hans fyrir íþróttahreyfinguna í Eyjum. Okkur hjónin tekur það sárt að geta ekki fylgt Boga síðasta spölinn en við sendum kveðju frá Höfn. Elsku Gunna og systkinin í Sand- prýði, Guð styrki ykkur. Góða minn- ingu um góðan mann munum við geyma í hjarta okkar. Þuríður Bernódusdóttir og Gísli Erlingsson. Í dag kveð ég frænda minn, Boga frá Sandprýði, bróður hennar mömmu. Ég á margar góðar og skemmti- legar minningar tengdar Boga, Gunnu og fjölskyldu, þó sérstaklega frá bernsku- og unglingsárum þar sem ég ólst upp á Felli, húsinu við hliðina á Sandprýði. Hér fyrr á árum brá oft fyrir glettnisglampa í augum Boga þegar hann færði auðtrúa frænku sinni fréttir af hinu og þessu (reyndar sára- saklausar) og víðsfjarri sannleikan- um. Nú seinni árin átti ég einnig ljúfar samverustundir með Boga og Gunnu, og það hefur einnig ungur sonur minn, Daði Steinn, átt. Á tímabili fór hann nánast á hverj- um morgni frá Felli, húsi ömmu sinn- ar og afa, og út í Sandprýði með Morgunblaðið í skiptum fyrir Dag- blaðið, og var þá yfirleitt einhverju gaukað í lítinn lófa og stundum fylgdi smástopp og spjall með. Elsku frændi. Það yljar mér á kveðjustund að eiga minninguna um þig á ættarmóti Sandprýðisættarinn- ar sl. vor þegar þú sæll og glaður ásamt Öllu systur þinni og Magga mági sveifst í dansinn við Sæsavals- inn með hana Gunnu þína í örmum þínum. Blessuð sé minning Húnboga Þor- kelssonar, dugnaður og hjálpsemi voru honum í blóð borin, hvort sem var við vinnustörf eða á heimili sínu. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Elsku Gunna, innilegar samúðar- kveðjur til þín og fjölskyldu þinnar. Hafdís Magnúsdóttir. HÚNBOGI ÞORKELSSON ÁGÆTI lesandi. Nú er vor í lofti, loftið ómar af fuglasöng, á næsta hlýja sólardegi fara röndóttu vin- konur garðeigendanna að teygja úr vængjunum, rigningin sem bylur á glugganum er bara gróðrarskúr, sólin bíður bak við skýin til að vekja gróðurinn til lífsins. Boðberar vorsins í garð- inum eru líka marg- ir hverjir farnir að teygja sig upp úr moldinni. Þær plöntur sem blómstra hvað fyrst eru flestar í hópi laukplantna, sem er samheiti fyrir plöntur, sem er fjölgað með laukum, rótarhnýðum eða jarðstöngulbútum. Þær sem blómstra fyrst á vorin köllum við haustlauka, en þær sem blómstra um mitt sumar eru margar hverjar í hópi vorlauka. Þetta er nú dálítið kjánalegt en hefur auðvitað sína skýringu. Haust- laukarnir eru settir niður á haustin og þeir þola vetrarfrostin bærilega og blómstra svo eld- snemma á vorin en vorlaukarnir þola ekki vetrarfrost. Þeim er flestum komið til inni snemma vors og svo settir út í garð þegar öll frosthætta er liðin. Nú þegar skarta margir garð- ar litfögrum blómabreiðum. Kró- kusarnir, rauðbláir, dökkbláir, fölbláir, hvítir, gulir, já jafnvel tvílitir eins og margir villikrókus- ar, sem hafa dekkri lit utan á blómblöðunum og ljósari inni í, eru búnir að gleðja okkur um hríð. Til að geta notið sem lengst blómgunar þessara litlu vina er skemmtilegt að hafa þá á ólíkum stöðum í garðinum, þar sem sól- ar og yls nýtur missnemma. Vetrargosarnir hvítu með fín- gerðar, drjúpandi blómklukkur skarta líka sínu fegursta svo ekki sé talað um vorboðann, sem er eins og sólskinsblettur, sé hann á góðum stað í garðinum. Þó er ein tegund þessara litlu, vorblómstrandi laukjurta sem mér finnst alltof lítill sómi vera sýndur, en það er íris, þetta ótrúlega fallega blóm. Okkur finnst líklega flestum að íris sé meðal þeirra blóma sem við kaupum fyrst og fremst í blómabúðum og fyrir nokkrum áratugum var íris mjög algengur, en vinsældirnar hafa dálítið minnkað, þar sem blómin standa ekki mjög lengi. Íris tilheyrir sverðliljuættinni eins og krókusarnir, en ekki er nú unnt að sjá skyldleikann á blómlögunni. Írisblómin eru auð- þekkt, blómblöðin eru sex, þrjú ytri eru tiltölulega breið og Voríris – Iris reticulata „Harmony“. VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 468. þáttur ÍRIS – Boðberi vorsins S. Hj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.