Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 50
MINNINGAR
50 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Páll Oddssonfæddist í Stykkis-
hólmi 16. september
1922. Hann andaðist
í St. Fransiskus-
sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 9. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Kristín
Jóhannsdóttir, hús-
móðir í Stykkis-
hólmi, f. 29. október
1888, d. 26. júní
1963, og Oddur
Böðvar Sigurðsson,
verkamaður í Stykk-
ishólmi, f. 21. desem-
ber 1892, d. 21. júní 1978.
Hinn 26. október 1946 kvæntist
Páll Sæmundu Þorvaldsdóttur
húsmóður, f. 16. júlí 1926, d. 25.
nóvember 1986. Foreldrar henn-
ar voru Sesselja Kristjánsdóttir,
húsmóðir í Stykkishólmi, f. 20.
desember 1900, d. 18. júní 1972,
og Þorvaldur Þorleifsson, sjó-
maður og bóndi, f. 24. júlí 1898, d.
16. maí 1938.
Börn Páls og Sæmundu eru: 1)
Áslaug Kristín Pálsdóttir, f. 12.
febrúar 1946, gift Ólafi Sigurði
Gústafssyni, f. 5. febrúar 1944, d.
6. september 1998, barn þeirra er
Ágústa Guðrún Ólafsdóttir, f. 20.
júní 1983 – dóttir Ágústu er
Kristín Guðrún Egilsdóttir, f. 18.
september 2001; 2) Sesselja Páls-
dóttir, f. 14. febrúar 1948, gift
Þorbergi Bæringssyni, f. 26. nóv-
ember 1943, þeirra börn: a) Krist-
ín Jóhanna Þorbergsdóttir, f. 29.
ágúst 1967, b)Páll Vignir Þor-
bergsson, f. 12. febrúar 1969,
kvæntur Steinunni Ingibjörgu
Magnúsdóttur, f. 9.
september 1970,
þeirra börn eru
Sesselja Gróa Páls-
dóttir, Andrea
Kristín Pálsdóttir og
Vignir Steinn Páls-
son, c) Sæþór Heiðar
Þorbergsson, f. 11.
janúar 1971, kvænt-
ur Steinunni Helga-
dóttur, f. 13. júlí
1971, þeirra börn
eru Þorbergur Helgi
Sæþórsson og Aníta
Rún Sæþórsdóttir,
d) Berglind Lilja
Þorbergsdóttir, f. 24. september
1980; 3) Ásgerður Ágústa Páls-
dóttir, f. 7. febrúar 1950; 4) Böðv-
ar Pálsson, f. 13. júlí 1955, d. 10.
febrúar 1985, kvæntur Rósu Mar-
inósdóttur, f. 10. desember 1955,
þeirra börn: a) Oddný Eva Böðv-
arsdóttir, f. 24. apríl 1978, í sam-
búð með Stefáni Ólafssyni, f. 31.
maí 1978, b) Særún Ósk Böðvars-
dóttir, f. 26. janúar 1983. Seinni
maður Rósu er Kristján Andrés-
son, f. 6. apríl 1957 þeirra börn
eru Aðalheiður Kristjánsdóttir og
Andrés Kristjánsson; 5) Þorvald-
ur Ársæll Pálsson, f. 12. júlí 1963,
unnusta Sarah Jane Allard, f. 21.
janúar 1961.
Páll ólst upp í Stykkishólmi.
Þar starfaði hann við ýmis verka-
mannastörf, svo sem vegavinnu-
störf og beitningar, en lengst af
starfaði Páll hjá Hraðfrystihúsi
Sigurðar Ágústssonar hf.
Útför Páls fer fram frá Stykk-
ishólmskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku pabbi. Þegar ég sit hérna í
gamla húsinu þínu í dalnum, Hlíðar-
enda, sem þú ólst upp í og þar sem þú
og mamma óluð okkur systkinin upp
koma upp í hugann ótal minningar
um yndislega tíma. Það voru mikil
forréttindi að eiga foreldra eins og
ykkur sem á sínum tíma ákváðuð að
hefja búskap í sama húsi og Kristín
amma og Oddur afi. Herbergin voru
ekki mörg eða stór en hjartarýmið og
kærleikurinn þeim mun meiri. Þið
mamma veittuð okkur systkinunum
yndislega æsku og uppvaxtarár sem
aldrei verður fullþakkað. Ég minnist
þess hvað þú varst handlaginn, pabbi
minn. Þau voru ófá handtökin sem þú
og mamma áttuð við að undirbúa jóla-
gjafir fyrir okkur systurnar – ekki af
verri endanum – heilu dúkkusófasett-
in, bólstruð með ekta efni og dúkk-
urúmin sem þú smíðaðir fyrir okkur,
eða útskurðurinn sem til er eftir þig.
Það var nánast alltaf glatt á hjalla,
oftar en ekki tekið lagið og oftast
raddað og ótal texta og lög lærðum
við á þessum árum sem ekki gleym-
ast.
Þú varst sá allra mesti dýravinur
sem ég hef kynnst – þú kenndir okkur
að umgangast dýrin af virðingu. Það
var alltaf mikill spenningur á vorin
þegar farið var með kindurnar upp á
fjall og aldrei var farið af staðnum
fyrr en allar kindurnar voru búnar að
lemba sig. Svo kom haustið með rétt-
um og öðrum skemmtilegheitum. Það
eru ekki allir sem geta ímyndað sér
hvernig umhorfs var við Silfurgötuna
þegar við krakkarnir vorum að alast
upp – flestöll hús höfðu nöfn, svo sem
Hlíðarendi, Hlíð, Akrar, Grund og
Jónshús, svo fátt eitt sé nefnt.
En svo kom að því að við fórum að
heiman krakkarnir en alltaf var tekið
á móti manni eins og höfðingjar væru
á ferð. Upp í hugann koma ótal
skemmtileg atvik sem við áttum sam-
an – manstu pabbi sumarið sem við
fórum í heimsókn vestur á Flateyri til
Þovaldar og Söru? Við Kristín urðum
þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að
ferðast með þér vestur. Í þessari ferð
kom í ljós hve mikla virðingu þú barst
fyrir náttúrunni. Alls staðar sástu það
fallega í náttúrunni og undrun þín var
mikil yfir öllum gróðrinum. Oft
heyrðist: „Stelpur, lítið þið nú bara á –
allur þessi gróður og alla leið upp á
fjallstoppa.“ Síðan var stoppað af og
til til að reykja einn vindil eða svo,
hlæja og gera að gamni sínu.
Svona varstu alltaf – stutt í gleðina.
En sorgin barði að dyrum bæði þegar
Böðvar bróðir lést um aldur fram og
þegar mamma dó svo skyndilega
rúmu ári seinna, en þú barst sorgina í
hljóði.
Síðustu árin þegar heilsan var farin
að gefa sig varð ég þeirrar ánægju að-
njótandi að dvelja hjá þér eins oft og
ég gat og minningarnar um þann tíma
geymi ég í minningasjóði. „Allt er
nærri, en í hendi neitt. Allt er mönn-
um hér að láni veitt. Innan skamms
það verður burtu tekið,“ eins og segir
í litlu ljóði. Satt er það, okkur ber að
skila því sem okkur er veitt að láni og
nú er komið að okkur að skila þér til
æðri heima.
En eitt er víst að þú hefur fengið
glæsilegar móttökur á nýju tilveru-
stigi og öll fjölskyldan sem farin er
hefur tekið á móti þér og leitt þig yfir
þröskuldinn að nýjum heimi.
Enginn í fjölskyldunni á eins mikl-
ar þakkir skildar og Sesselja og Berg-
ur fyrir alla þá umönnun og allan
þann tíma sem þau gáfu þér og fyrir
það ber svo sannarlega að þakka.
Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú
gafst mér og fyrir minningarnar sem
ég get nú glaðst yfir. Nú er þrautin
liðin og þú kominn í betri heimkynni.
Með kveðju og söknuði.
Þín dóttir,
Ásgerður.
Pabbi minn, síðustu mánuðir voru
þér strangir, krafturinn þrotinn, lík-
aminn útslitinn og hugurinn þreyttur.
Hvíldin var þér því kærkomin. Góð
heilsa var þér gefin langa ævidaga,
því var það þrautin þyngri þegar
nauðsynlegt reyndist að þiggja aðstoð
við ýmislegt sem áður var þér létt og
auðvelt. En minningarnar, pabbi
minn, eru bjartar og góðar. Þær
fyrstu þegar ég skoppaði við hlið þína
á sunnudögum. Göngutúrinn var þá
niður á pláss, þar hittust menn og
spjölluðu saman. Og búskapurinn
sem þið Oddur afi og fleiri voruð með í
túninu heima. Umhirða ykkar við
skepnurnar var til mikils sóma og litli
búskapurinn ykkar var gott veganesti
fyrir okkur krakkana. Við rákum
kýrnar, gáfum kindunum og unnum
við heyskap, allir voru þátttakendur,
en þótt umsvifin væru ekki mikil ól-
umst við upp við holl og góð gildi.
Heimili ykkar mömmu var ekki
stórt í sniðum en allt rúmaðist samt
vel, auðvitað þurftu þrjár fjörugar
stelpur sitt pláss, ekki síst til leikja,
en ef eitthvað slettist uppá vinskapinn
var ekki langt að skjótast til ömmu og
afa, þar sem húsin voru sambyggð.
Þar voruð þið forsjálir og settuð litlar
dyr milli herbergja, mátulega stórar
til að við gætum skriðið þar í gegn.
Þar með var málunum bjargað, það
var útilokað að ólmast og vera með
æsing hjá ömmu og afa, það var virð-
ingu þeirra ekki samboðið.
Svo fæddust strákarnir með nokk-
urra ára millibili, það var nóg að gera
á stóru heimili og í þessu fólst ykkar
auður, fjölskyldan var ykkar ríki-
dæmi. Þá tíðkaðist ekki veraldlegur
auður hjá venjulegu fólki fremur en í
dag. Kröfurnar voru líka allt aðrar en
það skaðaði hvorki heimilislífið né
uppeldi okkar systkinanna nema síð-
ur væri og nægjusemi var í heiðri
höfð. Gestkvæmt var ævinlega á
heimilinu og við nutum þeirra forrétt-
inda að kynnast frændgarði okkar
sem var stór og mikill. Fjölskyldu-
meðlimir á Sólbergi voru aufúsugest-
ir sem og ótal fleiri góðir vinir. Árin
liðu, við Bergur byggðum okkar hús í
næsta túni og barnabörnin fæddust,
stolt ykkar og gleði. Þau nutu nálægð-
arinnar við ömmu og afa sem dekruðu
við þau á allan hátt enda voruð þið
elskuð af þeim.
En við fórum ekki varhluta af sorg-
inni, ættingjar og ástvinir kvöddu
einn af öðrum. Þegar við misstum
Böðvar bróður, ungan manninn, héld-
um við að bikarinn væri barmafullur
en svo var nú ekki, mömmu misstum
við nokkrum mánuðum seinna og þótt
mörg ár séu liðin síðan vissi ég hvað
þú saknaðir hennar alla tíð mikið. En
við áttum þig að og þú okkur, það var
okkar mikli styrkur. Þú varst líka lán-
samur þegar Rósa sem reyndist ykk-
ur sem dóttir giftist aftur, þá fékkst
þú son í sonar stað, það var mikil
gæfa.
Heimilisfaðir varstu góður og
snyrtilegur með afbrigðum, ég tala nú
ekki um vanafastur, hver einasti hlut-
ur var hafður á nákvæmlega sama
stað og mamma hafði haft þá, það stóð
ekki til að breyta neinu. Þegar Þor-
valdur sem haldið hafði heimili með
þér flutti vestur á Flateyri og fann
þar lífshamingju sína setti að mér
kvíða. Ég vissi ekki hve sterkur þú
yrðir, en viti menn, þú stóðst þig eins
og hetja bæði við eldamennsku og
heimilisstörfin, allt strokið og fínt hjá
þér, þú varst þvílíkur snyrtipinni.
Mikið svakalega voruð þið hressir
krakkarnir í Hólminum á ykkar
sokkabandsárum, þvílíkar frásagnir!
Ekki veit ég hvort margir hefðu getað
sagt skemmtilegar frá þeim tímum.
Pallatjörnin hafði sinn sjarma, rófu-
garðarnir freistuðu, leikirnir, ball-
ferðir, karlakórinn, já, þú sagðir svo
skemmtilega frá að við lágum oft í
hláturskrampa. Stelpurnar á Grund,
þessar elskur, Lárusarsystkinin, eng-
inn gleymdist. Öll hús í bænum með
nöfnum, þú vissir hvaða fólk hafði bú-
ið í hverju einasta húsi. En íbúarnir í
dalnum, þeir voru sem ein fjölskylda,
Ég veit bara ekki hvort nokkurs stað-
ar var skemmtilegra að búa en hér í
Hólminum, bænum þínum sem þú
elskaðir.
Svo varstu sigldur maður, reyndar
í bæði skiptin til Danmerkur. Það
voru góðar ferðir, fyrst með mömmu,
Jenna og Hrefnu að heimsækja
Annýju hans Villa og svo með Ágústi
Sig. þar sem þið dvölduð á skútunni
hans. En eftir sjötugt fannst þér ekki
nokkur ástæða til að leggjast í ferða-
lög út fyrir bæjarmörkin. Þú varst á
fullu að kynnast nýju fólki, bæði þeim
sem fluttu í bæinn og þeim sem komu
í heimsókn og skoðunarferðir. Þar var
enginn mannamunur gerður á við
hvern talað var. Það var yndi þitt og
ánægja að segja frá bænum og kenni-
leitum sem alls staðar voru á hverjum
hól og hæð, fjöllum og eyjum. Ég veit
fyrir víst að ótalmargir nutu sögu-
gleði þinnar og leiðsagnar um okkar
yndislega umhverfi og fyrir það eru
áreiðanlega margir þér þakklátir.
Eitt get ég með sanni sagt, þú
komst til dyranna nákvæmlega eins
og þú varst klæddur, hlýr, glaður og
kátur, en alls ekki skaplaus, aldeilis
ekki.
Söng- og dansmaður varstu mikill,
gleðimaður á góðri stundu. Veistu,
pabbi, að stelpurnar á spítalanum
ætla að skála fyrir þér, þeim var ekki
of gott að eiga það sem eftir var, þú
manst.
En lífið er bara ekki dans á rósum,
það vita allir, við reyndum bara að
gera eins gott úr því sem að okkur
sneri og hægt var en það ríkti bara
einfaldlega alltaf gleði í kringum þig
og útilokað var að vera lengi fúll á
móti. Því grátum við þig nú, pabbi
minn, en gleðjumst með þér um leið.
Veistu, við gleymum bara erfiðu
mánuðunum, þeir voru eitthvað sem
þú áttir að bera, áreiðanlega Guðs
vilji, en góðu stundirnar og árin öll
eru gulls ígildi fyrir okkur ástvini þína
og vinina alla.
Af draumum okkar systra vissum
við að ástvinir okkar voru að undibúa
komu þína til þeirra og á þriðjudegi
fékkstu hægt andlát, allt var til reiðu.
En heyrðu, pabbi, ef þú ert ekki búinn
að bjóða mömmu upp í dans nú þegar
þá segi ég við þig, gerðu það bara
strax, þú ert búinn að bíða svo lengi
eftir stundinni og mamma var komin í
sparifötin.
Við þökkum af alhug starfsfólki
dvalarheimilisins meðan þú dvaldir
þar og nú síðustu mánuði yndislega
umönnum starfsfólks sjúkrahússins í
veikindum þínum.
Einnig þökkum við nágrönnum,
ekki síst á Silfurgötu 21 og 26. Hvað
hefðum við gert á liðnum árum án
ykkar, elskulegu vinir? Þið voruð
traustir og sannir bakhjarlar í áranna
rás.
Elsku pabbi, við kveðjum þig og
biðjum Guð að blessa þig og varð-
veita. Nú líður þér betur, en við sökn-
um þín og allra góðu samverustund-
anna. Samfélagið okkar er fátækara
án þín.
Sesselja og Bergur.
Elsku afi, nú er komið að kveðju-
stund. Mikið rosalega finnst mér sárt
að þú sért farinn. Ég er eiginlega ekki
enn farin að trúa því að það verði eng-
inn Palli afi meir. En þetta er gangur
lífsins og það var best fyrir þig að fá
að fara.
Þegar ég hugsa til baka koma ótelj-
andi minningar upp í hugann. Eins og
þegar þú laumaðir alltaf að mér pen-
ingum þegar ég var að fara í ferðalag
svo ég gæti keypt mér eitthvað á leið-
inni, hvernig þú hugsaðir um köttinn
minn eins og lítið barn og þegar þú
komst alltaf að moka hjá okkur stétt-
ina um leið og fallið var smáföl. Líka
þegar þú varst á hjólinu með rauðu
köflóttu húfuna og með pípu eða vind-
il í munninum. Þú varst líka alveg frá-
bær við mig þegar ég fótbrotnaði og
var föst heima í þrjár vikur. Þú komst
og spjallaðir, færðir mér nammi og
svona. Það var þó ekki allt sem þér
líkaði og maður fékk að heyra það ef
eitthvað var ekki að þínu skapi.
Það var alveg líka ótrúlegt að alltaf
þegar einhver kom í heimsókn til mín
fékk ég alltaf að heyra „afi þinn er al-
veg frábær!“ og þetta gat ég svo
sannarlega tekið undir. Þú varst líka
alveg frábær. Húmorinn, léttleikinn,
hvernig þú varst við börnin, það var
alveg yndislegt á að horfa. Enda eng-
in furða að þú gekkst undir nafninu
„Palli vinur“ og það var líka réttnefni
fyrir þig.
Það var sorglegt að sjá mann eins
og þig verða eins veikan og háðan öðr-
um og þú varðst. En það breytti engu
um að það var alltaf jafngaman að
heimsækja þig. Þegar við komum síð-
asta aðfangadagskvöld var alveg
ómetanlegt að geta komið þér til að
hlæja og ég trúi því að þér hafi ekki
leiðst.
Nú er örugglega gaman hjá þér og
ömmu. Endurfundir eftir mjög lang-
an tíma og ég get rétt ímyndað mér
fjörið í þér núna. Ferð um dansandi
og segjandi sögur eins og þér var ein-
um lagið. Það var sko ekki leiðinlegt
að hlusta á þig segja sögurnar frá því
að stelpurnar vildu ólmar fá að greiða
síða liðaða hárið þitt og hvernig þær
voru allar skotnar í þér því þú varst
sko aðaltöffarinn.
Minningarnar sem ég á um þig eru
dýrmætar og þær ætla ég að geyma á
góðum stað. Ég elska þig af öllu
hjarta og mun sakna þín ótrúlega. Ég
mun endalaust geta sagt sögur af þér
í framtíðinni og það ætla ég svo sann-
arlega að gera.
Berglind Lilja.
Elsku afi minn.
Við kveðjum þig hér í dag með
miklum söknuði í hjarta okkar. Þú
sem varst svo góður við okkur öll sem
vorum í kringum þig. En ég veit að
þér líður vel þar sem þú ert núna,
vegna þess að núna ertu kominn til
Sæmu ömmu, hún hefur ábyggilega
tekið mjög vel á móti þér. Mér þykir
mjög leitt að hafa ekki komið til þín í
heimsókn áður en þú fórst úr þessum
heimi, en ég á allar minningarnar um
þig í hjarta mínu. Það er leiðinlegt að
þú hafir ekki hitt dóttur mína, hana
Áslaugu Guðrúnu, en ég sé til þess að
hún fái að kynnast þér. Ég mun segja
henni frá þér og ömmu.
Ég man eftir Palla afa á hjólinu í
Stykkishólmi. Hvernig þú komst nið-
ur að sjoppu á hjólinu þínu að sækja
mig úr rútunni, þegar ég var að koma
í heimsókn, og líka vindlailminn í litla
húsinu þínu. Það er svo margt sem er
hægt að muna um ferðirnar til Stykk-
ishólms og ég mun koma nú að hitta
þig í Stykkishólmi, en þá verður það í
kirkjugarðinum að setja blóm á leiðið
hjá þér, ömmu og Böðvari frænda.
Ég sakna þín mjög mikið, en ég
veit alveg að einhverntímann fara all-
ir í annan heim. Og þar munu allir
hittast á ný. Bless bless og góða nótt,
afi minn.
Ástarkveðjur,
Ágústa Guðrún og
Áslaug Guðrún.
Elsku langafi.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pétursson.)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Góða nótt, langafi, og sofðu rótt.
Þín
Áslaug Guðrún.
Hann Palli Odds hefur kvatt í síð-
asta sinn og með honum fer einn lit-
ríkasti Hólmari síðustu áratuga. Það
vissu allir Hólmarar hver Palli Odds
var og nú í seinni tíð eftir að minnið
var farið að bila var gott að vita að
hann gat alltaf treyst á aðstoð bæj-
arbúa.
Palli afi var einn skemmtilegasti
maður sem ég hef þekkt og frásagnir
hans munu halda áfram að lifa með
okkur, sögurnar úr vegavinnunni, úr
beitningarskúrnum, úr frystihúsinu
og það hve stelpurnar höfðu gaman af
því að greiða krullurnar hans þegar
hann var ungur. Glampanum sem
kom í augu hans þegar frásagnargleð-
in var sem mest gleymum við seint.
Einkennandi fyrir afa voru six-
pensarinn og í seinni tíð derhúfurnar,
vindillinn og reiðhjólið sem hann fór
allra sinna ferða á. Það að fá að sitja á
þverslánni hjá honum og fá far heim
til ömmu var heiður sem veittist ekki
oft en var þeim mun merkilegri fyrir
vikið. Ekki datt okkur krökkunum í
hug að ætla að fá hjólið lánað, því að
ætla sér að hjóla á hjólinu hans var
eins og að keyra bíl án ökuleyfis.
Afi heilsaði öllum, jafnt heima-
mönnum sem öðrum, með orðunum
sæll elsku vinur og þeir voru vissu-
lega ófáir sem fengu að njóta þekk-
ingar hans um Hólminn og sögu hans.
Afi var eins og hann sagði alltaf
sjálfur snyrtipinni og bar allt hans
umhverfi þess merki, það mátti varla
koma snjór, þá var hann kominn út að
moka eða sópa heimkeyrsluna og
bjallan hans Böðvars var alltaf tekin í
gegn í hverri ferð vestur.
Hann var vinmargur og eftir að
hann hætti að vinna var það ein helsta
dægradvöl hans að heimsækja vini og
kunningja. Ekki brást það að hann fór
til Benna Lár á miðnætti á gamlárs-
kvöld þar sem nýja árinu var fagnað
við harmonikkuspil og söng. Það má
segja að á honum hafi sannast að
maður er manns gaman.
Hann átti sinn fasta sess í eldhús-
inu hjá foreldrum mínum og þar naut
hann sín best eftir að heilsu hans fór
að hraka en heimiliskettirnir nutu
líka góðs af heimsóknum hans, því að
hans mati var aldrei of vel hugsað um
PÁLL
ODDSSON