Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 53
✝ Friðrikka Mar-grét Aðalsteins-
dóttir frá Hafnarnesi
fæddist á Krosshjá-
leigu á Berufjarðar-
strönd 28. júlí 1917.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðaustur-
lands 11. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Aðalsteinn Pálsson
og Karólína Auðuns-
dóttir. Margrét var
ein af ellefu systkin-
um og eru fjögur þeirra enn á lífi.
Margrét giftist Jóni G. Ófeigs-
syni 24. júní 1947. Þau bjuggu í
Hafnarnesi frá árinu 1942 til árs-
ins 1995 með hefð-
bundinn búskap. Jón
lést 5. desember árið
1996. Þau eignuðust
eina dóttur, Eddu,
sem býr á Höfn.
Hennar maður var
Jóhannes A. Sig-
urðsson. Hann lést
17. desember 1971.
Þau eignuðust fimm
börn. Langömmu-
börn Margrétar eru
fjórtán og langa-
langömmubörnin
tvö.
Útför Margrétar fór fram frá
Hafnarkirkju laugardaginn 16.
febrúar.
Það er sumar og sól og við krakk-
arnir erum að snúast í kringum þau
afa og ömmu, það þarf að hirða heyið
og mjólka kýrnar og þar kemur hjálp
okkar að góðum notum. Það eru ekki
langir fætur sem teygja sig á ped-
alana á dráttarvélinni, rétt nógu lang-
ir til að ná niður. En afi og amma
treystu okkur fullkomlega, við lærum
að standa undir því trausti, ekki ama-
legt veganesti fyrir framtíðina.
Amma var lítil og nett kona en
samt svo ótrúlega sterk og létt á fæti.
Hún gekk í öll þau störf sem vinna
þurfti í sveitinni en hennar fasta verk
var samt að sjá um kýrnar og hans að
sjá um kindurnar.
Svona liðu nú árin og við krakk-
arnir fluttum burt eitt og eitt, stofn-
uðum heimili og eignuðumst okkar
eigin börn. En alltaf voru samt
tengslin sterk við afa og ömmu í
Hafnarnesi. Hjálpin sem við sem
börn höfðum veitt var ríkulega end-
urgreidd þegar við þurftum á því að
halda og ekkert var of gott fyrir okk-
ur systkinin. Við minnumst sunnu-
dagsferðanna inn í Hafnarnes, við
sjáum fyrir okkur hann afa sitja við
borðsendann með kaffibollann og síg-
aretturnar sínar við hliðina og hún
amma létt í spori með nýbakaðar
pönnukökur. Þarna kynntumst við
annarri hlið á þeim afa og ömmu því
að hann afi var alveg ótrúlega fróður
maður og víðlesinn og ekkert var eins
gaman og að heyra hann segja frá.
Hann átti líka góða hesta og af þeim
var hann mjög stoltur. Að því kom að
heilsan hjá afa tók að bresta og þau
brugðu búi en bjuggu samt áfram í
Hafnarnesi. Hann afi var orðinn mik-
ill sjúklingur, hann hafði næstum
misst sjónina og var sykursjúkur. En
amma hjúkraði honum og þá kom sér
nú vel hversu hraust og lipur hún var
og ekki varð henni misdægurt. Þegar
afi var fluttur á hjúkrunardeildinna á
Skjólgarði átti hann ekki þaðan aft-
urkvæmt. Amma flutti með honum og
fékk sitt eigið herbergi sem hún útbjó
með natni og skreytti með myndum
af afkomendum sínum. Hún var svo
ótrúlega flink í höndunum og fyrir
jólabasarinn hjá Skjólgarði var unnið
af kappi til að hafa nóg á boðstólum.
Hún talaði oft um blessað gamla fólk-
ið en fannst hún sjálf aldrei vera göm-
ul. Það er eftirminnilegt hvað gaman
henni þótti að vera hrein og snyrtileg,
klæðast fallegum fötum og vera fín
um hárið.
Það var mikið áfall fyrir ömmu
þegar afi dó þótt sjá mætti hvert
stefndi, en enginn er tilbúinn fyrir
dauðann, sama hversu nálægur hann
virðist.
Eftir fráfall afa var tíminn fyrir
ömmu nánast eins og bið. Heilsu
hennar fór að hraka og sjóninni
sömuleiðis. Það var samt alltaf jafn
gaman að heimsækja hana og spjalla
en því miður urðu stundirnar fáar nú
síðustu árin eftir að við fluttum til
Noregs.
Hún amma var sátt við að deyja,
hún trúði því að afi biði hennar hinum
megin og tæki á móti henni þar. Og
hver veit, kannski eigum við öll eftir
að hittast við sunnudagsborðið ein-
hvers staðar, heyra sögurnar hans
afa og borða pönnukökurnar hennar
ömmu þeim til samlætis.
Elsku afi og amma. Við erum afar
þakklát fyrir umhyggju ykkar og
stuðning og allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Minninguna
um samverustundirnar getur enginn
tekið frá okkur, þær eigum við svo
lengi sem við lifum.
Kveðja.
Ófeigur, Birna, Jón Björn
og Heiða Björg, Noregi.
Elsku amma, nú ertu farin frá okk-
ur öllum í þína síðustu ferð.
Þegar ég hugsa til baka kemur svo
margt upp í hugann að ég kem því
ekki öllu á blað. Ég get enn fundið
lyktina úr eldhúsinu heima í Hafnar-
nesi þegar þú varst að steikja kleinur
og baka jólakökur.
Þú gerðir það alltaf svo vel og sagð-
ir að það væri mikilvægt að gera sitt
allra besta, sama hvað maður tæki
sér fyrir hendur. Þetta var bara ein af
þeim lífsreglum sem þú byrjaðir að
kenna mér þegar ég var smástelpa.
Þær voru sko margar fleiri sem ég
lærði af þér. Þú skammaðir mig einu
sinni fyrir að þykjast vera fótbrotin í
læknisleik, þú sagðir að það væri ekki
sniðugt og að heilsan væri ekkert til
að fíflast með, hún gæti verið farin á
morgun. Allar þessar reglur sitja fast
í huga mér þegar ég hugsa til þín.
Þegar ég og Aníta frænka vorum
litlar og lékum okkur saman í Hafn-
arnesi gerðum við margt sem við viss-
um að við mættum ekki gera, bara til
að sjá viðbrögðin hjá þér. Við fengum
að sjálfsögðu alltaf skammarræðu um
hvað það væri hættulegt að klifra upp
á fjósþak og hlaupa yfir öll útihúsin.
Við þóttumst auðvitað aldrei hafa
gert neitt, en þú vissir betur og vildir
okkur bara vel. Þú varst alltaf svo góð
að í hvert skipti sem maður fékk
skammir þá fékk maður líka kleinur
og pönnsur á eftir.
Þegar ég kom til þín og afa fannst
mér alltaf að það væri mitt heimili.
Ég var alltaf velkomin til ykkar hve-
nær sem var og þið hugsuðuð um mig
eins og ég væri ykkar eigin dóttir. Nú
er ég flutt og komin með mitt eigið
heimili og yndislegan kærasta sem
lætur mér líða vel, sama hvað gengur
á, alveg eins og þú gerðir alltaf. Ég
vildi að þú hefðir lifað nógu lengi til að
sjá okkar fyrsta barn, sem á að koma í
heiminn í júlí, kannski á afmælisdag-
inn þinn.
Þú ert komin á miklu betri stað
núna þar sem þú getur fylgst með
okkur öllum og kannski leiðbeint okk-
ur í gegnum lífið. Þó að þú sért farin
úr þessum heimi verða bæði þú og afi
eilíf í mínum huga og fyrstu sögurnar
sem barnið mitt fær að heyra eru
gömlu góðu sögurnar úr Hafnarnesi,
þar sem alltaf var gott að vera.
Ég gæti sjálfsagt skrifað heila bók
um þig en ég verð víst að kveðja í bili,
ég veit að ég hitti þig aftur seinna.
Bless, elsku amma, og hafðu það
gott með afa. Takk fyrir allt sem þú
kenndir mér og fyrir allt það góða
sem þú gerðir fyrir mig.
Hjördís Edda Olgeirsdóttir.
Elsku amma, langamma og
tengdaamma.
Okkur langar að minnast okkar
ástkæru Möggu ömmu. Nú ert þú
loksins laus frá líkamlegum og and-
legum þrautum lífsins hér í þessu
jarðríki, eins tómlegt og það er fyrir
okkur hin. Hins vegar geymum við
góðar minningar og góð kynni í þinn
garð. Við gleymum seint síðasta sím-
talinu þínu kvöldið áður en þú veiktist
og baðst Röggu að koma til þín vegna
þess að þér liði svo illa og gott fannst
mér að geta farið og setið hjá þér dá-
litla stund.
Þú varst mikil kjarnorku kona og
gekkst í öll verk, jafnt úti- sem inni-
verk. Það kemur upp í hugann þegar
þú sagðir okkur frá því þegar þú
þurftir að skreppa út á Höfn og hafðir
ekki bíl. Þá brást þú undir þig betri
fætinum og hljópst út á Höfn.
Magga amma, þú varst ein af þess-
um konum sem geta afkastað svo
miklu á skömmum tíma. Ekki sast þú
auðum höndum eftir að þú komst á
Skjólgarð, aðra eins framleiðslu af
dúkkum, krossum, dúkum og ýmsum
munum höfum við aldrei séð sem
prýða nú heimili okkar. Gaman var að
uppfylla ósk þína að þú kæmist á út-
skurðarnámskeið sem við ættingar
þínir gáfum þér á áttræðisafmælinu
og hversu ánægð þú varst þegar þú
sýndir okkur listaverkin sem þú
skarst út. Þetta sýnir best hversu
ákveðin persóna þú varst og lést hlut-
ina ekki vaxa þér í augum.
Ánægjulegt var að hafa ykkur
Jenna afa hinum megin við vegginn í
Hafnarnesi og hversu oft þið lituð yfir
til okkar og spjölluðuð og létuð ykkur
varða um hagi okkar og alla hjálp og
stuðning sem þið veittuð okkur.
Við vorum lánsöm að fá að njóta
nærveru, góðmennsku kærleika og
væntumþykju ykkar. Fyrir það verð-
ur seint nóg þakkað. Megi guð og
gæfan fylgja ykkur í hinum æðri
heimi. Hinsta kveðja.
Olgeir, Ragna og fjölskylda.
Elsku langamma, ég mun gleyma
því seint þegar ég fór í Hafnarnes um
helgar þegar ég var yngri. Þá var
langamma alltaf með ískalda mjólk
og nýbakaðar pönnukökur. Svo var
setið og borðaðar pönnukökur þang-
að til að maður var algjörlega sprung-
inn. Hjördís frænka bjó í íbúðinni við
hliðina með pabba sínum og fóstur-
mömmu og alltaf vorum við að gera
eitthvað sem var stranglega bannað.
Þá kom langamma hlaupandi út og
ætlaði að skamma okkur en þá vorum
við komnar lengst út á tún.
Heyskapurinn stendur líka upp úr,
þegar við frænkurnar vorum að
„hjálpa til“ en vorum aðallega að
flækjast fyrir sagði langamma.
Svo árið ’96 flutti langamma upp á
elliheimili til langafa sem var kominn
þangað út af heilsuleysi. Langafi
kvaddi þennan heim í desember ’96
og þá fór langamma að bíða eftir kall-
inu sínu svo að hún og langafi gætu
verið saman á ný.
Í ágúst í fyrra eignaðist ég son sem
varð þá langalangömmubarn hennar
númer tvö. Alltaf fannst henni gaman
þegar ég kom með hann í heimsókn til
hennar. Hann var litli engillinn henn-
ar eins og hún orðaði það. Langamma
hafði mjög gaman af börnum, en naut
þess líka að reyna að leiðbeina okkur í
gegnum lífið og var hlustað mismikið
á þann fyrirlestur. Alltaf þegar ég
heimsótti hana sagði hún mér sögur
af sér og hvernig lífið var þegar hún
var að alast upp. Og sagði hún mér
einu sinni að hún hefði haft mjög
gaman af að sparka í bolta á sínum
yngri árum. Það fannst mér sniðugt
því ég er búin að spila fótbolta í mörg
ár. Langamma fylgdist mjög mikið
með fótboltanum hér heima á sumrin
þegar leiktíðin stóð sem hæst. Ég var
að vinna á hjúkrunarheimilinu sem
hún var á og alltaf eftir leiki hjá mér
vildi hún vita allt um leikinn.
Langamma var búin að segja okk-
ur að hún hefði heyrt í langafa og
hann hefði sagt að hann væri búinn að
byggja bæ með ágætis búskap þar
sem hann er núna. Svo kom kallið
hennar mánudaginn 11. febrúar og
vona ég að henni líði vel þarna hjá
langafa og að búskapurinn gangi vel.
Svo að ég kveð þig nú í síðasta
skipti og vona að ég hitti ykkur seinna
þegar ég kem yfir.
Drottinn, þú ert með oss öllum allar stundir
og hefur
engum nær en þeim, sem líða og syrgja. Þú
hefur verið
hjá ástvini vorum, sem nú er horfinn frá
oss, þú hefur ekki
sleppt hendi þinni af honum. Og þú yfirgef-
ur oss ekki.
Öll erum vér í þinni hendi og ekkert getur
gjört oss viðskila við kærleika þinn.
Góða nótt og sofðu vært.
Þín
Aníta Sóley Þórisdóttir
og fjölskylda.
Fáein minningarorð um Margréti
Aðalsteinsdóttur langar mig að festa
á blað og þakka góða viðkynningu.
Hugurinn nemur staðar við endur-
minninguna um Margréti frá Hafn-
arnesi. Hana þekkti ég aðeins í sjón
þar til ég kom hingað á Hjúkrunar-
heimilið Skjólgarð á Höfn fyrir u.þ.b.
tveimur árum. Hér kynntist ég Mar-
gréti sem var vistmaður hér. Fljót-
lega bauð Margrét mér inn til sín og
þar sýndi hún mér iðju sína. Þótt
heilsa Margrétar væri ekki sterk hélt
hún andlegum kröftum og færni
handanna til að útbúa fagra hluti.
Margrét var tvímælalaust listamaður
af guðs náð. Hún átti skúffur fullar af
fegurstu útsaumsstykkjum. Á borð-
unum hennar voru smádúkar er hún
hafði búið til af hreinni list, einnig
krossar og bókamerki. Bæði gaf hún
og seldi töluvert af þessum fagurlega
gerðu hlutum. Borið hafði hún einnig
við að skera út og mála. En það var
sama hvað hún lagði hendur að; hand-
bragðið var listilegt og gladdi augað.
Margrét var forkur dugleg og
ósérhlífin meðan heilsan leyfði að hún
gæti beitt sér. Ung fór hún að heiman
til að vinna fyrir sér og átti þá ekki
annarra kosta völ en að fara í vist eins
og kallað var, það er að gerast vinnu-
kona inni á heimilum. Misjafnir
reyndust henni húsbændurnir sem
hún lenti hjá, sumir reyndust vel, aðr-
ir miður. En skrítið þótti henni þegar
bæði börn og fullorðnir á heimilinu
þéruðu hana 16 ára ungling eins og
gert var á heimili Einars Þorgilsson-
ar athafnamanns í Hafnarfirði, þó að
undanteknum Einari sjálfum, sem
hún minntist að hefði sagt að hann
gæti „ómögulega farið að þéra þetta
blessað barn“. Það þótti henni vænt
um. Hún minntist oft á veru sína hjá
þeim Einari og Geirlaugu og börnum
þeirra og einnig á dvölina á heimili
Þórhalls Daníelssonar á Höfn, þar
sem hún vann um tíma. Ekki taldi
hún að þessi ríkmannlegu heimili
hefðu frekar en aðrir sloppið við ýmis
vandamál innan sinna veggja.
Á búskaparárunum í Hafnarnesi
var Margrét driffjöðrin bæði úti og
inni. Jón var ekki mikið náttúraður
fyrir búskapinn og Margrét horfði
ekki aðgerðarlaus á það sem koma
þurfti í verk. Hún gekk í útiverk jafn-
hliða inniverkunum, hirti um gripina,
vann við heyskap og önnur bústörf.
Allir vissu að það var hún sem með
sínum frábæra dugnaði hélt öllu
gangandi í Hafnarnesi.
Árin liðu – Margrét og Jón fluttu á
hjúkrunarheimilið Skjólgarð á Höfn,
hnigin á efri ár, heilsan farin að bila.
Þar dvöldu þau frá árinu 1995 til ævi-
loka. Jón andaðist árið 1996, Margrét
11. febrúar síðastliðinn. Eftir andlát
Jóns þvarr lífslöngun Margrétar,
enda hrakaði heilsunni. Lengst af var
hún þó fær um að fylgja fötum og
sitja við að búa til sitthvað fallegt.
Margrét var töluvert skapmikil og
nokkuð viðkvæm í lund, eins og
gjarnan er títt um listamenn. En hún
átti dálítið mjög dýrmætt í fari sínu
sem ég held að mörgum kæmi vel að
eiga meira af.
Hún var sáttfús og leitaði sátta ef
hún fann sig hafa orðið full tannhvöss
við einhvern og fór þá beinustu leið til
viðkomandi og baðst fyrirgefningar.
Mér datt oft í hug að slíkt ættu fleiri
að gera. Þá yrðu misklíðarefnin sjald-
an til vandræða. Margrét hlakkaði til
að kveðja jarðlífið og fá að hitta aftur
mann sinn og aðra ástvini sem á und-
an voru farnir.
Ég og við hin sem áttum samleið
með Margéti þökkum samveruna og
biðjum henni allrar góðrar Guðs
blessunar á sviðum framtíðarinnar í
þeim heimi sem við tekur. Ég vona að
þar fái hún að skapa sín fegurstu
listaverk.
Sigurlaug Árnadóttir.
FRIÐRIKKA
MARGRÉT AÐAL-
STEINSDÓTTIR
allar þær sögur og ævintýri sem hún
kunni voru ótrúlegar. Amma greip
stundum í galdrahúfuna góðu og það
var nú ýmislegt góðgæti sem kom
upp úr henni. Amma var mjög ætt-
fróð og frændrækin og með eindæm-
um minnug á alla afmælis- og merk-
isdaga í fjölskyldunni og ættinni.
Ömmu fannst alltaf gaman þegar
fjölskyldan eða ættin komu saman.
Það var einkennandi fyrir ömmu
hvað hún hugsaði alltaf fyrst um
aðra áður en hún hugsaði um sjálfa
sig. Hún gerði ekki miklar kröfur og
trúði sterkt á Guð, englana og bæn-
ina, bað ávallt fyrir okkur.
Íþróttaáhugi ömmu var mikill
enda spilaði hún handbolta á gullald-
arárunum. Handboltaleik í sjónvarp-
inu mátti hún ekki missa af og eins
enska boltanum. Hennar lið var Liv-
erpool og vissi hún nöfnin á þeim
bestu í deildinni og í hvaða liði þeir
voru. Er ég viss um að amma verður
á HM í sumar.
Þær eru margar minningarnar
sem streyma fram í hugann þegar ég
hugsa til ömmu minnar, minningar
sem ég get yljað mér við og enginn
getur tekið frá mér. Það er með mikl-
um söknuði sem ég kveð ástkæra
ömmu mína.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pét.)
Elsku afi, ég votta þér mína
dýpstu samúð og veit að amma er
ekki langt undan að fylgjast með
okkur.
Guðrún Kristín.
Elsku langamma, ég kveð þig í
dag með söknuði. Takk fyrir allt.
„Þó að ég sé látinn harmið mig
ekki með tárum, hugsið ekki um
dauðann með harmi og ótta. Ég er
svo nærri að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, en þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu. Minningin lifir.“
Elsku langafi, amma mín og allir,
við stöndum saman í sorginni.
Kristný Ósk Geirsdóttir.
Hún amma Gunna er dáin.
Hún var amma Sólbrekku-
barnanna og við töluðum aldrei um
hana öðruvísi en sem ömmu Gunnu.
Enda var það í raun hennar hlut-
verk. Eiginkona, móðir, tengdamóð-
ir og amma. Barnabörnin hennar
áttu vísan stað hjá ömmu Gunnu og
afa á Fossvöllunum, enda sóttu þau
þangað mikið. Umhyggja hennar
fyrir velferð barna og tengdabarna
var endalaus, það þekkjum við hvað
hún var tengdadóttur sinni góð.
Enda stóð fjölskyldan þétt saman,
sem sást vel í veikindastríði Gunnu.
Þau voru þar til staðar, alltaf.
Það var alltaf tilhlökkuefni hjá
sonum okkar að fara í boðin til Ósk-
ars og Ásu því amma Gunna kom
alltaf með brúnu tertuna sína, enda
segja strákarnir að hún hafi bakað
ótrúlega góðar kökur.
Það var í þessum boðum sem við
hittumst oftast. Hún í essinu sínu
þegar hún sagði frá gömlu góðu dög-
unum, rifjaði upp handboltaárin sem
voru henni minnisstæð og ýmsar
aðrar frásagnir frá gamalli tíð svo
sem árin í Héðinshúsi og sögur af
gömlum Húsvíkingum. Hún og
Kristján voru líka dugleg að ferðast
um og safna steinum sem Kristján
síðan sagaði og slípaði svo úr urðu
mestu gersemar.
Síðasta fjölskylduboðið var um sl.
jól þegar við fögnuðum stúdents-
áfanga sonardóttur hennar. Þá voru
veikindi hennar byrjuð en ekki óraði
mann fyrir að hverju stefndi.
Við kveðjum í dag mæta konu sem
mun lifa í minningu okkar.
Við sendum Kristjáni, börnum,
tengdabörnum og ömmubörnum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Jóna og Guðlaugur.