Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 55

Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 55 Múli mér hana í ríkum mæli. Jón Múli átti við alvarleg, langvar- andi veikindi að stríða. Naut hann þá aðdáunarverðrar umönnunar og stuðnings eiginkonu sinnar, Ragn- heiðar Ástu Pétursdóttur. Ragnheiði Ástu, dætrunum fjór- um og stjúpbörnum vottum við Gun- illa einlæga samúð. Birgir Möller. Þegar ég þriggja ára gömul leit upp úr sandkassanum voru það eng- in smámenni sem buðu mér út í heim. Feðginin sóttu mig á ljósbláum Trabant. Hann hlæjandi í rykfrakka með spælum. Hún pínulítil með hvítasta hár sem sést hafði í Þing- holtunum. Næstu árin flautaði Trab- antinn reglulega fyrir utan húsið mitt í Miðstræti og tók mig í sund, franskar duftkartöflur á Ísborg eða lúðrasveitaræfingu. Lengri ferðir voru farnar í Húsafell og Munaðar- nes. Jón Múli og Lillagó skrúfuðu mig upp af spenningi yfir fjalli sem var að nálgast, perubrjóstsykri sem fengist í Botnskálanum eða bensín- sölumanninum sem bráðum yrði á leið okkar. Orlofsbústaðir opinberra starfs- manna í Munaðarnesi urðu að æv- intýrahöll þegar þau gengu inn. Stundum var bíllinn stoppfullur af krökkum á öllum aldri úr hverfinu. Þetta var fyrir Breiðholtið þegar Þingholtin voru enn full af börnum sem léku sér á götunni. Þá var stapp- að í bílinn eins og lest í Tókýó og brunað austur fyrir fjall í blágræna sveitalaug. Á leiðinni til baka gaus upp styrjöld vegna Mackintosh-dollu sem hópurinn hafði ekki þroska til þess að deila. Trabantinn snarhemlaði undir Ingólfsfjalli, Jón Múli opnaði bíl- dyrnar, setti dolluna út fyrir og hélt áfram för. Hópurinn í aftursætinu var sleginn og starði út um aftur- rúðuna á glitrandi depil á miðjum þjóðveginum þangað til hann hvarf. Jón var aristókrat, fínu bílarnir urðu neyðarlega plebbalegir þegar hann kom akandi í Trabantinum. Einu sinni festum við okkur í snjó- skafli fyrir utan Surtshelli. Lítill skátaflokkur tók undir bílinn og bar hann syngjandi niður á veg. Jón var frá steinöld þegar hann rifjaði upp bernskuna hjá Árna frá Múla, hann var kommúnisti af hafn- arverkamannagerðinni, hann þekkti Hemingway og Louis Armstrong og kenndi mér að borða hamborgara og franskar. Hann flóaði handa mér mjólk þegar ég veiktist og vakti með mér heila nótt. Og Jón spilaði á trompet í lúðrasveit. Allt með kyn- þokka sem skákaði sjálfum Hump- hrey Bogart. Ég var mjög ung þegar ég heill- aðist af Jóni Múla og ég hef aldrei síðan efast um að það er til fólk sem er samkvæmt sjálfu sér. Það er hins vegar sjaldgæft og dýrmætt. „Her- e’s looking at you kid.“ Elsku Aggí og Lillagó, og öll fjölskylda Jóns Múla. Hugur minn er hjá ykkur. Alda Lóa. Fyrir fáum árum hélt Endur- menntunarstofnun Háskólans nám- skeið um djasshljómlist. Þar sem ég hafði ekki hundsvit á músík, en þótti gaman að sumum tegundum þeirrar listgreinar, ákvað ég að setjast á skólabekk hjá Jóni Múla Árnasyni, en hann sá um kennsluna. Tímarnir voru ekki svipaðir kennslutímum í menntó eða háskól- um, sem ég hafði stundað nám við. Ástæðan var persónuleiki kennar- ans, sem var einstakur. Hann náði með fasi sínu slíkum tökum á nem- endum og efni, að það var viðburður að sækja hvern tíma. Hann nefndi t.d. höfuðsnillinginn Louis Armstrong (hvernig var annað hægt?). Lúlli hafði verið óknytta- pjakkur sem drengur, og var stungið í rasphúsið til betrunar. Heims- byggðin má vera þakklát verði nokkrum í tugthúsinu fyrir að upp- götva einstaka músíkhæfileika drengsins, og stuðla að frama hans. Svona hlutir eru ekki skráðir í mann- kynssögunni, en Jón Múli vissi það og kryddaði kennslu sína með svona dæmi. Þegar Louis kom til Íslands upp- götvaði hann þjóðareinkenni Íslend- inga: bilaða hljóðnema. Louis týndist á milli þátta í Háskólabíói, og hélt Jón okkar Múli í leiðangur að leita gamla mannsins. Hann fannst bak- sviðs innan um stóla og drasl, hálf- lúllandi. Þetta var eins konar „lullaby“ um Lúlla. Persónunni Jóni Múla sem kenn- ara kynntumst við grannt. Hann var einstakt ljúfmenni, framkoman heillandi og í lok hvers tíma fékk kennarinn dúndurklapp, sem er nokkuð sjaldgæft í Háskólanum. Hafandi takmarkaða þekkingu á músík hefur mér oft fundizt illskilj- anlegt, hvernig staðið hefur á því, að óperettur í Vínaróperettustíl eða framhaldi þeirra hafa alveg fallið niður. Mér finnst sérlega gaman að sjá Vínaróperettur og sumar nokkr- um sinnum. Þær skapa gleði og glað- lyndi. Mér finnst, að stykkið Deliríum Bubonis, verk þeirra bræðra Jóns Múla og Jónasar bróður hans, geti talizt til eins konar óperettu, og þar finnst mér afrek hafa verið unnið. Við fráfall Jóns Múla er skarð fyr- ir skildi í tónlistarlífi Íslendinga, en alúð hans sem kennara og geislandi mannkærleikur hans gleymist ekki þeim nemendum sem nutu hans sem kennara. Því fólki, sem honum var nákomið, er vottuð samúð að hafa misst góðan listamann og mann, en þá er til að taka, að minningin stend- ur, „hveim er sér góðan getur“, eins og segir í Hávamálum. Hann skildi mikið eftir. Sveinn Torfi Sveinsson. Heiður sé þér fyrir vasklega fram- göngu í baráttunni gegn aðild Ís- lands að NATO 30. mars 1949. Þótt særi oss silfur og gull þótt sæki að oss vá eða grand vér neitum að sættast á svik og selja vort land: á fulltingi frelsisins enn vér festum vort traust eins og menn hver einasti einn. (Jóhannes úr Kötlum.) Á þessa leið hljóðaði heiðursskjal það sem Samtök herstöðvaandstæð- inga afhentu Jóni Múla Árnasyni á baráttufundi í Tjarnarbíói 30. mars 1999 þegar liðin voru 50 ár frá sam- þykkt Alþingis um inngöngu Íslands í NATO. Þar heiðruðu íslenskir frið- arsinnar þá menn sem dóma hlutu fyrir mótmælin á Austurvelli hinn 30. mars 1949. Jón Múli var þar dæmdur í 6 mánaða fangelsi eftir framburði ljúgvitna úr hvítliðasveit- unum, en ríkisvaldið heyktist á fulln- ustu dómsins, sem von var. Þrátt fyrir háan aldur og erfið veikindi mætti Jón Múli Árnason í Tjarnarbíó til að taka við viðurkenn- ingunni. Þegar hann ávarpaði sam- komuna baðst hann sérstaklega af- sökunar á að hafa ekki sýnt nægan dugnað við að reka herinn úr landi. Það er þó mála sannast að Jón Múli hafi orðið mörgum innblástur enda líklega einn þekktasti herstöðvaand- stæðingur Íslands og ódeigur að hvetja fólk til að styðja þann málstað með ráðum og dáð. Jón Múli Árnason bjó yfir mikilli og einlægri sannfæringu í þessu máli sem öðrum. Hjá honum fóru þó jafn- an saman eldmóður, listamannseðli og kímnigáfa í ágætri blöndu sem gerir það að verkum að hans verður sárt saknað af öllum þeim sem störf- uðu með honum á þessum vettvangi. Fyrir hönd Samtaka herstöðva- andstæðinga, Stefán Pálsson, formaður miðnefndar. Það var mislitur hópur ungmenna sem kom saman í fjórða bekk MR haustið 1937. Einn þeirra sem komu nýir inn í skólann þetta haust var óvenju gjörvulegur piltur, í hærra lagi, fremur þrekvaxinn og bjartur yfirlitum. Hann hlaut strax að vekja eftirtekt í skólanum með frjálsmann- legu fasi og smekkvísi í klæðaburði. Þarna var kominn á menntabrautina Jón Múli Árnason. Það duldist eng- um að Jón Múli hafði margt annað til brunns að bera en útlitið eitt, meðal annars ágæta söngrödd og svo frjótt og útsmogið skopskyn að þar sem við hin sáum bara gráleitan hversdags- leika fann hann efni í hinar kátleg- ustu frásögur og hvers kyns gam- anmál. Hláturmildur var hann jafnan og virtist ekki taka tilveruna nema mátulega hátíðlega, kannski ekki námið heldur. Eins og nærri má geta þóttu gleði- fundir innan bekkjarhópsins vart marktækir nema Jón væri þar nær- staddur og má segja að svo hafi verið allar götur síðan þó að liðinn sé hálf- ur sjöundi áratugur. Þessi æskuglöðu skólaár liðu fyrr en varði við meiri og meiri námsiðk- un, og – í bland – „alls konar skemmtilega vitleysu“, eins og skáldið komst að orði. Þá þegar var sprottinn fram vísir að flestu því sem Jón Múli varð seinna þjóðfrægur fyrir – djassinn var orðinn eitt aðaláhugamál hans, tóngáfan og húmorinn báru ávöxt í þeim sívinsælu söngvum og gaman- leikjum sem allir þekkja. Jón Múli varð allri þjóðinni sá gleðigjafi sem hann var okkur bekkjarsystkinunum í gamla daga. Ekki bar á því þá að Jón hefði áhuga á pólitík en réttlætiskennd hans og fylgi við afskipta mann- félagshópa, svo sem blökkumenn, leiddi smám saman til þess að hann tók sér stöðu utarlega til vinstri og hvikaði aldrei þaðan, hvernig sem straumar lágu. En í samskiptum hans við skólasystkinin ríktu gam- anmálin ein. Á fullorðinsárum, þegar alvaran tók völdin, gaf stundum á bátinn hjá Jóni eins og fleirum en aldrei brást honum hláturmildin og hvergi sló hann af fyrirmannlegum stíl sínum eða reisn, þó að á bjátaði. Árgangurinn okkar, 1940, þótti víst ekki líklegur til stórafreka (þó að við höfum flest orðið sæmilegir skattborgarar) – en sú skrautfjöður sem okkur er gjarnast að flíka er tví- mælalaust Jón Múli. Hann þótti því kjörinn til að koma fram fyrir hönd bekkjarins við hátíðleg tækifæri, svo sem á stúdentafögnuðum, enda var maðurinn hinn álitlegasti og prýði- lega máli farinn. Á seinni árum hefur fámennur hópur úr árgangi okkar komið sam- an eina dagstund í hverjum mánuði. Sjaldan lét Jón Múli sig vanta í þenn- an hóp. Síðast kom hann á okkar fund fyrir rúmum mánuði þótt hann væri þá þrotinn að heilsu og kröftum og yrði að hafa sjálft lífsloftið með- ferðis. Hann var þá að vanda glaður og reifur, vel til hafður og prúðbúinn. Autt sæti Jóns Múla þegar við komum saman hér eftir mun vekja söknuð í huga okkar. Ragnheiði Ástu, dætrunum fjórum og öðrum venslamönnum vottum við innilega samúð. Samstúdentar 1940. Ein af fyrstu minningum mínum er frá Þingvöllum. Það er mikil hátíð, hvít tjöld, fánar blakta, ræður eru haldnar, hljómsveit leikur en merki- legastur er sá sem virðist stjórna öllu fjörinu: Hávaxinn maður sem er klæddur í stuttbuxur einsog bróðir minn og allir strákar í Hafnarfirði þar til þeir fermast. Þessi klæðnaður á rígfullorðnum manninum veldur mér miklum heilabrotum. En móðir mín útskýrir fyrir mér að þetta sé annar Múlabræðra og þegar þeir hafi verið í Ameríku hafi þeir senni- lega lært að ganga í stuttbuxum á góðviðrisdegi einsog þessum. Þetta er á Jónsmessuhátíð ungra sósíalista árið 1949 og sólin keppist við að skína. Ég er aðeins fimm ára og veit allt sem börn sósíalista þurfa að vita um Jón Múla og hina nítján. Þeir eru hugrakkir menn. Þeir tóku þátt í mótmælunum á Austurvelli 30. mars. Þeir vilja ekki láta selja landið okkar undir herstöðvar og þess- vegna eiga þeir að fara í tugthús. Nú horfi ég því hugfangin á manninn á stuttbuxunum. Svona eru þá sjálf- stæðishetjur: Menn með fallegar raddir sem fá aðra til að hlæja og leyfa sólinni að skína á sig. Þannig greypist mynd Jóns Múla í huga mér. Hún breytist ekki þegar út- varpsmaðurinn og tónskáldið fer að auðga líf mitt einsog annarra af minni kynslóð eða þegar ég kynnist seint og um síðir manninum og læri að meta þrjósku hans, gagnrýna hugsun og óþrjótandi húmor. Mað- urinn á stuttbuxunum verður mín táknmynd um lýðræði, sjálfstæði og fallegt líf í þessu landi en ekki nafni hans Jón Sigurðsson. Að leiðarlokum þakka ég fyrir að hafa átt því láni að fagna að hafa sem barn og ungmenni fengið að gleðjast með honum og öllum hinum, sitja með þeim á löngum og ströngum fundum, ganga með þeim 1. maí og syngja fullum hálsi í Keflavíkur- göngum. Mikið hefði verið leiðin- legra og erfiðara að lifa – einkum að skilja hið þjóðfélagslega samhengi hlutanna – hefði þeirra ekki notið við. María Kristjánsdóttir. Almættið slökkti á fínasta út- varpsmanni landsins, Jóni Múla Árnasyni, án þess að spyrja kóng eða prest og maður getur nú byrjað að muna hve frábær hann var. Það er afskaplega gott fyrir þá sem hafa eitthvað að muna en vont fyrir byrj- endur í útvarpsbransanum sem hefðu gott af því að læra af því sem best var. Við erum of fljót að gleyma. Á hinni víðlendu útvarpsekru landsins vaxa misfögur blóm, sum nánast ljót en önnur ægifögur og vildu flestir fá að tína þau og setja í skrautvasa. Jón Múli tilheyrði þeim ægifögru og sjaldgæfu. Það er svo önnur saga að þjóðin verður að þola ljótu blómin á akrinum um stund en þau visna og gleymast. Jón Múli Árnason var fjölhæfur maður á allan hátt, ákaflega stríðinn, þoldi lítt við í nágrenni bjálfa, var gleðimaður og greindur og svo furðulega sem það kann að hljóma var hann kommúnisti á heimsmæli- kvarða. Hann var ritfær og rólegur, samdi lög sem þjóðin syngur og mun syngja um aldir. Jón Múli var fræg- asti djassistinn í Ríkisútvarpinu, fréttaþulurinn frábæri, dagskrárþul- urinn með fallegu röddina, morgun- haninn sem í mörg ár byrjaði að tala við þjóðina fyrir allar aldir og leika henni lög í stíl við umræðuefni sem hann valdi, allt eftir stemningu vors eða vetrar. Hann sagði okkur í fáum völdum orðum af mannlífi að vakna í Reykjavíkurborg, af einmana ketti á andaveiðum við Tjörnina, af grá- sleppukarli á siglingu með lognrák út Skerjafjörðinn, af Esjunni með vetrarsjal eða syndasel á Kolbeins- haus og allt af slíkri list að maður dauðskammaðist sín fyrir að liggja í rúminu. Þegar bróðir hans Jónas, kennari, alþingismaður og rithöfundur, sat á heimaslóðum í hinni landskunnu Austfjarðaþoku og logni en Jón Múli fyrir sunnan í súldinni sömdu þeir símleiðis Deleríum búbónis, leikrit sem gerði slíka lukku eftir útvarps- flutninginn að það var tekið til sýn- ingar í Iðnó hjá Leikfélagi Reykja- víkur og vakti gríðarlegan fögnuð og hefur síðan verið flutt víða um land. Fleira gerðu þeir fyrir leikhús og allt í gríni, en af mikilli alvöru. Nú erum þeir bræður báðir komn- ir yfir fljótið helga og, ef ég þekki þá rétt, byrjaðir að semja grín um sjálft himnaríki, húsbændur þess og hjú. Þá verður nú í raun slæmt að vera ekki dauður og geta notið grínsins, en maður má hugga sig við að flest sem þeir bræður sömdu til gleðskap- ar rann eins og rjómi í fólk og rennur enn á jörðu niðri. Ég er þess vegna fullviss um að það sem þeir semja fyrir englabörnin stór og smá geng- ur um langa eilífð. Jón Múli minn, ljúfasta þökk fyrir árin mörgu og alla skemmtunina. Bið að heilsa nafna. Jónas Jónasson. Ríkisútvarpið og Jón Múli Árna- son áttu langa og farsæla samfylgd. Þó að í lögum standi að Ríkisútvarp- ið sé stofnun í eigu íslenzka ríkisins hefur það mikla sérstöðu. Oft sæta hinar opinberu miðstöðvar valda, áhrifa og þjónustu gagnrýni af því að þær þykja fjarlægar og ópersónuleg- ar þegar almenningur þarf á þeim að halda. Um Ríkisútvarpið gegnir tals- vert öðru máli, því að vart er hægt að hugsa sér beinni og nánari samskipti stofnunar og fólksins í landinu allan sólarhringinn alla daga ársins. Fáir hafa lagt jafnmikið af mörk- um til að styrkja þessa ímynd Rík- isútvarpsins og Jón Múli Árnason. Með starfi sínu við hljóðnemann í meira en 40 ár ávann hann sér traust og vinsældir hlustenda, sem varð Ríkisútvarpinu ótvírætt til álitsauka. Frammi fyrir hlustendum og áhorf- endum Ríkisútvarpsins er ímynd stofnunarinnar fyrst og fremst per- sónubundin, raddir eða andlit fólks, nafngreindir einstaklingar, sem koma fram á hennar vegum og hafa orðið að heimilisvinum eða kunningj- um um land allt. Þetta sérstaka sam- band hefur þróazt á löngum tíma og á með öðru sinn þátt í að mikill meiri- hluti þjóðarinnar vill að Ríkisútvarp- ið verði áfram þjóðareign eins og kannanir hafa staðfest. Því má líka spyrja, hvort ekki sé réttara að kenna stofnunina framvegis við þjóð- ina frekar en ríkið. Í þjóðvarpi sínu munu Íslendingar án efa njóta fræðslu, menningar og skemmtunar um ókomin ár. Í krafti einkaleyfis síns til út- varpsreksturs þurfti Ríkisútvarpið að fullnægja margháttuðum skyld- um og kröfum samkvæmt bókinni en vera einnig vel vakandi fyrir breyt- ingum til að þjóna ólíkum smekk hins breiða hóps hlustenda. Rödd þularins Jóns Múla flutti þjóðinni al- mennar fréttir og gleðitíðindi eða harmafregnir. Hann kynnti dag- skrána og bar ásamt tæknimönnum ábyrgð á að hún kæmist út á öldur ljósvakans. Í þessu hlutverki naut Jón Múli meðfædds töfratækis, sem var hin einstaka og áheyrilega rödd hans og afburða framsagnarmáti. Lestrarkunnáttan var einfaldlega betri en flestum öðrum er gefin. Það var stíll yfir þessum verkum hjá Jóni Múla. Vegur Jóns Múla í útvarpi stóð einna hæst er hann sá um morgunút- varpið í áraraðir, hjálpaði þjóðinni við að koma sér fram úr á morgnana með notalegu tali og ljúfri tónlist, sem hann valdi af alkunnri smekk- vísi. Og það var deginum ljósara, að Jón Múli fór aldrei óundirbúinn til þessara verka að opnum hljóðnema. Atriðin voru hugsuð og mótuð en hljómuðu eins og leikin af fingrum fram þegar á hólminn var komið. Það var hin mikla list, og mættu ýmsir sem sambærilegum störfum gegna á útvarpsstöðvum samtímans taka sér slík vinnubrögð til fyrirmyndar í stað þess að láta allt vaða í beinum útsendingum án minnstu umhugsun- ar og undirbúnings. Vinnubrögð Jóns Múla í útvarpinu báru vandvirkni hans vitni. Hann gerði jafnan miklar kröfur til sjálfs sín og allra annarra, sem fluttu mál sitt í Ríkisútvarpið og komu fram í dagskrá þess. Byggðist það á næmri tilfinningu fyrir því sem vel var gert. Hún kom auðvitað ljóslega fram í margvíslegum dagskrárþáttum hans sjálfs á löngum starfsferli. Fyrir allt þetta stendur Ríkisútvarpið í mikilli þakkarskuld við Jón Múla Árnason og kveður hann með virðingu við hans hinztu dagskrárlok. Markús Örn Antonsson. Jón Múli Árnason var og er heið- ursfélagi Jazzvakningar númer eitt og á áttræðisafmæli hans færðu Jazzvakningarfélagar honum Repr- ise-upptökur Dukes Ellingtons í af- mælisgjöf. Hann setti fyrsta diskinn undir geislann og hló við þegar Ell- ington-bandið lét gamminn geisa í gullaldarópusum sveiflunnar – þótt líkaminn væri skar var sálin sterk. Þá komu upp í hugann fjölmargir tónleikar sem ég hafði setið með Jóni, svosem tónleikar Bjarne Ner- ems í Osló 1987, er við Jón sóttum ráðstefnu norrænna djassfræðinga þar í borg. Jón hló oft í barminn þeg- ar Nerem, sem Gunnar Ormslev leysti af hólmi í hljómsveit Simons Brehms í Stokkhólmi 1955, fór á kostum í boppskreyttum sveiflusóló- um. Þetta var ráðstefnan þarsem Jón mælti hin fleygu orð, er hann svaraði spurningu skandínavískra fræðinga um hvernig hefði staðið á því að Íslendingar hefðu ekki orðið forustuþjóð í norrænum djassi haf- andi bandarískan her meðan bræðraþjóðirnar voru undir járnhæl nasismans: „The U.S. army is not a jazzband“ (Bandaríkjaher er ekki djasshljómsveit).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.