Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 59
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 59
Nú er hún Begga
amma okkar farin og
við byrjum að rifja
upp nokkur ár aftur í
tímann, það er svo
margt sem kemur upp í hugann
þegar við áttum okkur á því að nú
hefur hún amma fengið hvíldina
sína. Við trúum að þér líði vel þar
sem þú ert núna elsku amma og að
þú haldir áfram að fylgjast með
okkur eins og þú hefur alltaf gert.
Við systkinin sóttum alltaf mikið
í að gista hjá ömmu þegar við vor-
um lítil. Það voru bara nokkur
skref á milli húsanna og því stutt
að fara. Það var reyndar vinsælt
meðal allra barnabarnanna og leið
varla sú vika að ekki væri einhver í
ömmubóli. Amma var alltaf svo
dugleg að lesa fyrir okkur og að
segja sögur af fólkinu í gamla
daga. Hún sagði svo skemmtilega
frá og rakti sögurnar alveg í smá-
atriðum enda minnið í góðu lagi.
Hún gat auðveldlega rifjað upp
hvenær hinir og þessir atburðir
gerðust nánast upp á dag þótt
langt væri liðið frá þeim. Það var
alltaf nóg fyrir okkur að gera hjá
ömmu, hvort sem það var að
gramsa í gömlu dóti inni í dimmu-
kompu eða að fá að sauma á gömlu
fótstignu saumavélina sem var við
hliðina á rúminu hennar. Reyndar
kom nú ekki margt nýtilegt út úr
þeim saumaskap en þolinmæði
ömmu var takmarkalaus og feng-
um við að æfa okkur eins mikið og
við vildum. Þolinmæði hennar náði
líka inn í eldhúsið þar sem barna-
börnin fengu að brasa ýmislegt,
allt frá litlum fiskum sem veiddum
í Fossánni til pönnukökubaksturs.
Rúnar náði stundum í nokkrar
loðnur í loðnubátana við bryggj-
una, og eina vonin til að fá að elda
þær var að koma með þær til
ömmu þar sem allt var leyfilegt.
Sandra tók snemma að sér að sjá
um allan pönnukökubakstur og
fljótt var komin regla á að fara í
pönnukökuveislu til ömmu um
helgar þegar Sandra gisti. Að
ógleymdum lummunum sem voru
stundum gerðar eftir hálfgerðri
naglasúpuuppskrift og jólagrautn-
um sem pabbi fékk alltaf og þótti
ómissandi. Að eldamennsku lokinni
var oftar en ekki tekið til við að
spila lönguvitleysu við eldhúsborð-
ið og yfirleitt var það frekar fjörug
spilamennska þar sem báðir aðilar
reyndu sitt besta til að svindla.
Amma var alltaf til í að gera
eitthvað skemmtilegt með barna-
börnunum sínum og var oft nóg að
gera hjá henni því mörg voru börn-
in. Amma kenndi okkur undir-
stöðuatriðin í prjónaskap og voru
prjónaðir ófáir treflarnir kvöldin
sem við gistum. Hún sat sjálf alla
daga og prjónaði enda þurfti að
hugsa fyrir mörgum afmælis- og
jólagjöfum þar sem afkomendur
hennar voru orðnir yfir hundrað
talsins. Hún hafði alla tíð mikinn
áhuga á ættfræði og vissi mikið á
því sviði.
Það sem hún ekki mundi, það
fann hún í bókum til þess að geta
sagt okkur alla söguna. Henni var
mikið í mun að ættfræðikunnáttan
bærist milli kynslóða. Hún hafði
ákaflega gaman af að segja frá
gamla tímanum og hvernig lífið
gekk fyrir sig þegar hún var ung
og tókst það svo vel að við lifðum
okkur inn í sögurnar með henni.
Elsku amma, Anna María litla
dafnar vel og sýndi um daginn að
hún man vel eftir langömmu sinni
þótt ung sé, þegar hún benti á ljós-
mynd og sagði hátt og skýrt,
BERGLAUG
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Berglaug Sig-urðardóttir
fæddist í Heiðarhöfn
á Langanesi 11. nóv-
ember 1915. Hún lést
á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði annan í
páskum og fór útför
hennar fram frá
Þórshafnarkirkju
12. apríl.
amma. Við eigum öll
eftir að sakna þín og
að koma til þín í heim-
sókn og hlusta á sög-
urnar þínar.
Þó svo að heilsan
hafi verið orðin döpur
áður en þú fluttir frá
Þórshöfn spurðir þú
alltaf um nýjustu
fréttir úr þorpinu, og
gast alltaf hlegið og
haft gaman af. Þú
varst alltaf svo ung í
anda og hress og ert
það ábyggilega enn.
Við kveðjum þig nú
elsku amma og þökkum allar sam-
verustundirnar.
Karen Rut, Rúnar Þór
og Sandra Ösp.
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustund. Minningarnar eru
góðar og hægt verður að ylja sér
við þær áfram. Við systur nutum
þess að búa í næsta húsi við þig.
Þú varst alltaf til staðar, áhugasöm
og uppörvandi. Búkonur höfðu
ætíð nóg að gera hjá og með þér.
Við bökuðum pönnukökur, prjón-
uðum, fórum í gönguferðir, t.d. inn
á Fossá með nesti, sulluðum í vatn-
inu og galsinn var mikill þegar þú
skvettir á okkur og hlóst mikið og
dátt. Þú varst góð vinkona. Við
skröfuðum mikið og þú kenndir
okkur svo margt um lífið.
Við söknum þín.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Jóhanna, Linda og Heiðdís.
Svo kær var hún okkur að við
kölluðum hana alltaf Beggu ömmu,
en hún var amma eiginmanna okk-
ar.
Hún var sterk og kraftmikil og
hafði reynt sitt í lífinu. En húm-
orinn hennar var það sem okkur
þótti vænst um.
Oft reyndi hún að leiðbeina okk-
ur og segja til og gerði það á þann
hátt að við höfðum mikið gaman af.
T.d. þegar Fanney var eitt sinn
að baka og amma tilkynnti henni
að konur bökuðu ekki í gallabux-
um, heldur í kjól eða pilsi. Og pent
sagði hún Auði að losa sig við þetta
ljóta sófasett úr því hún væri að
breyta á annað borð.
Svona kom hún hreint og
skemmtilega fram við okkur, alltaf
með svörin á reiðum höndum, létt
og kát, og okkur þótti vænt um
svona tilsagnir af hennar hálfu.
Við og fjölskyldur okkar erum
heppin að hafa notið návistar henn-
ar og geymum góðar minningar og
sögur um ömmu sem munu lifa
þótt hún sé horfin á braut.
„Hamingjan býr ekki í búpeningi
og ekki í gulli. Sálin er heimkynni
hamingjunnar.“ (Demókritos.)
Auður og Fanney.
1%
?8
/ .
6 %$ &$#
$ $ &
#&3<&$42' 3&4JK
6 4
&
1
)&
1 22
(544
6
&1 & /
00 1
" $#&$% ##
&86$#
$$ 3&%
4$% ##
B% #
$% ##
! +
$$ > C'& +$% ##
$#
$% ## G$#G$$
+& 4'$ !!$$
**+,
✝ Helga Moth Jóns-son fæddist í Elb-
erfeld í Wuppertal í
Þýskalandi 2. júlí
1914. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 15. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Anna
Elisabeth f. Schenk
og Franz Paul Moth
konsertmeistari í Fíl-
harmoníusveit Ham-
borgar. Helga fluttist
með foreldrum sínum
til Hamborgar á
fyrsta ári, en fluttist
til Íslands 11. apríl 1939.
Helga giftist árið 1942 Pétri
Jónssyni frá Nautabúi í Skaga-
firði, f. 6. apríl 1892, d. 30. sept-
ember 1964. Pétur var ekkjumað-
ur og átti níu uppkomin börn.
Fljótlega eftir giftinguna setti
Helga á stofn saumastofuna Sóley
og starfaði þar sem klæðskeri um
árabil. Barn þeirra
Helgu og Péturs er
Elísabeth Solveig
Pétursdóttir, f. 26.
september 1946,
maki Gísli Ólafsson,
f. 24. apríl 1944.
Börn þeirra eru 1)
Solveig Helga, f. 28.
júlí 1967, gift Herði
Jónssyni, f. 23. apríl
1967; börn þeirra
eru Karitas Ósk, f.
24. ágúst 1993, og
Róbert Gísli, f. 4. júní
1997. 2) Anna Elísa-
beth, f. 5. febrúar
1974. 3) Pétur Óli, f. 30. apríl 1975.
Frá 1970 bjó Helga með Sæmundi
Bergmann Elimundarsyni, f. 8.
október 1915. Hann á fjóra upp-
komna syni. Síðustu árin bjuggu
þau á Vistheimilinu Seljahlíð.
Helga var jarðsett í kyrrþey 25.
mars frá Litlu kapellunni í Foss-
vogskirkjugarði.
Hún Helga er dáin. Þótt löngu hafi
verið orðið ljóst að hverju stefndi var
fréttin þó óvænt. Kraftur hennar og
lífsvilji í gegnum veikindi síðustu ára
hafði nærri talið okkur trú um að
endalokin væru enn fjarri. Með þess-
um orðum langar mig til að minnast
hennar á fátæklegan hátt. Stærsta
minningin lifir þó í hugum okkar sem
þekktum hana og fengum að um-
gangast hana.
Helga kom inn í líf okkar bræðra
þegar hún varð ástvinur pabba, fimm
árum eftir að mamma dó. Hún hafði
einnig misst manninn sinn nokkrum
árum áður. Fljótsagt er að hún tók
okkur sem vinum og ættingjum strax
frá fyrsta degi og reyndist okkur vel.
Tveir okkar áttu eftir að búa á heimili
þeirra um lengri eða skemmri tíma
og njóta umhyggju hennar og góðs
atlætis. Við hinir sem flognir vorum
úr hreiðrinu eða bjuggum annars
staðar fengum að njóta þess að vel
væri tekið á móti okkur þegar við
heimsóttum þau. Það var ómetanlegt,
og fyrir allt þetta þökkum við. Við er-
um einnig þakklátir fyrir það hve vel
hún reyndist börnunum okkar sem
aldrei þekktu aðra ömmu í föðurætt
en hana.
Kveðjur fjölskyldna okkar og
barna fylgja þessum orðum – frá
Guðrúnu dóttur minni og fjölskyldu
hennar, og frá sonum mínum, Ólafi,
Atla, Heimi og Kristóferi, – frá Örn-
ólfi, syni Hreiðars, – frá Sæmundi
syni Sigurðar og fjölskyldu hans og
frá tvíburasonum Sigurðar, Arngrími
og Matthíasi, – og nú síðast frá Jó-
hönnu Steinu, dóttur Matthíasar.
Helga fylgdist vel með öllum þess-
um börnum, sýndi þeim áhuga og tók
vel á móti þeim. Heimir sonur minn
nefndi það við mig sérstaklega hvað
hann myndi vel að alltaf þegar við
komum í heimsókn til þeirra hafi hún
átt appelsín handa honum.
Helga var pabba ómetanleg stoð
og stytta. Kannski hefur hann sjálfur
komið best orðum að því, en í end-
urminningabókinni sinni sem út kom
fyrir tveimur árum skrifaði hann
m.a.: „Hún kom ung til Íslands og var
ekkja eftir Pétur Jónsson og hafði
sjálf tekið upp ættarnafnið Jónsson.
Helga bjó í eigin íbúð í Drápuhlíð 1
með dóttur sinni, Elísabethu. ... Ég
fluttist fljótlega til þeirra og átti þar
síðan heima næstu árin. Hreiðar son-
ur minn flutti þangað líka og átti
heima hjá okkur í nokkur ár. Helga
átti þarna fallegt heimili og mér leið
ákaflega vel þar, enda er Helga mikil
mannkostakona og okkur hefur kom-
ið vel saman alla tíð, aldrei borið
neinn skugga á. Hún var mikill ferða-
langur og við ferðuðumst saman til
útlanda á hverju ári í yfir 20 ár.“ – Og
síðar: „Um þýsku konuna mína, hana
Helgu, segi ég þetta: Enginn getur
trúað því hvað þessi kona færði mér
mikla hamingju, þegar hún kom inn í
líf mitt, og var ég þá kominn á sex-
tugsaldur. Ég þakka þér fyrir allt,
Helga mín.“
Kæra Helga mín, ég vil að lokum
þakka þér fyrir hvað þú hefur reynst
okkur öllum vel. Sérstaklega vil ég
þakka þér fyrir hve vel þú hefur
hugsað um hann pabba. Frá honum
flyt ég þér einnig ástar- og saknaðar-
kveðjur. Ingu systur þinni og Elísa-
bethu dóttur þinni og fjölskyldu
hennar færum við einnig innilegustu
samúðarkveðjur. Ykkar missir er
mikill.
Guðmundur Sæmundsson.
Elsku amma mín. Mig langar að
þakka þér fyrir allt. Alla þá ást sem
þú sýndir mér alltaf, frá þeim degi
þegar ég fæddist til dagsins þegar þú
lést. Dyrnar þínar voru alltaf opnar
og oft leitaði ég skjóls hjá þér.
Alla þriðjudagana, en þá komst þú
alltaf í heimsókn til okkar á meðan
við systkinin vorum lítil. Þetta voru
góðir dagar, oftast voruð þið mamma
að vinna einhverja handavinnu, við
sátum við eldhúsborðið og mikið var
spjallað. Þú komst alltaf með sama
strætisvagninum um morguninn og
tókst vagninn á sama tíma um eft-
irmiðdaginn. Allt var í föstum skorð-
um, en það var einmitt þinn stíll.
Allt það sem þú saumaðir og bjóst
til handa mér, en þú varst mikill snill-
ingur í höndunum. Það gladdi mig
mikið að geta gift mig í fallega kjóln-
um sem þú saumaðir á sínum tíma
handa mömmu og litli fallegi skírn-
arkjóllinn hefur líka verið vel nýttur í
fjölskyldunni.
Allar góðu gjafirnar sem þú gafst
mér í gegnum tíðina. Mér er ofarlega
í huga pelsinn sem þú gafst mér núna
undir lokin. Þú varst mjög veik uppi á
spítala en þér var umhugað um að ég
fengi pelsinn því það var svo kalt úti.
Síðan er það hringurinn, hringurinn
sem þú sagðir alltaf að ég fengi þegar
þú myndir deyja. Hann er með rauð-
um rúbín, mánaðarsteini júlímánað-
ar, en þá eru einmitt afmælisdagarn-
ir okkar beggja.
Allt þetta mun ég bera með stolti
og minnast þín, amma mín.
Góða ferð, elsku amma, góða nótt.
Þín
Solveig Helga.
Mig langar með fáum orðum að
minnast og þakka Helgu fyrir rækt-
arsemi og góðmennsku, en Helga var
seinni kona afa míns Péturs Jónsson-
ar.
Það hlýtur að hafa verið erfitt
ungri konu, og þá ekki síst erlendri,
að aðlagast því að honum fylgdu níu
uppkomin börn, tengdabörn og
aragrúi barnabarna. Öllu þessu tók
Helga af stakri ró og festu og hélt
flottustu jólaboðin í bænum fyrir
okkur, barnabörn afa. Það er ekki
síst Helgu að þakka að við kynntumst
afa og einnig að barnabörnin kynnt-
ust. Hún veitti honum öryggi og ró og
áttu þau saman rúm tuttugu góð ár,
en afi lést 1964.
Þar sem Helga var stjúpmóðir
móður minnar og þeirra systkina
gekk hún alltaf undir nafninu Helga
stjúpa í stórfjölskyldunni. Það vissu
allir við hvern var átt þegar sagt var
Helga stjúpa og fyrir kom að spurt
var hvað heitir hún Helga stjúpa ef
einhver þurfti að ná til hennar.
Helga og afi eignuðust eina dóttur,
Elísabeth Sólveigu, og voru hún og
maður hennar, Gísli Ólafsson, og
börn þeirra, Sólveig Helga, Anna El-
ísabeth og Pétur Óli, stærsta gleði
Helgu, enda hafa þau sýnt henni
mikla alúð og væntumþykju.
Það var alltaf gott samband milli
hennar og móður minnar og naut ég
góðs af því. Helga og afi reyndust
móður minni mikil stoð þegar faðir
minn lést og fyrir það vil ég þakka.
Ég minnist margra heimsókna
sem barn í Drápuhlíðina og þar var
stundum boðið upp á öðruvísi mat en
maður átti að venjast og þar sá ég t.d.
í fyrsta skipti aðventukrans svo fátt
sé nefnt.
Helga var klæðskeri að mennt og
vann um árabil við sauma og þeir
voru ófáir sem notuðu sér þá þjón-
ustu, enda var hún einstaklega vand-
virk og nákvæm í sínum störfum.
Helga hélt alltaf góðu sambandi
við fjölskyldu sína í Þýskalandi, eink-
um systurina Inger, og naut þess að
fara í heimsóknir meðan heilsan
leyfði.
Sambýlismaður hennar til margra
ára var Sæmundur Elimundarson og
votta ég honum samúð mína sem og
Lísbeth og hennar fjölskyldu.
Góð kona er gengin. Guð blessi
minningu Helgu Moth Jónsson.
Sigrún Jörundsdóttir.
HELGA MOTH
JÓNSSON
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í
símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is).
Nauðsynlegt er, að símanúm-
er höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstak-
ling birtist formáli, ein uppi-
stöðugrein af hæfilegri lengd,
en aðrar greinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina