Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 66
66 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
SUMIR andlegir gúrúar hafa þá
kenningu að áður en við fæðumst
ákveðum við hvar við ætlum að fæð-
ast næst, aðrar andlegar kenningar
tala um að það muni vera örlaga-
tengt hvar við fæðumst í næsta lífi og
átt er þá við hvernig við hegðuðum
okkur í lífinu þar á undan. Það skal
ósagt látið og Guð einn veit hvernig
þessu er háttað, hvaða sviðsmynd við
fáum og hvaða hlutverk veljast í
kringum blessuðu englana sem
lenda hérna niðri á jörðinni. Það sem
knýr mig áfram að skrifa þessa grein
er það svöðusár í hjartanu sem grær
ekki, sem sum börn verða fyrir þeg-
ar æskan er tekin frá þeim. Þá á ég
þar við þegar þeirra forsjármenn
sem í flestum tilvikum eru foreldrar
þeirra, hafa tekið þá ákvörðun að ala
af sér barn í þennan heim eru ekki að
standa sig á einn eða annan hátt sem
foreldri. Ástæðan er oftast vímu-
efnaneysla. Það fólk er engan veginn
að átta sig á ábyrgðinni sem fylgir
því að vera foreldri, dæmið snýst því
við og börnin reyna að verða foreldr-
ar foreldra sinna. Að neita að taka
ábyrgð er í raun að neita því að verða
fullorðinn, það er dæmi sem gengur
ekki upp. Lífið er þróun og þróunin
verður að koma, annars verður
stöðnun og stöðnun í lífinu er ætíð til
hins verra. Lífið er breytilegt í allri
sinni mynd. Nú líður að kosningum
fyrir næstu 4 árin í borginni. Mig
langar að sjá þann flokk sem ætlar
að leggja áherslu á að huga að for-
vörnum, ekki bara fyrir getnaðar-
varnir heldur forvarnir er varðar
ábyrgðina á að ala upp einstakling.
Hvaða flokkur ætlar að huga að for-
vörnum er varða fíkniefni, áfengis-
neyslu og afskiptaleysi gagnvart
smáfólkinu. Börn þurfa ást, öryggi
og athygli. Ef ekki hefur tekist hjá
ömmunum og öfunum að ala upp for-
eldra sem standa sig gagnvart
barnabörnum þá verða yfirvöld að
grípa inn í með forvörnum. Það er
best að gera með kynningarstarfi
sem miðar markvist að því að búa til
betri foreldra í samfélaginu sem við
búum í. Ég myndi vilja sjá foreldra í
borginni eiga áhugamál sem passa
fyrir börnin, foreldra sem opna augu
barnsins fyrir því heilbrigða sem til
er í lífinu. Foreldra sem ákveða að
hætta að drekka eða dópa til að geta
átt heilbrigða stund með barninu
sínu, farið út að ganga með barninu,
farið niður á tjörn með barninu, farið
út í náttúruna með barninu, spilað á
spil með barninu. Það þarf ekki að
kosta mikla peninga að sinna
barninu sínu, barnið borgar það
margfalt til baka þegar því líður vel,
þá er eins og það sendi kærleik í
hjarta foreldra sinna sem eru ekki
metnir til fjár. Kærleikurinn græðir
allt, enda er hann í eðli sínu tær, fal-
legur, sannur og hreinn.
HALLDÓRA MARÍA
STEINGRÍMSDÓTTIR,
snyrtifræðingur.
Villibörn
Frá Halldóru Steingrímsdóttur:
„ÁGÆTI Jón. Umsókn yðar um
leikskólapláss fyrir Óskírðan Jóns-
son hefur verið tekin fyrir og met-
in sem forgangs-
umsókn. Ætla
má að pláss
verði laust eftir
7 ár. Leikskól-
inn.“
Myndum við
sætta okkur við
svona svar og
þessa þjónustu
ef hún væri með
þessum hætti?
Nei.
Svona svar fékk 78 ára gömul
móðir mín frá borgaryfirvöldum
við umsókn um að fá leigða þjón-
ustuíbúð. Hún er metin af sömu yf-
irvöldum í flokki þeirra sem þurfa
á hvað brýnustu úrlausn að halda.
Hún þarf að bíða allt að 2 ár. Á
meðan er hún fangi heima hjá sér
þar sem hún kemst ekki lengur
upp og niður stigana af sjálfsdáð-
um vegna lungnasjúkdóms. Þar að
auki er íbúðin við eina af fjölförn-
ustu götum borgarinnar þannig að
ekki er hægt að opna glugga vegna
hávaða og umferðarmengunnar.
Nú nýlega fékk hún blóðtappa í
lungun að auki vegna kyrrsetu.
Ég held að hvert ár sem við lif-
um umfram ákveðinn meðalaldur
sé eins og lottóvinningur. Þess
vegna geta 2 ár fyrir 78 ára gaml-
an einstakling verið álíka óskyn-
samleg og tilgangslítil bið eins og
að úthluta Óskírðum Jónssyni leik-
skólaplássi eftir 7 ár en þá ætti
hann að öllu jöfnu að vera kominn í
grunnskóla.
Vanmáttur borgaryfirvalda í
þessum málaflokki er öllum til
skammar. Einstaklingar sem unnið
hafa hörðum höndum allt sitt líf til
að tryggja þeim sem á eftir koma
betri lífsgæði eiga betra skilið.
Kjör þessa fólks og afdrif virðast
vera háð duttlungum stjórnmála-
manna hverju sinni. Ætla má að
núverandi valdhöfum borgarinnar
hefði verið í lófa lagið að marg-
falda framboð af þjónustu borg-
arinnar til gamla fólksins með því
að sleppa Línu.net ævintýrinu og
eldri valdhöfum með því að sleppa
byggingu Perlunnar.
Þetta er fyrst og fremst spurn-
ing um forgangsröð og foreldrar
okkar eiga skilið að hún sé þeim
meira í hag en núna er, svo að þeir
geti lifað við sæmilega reisn.
Eigum við skilið að fá betri með-
ferð en foreldrar okkar þegar
kemur að okkur ?
BIRGIR GUNNLAUGSSON,
Leiðhömrum 17, Reykjavík.
Er við einhvern
að sakast?
Frá Birgi Gunnlaugssyni:
Birgir
Gunnlaugsson