Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 73
Kátir piltar komu víða við á sínum tíma og gerðu m.a. stuttmyndina
„Hinir ómótstæðilegu“. Hér er Hjörtur Howser í hlutverki alþjóðlega
glæpamannsins Ástvalds og Steinn Ármann í hlutverki Sáms Tymanns.
„ÉG er ofsóttur … af feitum kon-
um,“ sungu Kátu piltarnir úr Hafn-
arfirði fyrir einum fjórtán árum.
Talsmaður sveitarinnar sver og sárt
við leggur að lagið, sem varð mikill
útvarpssmellur, sé framlag þeirrar
eðlu sveitar til kvennabaráttunnar.
Lagið er tekið af plötunni Einstæðar
mæður, sem út kom á vínylformi árið
1988. Þessi grínaktugi grall-
aragripur kemur nú út í fyrsta skipti
á geisladiski og kemur sveitin saman
aftur í Leikhúskjallaranum af því til-
efni.
Jakob Bjarnar Grétarsson er gít-
arleikari Kátra pilta og upplýsir
hann blaðamann um að sveitin hafi
orðið til, nánast óvart, upp úr vina-
og félagahópi í Flensborgarskóla.
Legið í loftinu
„Endurútgáfan er nú búin að
liggja lengi í loftinu,“ segir Jakob. „Á
þeim tíma sem platan kom út voru
vínylplöturnar byrjaðar að hverfa af
markaðnum, þannig að það hefur
verið draumur okkar lengi að koma
þessu á geislatækt form. Þar að auki
vorum við aldrei neitt sérlega
ánægðir með skurðinn á plötunni,
platan hljómaði kannski ekki eins vel
og efni stóðu til. Þannig að hljóm-
gæðin eru nú orðin talsvert meiri og
við erum ákaflega lukkulegir með
það.“ Jakob segir tildrög plötunnar
skondin: „Við vorum nú bara að grín-
ast með þessa hljómsveit – spiluðum
í mesta lagi á einhverjum uppá-
komum í skólanum. En svo var það
einhvern tíma þannig að við ætluðum
í bíó strákarnir. Nenntum því ekki
og fórum í bílskúr heima hjá okkur
Atla bró og tókum upp, við afar
frumstæðar aðstæður, nokkur lög
okkur til skemmtunar. En „foring-
inn“ svokallaður, hann Hallur Helga-
son, lætur sér nú fátt fyrir brjósti
brenna og stormaði á fund Jóns
Ólafssonar í Skífunni og sannfærði
hann um að þetta væri nú eitthvað
sem ætti aldeilis heima á hljómplötu.
Ég veit nú ekki hvort Jón var svo of-
boðslega hrifinn af þeirri tónlist sem
honum var þarna boðin til hlustunar,
ég held öllu frekar að hann hafi orðið
hrifinn af þessum frakka unga manni
sem óð þarna inn og talaði við hann á
jafningjanótum!“ Jakob segir að á
þessum tíma hafi ýmis bönd verið að
æfa og vonast eftir samningum.
„Sumir voru að æfa sig nánast
rænulausa í loftlausum bílskúrum,
leggjandi mikla vinnu í „demóin“ sín
og nagandi þröskuldinn hjá Jóni.
Þannig að við urðum varir við nokk-
urn kala í okkar garð, fólki fannst
eins og við hefðum ruðst fram fyrir
röðina og ættum þetta ekki skilið!“
Feitir karlar
Kátir piltar hafa jafnan verið
stimplaðir sem gleðipoppband, að
sögn Jakobs, nokkuð sem þeir fé-
lagar hafa ekki verið alls kostar sátt-
ir við.
„Við vorum alltaf að reyna að vera
rokkarar, eins langt og það náði. En
við, sem þóttumst eiga rætur í rokki
og jafnvel pönki, vorum alltaf nefnd-
ir í sömu andrá og Jójó, Greifarnir
og Stuðkompaníið, með fullri virð-
ingu fyrir þeim sveitum, sem stefndu
mjög markvisst á ballmarkað. Við
litum svona meira á okkur sem
hreyfingu kvikmyndagerðar- og
hljómlistarmanna. En það telst nú
væntanlega yfirmáta hallærislegt að
láta einhverjar flokkanir poppfræð-
inga fara í taugarnar á sér auk þess
sem stimpilinn má líka rekja til
nafnsins Kátir piltar. Jú og svo
helv … hans Davíð Þórs sem samdi
þetta lag, „Feitar konur“, sem varð
svo okkar kennimark – okkur til
nokkurrar armæðu. Án nokkurs vafa
mun einhver gríngosinn tala um okk-
ur sem „Feita karla“ í Þjóðleik-
húskjallaranum í kvöld,“ segir Jakob
að lokum og hlær við.
Kjallarinn verður opnaður í kvöld
kl. 21.00 og verður ýmislegt til upp-
hitunar. Til dæmis mun gríneykið
Radíusbræður rekja sögu þessarar
sérstæðu hljómsveitar. Piltum til að-
stoðar í kvöld verða þeir Magnús
Einarsson gítarleikari og Eysteinn
Eysteinsson slagverksleikari.
Kátir piltar halda endurútgáfutónleika
arnart@mbl.is
Hinir ómótstæði-
legu snúa aftur
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 73
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 338
„Splunkunýtt framhald af
ævintýri Péturs Pan!“
Sýnd kl. 8 og 10.10.
B.i. 16. Vit 366.
Sýnd kl. 2 og 6. Vit 349.
Frábær grín/spennumynd með þeim Eddie Murphy,
Robert De Niro og Rene Russo í aðalhlutverki. Hérna
mætast myndirnar „Lethal Weapon“ og „Rush Hour“
á ógleymanlegan hátt. Ekki missa af þessari!
DV
ANNAR PIRRAÐUR.
HINN ATHYGLISSJÚKUR.
SAMAN EIGA ÞEIR AÐ
BJARGA ÍMYND
LÖGREGLUNNAR
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit nr. 358.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 357.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 367.
Flottir bílar,
stórar byssur
og harður nagli
í skotapilsi.
HL. MBL
Sýnd kl. 10. Vit . 351
ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDIN
FRUMSÝNING
Jim Broadbent hlaut að auki Golden Globe verðlaunin fyrir besta
aukahlutverk karla. Óskarsverðlaunahafinn Judi Dench ("Shakespeare in
Love") og Kate Winslet ("Sense & Sensibility", "Titanic") voru báðar
tilfnefndar til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í "Iris
enda sýna þær stjörnuleik í myndinni.
Hér er á ferðinni sannkölluð kvikmyndaperla sem enginn má missa af.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit nr. 360.
Sýnd kl. 6 og 8. Vit 357.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12. Vit nr. 356
Eitt magnaðasta ævintýri
samtímans eftir sögu H G Wells
HK. DV
1/2Kvikmyndir.com
1/2HJ. MBL
RadioX
Ó.H.T. Rás2
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal.
Hverfisgötu 551 9000
Síðast barðist hann við mestu óvini sína. Nú munu þeir snúa bökum saman
til að berjast við nýja ógn! Ótrúlegar tæknibrellur og brjálaður hasar!!!
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára
Sýnd kl. 5.45 og 8.
HEIMILDAR & STUTTMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
17 - 21.04 2002. SJÁ SÉR AUGLÝSINGU UM SÝNINGARTÍMA
Í MORGUNBLAÐINU.
www.regnboginn.is
2 Óskarsverðlaun
Yfir 30.000
áhorfendur
Missið ekki af
fyndnustu mynd
ársins
kvikmyndir.com
MBL DV
Sýnd kl. 10.15.
B.i 16.
Sýnd kl. 8 og 10.40.
B.i 16.
SV. MBL
Harmonikudagur í Ráðhúsinu
Tvennir tónleikar.
Almenni Músíkskólinn – Nemendatónleikar kl. 14
Harmonikumiðstöðin – Tónleikar kl. 16
Margar okkar skærustu stjörnur í dag svo sem:
Mattías, Ása, Ingunn, Margret og Hekla.
Gestahópar FHU, Suðurnesjum. Karl Adólfsson og félagar,
Eldborgarkvartettinn, Stormurinn.
Aðgangur ókeypis.