Morgunblaðið - 12.05.2002, Page 6

Morgunblaðið - 12.05.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 5/5 –11/5 ERLENT INNLENT  Sjálfstæðisflokkurinn fengi rúmlega 40% greiddra atkvæða, ef geng- ið væri til alþingiskosninga nú, Samfylkingin fengi rúm 22% greiddra at- kvæða, Vinstrihreyfingin- grænt framboð rúm 19%, Framsóknarflokkurinn tæplega 16% og Frjálslyndi flokkurinn 2%. Þetta eru niðurstöður skoðanakönn- unar sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Ís- lands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 20. apríl til 2. maí.  SEX framboðslistar bjóða fram í borgarstjórn- arkosningunum í Reykja- vík en frestur til að skila inn framboðslistum rann út um síðustu helgi. Tvö ný framboð komu þá fram, H- listi húmanista og Æ-listi Vinstri hægri snú. Þá eru í framboði R-listi, D-listi, A- listi og F-listi.  LÖGREGLAN í Keflavík rannsakar skemmdir á gróðri og landi eftir að varnarliðsmenn festu sex jeppa um síðustu helgi í brekkum við Krókamýrar, sem eru skammt norðan Vigdísarvalla.  SJÁLFKJÖRIÐ verður í sjö sveitarfélögum í sveit- arstjórnarkosningunum 25. maí nk. vegna þess að einungis einn framboðslisti kom fram. Þá verður óbundin kosning í 39 sveit- arfélögum þar sem engir framboðslistar komu fram.  KAUPTHING í New York hefur selt erlendum fjárfestum íslensk rík- isskuldabréf fyrir 17 millj- arða kr. nettó á þessu ári. Höfðar opinbert mál á hendur Árna Johnsen RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað opinbert mál á hendur Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanni. Eru hon- um gefin að sök, í 27 liðum, brot á al- mennum hegningarlögum; fjárdrátt- ur, umboðssvik, rangar skýrslur til yfirvalda og mútuþægni í opinberu starfi sem alþingismaður, formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins og formaður byggingarnefndar Vestnor- ræna ráðsins, Brattahlíðarnefndar. Árni Johnsen sagði í grein í Morgun- blaðinu á föstudaginn að 11 ákæruat- riði af 27 væru rétt, 8 beinlínis röng, 2 rangtúlkuð, 5 væru bæði rétt og röng og 1 kæmi málinu ekkert við. Sendinefnd á vegum Alcoa á Íslandi SENDINEFND á vegum bandaríska álfyrirtækisins Alcoa kom til Íslands sl. mánudag til viðræðna við íslensk stjórnvöld vegna álversframkvæmda á Reyðarfirði. Alcoa er að kanna mögu- leika á að taka þátt í þeim fram- kvæmdum. Talsmaður Alcoa sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtæk- ið hefði mikinn áhuga á að reisa álver á Reyðarfirði sem fengi raforku frá stórri vatnsaflsvirkjun á borð við Kárahnjúkavirkjun. 77–87% lýstu andstöðu við ESB AFGERANDI andstaða kom fram við aðild Íslands að Evrópusambandinu í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir forsætisráðuneytið, en í könnun- inni eru ákveðnar forsendur um áhrif aðildar lagðar fyrir svarendur. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77 til 87% vera andvíg aðild að gefnum þeim forsendum sem nefndar voru í spurn- ingunum. UMSÁTRI ísraelskra hermanna við Fæðingarkirkjuna í Betlehem lauk á föstudag þegar samkomulag náðist um að hópur palestínskra byssumanna, sem þar voru innandyra ásamt tæplega 200 öðrum, færu í útlegð. Þrettán mannanna fóru beint til Kýpur, þar sem þeir munu dvelja þar til ákveðið hefur verið hvaða ríki tekur við þeim. Tuttugu og sex fóru hins vegar til Gaza og var þeim þar fagnað sem hetjum. Fyrr í vikunni hafði liðsmaður Ham- as-samtakanna sprengt sjálfan sig í loft upp á knæpu í bæ nálægt Tel Aviv, með þeim afleiðingum að sextán manns biðu bana. Atburðurinn dró úr vonum um að friðvænlegra yrði um að litast í Mið- Austurlöndum og bíða menn þess nú að Ísraelsstjórn fyrirskipi her sínum að hefja að nýju hernaðaraðgerðir á heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna. Ísraelar hafa undanfarna daga verið að safna liði í nágrenni Gazasvæð- isins en fjölmiðlar í Ísrael fullyrtu hins vegar á föstudag að stjórnvöld hefðu skotið hernaðaraðgerðum á frest vegna leka um eðli og umfang aðgerðanna. Chirac endur- kjörinn forseti JACQUES Chirac var endurkjörinn forseti Frakklands í seinni umferð for- setakosninganna sem fram fóru sl. sunnudag. Chirac sigraði þjóðernis- sinnann Jean-Marie Le Pen með yfir- burðum, hlaut 82,21% atkvæða en Le Pen fékk 18,04%. Kjörsókn var mun meiri en í fyrri umferðinni eða nær 80% en rúm 4% skiluðu hins vegar auðu. Chirac hefur skipað hægrimanninn Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra í stað sósíalistans Lionels Jospins en Jospin sagði af sér embætti eftir hrak- farir sínar í fyrri umferð forsetakosn- inganna. Lenti hann þar í þriðja sæti en öllum að óvörum tókst Le Pen að tryggja sér annað sætið. Umsátrinu í Betlehem lokið  UMDEILDUR hol- lenskur stjórnmálamaður, Pim Fortuyn, var borinn til grafar á föstudag en Fortuyn var myrtur í Hil- versum á mánudag. Fortuyn var leiðtogi hægriöfgamanna og hafði verið talið líklegt að flokkur hans myndi hljóta umtalsvert fylgi í þing- kosningunum sem fram eiga að fara í Hollandi eftir helgi. 32 ára maður, sem sagður er öfgasinn- aður baráttumaður fyrir réttindum dýra, var handtekinn vegna morðs- ins.  Herforingjastjórnin í Búrma veitti á mánudag Aung San Suu Kyi, leið- toga lýðræðissinna í land- inu, ferðafrelsi en hún hefur setið í stofufangelsi í hálft annað ár. Hefur ákvörðunin glætt vonir um aukið lýðræði í Búrma. Suu Kyi segir að stjórnin hafi leyst hana úr stofufangelsinu án skilyrða.  112 manns biðu bana þegar flugvél kínverska flugfélagins China North- ern Airlines lenti í hafinu nærri borginni Dalian í Norðaustur-Kína á þriðju- dag. Ljóst þykir að mikill eldur hafi komið upp í farþegarýminu, með fyrr- greindum afleiðingum.  ELLEFU Frakkar og þrír Pakistanar fórust í sprengjutilræði í Karachi í Pakistan. Talið er hugs- anlegt að ódæðismenn- irnir hafi verið úr röðum liðsmanna al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. MENNINGARHÁTÍÐIN List fyrir Palestínu verður haldin á stóra sviði Borgarleikhússins á morgun, mánudaginn 13. maí, frá klukkan 17:00 til 21:00, en allir sem að sýningunni standa gefa vinnu sína og andvirði verka og aðgangseyrir rennur óskertur til hjálparstarfa í Palestínu. Jóhanna Bogadóttir, myndlist- armaður og einn af aðstandend- um sýningarinnar, segir að hug- myndin hafi orðið að veruleika eftir að hópur listafólks hafi rætt um hvað væri hægt að gera til aðstoðar í Palestínu, en að hátíð- inni standa einstaklingar, hópar og samtök íslenskra listamanna auk félagsins Ísland-Palestína. Hún segir að margir listamenn hafi verið tilbúnir að gefa verk og þeir hefðu örugglega verið fleiri ef undirbúningstími hefði verið lengri en málið hefði verið ákveðið í miklum flýti. Dagskráin á stóra sviðinu hefst kl. 17:00 og á dagskrá eru ljóð, söngur, leiklist, tónar og dans, en í anddyri Borgarleikhússins verður myndlistarsýning þar sem seld verða verk eftir fjölda íslenskra myndlistarmanna með 40% af- slætti. Myndlistarmennirnir sem gefa verk sín eru Anna Eyjólfsdóttir, Anna Líndal, Arngunnur Ýr Gylfa- dóttir, Bjarni Björgvinsson, Borg- hildur Óskarsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Krist- jánsdóttir, Hallsteinn Sigurðsson, Harpa Björnsdóttir, Helga Ár- manns, Hrafnhildur Sigurðardótt- ir, Jóhanna Bogadóttir, Jón Axel Björnsson, Jón Reykdal, Jón Sig- urpálsson, Kristín Jónsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdótt- ir, Messíana Tómasdóttir, Ósk Vil- hjálmsdóttir, Ragnheiður Jóns- dóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Ráðhildur S. Ingadóttir, Sigrid Valtingojer, Sigrún Eldjárn, Sig- urður Magnússon, Sigurður Þór- ir Sigurðsson, Steinunn Mar- teinsdóttir, Tolli, Tryggvi Ólafsson, Tumi Magnússon, Val- garður Gunnarsson, Valgerður Hauksdóttir, Þorbjörg Höskulds- dóttir, Þórður Hall og Þorgerður Sigurðardóttir. Á stóra sviðinu leikur Bryndís Halla Gylfadóttir á selló og Steinunn Birna Ragnarsdóttir á píanó, en Guðmundur Andri Thorsson flytur ávarp. KK skemmtir, Anna Kristín Arn- grímsdóttir og Hjalti Rögnvalds- son verða með ljóðalestur og auk þess koma fram Rússíbanarnir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngvari, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, Graduale-kórinn, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleik- ari, og Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari, Bubbi Morthens, XXX Rottweilerhundar og Jazz- sveit Tómasar R. Einarssonar. Þá sýnir Íslenski dansflokkurinn brot úr Sölku Völku, nýju verki eftir Auði Bjarnadóttur og kór Lang- holtskirkju syngur. Kynnir verður Tinna Gunnlaugsdótti, leikari og formaður Bandalags íslenskra listamanna. „Við köllum þetta litla listahátíð og vonum að fólk kunni að meta framtakið og mæti,“ segir Jóhanna Bogadóttir, en aðgöngumiðaverð er 1.800 krónur. Menningarhátíð í Borgarleikhúsinu List fyrir Palestínu Hvíta húsið hefur hannað veggspjald vegna hátíðarinnar. LJÓST er orðið að ekki verð- ur að sinni af hugsanlegum málaferlum Íslendinga gegn bandarískum tóbaksframleið- endum. Tveir íslenskir lög- menn, Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. og Gunnar G. Schram prófessor, hafa haft milligöngu um athugun bandarísks lögfræðifirma á því hvort íslenskir tjónþolar kunni að eiga skaðabótakröf- ur á hendur bandarískum tób- aksframleiðendum en nú þyk- ir sýnt að ekki sé hægt að ná þessum kröfum fram. Undirritaðir voru 18 samn- ingar íslenskra tjónþola við lögfræðifirma í Houston í Texas á árinu 2000, þar sem firmað tók að sér athugun og kröfugerð fyrir þeirra hönd vegna skaðsemi af tóbaks- neyslu. Tóbaksfyrirtæki gátu fengið málum vísað til alríkisdómstóla Í tilkynningu frá lögmönn- unum í gær segir að sá tími sem liðinn er hafi farið í til- raunir lögfræðifirmans til að koma málunum fyrir dómstóla í Texas þar sem firmað taldi að málin ættu möguleika. Það hafi ekki tekist þar sem tób- aksfyrirtækin gátu fengið málunum vísað til alríkisdóm- stóla, sem hafi hafnað því að skilyrði væru til staðar til að koma kröfunum fram. Í framhaldi af því freistuðu bandarísku lögmennirnir þess að finna lögmenn í öðrum ríkjum Bandaríkjanna sem væru tilbúnir að taka málin að sér. Þær tilraunir báru ekki árangur og með bréfi 27. mars tilkynntu þeir að þeir gætu ekki rekið þessi mál frekar fyrir hina íslensku tjónþola. Ekki verður af málaferl- um á hendur tóbaksfram- leiðendum VÍKINGASÝNING Smithsonian- stofnunarinnar í Bandaríkjunum var opnuð að viðstöddum um eitt þúsund gestum í Þjóðmenningarsafni Kan- ada, Canadian Museum of Civiliza- tion, í Ottawa í Kanada í vikunni. Safnið er mest sótta safn Kanada. Haraldur Noregskonungur og frú Clarkson, landstjóri Kanada, héldu ræður, en norsku konungshjónin eru í opinberri heimsókn í Kanada um þessar mundir. Bæði nefndu þau Ís- land og Íslendingasögurnar í ræðu sinni, en konungur talaði fyrir hönd allra Norðurlandanna fimm, enda stendur Norræna ráðherranefndin að sýningunni. Margir íslenskir munir eru á þess- ari glæsilegu sýningu, þ.m.t. forn handrit. SÍF Kanada lagði til ís- lenskan saltfisk og Iceland Seafood í Virginíu sendi Hilmar B. Jónsson, matreiðslumeistara, til að matreiða hann. Vöktu saltfiskbollur hans mikla lukku. Á borðum var og ís- lenskt vatn, Iceland Spring Water. Víkingasýningin verður opin til 14. október nk. og eru margvíslegir atburðir tengdir Norðurlöndum á dagskrá allan þann tíma. Í tengslum við víkingasýninguna var ljósmyndasýning Páls Stef- ánssonar opnuð í Canadian Museum of Nature að viðstöddum um eitt hundrað gestum. Joanne di Cosimo, safnstjóri, sem er af vestur- íslenskum ættum, flutti ávarp, Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, hélt ræðu og loks talaði Páll Stefánsson um myndirnar og hvernig það er að vera ljósmynd- ari á Íslandi. Sýningin ber yfirskrift- ina Iceland, land of the Vikings og verður opin til 1. júlí nk. Í fyrrakvöld var upplestur í kan- adísku listamiðstöðinni í Ottawa og var lesið úr enskum þýðingum á bókmenntum Norðurlanda. Sýn- ishorn úr Íslendingasögunum voru á dagskrá og einnig lásu ungir kan- adískir nemendur stutt sýnishorn úr enskum þýðingum á verkum Thors Vilhjálmssonar, Steins Steinars, Stefáns Harðar Grímssonar, Sigfús- ar Bjartmarssonar, Elísabetar Jök- ulsdóttur, Einars Más Guðmunds- sonar, Kristínar Ómarsdóttur, Braga Ólafssonar, Vigdísar Gríms- dóttur, Guðmundar Steinssonar og Guðbergs Bergssonar. Frá opnun víkingasýningarinnar í Ottawa. Frá vinstri: Magnús Bjarna- son, starfandi aðalræðismaður Íslands í New York, Anna Birgis sendi- herrafrú, Hilmar B. Jónsson matreiðslumaður og Hjálmar W. Hann- esson sendiherra sem var opinber fulltrúi Íslands við opnunina. Fjölmenni á vík- ingasýningunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.