Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 55 EFTIR langan aðdraganda og und- irbúning er heimildarmynd fyrir sjónvarp um Tyrkjaránið tilbúin, og því var efnt til forsýningar á mynd- inni um daginn. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra tók formlega í notkun vefsíðu um Tyrkjaránið og heimildarmyndina (http://servef- ir.ruv.is/heimildamynd), ensk kynn- ingarmynd um myndina var sýnd og einnig fyrsti hluti myndarinnar, Náðarkjör, sem er 44 mínútur að lengd. Myndin verður sýnd í kvöld og tvo næstu sunnudaga í Sjónvarp- inu. Útflutningsvara Kvikmyndafélagið Seylan vann myndina í samvinnu við Sjónvarpið, en að Seylan standa Hjálmtýr Heið- dal framleiðandi, Guðmundur Bjart- marsson kvikmyndatökumaður og Þorsteinn Helgason höfundur og leikstjóri. Hjálmtýr segir að þeir hafi farið af stað með verkefnið árið 1993, en tök- ur hafi ekki hafist fyrr en árið 2000 vegna hversu langan tíma tók að fjármagna myndina sem kostaði um 16 milljónir alls. – Og hefur tekist að selja hana til útlanda? „Já, við fórum á ráðstefnu í Boston í október og vöktum mikla athygli. Svo náðum við samningi við tvær er- lendar stöðvar, frá Hollandi og Ír- landi, og erum með fleiri í takinu. Nú erum við að vinna erlendar útgáfur af myndinni til að mæta stöðlum hverrar þjóðar fyrir sig. Svo við er- um að fara í tökur.“ Hjálmtýr segir engin leikin atriði vera í myndinni en eitt sviðsett atriði á Austfjörðum þar sem þeir tóku 110 manns. „Myndin er að mestu unnin úr 17. aldar myndefni og upptökurn- ar fóru aðallega fram erlendis. Við fórum til tíu landa og eltum uppi söfn og myndefni sem voru fréttamyndir þess tíma,“ segir Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður sem bíður spenntur eftir viðbrögðum áhorf- enda við mynd þeirra félaga um Tyrkjaránið. Morgunblaðið/Ásdís Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Guðbjörg Sigurðardóttir, aðstoð- armaður ráðherra, Þorsteinn Helgason höfundur og Markús Örn Antons- son útvarpsstjóri á forsýningu fyrsta hluta myndarinnar um Tyrkjaránið. Níu ár í vinnslu Forsýning á Tyrkjaráninu  GAUKUR Á STÖNG: Útgáfu- tónleikar í tilefni útkomu þriðju breiðskífu Thirteen á mánudags- kvöld. Sveitin er hugarfóstur Halls Ingólfssonar en á tónleikunum verða honum til halds og trausts hinir ýmsu hljóðfæraleikarar.  TJARNARBÍÓ: Tvennir tón- leikar, mánudag og þriðjudag, til að mótmæla NATO-fundi. Spilað verður frá 19.00–23.00 hvort kvöld Aðgangseyrir verður 500 kr. – 16 ára aldurstakmark. Á fyrsta degi spila Reaper, Citizen Joe, Dys, Brain Police, Changer, Snafu og Andlát. Á öðrum degi spila Lack of Trust, Down To Earth, I Adapt, Elixír, Fidel og Forgarður Helvít- is.  VÍDALÍN: Hljómsveitin Örkuml kynnir nýtt efni, sem er vel bragð- bætt með sveitatónlist. Af því til- efni mun DJ Jennings leika val- inkunn lög úr þeim geiranum. Kvöldið hefst um 22.00. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Óli og Ingimar, Örkumlamenn, verða í sveitatónlistargír á Vídalín í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.