Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 27 Gripla 12, ársrit Árnastofnunar 2001, er komið út. Eins og venjulega er ritið helgað rannsóknum íslenskra fræða fyrri alda og flytur það greinar um bók- menntir, persónusögu og nafnfræði. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir skrifar um styttri gerð Gísla sögu og nefnist grein hennar Hinn seki túlkandi. Um tákn, túlkun og sekt. Sverrir Tóm- asson gerir í greininni Ferðir þessa heims og annars því skil hvernig Ei- ríks saga rauða og Grænlendinga saga tengjast ferðasögum og trúar- bókmenntum miðalda. Vésteinn Óla- son fjallar um frásagnarlist Snorra Sturlusonar í greininni List og tvísæi í Snorra-Eddu. Ólafur Halldórsson skrif- ar um alkunn frásagnarbrögð í nokkr- um sögum. Guðvarður Már Gunn- laugsson á grein sem hann nefnir Leiðbeiningar Árna Magnússonar. Guðrún Ása Grímsdóttir skrifar þátt um ævi Jóns Ólafssonar úr Grunna- vík. Aðalsteinn Eyþórsson birtir rann- sókn sína á íslenskum nautanöfnum í nútíð og fortíð. Að þessu sinni hefur Málstofa Griplu að geyma andmæli Sverris Tómassonar, Bo Almqvists og Einars G. Péturssonar (ex auditorio) við dokt- orsvörn Ólínu Þorvarðardóttur og svör hennar. Loks er í ritinu minningargrein Torfa H.Tulinius um dr. phil. Bjarna Einarsson. Ritstjórar Griplu eru Guðvarður Már Gunnlaugsson, Guðrún Ása Gríms- dóttir og Sverrir Tómasson. Ritið er 251 bls. Verð: 3.800 kr. Rit ÁSGEIR SMÁRI list- málari opnaði sýningu í Iðnó í gær. Sýnir hann þar myndir mál- aðar á síðustu mán- uðum. Myndefnið er að mestu leyti miðbær Reykjavíkur og inn- viðir Iðnó. Að sögn rekstraraðila hússins er þetta fyrsta mál- verkasýningin sem haldin er í Iðnó. Sýningin stendur til 1. júní og er opin alla daga frá kl. 12 til 22. Málverk í Iðnó Eitt verka Ásgeirs Smára. NÍU virkir dagar er heiti jafn- margra örleikrita sem flutt verða meðan á Listahátíð stendur. Eins og nafnið bendir til verða leikritin flutt á virkum dögum næstu tvær vikur og verða þau send út í beinni útsendingu Út- varpsleikhússins á Rás 1 frá ýms- um stöðum í Reykjavík en um leið verður stað- urinn vettvangur myndlistargjörn- ings sem tengist verkinu. Útsend- ingar munu ávallt hefjast kl. 17.05 og standa í 10 mínútur. Fyrsta verkið sem flutt verður á morgun er eftir rithöfundinn Karl Ágúst Úlfsson og myndlistarmann- inn Fjölni Björn Hlynsson. Leik- stjóri er Ásdís Thoroddsen. Hvers vegna elskar mig enginn er titill verksins en undirtitill þess er: Turn- aría fyrir gjallarhorn og kramið hjarta. Leikurinn fer fram efst í turni Hallgrímskirkju og áhorfendur standa fyrir neðan og því kemur ekki á óvart að höfundurinn skilgreini þetta sem turnaríu fyrir gjallarhorn. Um verkið segir Karl Ágúst Úlfs- son að erfitt sé að lýsa því án þess að gefa upp um hvað er. „Þetta þarf að koma á óvart. Það er ein persóna sem hefur orðið í verkinu en hún er nánast óskilgreind nema ljóst er að þetta er karlmaður. Að öðru leyti verður hver að skilja hana sínum skilningi. Verkið fjallar um karlmennsku og frelsi, trú og brostnar vonir. Röddin er fulltrúi fyrir margs konar hluti og kemur fram af miklu stolti og rembingi en innra með sér geymir hún kramið hjarta. Fólk verður svo bara ráða af samhenginu hvers vegna Hallgríms- kirkjuturn varð fyrir valinu,“ segir Karl Ágúst. „Það verður spennandi að komast að því hvort textinn skilar sér alla leið niður. Það má segja að annar að- alleikarinn sé veðrið. Þetta er í raun- inni uppákoma öðrum þræði, við vit- um ekki hvað gerist og það verður bara að koma í ljós.“ Á stéttinni fyrir framan kirkjuna fer hinn hluti verksins fram sem er myndlistargjörningur þannig að þeir sem mæta á staðinn fá annað fyrir sinn snúð en þeir sem hlusta á út- varpið. Karl Ágúst segir að þetta verði tvenns konar upplifun. „Þeir sem bara hlusta fá aðra hluti sterkar inn og þetta verður alls ekki sama upp- lifunin fyrir þá sem hlusta og þá sem koma á staðinn.“ Níu virkir dagar er samstarfs- verkefni Útvarpsleikhússins, Listahátíðar, Rithöfundasambands Íslands og hóps ungra myndlistar- manna. Veðrið í aðal- hlutverki Karl Ágúst Úlfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.