Morgunblaðið - 12.05.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 12.05.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KYNNTU fiÉR STEFNUSKRÁNA Á WWW.XR.IS REYKJAVÍKURLISTINN Reykjavík er frístundaborg Vi› munum • Byggja vatnaparadís í Laugardal • Leggja 100 km af n‡jum göngu-, hjóla- og rei›stígum • Gera átak í uppbyggingu á eldri sundlaugum og íflróttamannvirkjum • Leggja fleiri sparkvelli fyrir almenning • Hvetja til og styrkja auki› samstarf íflróttafélaga vi› skóla, félagsmi›stö›var, eldri borgara og frjáls félagasamtök. Vi› höfum • Stórauki› framlög til íflróttamála og framkvæmdastyrki til íflróttafélaga • Endurn‡ja› íflróttamannvirkin í Laugardal og byggt skautahöll • Hafi› byggingu 50 m. innisundlaugar og heilsumi›stö›var í Laugardal • Lagt 11 n‡ja sparkvelli, n‡jan golfvöll vi› Korpúlfssta›i, endurgert rei›höllina í Ví›idal, byggt íflróttahús í Vesturbæ og knattspyrnuhús í Grafarvogi • Stórbætt a›stö›u til göngu, hlaups og hjólrei›a me› n‡jum stígum og göngubrúm. ALÞJÓÐLEG friðarráðstefna, sem bar yfirskriftina Friðsæl framtíð, fór fram á Hótel Loftleið- um í gær og í fyrradag. Samtök herstöðvaandstæðinga stóðu að ráðstefnunni sem tæplega eitt hundrað ráðstefnugestir sóttu. Fjórir erlendir fyrirlesarar héldu erindi á ráðstefnunni. Ant- hony Simpson frá Bertrand Rus- sell-stofnuninni í Lundúnum, Sara Flaunders, frá International Act- ion Center, sem stóð um síðustu helgi fyrir fjölmennum aðgerðum friðarsinna í Washington og Jan Öberg, frá TFF-friðarrannsóknar- stofnuninni í Lundi í Svíþjóð. Öberg er um þessar mundir að ljúka gerð skýrslu stríðsglæpa- dómstólsins í Haag um málefni Makedóníu. Bandaríska baráttu- konan Leanore Foerstel hugðist sækja ráðstefnuna en þurfti að hætta við þátttöku af heilsufars- ástæðum og hljóp Bandaríkjamað- urinn Joseph Gainza, sem hefur um langt skeið verið framarlega í flokki friðarsinna þar í landi, í skarðið fyrir hana. Einnig hélt Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, erindi á ráðstefnunni. Tæplega 100 manns sóttu alþjóðlega friðarráðstefnu Morgunblaðið/Kristinn SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, vígði nýtt húsnæði Bóka- safns Kópavogs og Náttúru- fræðistofu Kópavogs í Hamraborg 6a í gær, laugardag, en þá var jafn- framt 47. afmælisdagur Kópavogs- bæjar. Nýju húsakynnin eru ríflega 2.000 fermetrar og eru við hliðina á Tónlistarskólanum í Kópavogi og Salnum. Með vígslu húsnæðisins er síðasti áfangi Menningarmiðstöðvar Kópavogs tekinn í notkun. Húsnæðið er á þremur hæðum og verður bókasafnið starfrækt á um 1.400 fermetrum, þ.e. á hluta af jarð- hæð, miðhæð og efstu hæð, og Nátt- úrufræðistofan verður starfrækt á um 500 fermetrum á fyrstu hæð hússins. Á jarðhæð bókasafnsins má m.a. finna bækur, tímarit, mynd- bönd og fleira. Á miðhæð er m.a. að- alþjónustudeild og á efstu hæðinni er m.a. barnadeild safnsins. Bæj- arbókavörður er Hrafn Harðarson. Náttúrufræðistofan verður, eins og áður segir, einungis starfrækt á jarðhæð. Þar verður m.a. sérstök sýningardeild með safni nátt- úrugripa. Þar má m.a. finna safn lin- dýra, skelja og kuðunga, ennfremur úrval uppstoppaðra fugla og ann- arra dýra. Aukinheldur rekur Nátt- úrufræðistofa sérstaka rann- sóknadeild á sviði vatnalíffræði. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu er Hilmar Malmquist. Opið hús verður í nýja húsnæðinu í dag, sunnudag, kl. 13 til 17 en þá gefst gestum færi á að kynna sér hina nýju aðstöðu undir sérstakri leiðsögn starfsmanna. Opið verður á bókasafninu og náttúrufræðistof- unni á mánudögum og fimmtudög- um milli kl. 10 og 21, á föstudögum milli kl. 11 og 17. Benedikt Gunnarsson heiðurslistamaður Húsnæðið var formlega vígt um kl. 14.30 en opnunarhátíðin sjálf hófst um kl. 14 í Salnum þar sem m.a. var tilkynnt val á heiðurslista- manni Kópavogs. Var það Benedikt Gunnarsson listmálari sem varð þess heiðurs aðnjótandi. Bókasafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs í nýtt húsnæði Síðasti áfangi Menningarmið- stöðvar Kópavogs tekinn í notkun Morgunblaðið/Kristinn Ríflega 2.000 fermetra húsnæði undir Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs var formlega tekið í notkun í gær. Húsið er í Hamraborg 6a, við hliðina á Tónlistarskóla Kópavogs og Salnum í Kópavogi. Bókasafn Kópavogs hefur um 1.400 fermetra til um- ráða. Á efstu hæðinni er barnadeild safnsins og efni sem tengist tónlist, myndlist og fl. Dr. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúru- fræðistofu Kópavogs, leggur lokahönd á eina sýningu safnsins með uppstoppuðum fuglum. FRAMBOÐSLISTI Frjálslyndra og óháðra, sem býður fram til borgarstjórnar í sveitarstjórnar- kosningum í vor, hefur á kosn- ingabæklingi sínum þýtt slagorð sitt; umhyggja, hreinskilni og rétt- læti, yfir á fjögur önnur tungumál, auk þess sem slagorðið er sýnt á táknmálsmyndum fyrir heyrnar- lausa. Tungumálin fjögur eru enska, pólska, taílenska og filipp- seyska. Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins, veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður í kosningabaráttu hér á landi en hún segir að til- gangurinn sé að vekja athygli á því að á Íslandi búi Íslendingar sem tali önnur tungumál en ís- lensku. „Þetta er tímanna tákn,“ segir hún, „vegna þess að við vit- um um marga íslenska ríkisborg- ara sem eru af erlendu bergi brotnir. Með því að þýða slagorðið viljum við sýna þessu fólki að við munum eftir því.“ Það sama á við um þá sem nota táknmál, segir Margrét, því þeir eru ótrúlega ein- angraðir. Létu teikna táknmálsmyndir Aðspurð segir Margrét að Frjálslyndir og óháðir hafi fengið mjög góð viðbrögð vegna þessara þýðinga. „Og ég hef tekið eftir því að margt af þessu fólki er það ein- angrað að það veit varla að það eru sveitarstjórnarkosningar framundan sem það þyrfti að láta sig einhverju skipta,“ segir hún. Margrét segir að tungumálin sem valin voru á kosningabæklinginn hafi m.a. tekið mið af því að hér á landi búa margir sem eiga rætur að rekja til Póllands og Taílands. Þá segir hún að framboðslistinn hafi þurft að láta teikna táknmáls- myndirnar sérstaklega fyrir bækl- inginn því slíkt myndmál sé ekki að finna í bókum. Frjálslyndir og óháðir Slagorðið á fimm tungu- málum EINKUNNIR í samræmdu prófi í stærðfræði í 10. bekk verða sendar til grunnskólanna 20.-24. maí nk. en heildarárangur í prófinu mun vænt- anlega verða ljós í þessari viku. Að sögn Sigurgríms Skúlasonar, sviðsstjóra hjá Námsmatsstofnun, er næstum lokið við að fara yfir próf- ið. Aðspurður segir hann að ekkert liggi fyrir um niðurstöður en sögu- sagnir hafi verið á kreiki um mikið fall. Fjölmargar kvartanir bárust Námsmatsstofnun vegna prófsins sem var sagt mjög þungt og að mis- ræmis hafi gætt milli þess og kennsluefnis í vetur. Sigurgrímur segir að í næstu viku verði lagst yfir niðurstöður prófanna og þær at- hugasemdir sem borist hafa. Sé ástæða til komi til greina að fella nið- ur einstakar spurningar á prófinu. Námsmatsstofnun gefur út ein- kunnir sem miðast annarsvegar við hlutfall réttra svara en hinsvegar við árangur nemenda miðað við lands- meðaltal. Síðarnefndu einkunnirnar hafa að jafnaði aðeins verið sendar grunnskólunum en verði mikið fall á prófinu segir Sigurgrímur að vænt- anlega verði það lagt til að grunn- skólarnir sendi þessar einkunnir áfram til framhaldsskólanna. Samræmt próf í stærðfræði í 10. bekk Heildar- árangur ljós í vikunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.