Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 34
KIRKJUSTARF 34 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a Sumum er ætla› a› vera saman! VORHÁTÍÐ barna- og unglinga- starfs Árbæjar- og Grafarholts- safnaðar verður í Árbæjarkirkju sunnudaginn 12. maí. Eftir mikið og gott starf í vetur ætlar starfið að leggja af stað inn í sumarið með hátíðahöldum innan dyra og utan dyra (ef veður leyfir). Íþróttafélagið Fylkir ætlar að sam- einast okkur í tilefni dagsins og vera sýnilegt á ýmsan hátt. Leik- hópurinn Perlan kemur og verður með eitt eða tvö stutt leikrit. Barnakór Seltjarnarneskirkju ásamt barnakór Árbæjarkirkju syngja. Barn verður borið til skírn- ar. Brúðurnar Solla og Kalli kveðja. Það verður heilmikið sung- ið eins og venjan er í barna- og unglingastarfi Árbæjarkirkju. Eftir að dagskránni í kirkjunni lýkur verður boðið upp á gillaðar pylsur, gos og ávaxtasafa gegn mjög vægu gjaldi. Farið verður í leiki og margt annað gert sér til skemmtunar. Það eru allir velkomnir, hvort sem þeir að hafa verkið virkir í starfi kirkjunnar í vetur eða ekki. Það eina sem þið þurfið að hafa með er góða skapið. Klæða sig eftir veðri og nokkra aura fyrir veit- ingum. Sjáumst í sólskinsskapi. Djassað í Laugarnesi KVÖLDMESSUR Laugarneskirkju halda sínu striki. Þar ríkir létt sveifla í tónum og tali og gleðiboð- skapur trúarinnar er túlkaður með ýmsu móti. Næstkomandi sunnu- dagskvöld kl. 20.30 hefst kvöld- messa maí. Kórar Laugarnes- og Bústaðakirkju munu syngja saman að þessu sinni undir stjórn Gunn- ars Gunnarssonar, sem jafnframt teflir fram Djassbandi sínu, sem auk hans er skipað þeim Tómasi R. Einarssyni á kontrabassa, Matt- híasi Hemstock á trommur og Sig- urði Flosasyni á saxófón. Þá mun Kristján Kristjánsson (KK) gleðja okkur með söng sínum en prests- hjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson þjóna að orðinu og borðinu. Fyrirbænaþjónusta eftir messu og messukaffi í safn- aðarheimilinu. Djassinn hefst í húsinu kl. 20 svo gott er að koma snemma í góð sæti og njóta kvölds- ins. Sjáumst í kirkjunni! (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Beðið fyrir friði í Neskirkju Í TILEFNI af fundi Atlantshafs- bandalagsins á Íslandi dagana 13. - 15. maí stendur Neskirkja fyrir tveimur helgistundum þar sem beðið verður fyrir friði í heiminum. Þriðjudaginn 14. maí kl. 10.30 verður stutt helgistund með org- elleik, ritningarlestrum og bæna- gjörð. Miðvikudaginn 15. maí, verður messa þar sem þátttak- endum gefst tækifæri til að ganga til altaris. Tendruð verða bænaljós og sungnir sálmar. Báðar helgi- stundirnar fara fram á ensku þar sem vænta má að erlendir þátttak- endur, fréttamenn og aðrir gestir vilji einnig sækja kirkju þessa daga ásamt Íslendingum sem flestir eru enskumælandi. Prestar Neskirkju, séra Frank M. Halldórsson og séra Örn Bárður Jónsson þjóna báðir við helgistundirnar og eru þau öll sem áhuga hafa og vilja stuðla að friði í heiminum velkomin. Prayer for Peace at Neskirkja Lutheran Church ON THE occasion of the NATO summit in Reykjavík May 13-15 Neskirkja Lutheran Church will invite people to gather and pray for peace in the world. The church is located in the summit area at the Hagatorg-square together with the Saga Hotel and the University Theatre. Two prayer meetings will be held with readings from the Scriptures and organ music. The former will be on Tuesday May 14 at 10.30 and the latter Wednesday May 15 at 10.30. On Wednesday the Holy Communion will be celebrat- ed. The Reverend Frank M. Hall- dórsson and the Reverend Örn Bárður Jónsson will both serve at the prayer meetings which will be conducted in english. All are wel- come. Vorhátíð Árbæjarkirkju Morgunblaðið/Jim Smart Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borgara í Setrinu á neðri hæð safn- aðarheimilis mánudag kl. 13. Laugarneskirkja. Framhaldsfundur í 12 spora-starfinu mánudag kl. 20. Margrét Scheving sálgæsluþjónn leiðir starfið. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Bænastund kl. 18 í kap- ellu. Litli kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Árbæjarkirkja. Sunnudagur: Æsku- lýðsfundur kl. 20. Mánudagur: TTT- klúbburinn frá kl. 17–18. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir fullorðna í safnaðarheimilinu kl. 13.30–16. Samvera og bænastund. Umsjón hefur Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni. Þeir sem vilja fá akstur til og frá kirkjunni láti vita fyrir hádegi á mánudag. Starf fyrir 11–12 ára stúlk- ur kl. 17–18. Starf fyrir 9–10 ára drengi kl. 17–18. Unglingastarf á mánudagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bæna- hópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587-9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára kl. 17.30–18.30. KFUM yngri deild í Borgaskóla kl. 17– 18. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára í Korpu- skóla kl. 17.30–18.30. TTT (10–12 ára) kl. 18.30–19.30 í Korpuskóla. Hjallakirkja: Þriðjudagur: Prédikunar- klúbbur presta í Reykjavíkurprófast- sæmi eystra kl. 9.15–10.30. Umsjón: Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK-fundur fyrir stelpur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundar- efni. Allar stelpur velkomnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánudögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudags- kvöld kl. 20–22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon- fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. TTT-fundir í safn- aðarheimili kl. 16–17. Fundir í æsku- lýðsfélaginu Sánd kl. 17–18. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu- dag kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkjunnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Mánu- dagur: Kl. 17 óvissuferð æskulýðs- sstarfs fatlaðra. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður L. Trausta- son. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Barnakirkja fyrir 1–9 ára börn meðan á samkomu stendur. Allir hjart- anlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendavegi 601. Sunnu- dagur: Samkoma kl. 14. Ræðumaður Sigrún Einarsdóttir. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyr- irbænir. Tvískipt barnastarf fyrir börn frá eins árs aldri. Þriðjud: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð guðs rætt. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Fundur í Æskulýðs- félaginu í kapellu kl. 17. Hjálpræðisherinn, Hvannavellir 10, Akureyri. Mánudagur: Kl. 15 heim- ilasamband. Síðasti fundur vetrarins. Safnaðarstarf FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ fer mik- inn í leiðara í gær og gagnrýnir einn þátt af rannsóknarniður- stöðum mínum hvað varðar opn- un sendiráða í ríkjum Evrópu- sambandsins. Niðurstöðurnar eru fengnar úr rannsókn á því hvernig íslenska stjórnsýslan hefur unnið að EES-samningn- um og hvort að hún hafi burði til þess að takast á við Evrópusam- bandsaðild. Þessar niðurstöður voru kynntar á ráðstefnu sem bar yfirskriftina Evrópa á kross- götum sem haldin var í Háskóla Íslands. Varðandi leiðara Morg- unblaðsins og frétt í blaðinu sl. föstudag um sama efni ber tvennt að hafa í huga sem ekki kom þar fram. Í fyrsta lagi kom fram í upp- hafi erindis míns á ráðstefnunni að rannsóknin byggðist m.a. á viðtölum við embættismenn inn- an íslensku stjórnsýslunnar og starfsmenn EFTA og ESA. Nið- urstöður rannsóknarinnar byggðust þannig m.a. á mati þessara aðila á því hvernig ís- lensku stjórnsýslunni hefði tek- ist að sinna EES-samningnum og möguleikum hennar til að starfa innan ESB eins og um stjórnsýslu aðildarrríkis væri að ræða. Í öðru lagi er aðild að Evrópu- sambandinu lögð til grundvallar þeim niðurstöðum að opna þurfi sendiráð í nær öllum núverandi aðildarríkjum ESB. Þannig að þegar fjallað er um að opna þurfi sendiráð í fleiri ríkjum Evrópu- sambandsins þá er verið að tala um að það þurfi að gera ef Ísland væri eitt af aðildarríkjum sam- bandsins. Þegar fjallað er um niðurstöð- ur rannsókna er mjög mikilvægt að grundvöllurinn sem þær byggjast á liggi fyrir. Ef svo er ekki er veruleg hætta á mistúlk- un. Það er dýrt og kostnaðarsamt að halda úti alþjóðasamstarfi. Það er því sérstaklega mikilvægt fyrir lítil ríki að þau forgangsraði hvaða málum þau beina kröftum sínum að í samvinnu við önnur ríki. Vöxtur utanríkisþjónust- unnar hefur verið hraður á und- anförnum árum. Utanríkisþjón- ustan hefur tekist á við fjölda nýrra verkefna og ný sendiráð hafa verið stofnuð í Kína, Japan, Kanada, Mósambík, Finnlandi og Austurríki. Þessi vöxtur utan- ríkisþjónustunnar hefur verið hraðari en flesta óraði fyrir. Það grunaði varla nokkurn mann fyr- ir 10 til 15 árum að Ísland yrði komið með friðargæslusveit, væri að sækja um aðild að ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna og væri með sendiráð staðsett í nær öllum heimshlutum. Það er nú samt raunveruleikinn í dag. Morgunblaðið telur brýnna að utanríkisþjónustan taki þátt í friðargæslu og þróunarhjálp frekar en að tryggja hagsmuni Íslands betur á Spáni og Portú- gal þar sem hagsmunir sjávarút- vegsins eru miklir. Það má vel vera að það sé rétt mat. Hins vegar geta aðrir verið á allt ann- arri skoðun og upphrópanir sem byggjast á engu öðru en heimóttarskap eru ekki til þess fallnar að stuðla að málefnalegri umræðu um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi. Baldur Þórhallson Morgunblaðið og sendiráðin Höfundur er lektor við Háskóla Íslands. ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr Þróunarsjóði leikskóla. Mennta- málaráðuneytið auglýsti í janúar eftir umsóknum um styrki til þró- unarverkefna á tveimur forgangs- sviðum: A. Tvítyngd börn – fjöl- menningarlegur leikskóli. B. Tölvur í leikskólastarfi. Auk þess var aug- lýst eftir almennum þróunarverk- efnum. Alls bárust 24 umsóknir um styrki úr sjóðnum og voru sam- anlagðar kostnaðaráætlanir þeirra um 50 milljónir króna. Til ráðstöf- unar eru 3 milljónir króna sam- kvæmt fjárlögum 2002. Mennta- málaráðherra hefur ákveðið, að tillögu úthlutunarnefndar, að veita styrki að upphæð 2,7 milljónir króna til samtals 11 verkefna. Eftirtalin verkefni hljóta styrk úr Þróunarsjóði leikskóla árið 2002–2003: Fjölmenningarleikskóli kr. Úthlutun úr Þró- unarsjóði leikskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.