Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 47 HINN 9. maí árið1905 missti banda-rísk kona, Anna M.Jarvis að nafni,móður sína. Í kjöl- far þess tók hún upp á að minn- ast árstíðar hennar á næstu ár- um og hvatti aðra til að gera svipað. Árið 1908 ritaði hún þúsundir bréfa til áhrifamanna um gjörvöll Bandaríkin og hvatti til þess að annar sunnu- dagur í maí yrði helgaður öllum mæðrum. Árangurinn varð sá, að árið eftir var haldið upp á daginn í 45 fylkjum landsins, á einhvern hátt. Árið 1912 gerði meþódistakirkjan hann svo að föstum helgidegi, og bauð að í prédikun skyldi þá lagt út af fjórða boðorðinu, um að heiðra föður sinn og móður. Tveimur árum síðar, 1914, lýsti Banda- ríkjaþing því yfir, að mæðra- dagurinn skyldi teljast opinber hátíðisdagur. Um svipað leyti kom upp hreyfing í Englandi, til að end- urvekja gamlan mæðradag, sem í Wales og Suður-Englandi hafði lifað allt frá 16. öld. Á al- þjóðavettvangi varð bandaríski dagurinn þó sigursælli. Hjálp- ræðisherinn kynnti hann í Sviss árið 1917, til Noregs barst hann 1918 og til Svíþjóðar 1919. Í Þýskalandi sést hann nefndur laust eftir 1920, og þrettán ár- um síðar er hann gerður að op- inberum mæðradegi þar. Og áfram mætti telja. Árið 1932 tengist dagurinn Íslandi, en þá hóf Sigurður Z. Gíslason, prestur á Þingeyri við Dýrafjörð, fyrstur opinberlega máls á því, að helga mæðrum sérstaklega einn dag á ári. Tveimur árum síðar ákvað mæðrastyrksnefnd, er hafði verið stofnuð 1928, að gera þetta að veruleika, að efna til árlegs mæðradags, og var sá fyrsti haldinn 27. maí það ár, 1934, vegna séríslenskra að- stæðna. Um 1940 komst nokkurt los á dagsetninguna, og næstu fjóra áratugi var mæðradagurinn haldinn á ýmsum sunnudögum í maí, en frá 1980 hefur dagurinn stöðugt verið bundinn við annan sunnudag í maí, eins og víðast hvar erlendis. Og það er í dag. Anna M. Jarvis frá Pennsylv- aniu í Bandaríkjunum á þakkir skilið fyrir að hafa tekið upp á þessu, að sýna minningunni ræktarmerki og hvetja aðra til að feta sömu leið. Hún vissi það, að góð móðir er barni dýr- mætara en allt annað í þessum heimi. Og það vissu reyndar margir fleiri, en hún ákvað að sýna það á eftirminnilegan hátt. Margt það fegursta í ljóðum skáldanna okkar gömlu er ein- mitt helgað mæðrum þeirra; sjaldan eru feðurnir yrkisefni. Það er ekkert skrýtið, því fyrstu níu mánuðina er sérhvert barn hluti móðurinnar einnar, og vex síðan upp við barm hennar og kné og pilsfald; á mótunarárum sínum. Hún er vernd og skjól og huggari, þeg- ar á bjátar, og alla daga kenn- ari í góðum siðum. Einna þekktast og fegurst í þessu sambandi er kvæði Matt- híasar Jochumssonar, þjóð- skálds og prests. Þar segir hann m.a.: Því hvað er ástar og hróðrar dís og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður? Örn Arnarson hefur einnig lýst því vel í einu af ljóðum sín- um, hvers virði móðurkærleik- urinn, sem hann naut í bernsku, hefur reynst honum: Ótal getum fávís hugur leiddi. Spurði ég þig, móðir mín, og mildin þín allar gátur greiddi. Og áfram: Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt til sængur er mál að ganga, sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga. Þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. Til hamingju með daginn, ís- lenskar mæður. Mikil var börn- um þörfin á hlýju ykkar fyrr á tímum, en þó kannski aldrei samt meira en núna, í hraða og spennu 21. aldar. Mamma Margt er að þakka í henni veröld og eitt er það, að hafa fengið að eiga góða móður í þessari jarðvist. Um það fjallar Sigurður Ægisson í dag, í tilefni þess, að nú er hinn alþjóðlegi mæðradagur. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Gl æ sil eg ar ha us tf er ›i r l sil ga r i Búdapest 49.540kr. Ver› á mann í tvíb‡li í 3 nætur 24. - 27. október Innifalið: Flug, gisting á Hótel Liget með morgunverði, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Prag 47.890kr. Ver› á mann í tvíb‡li í 3 nætur 17. - 20. október og 7. - 10. nóvember Innifalið: Flug, gisting á City Cenre með morgunverði, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Dublin 44.195kr. Ver› á mann í tvíb‡li í 3 nætur 50.690kr. Ver› á mann í tvíb‡li í 4 nætur* 3., 10. og 25. október 14., 21. og 28. nóvember 31. október - 4. nóvember* Innifalið: Flug, gisting á Bewleys með morgunverði, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Glasgow 41.815kr. Ver› á mann í tvíb‡li í 3 nætur Innifalið: Flug, gisting á Holiday Inn með morgunverði, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. 3., 10. 17., 24. og 31. október 7., 21. og 28. nóvember frá Grensásvegi 22 • Sími 533 1122 Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali, Atli Steinn Guðmundsson, sölumaður, Valþór Ólason, sölumaður. Vorum að fá í einkasölu fallegt ca 300m² einbýli á þessum eftirsótta stað. Á jarðhæð er góð 3ja herbergja 85m² íbúð með sérinngangi. Efri hæðin er glæsileg með stórum stofum og arni sem er hlaðinn úr Drápuhlíðargrjóti. Góðar ca 30m² svalir. Bílskúr 39m². Verð 35 m. Jóhanna sýnir frá kl. 14:00 til 16:00. OPIÐ HÚS - BREKKUGERÐI 7 Skólastígur 7, Stykkishólmi til sölu Húsið er 64 fm, 2 íbúðir í góðu ástandi. Girt lóð með kartöflu- garði, bílskúr og hellulögð gata. Fallegasta gatan í bænum. Uppl. í síma 438 1490, gsm. 895 6942.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.