Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 12. maí 1992: „Í gær urðu þáttaskil á hinum unga ís- lenzka hlutabréfamarkaði. Tímabili ófullkominnar verð- skráningar lauk, þegar til- boðsmarkaður hóf starfsemi sína í tengslum við Verð- bréfaþing Íslands. Framvegis byggist skráð verð hlutabréfa á raunverulegum tilboðum og viðskiptum með bréfin. Jafn- framt munu daglega liggja fyrir upplýsingar um þau við- skipti, sem fram fara með hlutabréf, um magn, kaup- og söluverð, fyrirtæki o.s.frv. Þá má búast við, að stöðugt fleiri fyrirtæki láti skrá sig á Verðbréfaþingið en í slíkri skráningu felst skuldbinding um ákveðna upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækjanna og viðskipti stjórnenda þeirra með hlutabréf í viðkomandi fyrirtækjum. Öll þessi upp- lýsingagjöf hefur verið mjög takmörkuð fram að þessu.“ . . . . . . . . . . 12. maí 1982: „Þegar dró að kjarasamningum síðasta haust, efuðust margir um það, hvort um svokallað sam- flot yrði að ræða innan Al- þýðusambands Íslands. Á haustmánuðum benti margt til ágreinings innan verka- lýðshreyfingarinnar. Í októ- ber var til dæmis haldið þing Verkamannasambands Ís- lands, þar sem menn skiptust í nær hnífjafnar fylkingar í afstöðu til kröfugerðarinnar í kjarasamningunum. Höfðu hinir „hófsamari“ undir for- ystu Guðmundar J. Guð- mundssonar betur. Um mán- uði síðar var svo samið með þeim hætti, að grunnkaup skyldi hækka um 3,25%, skerðingarákvæði Ólafslaga tækju aftur gildi en samn- ingstími væri til 15. maí næst- komandi, laugardagsins í þessari viku. Samkomulagið var gert „á einni nóttu“ síð- astliðið haust og með þeim hætti setti Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASÍ, félaga sína í þá aðstöðu, að ann- aðhvort samþykktu þeir nið- urstöðu hans og vinnuveit- enda eða stefndu öllu í bál og brand. Eftir að samningar höfðu tekist, tóku alþýðu- bandalagsmenn og Þjóðvilj- inn þá stefnu, að kjarabótum hefði verið frestað frá hausti fram á vor.“ . . . . . . . . . . 11. maí 1972: „Enn einu sinni er allt komið í bál og brand í Víetnam. Þær vonir, sem far- ið hafa vaxandi síðustu miss- eri um batnandi horfur, hafa brostið síðustu vikur, er hat- römm hernaðarátök hafa blossað upp á ný. Þessi illvígu átök gefa tilefni til að draga fram og minna á nokkrar staðreyndir varðandi þetta hörmulega stríð. Í fyrsta lagi er nú opinberlega viðurkennt að ekki er um að ræða borg- arastyrjöld í Suður-Víetnam. Norður-Víetnamar hafa gert innrás í landið og þeir hafa sjálfir staðfest það. Í öðru lagi er þessi innrásaraðili ekki veikburða smáþjóð, sem er að koma frelsisunnandi öfl- um til hjálpar. Í Norður- Víetnam hefur verið byggt upp meiriháttar herveldi, sem nýtur öflugs stuðnings tveggja af þremur mestu stórveldum heims, þ.e. Sov- étríkjanna og Kína. Í þriðja lagi er sýnt, að Norður- Víetnamar hafa ekki áhuga á friðsamlegri lausn þessara deilumála. Þeir hyggjast vinna hernaðarlegan sigur í Suður-Víetnam og auðmýkja Bandaríkjamenn. Þetta eru þær staðreyndir stríðsins í Víetnam, sem snúa að Norð- ur-Víetnömum og skærulið- um Víetkong og við blasa þessa dagana.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MENNING Í KÓPAVOGI LISTAHÁTÍÐ Í formálsorðum í kynningarritium Listahátíð í Reykjavík, semvar opnuð eftir hádegi í gær, segir Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra m.a.: „Listahátíð í Reykjavík, sú 17. sinnar tegundar, sver sig í ætt þeirrar metnaðarfullu hefðar, sem hátíðin hefur mótað. Þótt hver hátíð hafi haft sitt svipmót hafa þær allar átt það sammerkt að leiða saman, á krossgötum tíma og rúms, stefnur og strauma í íslenzkri list og erlendri. Það er á slíkum krossgötum, sem Íslendingum líður bezt, þeir þrífast bezt á mótum kaldra og hlýrra strauma. Þjóðleg menning okkar rís jafnan hæst, þeg- ar sterkir erlendir menningar- straumar leika um landið.“ Þetta er vel mælt hjá menntamála- ráðherra. Það var ekki sízt Vladimir Ashkenazy, sem með tengslum sín- um í hinum alþjóðlega menningar- heimi gerði okkur Íslendingum kleift að koma á fót listahátíð, sem stóð undir nafni, sem markaði listahátíð í Reykjavík þennan far- veg. Við búum enn að frum- kvöðulsstarfi hans. Og nú er verið að byggja ofan á þann grunn, sem Ashkenazy lagði á sínum tíma, eins og fram kemur í ávarpsorðum Þór- unnar Sigurðardóttur, stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík, en hún segir m.a.: „Hátíðin er nú í fyrsta sinn starfrækt eftir nýjum sam- þykktum. Þær gefa okkur tækifæri á nýjum landvinningum í erlendu og innlendu samstarfi. Í fyrsta sinn tekur Listahátíð þátt í að búa til verkefni, sem frumflutt er hér á landi af innlendum og erlendum listamönnum, en verður síðan flutt á hátíðum erlendis. Slíkt samstarf er afar mikilvægt fyrir íslenzkt listalíf og mun Listahátíð beita sér fyrir fleiri slíkum verkefnum á næstunni.“ Það er augljóst af þeirri dagskrá Listahátíðar, sem kynnt hefur verið, að hér er um mjög vandaða hátíð að ræða, sem setja mun sterkan svip á borgarlífið á næstu vikum. Kópavogsbær hefur byggt uppstórglæsilegt menningarsetur í hjarta miðbæjarins. Sú uppbygg- ing hófst með byggingu Listasafns Kópavogs – Gerðarsafns, sem reist var til að heiðra minningu Gerðar Helgadóttur myndlistarkonu, en bæjarfélagið á mikið safn verka hennar, sem þar að auki prýða næsta nágrenni, en gluggarnir í Kópavogskirkju eru m.a. verk Gerðar. Í tengslum við Listasafnið var síðan byggt fyrsta sérhannaða tón- listarhús á Íslandi, sem síðan hefur orðið miðstöð tónleikahalds á höf- uðborgarsvæðinu. Í því húsi er Tónlistarskóli Kópavogs líka starf- ræktur. Í gær var Bókasafn Kópavogs opnað í þessu nýja menningarsetri svo og Náttúrufræðistofa Kópa- vogs. Byggingarsamstæðan sjálf vekur athygli fyrir hönnun og stíl eins og vera ber miðað við þá starfsemi sem þar fer fram. Það er augljóst að á þessu svæði er að rísa ein myndarlegasta og fallegasta menn- ingarmiðstöð á höfuðborgarsvæð- inu. Það er full ástæða til að óska forráðamönnum Kópavogsbæjar og Kópavogsbúum til hamingju með þetta glæsilega framtak. S íðasta öld var öld framfara en einnig tími óhæfuverka, sem slógu út flest annað í mann- kynssögunni. Þetta sést til dæmis á titlum bóka, sem tveir fræðimenn, hvor á sínum enda hins pólitíska litrófs, gáfu út í lok aldarinnar. Bók Erics Hobsbawms bar heitið „Öld öfganna“, en Ro- bert Conquest nefndi sína bók „Hugrenningar um öld eyðileggingar“. Vissulega er hægt finna dæmi um hrikaleg óhæfuverk fyrr á öldum. Mongólar fóru um með ránum og gripdeildum, Karþagó var lögð í eyði og Leópold Belgíukon- ungur stóð fyrir því að milljónir manna létu lífið í nýlendu sinni, Kongó, þegar 19. öldinni var að ljúka, svo dæmi séu tekin. Listinn yfir glæpi 20. aldar er hins vegar slá- andi. Talið er að um milljón Armena hafi látið lífið þegar tyrknesk stjórnvöld reyndu að þurrka þá út í upphafi aldarinnar. Þeir, sem stjórnvöldum tókst ekki að myrða, létust ýmist úr sjúkdómum eða hungri. Nasistar í Þýska- landi útrýmdu milljónum gyðinga í heimsstyrj- öldinni síðari. Talið er að tvær milljónir Kambódíumanna hafi verið myrtar í fjölda- morðunum, sem framin voru í fjögurra ára valdatíð Pols Pots í Kambódíu. Saddam Huss- ein, leiðtogi Íraks, myrti að talið er 100 þúsund Kúrda í lok níunda áratugarins. Beitti hann eit- urgasi og aftökusveitum. Hútúar myrtu 800 þúsund tútsa í Rúanda, eða átta þúsund á dag, með sveðjum og hnífum á hundrað dögum árið 1994. Á árunum 1992 til 1995 voru 200 þúsund Bosníumenn myrtir í Bosníu-Herzegóvínu. Þar lögðu Serbar stund á þjóðernishreinsanir og nægir að nefna fjöldamorðin í Srebrenica til að minna á óhugnaðinn. Þá eru ótaldir tugir millj- óna fórnarlamba kommúnismans í Sovétríkjun- um, Kína og víðar, en í Svartbók kommúnism- ans er leitt getum að því að sú hugmyndafræði hafi kostað 100 milljónir manna lífið á öldinni, sem leið. Ekkert gert þrátt fyrir vitn- eskju um hvað væri í aðsigi Þau óhæfuverk, sem talin eru hér að ofan, áttu sér öll aðdrag- anda og margir vissu hvað var í aðsigi. Samfélag þjóðanna og leiðtogar stórvelda heims aðhöfðust engu að síður lítið eins og rakið er í bók Samönthu Powers um þjóðarmorð og viðbrögð Bandaríkjanna, Vandamál frá víti. Henry Morgenthau, sendiherra Bandaríkja- manna í Konstantínópel, skoraði á stjórn sína að fordæma Tyrki og þrýsta á Þjóðverja, sem voru bandamenn Tyrklands í heimsstyrjöldinni fyrri, um að hafa áhrif. Theodor Roosevelt, fyrrver- andi forseti, skoraði meira að segja á Woodrow Wilson að skerast í leikinn og stöðva fjölda- morðin. Ekkert var hins vegar aðhafst. Pólski gyðingurinn Raphael Lemkin, sem kemur meira við sögu í þessu Reykjavíkurbréfi, reyndi að opna augu heimsins fyrir áætlunum Hitlers í málefnum gyðinga, en hlaut engar und- irtektir. Hann fékk hæli í Bandaríkjunum 1941 og barðist þar fyrir því að gyðingum í hættu yrði rétt hjálparhönd, en talaði fyrir daufum eyrum. Nokkrir bandarískir blaðamenn og stjórnar- erindrekar eryndu að vara við ógnvænlegum ráðagerðum Rauðu khmeranna í Kambódíu, en á vinstri vængnum var hæðst að þeim fyrir að falla fyrir áróðri and-kommúnista. Þeim tókst ekki að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar, sem hafði lítinn áhuga á að blanda sér í málefni í Suðaustur-Asíu eftir Víetnamstríðið. Banda- ríkjamenn slitu ekki einu sinni stjórnmálasam- bandi við Rauðu khmerana eftir að þeim hafði verið steypt af stóli. Bandaríska utanríkisráðuneytið kom í veg fyrir að tillaga um að beita Íraksstjórn refsiað- gerðum vegna fjöldamorðs þeirra á Kúrdum á árunum 1987 til 1988 næði fram að ganga og fékk stjórn Husseins því fjárhagslegan stuðning frá Bandaríkjamönnum á meðan lífið var murk- að úr tugum þúsunda Kúrda. Árið 1994 fór Romeo Dallaire, herforingi frá Kanada, sem þá stjórnaði friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í Rúanda, fram á að fá að afvopna þjóðvarðliða í landinu til að koma í veg fyrir útrýmingu tútsa þremur mánuðum áður en fjöldamorðin hófust. Yfirmenn hans hjá Samein- uðu þjóðunum gerðu ekkert og stjórnvöld í Washington beittu sér fyrir því að friðargæslu- mennirnir á staðnum væru fluttir brott, en ekki að sendur yrði liðsauki. Dallaire kvaðst ekki þurfa nema um tvö þúsund menn. Í staðinn mátti hann horfa upp á það að líkin hrönnuðust upp. Þessi reynsla fékk svo á hann að lengi á eft- ir dreymdi hann lík í hrúgum og missti næstum vitið áður en honum tókst að rífa sig upp á ný. Umræður um að eitthvað yrði að aðhafast vegna þjóðernishreinsana í Bosníu voru mjög háværar, en þó gerðist lítið. Þegar Atlantshafs- bandalagið loks greip til aðgerða og fór að varpa sprengjum var þjóðernishreinsununum að mestu lokið og lítið eftir af því fjölþjóðlega sam- félagi, sem áður var. Pólskur eldhugi hefur baráttu Hér á undan hafa ver- ið rakin nokkur dæmi um þjóðarmorð og glæpi gegn mann- kyni. Í upphafi síðustu aldar var hugtakið þjóð- armorð ekki til. Raphael Lemkin, sem áður er nefndur, nam málvísindi í háskólanum í Lvov, en ofsóknir á hendur minnihlutahópum höfðu alltaf sótt á hann. Hann hafði fylgst með aðför Tyrkja að Armenum, en einnig orðið fyrir barðinu á ofsóknum á hendur gyðingum í Pól- landi. Í mars árið 1921 var Taalat Pasha, sem hafði verið innanríkisráðherra Tyrklands og stóð fyrir hinum grimmilegu aðgerðum til að leysa „Armenavandann“, myrtur á götu í Berlín. Morðinginn hrópaði að hann væri að hefna dauða fjölskyldu sinnar þegar hann framdi verknaðinn. Banatilræðið vakti athygli Lemkins og hann fór að velta fyrir sér hvernig á því stæði að menn, sem reyndu að þurrka út heilan minni- hlutahóp, gætu skýlt sér á bak við fána fullvalda ríkis og spurði: „Það er glæpur þegar [tilræð- ismaðurinn] drepur mann, en það er ekki glæp- ur þegar kúgari hans drepur meira en milljón menn?“ Lemkin þótti ótækt að fullveldi veitti mönnum rétt til fjöldamorða. Hann tók að leita að fornum og nýjum lögum, sem bönnuðu fjölda- morð. Í frístundum fór hann að leggja drög að lögum um að banna tilraunir til að útrýma hóp- um vegna þjóðernis eða trúarbragða. Hug- myndir hans voru lagðar fram á þingi um al- þjóðarétt í Madrid árið 1933 og snerust þær um að banna „villimennsku“ og „vandalisma“ eða útrýmingu hópa og eyðileggingu menningar þeirra. Næstu þrjá áratugina áttu þessi mál hug hans allan. Hann bjó til orðið „genocide“ yfir þjóðarmorð úr latnesku orðunum genus, sem merkir þjóð eða ættbálkur, og cide, sem dregið er af caedere og merkir að drepa. Orðið komst samstundis í almenna notkun. Fjórum árum síð- ar, eða í desember árið 1948, var gengið til at- kvæða um alþjóðleg lög gegn glæpnum, sem hann hafði búið til orðið yfir, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Aldrei áður höfðu ríki ályktað að koma bæri í veg fyrir grimmdarverk af þessu tagi, en áður en sáttmálinn tæki gildi og yrði að alþjóðalögum þurftu 20 ríki, sem höfðu samþykkt hann á allsherjarþinginu, að staðfesta hann. Lemkin sendi ógrynni bréfa til ríkis- stjórna til að viðhalda þrýstingi. Það reyndist þrautin þyngri og aldrei staðfestu Bandaríkja- menn sáttmálann. Þegar Lemkin lést úr hjarta- áfalli árið 1959 var skrifaður um hann leiðari í dagblaðinu The New York Times þar sem sagði að nú þyrftu stjórnarerindrekar frá Bandaríkj- unum og öðrum þjóðum ekki lengur að fara und- an í flæmingi þegar Lemkin nálgaðist þá á göng- um höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna og finna upp afsakanir fyrir því að þeir hefðu ekki stað- fest sáttmálann gegn þjóðarmorðum. Stofnun alþjóðlegs glæpadómstóls Um svipað leyti og Lemkin knúði fram atkvæðagreiðsluna á allsherjarþinginu um sáttmálann gegn þjóðarmorðum kvikn- uðu hugmyndir um að stofna alþjóðlegan glæpa- dómstól. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fjallaði fyrst árið 1948 um þörfina á því að skip- aður yrði dómstóll til frambúðar til að fjalla um glæpi á borð við þá, sem átt höfðu sér stað í hin- um nýafstöðnu heimsátökum. Fjallað hafði ver- ið um þá glæpi í stríðsréttarhöldunum í Nürn- berg og Tókýó, en mörgum þótti sem nauðsyn bæri til að hafa ákveðinn vettvang til að taka á svo alvarlegum glæpum í stað þess að bregðast við afmörkuðum tilfellum. Síðan hafa þessi mál iðulega verið rædd á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna án þess að árangur næðist. Grimmdarverk síðustu áratuga hafa hins vegar haldið málinu vakandi og í Róm árið 1998 samþykktu 120 að- ildarríki SÞ sáttmálann um stofnun alþjóðlegs glæpadómstóls. Tilgangurinn með stofnun hans er að búa til vettvang til að draga til ábyrgðar forsprakka glæpa á borð við þjóðarmorð, þjóð- ernishreinsanir, kynlífsþrælkun og limlestingar almennra borgara, þar á meðal barna, og binda enda á það að valdamenn geti farið sínu fram án þess að eiga refsingu yfir höfði sér. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna stofnaði sér- staka dómstóla annars vegar til að taka til með-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.