Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 11 Jú, til að vernda Bandaríkin gegn árás hryðjuverkamanna. Þetta sýnir í hnotskurn mögu- leika bandalags þar sem menn deila sama gildismati. Við höfum því fulla trú á að NATO muni stækka og halda áfram að gegna lykilhlutverki.“ Stefna Bandaríkjamenn að því að draga úr umsvifum á Íslandi? Þetta mun vera fyrsta heimsókn Powells til Íslands. Hann segist fagna því tækifæri og vildi gjarnan að meiri tími væri til að ferðast um landið. Ráðherrann er fljótur til svars hvað varðar áhyggjur Íslend- inga af minnkandi áhuga Banda- ríkjanna á varnarsamstarfi land- anna: „Ekkert gæti verið sannleikanum fjær.“ En þegar hann er spurður hvort túlka megi flutning herstjórnar Íslands frá Bandaríkjunum til Evrópu og það að bókun um tvíhliða varnarsamn- ing landanna hafi runnið út fyrir rúmu ári sem verið sé að draga úr mikilvægi hernaðarsamstarfsins er Powell er ekki tilbúinn að ræða nánar fyrirhugaðan flutning her- stjórnar Íslands frá sameinuðu herstjórninni (Joint Forces Comm- and) í Norfolk í Virginíu, til Evr- ópuherstjórnarinnar (US Europ- ean Command) í Stuttgart í Þýskalandi, í stað þess að Ísland verði undir norðurherstjórninni (Northern Command) í Bandaríkj- unum eins og íslensk stjórnvöld hafa lýst áhuga á. „Ég veit ekki nákvæmlega á hvaða stigi endurskipulagning Rumsfelds varnarmálaráðherra á yfirstjórn hersins er þessa stund- ina. Það eru enn töluverðar um- ræður í gangi innan ráðuneytisins varðandi framkvæmd þeirra, t.d. hvað varðar SACCLANT (Atlants- hafsflotastjórnina), og ég tel best að bíða með allar yfirlýsingar þar til þeim lýkur. Ísland hefur verið mikilvægt NATO-ríki allt frá upphafi og við teljum að svo verði áfram. En að- stæður hafa breyst og við bíðum ekki lengur eftir því að rússneskar sprengjuvélar fljúgi í gegnum „G- I-UK-hliðið“ (Grænlands-Íslands- Bretlands-svæðið) – sem ég reynd- ar gerði á hverjum morgni forðum tíð. Eftir lok kalda stríðsins, þegar ég var enn yfirmaður herráðsins, sögðust þeir ennþá þurfa margar vélar til að manna hliðið því rúss- nesku vélarnar héldu áfram að koma. Ég svaraði því til að, jú, Rússarnir kæmu en núna væru þeir að heimsækja amerískar her- stöðvar! Ég er mér meðvitandi um að þessi mál eru afar viðkvæm á Íslandi. En vegna þess að aðstæð- ur hafa breyst tel ég ekki ósann- gjarnt að endurmeta staðsetningu herafla okkar. Okkur ber að spyrja hvort við séum á réttum stöðum í ljósi breyttra tíma. Það er líka nauðsynlegt að endurmeta skipu- lag hersins og sjá hvort það sé skynsamlegt. Og ég vona að okkur takist að sannfæra vini okkar og bandamenn um að ef við teljum að breytinga sé þörf á yfirstjórn hers- ins sé það ekki tekið á þann veg að verið sé að draga úr vægi sam- starfsins. Það má heldur ekki túlka það sem áhugaleysi eða að verið sé að draga máttinn úr inniviðum NATO. Við lítum frekar á þetta sem stjórnskipulegar aðgerðir og bætta stjórnunarhætti.“ Þessi ummæli segja sitt og virð- ast benda til þess að Bandaríkin hyggi á breytingar á viðbúnaði sín- um hér á landi. Það skal þó tekið skýrt fram að ráðherrann fór ekki í nákvæmari útskýringar á þessum málum. Bjartara útlit í Mið-Austurlöndum Það standa mörg spjót á utanrík- isráðherra Bandaríkjanna þessa dagana og ber þar sjálfsagt hæst ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs- ins, þar sem stríðsástand ríkir milli Ísraela og Palestínumanna. Hvað gagnrýnisraddir varðar um að Bandaríkin hafi ekki gert nóg til að stilla til friðar segir Powell að slík- ar raddir séu ávallt á lofti. Hann bendir á að stjórn Clintons hafi reynt af fremsta megni að leysa öll ágreiningsefni þjóðanna á einu bretti og slíkt hafi hreinlega ekki tekist. Ástandið hélt síðan áfram að versna og í kjölfarið komst Ariel Sharon til valda sem forsætisráðherra Ísraels. „Þetta er sá raunveruleiki sem við höfum verið að kljást við í rúmt ár og ástandið hefur ekki batnað. Það sem við erum að reyna að gera er að koma á stöðugleika, draga úr ofbeldi og hryðjuverkum til að fólk geti byrjað að tala saman og end- urreisa traust manna. En báðir að- ilar hafa sterkar skoðanir. Palest- ínumenn segjast vilja brotthvarf alls herliðs Ísraelsmanna frá her- teknu svæðunum og það eins fljótt og mögulegt er. Ísraelsmenn segj- ast tilbúnir til að ræða öll þessi mál, en fyrst þurfi að koma á friði, hryðjuverk verði að enda því ekki sé hægt að setjast að samninga- borðinu á meðan sprengjur springa.“ Powell telur að það sé ekki tímabært að kalla saman alls- herjarfriðarráðstefnu svo stuttu eftir átök, stríðandi aðilar séu ekki tilbúnir til að koma að samninga- borðinu og fallast á endanlega lausn. Hann rekur gang mála síð- ustu vikur og segir svo: „Áður en við köllum til ráðstefnu þar sem við reynum að leysa öll mál frá framtíð Jerúsalems til heimkomu flóttafólks er mikilvægt að safna öllum hugmyndum saman og feta sig áfram viðráðanlegum skrefum. Hóum saman fólki til að hefja und- irbúningsvinnu og svo getum við haldið áfram.“ Aðspurður um sam- starf við aðrar þjóðir við að koma á friði milli Ísraela og Palestínu- manna fagnar Powell nánari sam- starfi við Evrópubandalagið, Sam- einuðu þjóðirnar og Rússa, hinn svokallaða „Madrid-kvartett“. „Þetta er áhugaverður hópur sem náði saman á skömmum tíma, við höfum samræmt stefnu okkar og vonumst til að ná frekari árangri með því.“ Á undanförnum vikum hafa sögusagnir gengið fjöllunum hærra um að Bandaríkin ætli að velta Saddam Hussein af stóli í Írak. Harðlínumenn innan varnarmála- ráðuneytisins hafa líka óspart látið í ljós að þeir vilji klára dæmið sem Bush eldri hóf í forsetatíð sinni. En undirtektir í utanríkisráðuneytinu hafa verið heldur dræmari og Pow- ell segir að svarið við því hver stefna stjórnarinnar sé, sé einfalt: „Ef orðin koma ekki beint frá for- setanum, varaforsetanum, mér, Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra eða Condee Rice [þjóðarör- yggisráðgjafa forsetans] er ekki um stefnu Bandaríkjastjórnar að ræða. Og ekkert okkar hefur sagt að forsetinn sé búinn að gera upp hug sinn, vegna þess að það hefur hann ekki gert. Við vinnum að endurskoðun refsiaðgerða gegn Írak innan Sam- einuðu þjóðanna og ég er nokkuð viss um að öryggisráðið mun sam- þykkja nýjan lista. Eins er lið vopnaeftirlitsmanna undir stjórn Hans Blix tilbúið að fara til Íraks. Nú er það undir Írökum komið hvort þeir hleypa eftirlitsmönnun- um aftur inn. Það er líka skoðun Bandaríkja- stjórnar – aðskilin Sameinuðu þjóðunum – að Írakar væru betur settir með nýjan leiðtoga. Það er því stefna okkar að stjórnarskipti eigi að eiga sér stað í landinu. Þetta var líka stefna stjórnar Clintons. En það er enginn búinn að leggja fram neina aðra áætlun en þá að halda áfram að vinna að þessum málum innan Sameinuðu þjóðanna og halda uppi þeim rök- um að þetta sé slæm stjórn. Þetta er stjórn sem notaði eiturgas á fólk sitt og nágranna og er að reyna að komast yfir gjöreyðingarvopn. Að okkar mati þarf allur heimurinn að hafa áhyggjur af Saddam Hussein og Írak og við teljum að þjóðir heimsins hafi þær.“ Barist um yfirráðin í Washington Oft er talað um togstreitu milli ráðuneyta í Washingtonborg, þar sem hver höndin er upp á móti annarri og hart barist um athygl- ina. Á síðustu sextán árum hefur Powell gegnt störfum innan varn- armálaráðuneytisins, verið örygg- isráðgjafi forsetans og nú síðast ut- anríkisráðherra. Hann hefur þetta um málið að segja: „Það er alltaf togstreita á milli þeirra ráðuneyta sem hafa með öryggi landsins að gera. Hvert ráðuneytanna hefur sitt sjónarmið og það er nauðsyn- legt að hafa sterka leiðtoga á þess- um stöðum. Það ætti ekki að koma á óvart að sterkir persónuleikar séu ekki alltaf sammála. En persónulegu tengslin og stofnanatengslin hér eru í góðu lagi.“ Og þar er komið inn á eitt af við- kvæmustu málum innan stjórnar- innar, tengsl Powells við Rumsfeld varnarmálaráðherra. „Við Don Rumsfeld höfum þekkst í aldarfjórðung. Við vitum það báðir að við höfum hlutverki að gegna og það er að þjóna forset- anum. Utanríkisstefna stjórnarinnar er ekki mín eða hans heldur forset- ans, stefna amerísku þjóðarinnar. Við ræðum ágreiningsefni hrein- skilnislega og ráðleggjum forset- anum eftir bestu getu, þar með tal- ið það sem við erum ósammála um, þannig að hann geti gert upp hug sinn. Svo ég hugsa aldrei um að vinna eða tapa, spurningin snýst um það hvort ég sé að þjóna for- setanum. Ef svo er fer ég glaður heim að dagsverki loknu.“ Eru sumir dagar betri en aðrir? „Auðvitað og ég skal gefa ykkur dæmi. Fyrr í vikunni var forsætis- ráðherra Ísraels hér og samtal okkar gekk vel. Hér voru einnig utanríkisráðherra Sádi-Arabíu og Abdallah konungur og utanríkis- ráðherra Jórdaníu. Madrid-kvart- ettinn hafði líka hist í vikunni. Eitthvað var að gerast. Menn voru enn ósammála um friðarfundinn; ætti þetta að vera ráðstefna eða fundur; ættu allir að vera boðnir eða halda þessu svæðisbundnu; ættu leiðtogar að vera með eða ráðherrar og fleira í þeim dúr. En ég fann það á mér að þetta var að smella saman. Bjartsýnin var að ná tökum á mér. Málin voru að leysast í Fæð- ingarkirkjunni í Betlehem. Við sát- um í skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu með Sharon forsætisráð- herra og vorum að hefja samræður og allt þokast í rétt átt. Allt í einu kemur einhver með miða þar sem stendur að sprengja hafi sprungið á einhverjum stað í Tel Aviv sem þú hefur aldrei heyrst minnst á og að fimmtán eða sextán manns séu látnir. Og þú situr þarna með for- sætisráðherra Ísraels. Svo hvað gerir maður næst? Þú tekst á við vandann og reynir að koma aftur næsta dag og halda áfram. Ég er búinn að standa í þessu svo mörg ár. Í hernum er sagt, að orrustur vinnist og orrustur tapist en vinnst stríðið? Það er það eina sem skiptir máli.“ eta ans Ljósmynd/Yuri Gripas LÍKLEGA njóta fáir stjórn- málamenn meiri virðingar en Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, jafnt erlendis sem heimafyrir. Hann er hershöfðingi að tign, fyrrverandi yfirmaður banda- ríska herráðsins og fyrsti bandaríski blökkumaðurinn, sem gegnir svona háu embætti í Bandaríkjastjórn. Powell er afar geðþekkur maður, vel máli farinn og ein- lægur í allri framkomu. Eftir hryðjuverkin í New York og Washington 11. september sl. má segja, að hann hafi verið hin opinbera ásjóna Banda- ríkjastjórnar. Vinsældir hans meðal Bandaríkjamanna eru miklar, framkoma hans af- slöppuð og yfirveguð og fólk fær það alltaf á tilfinninguna, að honum sé treystandi. Á Powell hvílir einnig það mikla verk að ná samstöðu meðal þjóða heims um sam- ræmdar aðgerðir gegn hryðju- verkamönnum og nú, tíu árum eftir að hann stýrði herförinni á hendur Saddam Hussein í Persaflóastríðinu, er hann að reyna að bera klæði á vopnin í blóðugum átökum Ísraela og Palestínumanna. Þar mun mikið á hann reyna og vafalaust mun hann hafa í því að leiðarljósi reglurnar 13, sem hann hefur sett sjálfum sér í því skyni að ná árangri. Sú fyrsta er: „Þetta er ekki jafn alvont og af er látið og horfir betur við á morgun.“ Önnur er: „Þetta er hægt.“ Dálítið einn á báti Allt frá því ríkisstjórn George W. Bush kom til valda hefur verið orðrómur um veru- legan ágreining milli utanrík- isráðuneytisins og varn- armálaráðuneytisins, milli hins hófsama Powells og hins herskáa Donalds Rumsfelds. Margt bendir til, að hinn síð- arnefndi hafi yfirhöndina, og það varð til þess, að tímaritið Time spurði nýlega á forsíðu: „Hvar ertu, Colin Powell?“ Þar var því lýst hvernig ut- anríkisráðherrann væri eins og úr takti við aðra ráðherra í ríkisstjórninni og einsýna stefnu hennar í utanrík- ismálum. Colin Powell er fæddur í New York 1937 og ólst upp í Suður-Bronx. Hætti hann í hernum eftir 35 ára þjónustu 1993 og hafði þá verið yf- irmaður herráðsins í fjögur ár í tíð George Bush, föður núver- andi forseta, og Bills Clintons. Talið er, að Powell hafi velt því alvarlega fyrir sér 1995 að sækjast eftir forsetaembættinu og báðir stóru stjórnmálaflokk- arnir gerðu þá hosur sínar grænar fyrir honum. Powell hefur hins vegar alltaf tilheyrt hinum hófsama armi Repúblik- anaflokksins. „Powell-kenningin“ Upp úr reynslu Powells sem hermanns og herstjórnanda varð til „Powell-kenningin“ svokallaða en hún er sú, að telji Bandaríkjamenn sig til- neydda til að beita herafla á erlendri grund skuli þeir gera það af öllu afli. Forsendan sé sú, að þjóðarhagsmunir krefjist þess og ljóst sé hvað við taki að því búnu. „Powell-kenningin“ er fyrst og fremst sprottin upp úr hinni sáru reynslu hans og margra annarra bandarískra hermanna og herforingja af Víetnam- stríðinu. Hún er einfaldlega sú, eins og áður er á minnst, að Bandaríkin beiti öllum sínum yfirburðum í stríði, sem þau telja óhjákvæmilegt að heyja. Að öðrum kosti sé best að forð- ast hernaðarátök. Skipan Powells sem utanrík- isráðherra var einkum mik- ilvæg í því ljósi, að hann hefur miklu meiri reynslu en aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni. Áð- ur en Bush tók við höfðu utan- ríkismálin ekki verið ofarlega á baugi hjá honum en í þeim efnum er Powell sú kjölfesta, sem skipið getur ekki verið án. Sanngjarn og slyngur samningamaður Powell er umfram allt mjög raunsær maður, sem hefur aldrei ánetjast eða haldið fast fram einhverjum tilteknum kenningum á sviði stjórnmál- anna. Hann er slyngur samn- ingamaður, ekki síst vegna sanngirni sinnar, og átti ekki minnstan þátt í því sem þjóð- aröryggisráðgjafi í tíð Ronalds Reagans að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna sálugu. Raunsær maður og af- ar geðþekkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.