Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ ÞorgerðurÁrnadóttir
fæddist 8. maí 1928
á Akureyri og ólst
þar upp. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 3. maí
síðastliðinn. Faðir
hennar var Árni
Ólafsson bóndi á
Kjarna á Galma-
strönd, síðar sýslu-
skrifari og skrif-
stofumaður hjá
Rafveitu Akureyr-
ar, f. 26. maí 1897,
d. 19. desember
1946. Föðurforeldrar: Ólafur
Tryggvi Jónsson, bóndi og kenn-
ari í Dagverðartungu í Hörgár-
dal í Skriðuhreppi í Eyjafirði, f.
30. ágúst 1848, d. 17. júní 1922,
og k.h. Anna Margrét Jónsdóttir,
húsfreyja, f. 8. desember 1858, d.
5. nóvember 1905. Móðir Þor-
gerðar var Valgerður Rósinkars-
dóttir, húsfreyja á Kjarna og Ak-
ureyri, f. 24. mars 1903, d. 30.
ágúst 1979. Móðurforeldrar: Rós-
inkar Guðmundsson, bátsformað-
ur í Æðey á Ísafjarðardjúpi, síð-
ar bóndi á Kjarna á Galmaströnd
í Arnarneshreppi í Eyjafirði, f.
27. apríl 1875, d. 17. desember
1948, og fyrri k.h. Þorgerður
Septíma Sigurðardóttir, hús-
freyja, f. 14. september 1866, d.
29. desember 1920. Systkini Þor-
Eiríkur, tölvunarfræðingur í
Danmörku, f. 26. febrúar 1959. 3)
Valgerður, hjúkrunarfræðingur
og djákni hjá Hjúkrunarþjónustu
Karitas, f. 7. júlí 1961. Börn
hennar eru Hjörtur Torfi Hall-
dórsson menntaskólanemi, f. 23.
mars 1985, Hildigunnur Hall-
dórsdóttir, f. 11. apríl 1987, Þor-
gerður Halldórsdóttir, f. 29. júlí
1991, og Oddný Halla Halldórs-
dóttir, f. 3. júlí 1998. 4) Árni
Ólafur, viðskiptafræðingur hjá
Deloitte & Touche, f. 23. janúar
1963, kvæntur J. Eygló Walder-
haug. Sonur þeirra er Ármann
Árni, f. 1. október 1994.
Þorgerður lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
vorið 1949 og cand. phil. prófi
frá Háskóla Íslands 1950. Hún út-
skrifaðist eftir fjögurra ára nám
í málaradeild frá Myndlistarskól-
anum á Akureyri vorið 1985. Frá
árinu 1986 til 1994 stundaði hún,
með hléum, nám í listasögu og
trúarbragðafræði við Háskóla Ís-
lands.
Þorgerður var bókari hjá Ak-
ureyrarkaupstað 1953–58. Hún
var fyrsti forseti Inner-Wheel á
Akureyri 1975–1976 og í stjórn
Kvenfélags Akureyrarkirkju um
árabil.
Þorgerður og Hjörtur bjuggu
á Akureyri til ársins 1985, lengst
á Eyrarlandsvegi 25. Eftir það
fluttu þau til Reykjavíkur og áttu
heima fyrst í Hléskógum 10, en
síðustu árin á Sléttuvegi 15.
Útför Þorgerðar verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík á
morgun, mánudaginn 13. maí, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
gerðar eru Anna,
kaupmaður, f. 3.
mars 1924, Guð-
mundur, læknir, f.
28. nóv. 1925, d. 19.
okt. 1983, og Hulda,
handavinnukennari,
f. 3. október 1934.
Þorgerður giftist
17. júní 1957 eftirlif-
andi eiginmanni sín-
um, Hirti Ármanni
Eiríkssyni fram-
kvæmdastjóra, f. í
Reykjavík 11.11.
1928. Foreldrar hans
voru hjónin Eiríkur
Hjartarson rafmagnsfræðingur,
f. 1. júní 1885 á Uppsölum í
Svarfaðardal, d. 4. apríl 1983, og
Valgerður Ármann húsfreyja, f.
10. desember 1891 í Görðum í
Norður-Dakóta, Bandaríkjunum,
d. 2. desember 1972. Hjörtur og
Þorgerður eiga fjögur börn: 1)
Steinunn, prófessor í ónæmis- og
sýklafræði við University of
California, San Francicso, f. 25.
desember 1948. Sonur hennar af
fyrra hjónabandi er Erik Bæk-
keskov, f. 30. ágúst 1971. Hann
er í doktorsnámi í stjórnmála-
fræði við University of Cali-
fornia, Berkeley. Steinunn er
gift Douglas Hanahan. Þeirra
börn eru Jonathan Niels Alec, f.
28. mars 1996, og Sara Sif
Alyssa, f. 26. desember 1998. 2)
Ástkær móðir mín og besta vin-
kona er látin.
Móðir mín greindist fyrir tveimur
mánuðum með útbreiddan sjúkdóm,
krabbamein. Hún var þá nýkomin
heim frá Kanarí með föður mínum
þar sem hún hafði veikst. Við heim-
komuna tók við langur og erfiður
tími þar sem reynt var að draga úr
einkennum sjúkdómsins og gera líf
hennar bærilegra. Móðir mín dvald-
ist þessa tvo mánuði á deild 11-E á
Lsp við Hringbraut og faðir minn
fékk að dvelja þar hjá henni sem
var þeim báðum mjög dýrmætt og
ómetanlegt.
Móðir mín tók veikindum sínum
af einstöku æðruleysi. Hún var
þakklát fyrir þau 74 ár sem hún
lifði. Þakklát fyrir yndisleg ár með
pabba. Hún kvaddi lífið á einstakan
hátt sem hjálpar okkur öllum að
kveðja hana.
Móðir mín ólst upp á Akureyri.
Hún var snemma mikill námsmaður
og faðir hennar var alltaf ákveðinn í
að hún fengi að ganga menntaveg-
inn sem þá var frekar fátítt að
stúlkur fengju. Móðir mín missti
föður sinn 18 ára gömul og var það
henni mikill missir.
Móðir mín var víðlesin. Hún hafði
ung brennandi áhuga á sálarfræði,
siðfræði og heimspeki. Hún gat rök-
rætt þessa hluti tímunum saman.
Hún hafði gott vald á íslenskri
tungu og var góður penni. Það kom
berlega í ljós þegar hún settist aft-
ur á skólabekk, bæði þegar hún
stundaði nám í Myndlistarskólanum
á Akureyri og líka þegar hún nam
listasögu við Háskóla Íslands.
Mömmu var mikilvægt að börnin
hennar töluðu rétta íslensku og mér
er það minnisstætt þegar hún söng
fyrir okkur „ég hlakka til, þú hlakk-
ar til o.s.frv.“ Mamma hafði mikinn
áhuga á allri menntun og hvatti
okkur mjög áfram í þeim efnum.
Það var fyrir hennar tilstuðlan að
ég fór í djáknanámið árið ’95.
Móðir mín var mög listræn frá
unga aldri. Teiknaði og málaði lista-
vel. Hún gat gleymt sér við þessa
iðju og sérstaklega málaði hún mik-
ið veturinn ’70–’71 en þá voru for-
eldrar mínir að byggja hús við Eyr-
arlandsveginn og mömmu var það
mikið kappsmál að eiga eitthvað á
veggina þar. Mamma sótti mörg
námskeið í myndlist og hafði alltaf
löngun til að læra meira í þeim efn-
um. Það varð að veruleika haustið
’81 þegar Myndlistarskólinn á Ak-
ureyri var stofnaður. Mamma
stundaði þar nám í fjögur ár og var
aldursforseti sem ekki kom að sök.
Henni sóttist námið vel enda mjög
metnaðarfull. Mamma skilur eftir
sig mikið af fallegum listaverkum
sem prýða bæði heimili foreldra
minna og okkar barnanna. Í þeim
lifa miklar minningar.
Móðir mín var mjög músíkölsk.
Þegar hún var barn erfði hún orgel
sem hún þráði mjög að fá að læra á
en því miður leyfði fjárhagurinn
það ekki. Mamma átti alltaf píanó
sem við systkinin lærðum öll á en
því miður erfðum við ekki þennan
áhuga mömmu. Við hættum eftir
einhver ár þegar mikið var búið að
reyna að hvetja okkur til dáða í tón-
listinni. Mamma hafði góða söng-
rödd og fannst gaman að sækja
guðsþjónustur og syngja þar sálma.
Móðir mín var trúuð kona og
hjartahlý. Á hverjum jólum fyrir
norðan bjó hún til jólaskreytingar
og færði þeim sem voru einir eða
áttu erfitt. Mamma vildi láta verkin
tala og sýna kærleika í verki.
Móðir mín var ástrík eiginkona,
móðir og amma. Hjónaband for-
eldra minna einkenndist af gagn-
kvæmri virðingu og hlýju. Mér er
það minnistætt þegar pabbi kom
heim í hádegismat sem þá var siður
að alltaf heilsuðust þau og kvöddust
með faðmlögum og kossum.
Mamma og pabbi voru einstaklega
náin hjón og máttu varla hvort af
öðru sjá og sérstaklega eftir að
pabbi hætti að vinna. Þau áttu mörg
sameiginleg áhugamál sem var
sundið, útiveran, sumarbústaðurinn
og að dytta að honum, skógrækt,
ferðalög og bókalestur. Þau hlúðu
að fjölskyldu sinni, börnum og
barnabörnum. Þau elskuðu að vera
samvistum við barnabörn sín og
sinna þeim. Þau sögðu þeim sögur,
lásu fyrir þau, spiluðu og tefldu.
Þau fóru mikið með þeim í sund og í
gönguferðir um náttúruna og
kenndu þeim að virða hana og
njóta. Mamma var mikill fagurkeri
eins og heimili foreldra minna ber
vitni. Mamma var húsleg í sér og
eldaði góðan mat. Við vorum iðu-
lega hjá þeim í sunnudagsmat og þá
var mikið talað, hlegið og mikið fjör.
Mamma var lífsglöð kona og hafði
húmor fyrir sjálfri sér og umhverf-
inu. Hún hafði ákveðnar skoðanir
og stóð fast á sínu. Hún gat talað
sig heita um ýmis málefni og þá hló
oft pabbi að skaphita konu sinnar
og þá var stutt í hláturinn hjá
mömmu líka. Mamma var mjög fé-
lagslynd en var líka sjálfri sér nóg.
Ég á margar yndislegar minning-
ar um mömmu. Ég minnist þess,
eitt gamlárskvöld, þá ákváðum ég
og mamma rétt fyrir klukkan 18 að
fara í messu. Aðrir fjölskyldumeð-
limir urðu eftir heima að hafa til
matinn. Okkur lá mikið á og þegar
við vorum komnar út leiddi ég hana
undir arminn eins og ég var vön en
þá vildi ekki betur til en svo að ég
rann og datt á rassinn og tók
mömmu með í fallinu og við runnum
niður innkeyrsluna að húsinu. Okk-
ur varð mikið um þetta og hlógum
niður allan Eyrarlandsveginn og að
kirkjunni. Við áttum erfitt með að
einbeita okkur alla messuna og taka
undir sönginn sökum fliss og hlát-
urs. Ég minnist gönguferðanna til
ömmu. Ég og mamma leiddumst,
Eiríkur bróðir gekk á undan okkur
og Árni Ólafur á eftir okkur, þeir
þóttust ekki þekkja þessar kerling-
ar. Mömmu fannst þetta svo fyndið
hvað þeir voru merkilegir með sig.
Ég minnist líka allra ferðanna sem
ég fór með mömmu á hárgreiðslu-
stofuna en þangað fór hún vikulega.
Ég sat og dáðist að mömmu á með-
an verið var laga hár hennar sem
var rauðbrúnt á litinn, þykkt og
mikið. Mér fannst hún fallegasta
kona í heimi. Mömmu var mjög um-
hugað um útlitið og að vera vel til
höfð. Henni fannst það liður í því að
bera virðingu fyrir sjálfri sér.
Eftir að ég flutti að heiman
ræddum við mamma saman í síma á
hverjum degi og stundum oftar.
Alltaf var nóg umræðuefni. Ég er
þakkát fyrir að hafa átt ást og
stuðning þessarar konu. Ástúð
hennar og umhyggju mun ég búa að
alla tíð. Ég kveð móður mína með
söknuði og trega en eftir lifa minn-
ingar um stórkostlega konu. Guð
varðveiti móður mína og blessi
minningu hennar.
Ég vil nota tækifærið og þakka
læknum og hjúkrunarfólki á 11-E
fyrir einstaka umönnun.
Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá
sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“
(Jóh, 11;25.)
Valgerður Hjartardóttir.
Elsku amma. Núna ertu komin til
Guðs og þjáningum þínum er lokið.
Ég er þakklát fyrir að þú skulir
vera laus við verkina en ég á eftir
að sakna þín mikið, elsku amma.
Við munum gera það öll. Ég á mjög
góðar minningar um þig. Ég man
eftir gönguferðunum í bæinn sem
við fórum bara tvær. Við enduðum
alltaf á því að fara á eitthvert kaffi-
hús. Ég man líka eftir hattadeg-
inum sem ég fór með þér í Inner-
ÞORGERÐUR
ÁRNADÓTTIR
! " # $ %$$ !!!
& " !
' " # $ ( !!!
) $!* +!% +!!
% +)$!% +!! ,- &# $
,. $ %/% +!! 0# $
1!#0-$!$/
!"
#$% &$
!
"#
"$$%
'( )* +,' -
.*+( #%/ 0 ,'
1# *+,' + ,'
% +(
2 ' 23',2 ' 2 ' 2 '*
!"
#$
#%&&
! " #$
!"
# $$!" %" & ! ' ( !"
%" %" )* + $ !"
%" * ,- *
. %" !" ' '$ / 0
1 12 -
!"
#$%
!
"# "$
%
&
&' &()&%& && # &*+&,- (
)&&&' &()&%& & ./
. &' &()&( # , &# , &%&
0&01&% 0&0&01&2