Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 33 ferðar atburðina í gömlu Júgóslavíu og hins veg- ar til að rétta í fjöldamorðunum í Rúanda. Reynslan hefur sýnt að það er tímafrekt og dýrt að koma slíkum dómstólum af stað og þeim rök- um hefur verið haldið fram að stofnun dómstóls, sem hefði það hlutverk að draga einstaklinga, sem bera ábyrgð á alvarlegum glæpum, grimmdarverkum og fjöldamorðum, fyrir dóm, væri skilvirkara. Þannig væri hægt að grípa fyrr inn í og jafnvel draga úr umfangi grimmd- arverkanna og um leið myndi tilvera slíks dóm- stóls til frambúðar hafa fælingaráhrif. 60 ríki þurftu að staðfesta sáttmálann, sem samþykktur var í Róm 1998 um stofnun alþjóð- legs glæpadómstóls, til að hann næði fram að ganga. Í apríl bættust 10 ríki í hóp þeirra 56, sem höfðu staðfest hann. Kveðið er á um að sátt- málinn taki gildi tveimur mánuðum eftir það og mun lögsaga dómstólsins því ná til glæpa, sem falla undir vettvang hans og eru framdir eftir 1. júlí. Dómstóllinn getur hins vegar ekki tekið fyrir glæpi, sem framdir voru fyrir þann tíma. Dómstóllinn hefur aðeins lögsögu yfir glæpum, sem framdir eru innan landamæra ríkja, sem hafa staðfest hann, yfir ríkisborgurum þeirra ríkja eða þegar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vísar máli til hans. Saksóknari á vegum dóm- stólsins getur því hafið rannsókn máls þegar ör- yggisráðið eða ríki, sem hefur staðfest Róm- arsáttmálann, vísar til hans máli. Hann getur einnig átt frumkvæði að rannsókn máls, en fyrst þarf nefnd dómara að veita samþykki. 100 ríki til viðbótar við þau, sem þegar hafa staðfest sáttmálann, undirrituðu hann. Af þeim hefur mest verið fjallað um afstöðu Bandaríkja- manna. Þeir samþykktu sáttmálann um alþjóð- lega glæpadómstólinn 1998 og Bill Clinton, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, lét það verða eitt af sínum síðustu embættisverkum að undirrita hann. Bandaríkjamenn hafa hins vegar verið jafn tregir í taumi í þessu máli og þegar Lemkin var að reyna að fá þá til að taka undir lögin gegn þjóðarmorðum á sínum tíma. Bandaríkjamenn hafa alla tíð óttast að dómstóll af þessu tagi yrði notaður af óvinveittum þjóðum til að draga bandaríska hermenn og embættismenn fyrir dóm að tilefnislausu. Slíkum mótbárum var hreyft í stjórnartíð Clintons og þær urðu enn háværari eftir að George W. Bush tók við. Einu gilti þótt sett væru ákvæði inn í sáttmálann til að koma til móts við Bandaríkjamenn. Í sáttmál- anum um alþjóðlega glæpadómstólinn er til dæmis skýrt kveðið á um að hlutverk hans sé að taka á málum, sem ekki sé tekið á í viðkomandi ríki. Það sé ekki hlutverk dómstólsins að fjalla um afmörkuð atvik heldur glæpi, sem framdir eru með markvissum og skipulögðum hætti. Ekki er ólíklegt að bandarískir ráðamenn hafi í huga í þessum efnum tilraunir til að fá Kissinger til að bera vitni vegna atburða í Chile í stjórn- artíð Augustos Pinochets, en einnig mætti nefna sprengjuherferðir Bandaríkjamanna í Víetnam- stríðinu sem dæmi um verknaði, sem gætu kom- ið til kasta dómstólsins. Í þessari viku tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir hygðust ekki verða að- ilar að sáttmálanum um dómstólinn og sögðu sig frá samningnum, sem Clinton undirritaði 31. desember árið 2000. Embættismenn í stjórn Bush sögðu að dómstóllinn ætti ekki að vænta neins samstarfs við Bandaríkin og Bandaríkja- menn myndu ekki veita saksóknurum dómstóls- ins nokkrar upplýsingar, sem nota mætti í mála- ferlum gegn einstaklingum. Í yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar sagði að Bandaríkjamenn teldu sig ekki að neinu leyti skuldbundna af undirskrift Clintons. Afstaða Bandaríkjamanna hefur mætt litlum skilningi í Evrópu. Fjallað var um málið í leiðara í Morgunblaðinu á miðvikudag: „Með því að hlaupa þannig frá alþjóðlegum skuldbindingum sínum gefur öflugasta ríki heims öðrum afleitt fordæmi. Bandaríkjamenn þykjast með þessu vera að vinna að hagsmunum bandarískra borg- ara, sem nú eigi ekki á hættu að vera dregnir fyrir glæpadómstólinn að ósekju af saksóknur- um, sem geti verið pólitískt andsnúnir Banda- ríkjunum. En til lengri og jafnvel einnig til skemmri tíma litið eru Bandaríkin líkast til að vinna gegn eigin hagsmunum. Hætt er við að holur hljómur verði í málflutningi þeirra um al- þjóðlega samstöðu gegn hryðjuverkum og kröf- um þeirra um að öll ríki heims starfi með þeim í stríðinu við hryðjuverkamenn þegar þau neita að vinna með öðrum ríkjum að því að koma lög- um yfir stríðsglæpamenn, fjöldamorðingja og mannréttindabrjóta. Það þýðir lítið að minna önnur ríki á alþjóðlegar skuldbindingar þeirra í einu máli þegar Bandaríkin gera ekkert með sínar skyldur í öðru. Þetta er ekki eina málið af þessu tagi, sem upp hefur komið frá því að stjórn George W. Bush tók við völdum í byrjun síðasta árs, þótt Bandaríkin hafi ekki áður reynt að ógilda undir- skrift sína á alþjóðlegan sáttmála. Bandaríkin hafa m.a. horfið frá Kyoto-loftslagssamkomu- laginu, hótað að falla einhliða frá ABM-gagn- flaugasáttmálanum, hindrað samþykkt bókunar um framkvæmd alþjóðlegs samnings um sýkla- vopn, lagzt gegn tillögum um hertar takmark- anir á sölu léttvopna og þannig mætti áfram telja. Svona getur þetta ekki gengið öllu lengur, því að öflugasta ríkið í alþjóðakerfinu hlýtur að bera nokkra ábyrgð á því að það virki eins og það þarf að gera. Það verður ekki ef ríki eru ekki reiðubúin að gera málamiðlanir heldur fylgja ævinlega fram þröngum þjóðarhagsmun- um, í krafti efnahagslegs eða hernaðarlegs máttar. Það er full ástæða til þess fyrir banda- menn Bandaríkjanna á Vesturlöndum að hafa þungar áhyggjur af þessari þróun mála.“ Ólík hug- myndafræði sitt hvorum megin Atlantshafsins Andrew Moravcsik, prófessor í stjórn- málafræði við Har- vard-háskóla, skrifaði um ágreining Evrópu og Bandaríkjamanna vegna dómstólsins í tímaritið Newsweek fyrir skömmu og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri að hluta til hug- myndafræðilegur. Í Bandaríkjunum væri frem- ur litið á mannréttindi sem frelsi einstaklings- ins, en í Evrópu væru mannréttindi fremur talin fólgin í félagslegu jafnrétti. Um leið hefði reynslan sýnt Evrópubúum að margt gott hefði hlotist af alþjóðlegum dómstólum, en Banda- ríkjamenn hefðu ekki notið þessarar reynslu. Bendir Moravcsik þar á mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg máli sínu til stuðnings. Þar séu árlega tekin fyrir mörg þúsund mál og hlut- aðeigandi ríkisstjórnir framfylgi dómum hans möglunarlaust, hvort sem þeir fjalli um samkyn- hneigða í breska hernum eða seinagang í ítölsku réttarfari. Þá sé evrópska aðferðin til að fást við ríki þar sem „skálkar“ eru við völd að flækja þau í vef alþjóðlegra viðskipta, veita þeim aðstoð og draga þau inn í samstarf og þrýsta á þau um að gangast undir samninga um mannréttindi. Segja má að farin sé borgaraleg leið, en ekki hernaðarleg. Allt þetta sé Bandaríkjamönnum framandi. Þeir hafi enga reynslu af yfirþjóð- legum dómstólum og hafa vanist því að nota herinn þegar beita þarf þrýstingi. Því er um að ræða gerólíkt hugarfar. Í Evrópu er tilhneig- ingin sú að leita til stofnana, en Bandaríkja- mönnum er tamast að grípa til einhliða aðgerða og beita hernum. Það hefur reyndar sýnt sig rækilega hvort sé vænlegra til árangurs. Nægir þar að benda á að það var ekki fyrr en Banda- ríkjamenn tóku af skarið í Bosníu að stillt var til friðar, en fram að því hafði Evrópa gert lítið annað en að sýna vanmátt sinn. Vandi alþjóðlega glæpadómstólsins er hins vegar ekki aðeins sá að Bandaríkjamenn hyggj- ast virða hann að vettugi. Af þeim þjóðum, sem hafa staðfest hann, eru flestar í Evrópu. Kín- verjar, Indverjar, Pakistanar, Indónesar, Írak- ar og Tyrkir hafa ekki einu sinni undirritað sátt- málann og meðal þeirra þjóða, sem hafa undirritað hann en óvíst er talið að muni stað- festa hann, eru Egyptar, Íranar, Ísraelar og Rússar. Það verður erfitt fyrir dómstólinn að láta sig varða atburði í þessum ríkjum. Þá er sú hætta einnig fyrir hendi að dómstóllinn verði talinn verkfæri afmarkaðs heimshluta og vest- ræn öfl ráði þar ríkjum. Eina arabaríkið, sem hefur staðfest sáttmálann, er Jórdanía og fá As- íuríki eru þar á meðal. Viðkvæðið í Evrópu er hins vegar það að vilji aðrir heimshlutar hafa áhrif á það hvernig dómstólnum verður stjórnað þurfi viðkomandi ríki aðeins að staðfesta sátt- málann. Hvað sem þessum þáttum líður er stofnun al- þjóðlegs glæpadómstóls stórt skref. „Nú er síð- asti hlekkurinn í keðju alþjóðlegs dómskerfis kominn á sinn stað,“ sagði Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu þeg- ar ljóst var að nógu mörg ríki höfðu staðfest sáttmálann. „Við skulum vona að hann verði til að skjóta hinum illu skelk í bringu og veiti hin- um saklausu og hjálparvana vonargeisla.“ Morgunblaðið/Ómar Spói situr á staur. Banatilræðið vakti athygli Lemkins og hann fór að velta fyrir sér hvernig á því stæði að menn, sem reyndu að þurrka út heilan minnihlutahóp, gætu skýlt sér á bak við fána fullvalda ríkis og spurði: „Það er glæpur þegar [til- ræðismaðurinn] drepur mann, en það er ekki glæpur þegar kúgari hans drepur meira en milljón menn?“ Laugardagur 11. maí 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.