Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur síðasta skemmtifund vetrarins í Breiðfirðingabúð í dag kl. 15.00. Félag harmonikuunnenda Meðal þeirra sem koma fram eru hljómsveitir félagsins undir stjórn Daníels Bjarnasonar og Guðmundar Samúelssonar, auk margra ungra einleikara. Kaffikonur sjá um veitingar. Allir velkomnir. F.H.U.R. Aikido A I K I D O Nútíma sjálfsvarnarlist fyrir alla! Ný námskeið hefjast 13. maí. Æft er mánudaga, miðvikudaga og laugardaga. Frír kynningartími! Aldurstakmark 16 ár. Nánari upplýsingar í síma 822 1824 eða 897 4675. Eða á netinu aikido@here.is http://here.is/aikido PETER Parker er ungur maður og utangátta. Skólafélagar hans láta hann afskiptan nema þegar upp kem- ur sú þörf að meiða eða niðurlægja hann. Renglulegur og bókhneigður á Peter ekki upp á pallborðið og getur lítið gert til að bera hönd fyrir höfuð sér. Það breytist þó allt þegar hann fer ásamt bekkjarfélögum í vísinda- ferð í rannsóknarstofur stórfyrirtæk- is. Þar er verið að vinna með geisla- virkar köngulær í vafasömum tilgangi. Ein þeirra sleppur úr búri sínu og nartar í Peter og líf hans verð- ur aldrei samt upp frá því. Svo hljóðar sköpunarsaga Spid- erman sem birtist fyrst í hasarblaðinu Amazing Fantasy, tölublaði 15 árið 1962 en höfundarnir, þeir Stan Lee og Steve Ditko, gerðu sér vart í hugar- lund hversu gríðarlega vinsæl hún yrði. Frá lítillátum upprunanum hafa komið út margir hillumetrar af efni um Spiderman og óhætt er að segja að ásamt þeim félögum Superman, Batman, Hulk og Captain America sé Spiderman þekktasta myndasögu- hetja sögunnar. Hægt er að smíða endalausar kenningar um hvers vegna Spiderm- an varð svo vinsæll. Ofurhetjur í myndasögum hafa venjulega höfðað mest til ungra pilta sem fá útrás fyrir ungæðislega hugaróra sína með því að setja sig í spor þeirra. Peter Park- er hefur það hins vegar fram yfir aðra af sama meiði að hann var (og er ennþá) unglingur með öll þau vanda- mál sem hinn kvíðafulli táningur þarf að kljást við. Ekki skemmir svo fyrir að búningurinn er flottur, kraftarnir svalir, kærastan sæt og illmennin öll hin skemmtilegustu. Vaxtarverkir Á 40 ára sögu sinni hefur Spider- man, eða Köngulóarmaðurinn, tekið þátt í óteljandi bardögum. Fyrstu áratugirnir voru nokkuð einfaldir nema hvað einni kærustu Peters var komið fyrir kattarnef, sem þótti gríð- arlega framúrstefnulegt á sínum tíma. Annars liðu dagarnir og árin í mestu makindum í slagsmálum við bófa og skrímsli sem af einhverjum undarlegum ástæðum sóru sig margir í ætt við Köngulóarmanninn fyrir það leyti að þau voru iðulega einhverskon- ar afsprengi dýraríkisins. Skrautleg- ar persónur eins og Dr. Octopus (kol- krabbi), The Scorpion (sporðdreki), The Lizard (eðla), The Vulture (gammur) og Rhino (nashyrningur) eru aðeins nokkur dæmi úr því stóra skúrkasafni sem skapað var til þess að halda Köngulóarmanninum við efnið. Af óvinunum skulið þér þekkja þá. Þegar Peter fékk frí frá hetjudáð- um stundaði hann blaðaljósmyndun hjá hinum skapstygga ritstjóra J. J. Jameson á The Daily Bugle og rækti sambandið við kærustuna sína, fyrir- sætuna Mary Jane. Á níunda ára- tugnum tóku hinsvegar við myrkari tímar. Útgáfufyrirtæki Köngulóar- mannsins, Marvel, hafði spennt bog- ann til hins ítrasta og gaf út fjögur mánaðarleg hasarblöð um ævintýri hans. Við það varð sagan bragðdauf- ari og áhugi lesandi dofnaði af sama skapi. Til að kippa því í liðinn var hon- um gefinn nýr búningur sem hann fann á ferð sinni á fjarlægum hnetti. Sá búningur var kolsvartur með stórt hvítt köngulóarmerki á bringunni í stíl við dekkri stíl blaðanna. Meira var farið að skyggnast undir yfirborðið og persóna Köngulóarmannsins krufin í endalausum sálarflækjum. Útlits- breytingin stóð þó ekki lengi. Í ljós kom að búningurinn var í raun lifandi vera; sníkjudýr sem farið var að gæða sér á Peter í bókstaflegri merkingu þegar hann loks áttaði sig. Honum tókst að losa sig við óværuna sem hrökklaðist á braut og tók yfir annan lítt þekktan en vel lukkaðan óvin Spiderman og úr varð óvætturin Ven- om. Upp úr því fóru hlutirnir að verða ruglingslegri svo ekki sé meira sagt. Peter og Mary Jane giftu sig og í hönd fór eitt versta tímabil í sögu Pet- er Parkers. Í ljós kom að hann var ekki sá sem hann hélt hann væri held- ur einhvers konar einræktlingur og voru því allt í einu komnar margar út- gáfur af Köngulóarmanninum, misvel heppnaðar. Flestir lesendur misstu áhugann á þessu tímabili áður en loks tókst að súrra saman lausa enda og ljúka þessum skrítna kafla sem flestir vilja væntanlega gleyma sem fyrst. Síðasti áratugur í lífi hans hefur því verið nokkuð einkennilegur tími og erfiður. Nýtt blóð Með nýjum mönnum koma nýjar hugmyndir og Köngulóarmaðurinn hefur ekki farið varhluta af því. Ljóst var að Köngulóarmaðurinn sem gróðavænlegt vörumerki mátti ekki við fleiri mistökum. Nýjasti kaflinn í sögu hans hófst fyrir tveimur árum og er nú viðhöfð sú nýlunda að höfundar sagnanna á hverjum tíma hafa nokk- uð frjálsari hendur en áður fyrr. Í fyrri blöðum var ramminn utan um það sem mátti gerast nokkuð þröngur og átti að vera hægt að rekja söguna aftur til upprunans í hverju nýju blaði. Það gefur augaleið að þegar fram í sótti varð sífellt flóknara að halda í horfið og að lokum nánast von- laust að fá nokkurn botn í það sem fram fór. Nýi tíminn býður upp á mismun- andi flokka sem hver fjallar um Köngulóarmanninn frá mismunandi sjónarhorni. Í The Ultimate Spider- man er horfið aftur til upprunans og byrjað frá byrjun. Sagan þar er í öll- um meginatriðum sú sama og lagt var upp með 1962 nema hvað hún er sett í nýjan og skemmtilegri búning. Brian Michael Bendis heldur þar um penn- ann af mikill lipurð og segir þessa sí- gildu sögu með miklum ferskleika. The Amazing Spiderman fylgir nokk- urn veginn sömu línu og sögurnar hafa gert hingað til nema hvað höf- undurinn J. Michael Straczinski, sem er best þekktur sem handritshöfund- ur að geimsápuóperunni Babylon 5, hefur náð að rífa blaðið upp úr með- almennskunni. Hann hefur náð að gera þessa ofurhetju trúverðugri sem persónu og tekur á málefnum sem enduróma raunverulega atburði dagsins í dag. Spidermańs Tangled Web býður upp á smásögur eftir mis- munandi höfunda þar sem markhóp- urinn er eldri lesendur. Sögurnar eru óhuggulegri og grófari en gengur og gerist í hinum blöðunum og hafa litla tengingu við annað sem áður hefur gerst og gefur það höfundunum meiri sveigjanleika en endranær. Köngulóarmaðurinn hefur náð að krafsa sig út úr þeim flækjum sem bú- ið var að koma honum í. Nýjar áherslur og nýir höfundar hafa lyft grettistaki í því að gera blöðin um Köngulóarmanninn að spennandi og skemmtilegri lesningu á nýjan leik. Það má búast við mikilli umræðu um Vefarann mikla frá New York í kjöl- far frumsýningar bíómyndar um hetj- una. Í öllu því fári má ekki gleyma því hvaðan persónan á tjaldinu kemur. Hún á sér langa sögu í myndasögu- blöðum og nýtur sín best þar. MYNDASAGA VIKUNNAR Flókið líf Í myndasöguumfjöllun vikunnar verður fjallað um Köngulóarmann- inn; forsögu og nýjar stefnur. M.a. er stuðst við þrjár myndasögur um þessa hetju háloftanna. Erfiður dagur í vinnunni. Heimir Snorrason heimirs@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.