Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NEFND sem fjallaði um umsækjend- ur um starf lektors/dósents í forn- leifafræði við heimspekideild Haskóla Íslands hefur skilað áliti þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að tveir umsækjendur séu hæfir til að gegna stöðu lektors, þar af annar einnig til að gegna stöðu dósents. Tveir eru hins vegar ekki taldi hæfir til að gegna þessum störfum. Nokkra at- hygli hefur vakið innan Háskóla Ís- lands hversu stór orð eru notuð um verk þeirra, en þar er m.a. talað um „ábyrgðarleysi“, „dómgreindarleysi“ og einn umsækjandi er sakaður um að hafa með rannsókn sinni farið illa með almannafé. Í dómnefndinni sátu Guðrún Svein- bjarnardóttir fornleifafræðingur, sem var formaður nefndarinnar, Helgi Þorláksson prófessor í sagnfræði og John Hines prófessor í fornleifafræði. Umsækjendur um stöðuna voru fornleifafræðingarnir dr. Bjarni F. Einarsson, dr. Margrét Hermanns- Auðardóttir, dr. Orri Vésteinsson og Steinunn Kristjánsdóttir. Steinunn er sú eina af umsækjendum sem ekki hefur lokið doktorsprófi. Dómgreindarleysi og sóun á almannafé Dómnefndin taldi að Orri væri hæf- ur til að gegna stöðu lektors og dós- ents í fornleifafræði og að Margrét væri hæf til að gegna stöðu lektors en að hún uppfyllti ekki kröfur til að gegna stöðu dósents. Bjarni og Stein- unn voru hins vegar ekki talin hæf til að gegna stöðunni. Bjarni er með doktorspróf, en ekki er algengt að þeir sem lokið hafa slíku prófi séu dæmdir óhæfir til að gegna stöðum við Háskóla Íslands. Nokkur umræða hefur skapast inn- an háskólans um hversu stór orð eru höfð um Bjarna og Steinunni í dóm- nefndarálitinu. Steinunn lagði fram ófullgert handrit að doktorsritgerð sem hún vinnur að. Í dómnefndar- álitinu segir „að það lýsi skort á sjálfs- gagnrýni og nánast dómgreindarleysi að halda að svo hroðvirknislegt og ófullburða verk geti orðið til fram- dráttar umsókn um starf í háskóla“. Almennt fær Bjarni neikvæða dóma um verk sín, en tekið er fram að hann vinni að jafnaði fagmannlega sem fornleifafræðingur á vettvangi. Um eitt af ritum Bjarna segir dóm- nefndin að fullyrðingar hans séu ekki „byggðar á neinum rökum, en það er hreint og beint ábyrgðarleysi“. Um rannsókn Bjarna við Kolgrafarfjörð segir að tilgangi rannsóknarinnar hafi ekki verið náð „og illa [hafi verið ] farið með almannafé“. Umsækjendur geta gert athuga- semdir við dómnefndarálitin. Óvíst er hvenær deildarfundur í heimspeki- deild, sem greiðir atkvæði um um- sækjendur, kemur saman. Dómnefnd fjallaði um umsækjendur um stöðu lektors í fornleifafræði Tveir dæmdir hæfir til að gegna stöðunni INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að framkomin ákæra á hendur Birni K. Leifssyni, um mútugreiðslur vegna mála tengdra Árna Johnsen, breyti að svo stöddu ekki því samkomulagi sem Reykjavíkurborg gerði við Björn um byggingu íþróttamannvirkis í Laug- ardal. Hún bendir á að borgin sé einnig í margvíslegum samskiptum við Ístak og ákæra á hendur einum yfirmanna þess fyrirtækis breyti heldur ekki því samstarfi sem borg- in eigi við það fyrirtæki. „Málið á eftir að fara sína leið í gegnum dómskerfið og að fenginni þeirri niðurstöðu meta menn sinn gang. Eru menn ekki saklausir þar til sekt er sönnuð?“ spyr borgar- stjóri. Fyrsta skóflustunga að 50 metra yfirbyggðri keppnislaug og líkams- ræktarstöð í Laugardal var tekin um síðustu mánaðamót. Ingibjörg segir að World Class, sem er í eigu Björns, komi til með að eiga og reka líkamsræktarstöðina og borgin sjái um byggingu og rekstur laugarinn- ar. Um aðskilda verkþætti sé að ræða. „Við gerðum samning um að ein- stakir verkþættir yrðu boðnir út sameiginlega, en hvor aðili fyrir sig greiðir sinn hlut og fjármagnar. Samspil að öðru leyti er ekkert þarna á milli,“ segir Ingibjörg. Aðeins er búið að bjóða út jarð- vinnu vegna verksins, sem Reykja- víkurborg og World Class stóðu sameiginlega að, en útboð eiga eftir að fara fram vegna annarra verk- þátta. Reiknað er með að fram- kvæmdum við mannvirkin verði lok- ið um áramótin 2003/2004. Byggingin verður á um 5.600 fer- metrum, kostnaðaráætlun Reykja- víkurborgar vegna keppnislaugar- innar hljóðar upp á um 1 milljarð króna og bygging líkamsræktar- stöðvarinnar á að kosta um 1,5 millj- arða króna. Borgarstjóri um samstarf við Björn K. Leifsson og Ístak Engin breyting verður að svo stöddu SÖFNUÐUR Maríukirkju í Breið- holti fór í sína árlegu pílagrímsferð til Kristskirkju á Landakoti í gær. Fjöldi fólks tók þátt í pílagríms- ferðinni. Gengið var frá kirkjunni við Raufarsel niður Mjóddina og um göng undir Reykjanesbraut, þaðan niður Fossvogsdalinn, í Nauthóls- vík og til Kristskirkju. Alla leiðina söng fólkið sálma, bað bænir og var einnig lesið úr ritningunni. Sr. Jakob Rolland, sóknarprestur í Jósefskirkju, segir að pílagríms- ferðir séu táknrænar fyrir ferð mannanna til Guðs. „Við erum ferðalangar á jörðinni á leiðinni til Guðs og er Jesús Kristur vegurinn sem leiðir okkur til föður síns,“ seg- ir sr. Jakob. Á öldum áður voru farnar pílagrímsferðir til Skálholts í kringum Þorlákshátíðina 20. júlí, einnig fóru Íslendingar mikið til Noregs að gröf heilags Ólafs. Maímánuður er tileinkaður Maríu mey, að sögn sr. Jakobs, og því velji Maríukirkja að fara í píla- grímsferð í þessum mánuði. Frá Jósefskirkju er farið í pílagríms- ferðir í september. Um 5.000 manns eru í kaþólsku kirkjunni á Íslandi. Árleg pílagrímsferð Maríukirkju Morgunblaðið/Kristinn YFIRKJÖRSTJÓRN Blönduós- bæjar og Engihlíðarhrepps hefur í kjölfar niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands vestra ákveðið að taka lista bæjarmálafélagsins Hnjúka gildan vegna komandi sveitarstjórnakosninga. Gunnar Sig. Sigurðsson, formaður yfir- kjörstjórnar, segir að ekki hafi verið annað ráð en að taka fram- boðið gilt, ekki hafi komið til greina að áfrýja niðurstöðu hér- aðsdóms til Hæstaréttar. Gunnar segir að yfirkjörstjórn- in hafi fyrst og fremst verið að vinna eftir gildandi lögum um kosningar til sveitarstjórna, þar sé skýrt kveðið á um framboðs- frest. Yfirkjörstjórn hafði áður fellt þann úrskurð að taka framboð Hnjúka ekki gilt þar sem listinn barst 11 mínútum of seint þegar auglýstur framboðsfrestur rann út á hádegi laugardaginn 4. maí sl. Bæjarmálafélagið leitaði fyrst til félagsmálaráðuneytisins til að fá úrskurði yfirkjörstjórnar hnekkt en ráðuneytið vísaði málinu frá. Því ákváðu hnjúkamenn að fara fyrir dómstóla og fékk málið sér- staka flýtimeðferð. Framboðslistar í Blönduósbæ og Engihlíðarhreppi verða því þrír hinn 25. maí nk., auk Á-lista Hnjúka eru það D-listi Sjálfstæð- isflokks og H-listi Vinstrimanna og óháðra. Yfirkjörstjórnin á Blönduósi Listi Hnjúka tekinn gildur HARALDUR Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvars- sonar hf. á Akranesi, segir í pistli sínum á vefsíðu fyrirtækisins að auðlindagjald sem Alþingi sam- þykkti að leggja á sjávarútveg sé staðreynd sem ekki verði horft framhjá. Með því sé verið að leggja sérstakan skatt á helsta atvinnuveg þjóðarinnar, sjáv- arútveginn. Nærri láti að 85–90% af kvóta landsmanna séu hjá fyrir- tækjum við sjávarsíðuna um landið. „Þess vegna kasta ég fram þeirri hugmynd að landsbyggðarskattur- inn verði nýttur á þeim stöðum þar sem hann er tekinn. Mér finnst eðli- legt að hann sé nýttur til þess að efla viðkomandi byggðarlög til þess að takast á við samkeppnina við höf- uðborgarsvæðið, t.d. hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkja, mennta-, menningar- og heilbrigð- ismála og til atvinnuuppbyggingar,“ segir Haraldur og telur að krafan um að nýta landsbyggðarskattinn á þeim stöðum sem hann sé tekinn geti bætt samkeppnisstöðu sjávar- byggðanna. Högg á landsbyggðina Haraldur hvetur alla þá sem eru í framboði til sveitarstjórna að íhuga þessi mál og setja þau á oddinn fyr- ir komandi kosningar. „Álagning auðlindagjalds gæti orðið eitthvert mesta högg sem landsbyggðinni hefur verið veitt ef ekki verður brugðist við með réttum hætti. Aðalatriðið er að fjármagnið sé ekki flutt í burtu heldur verði það nýtt í heimabyggð,“ segir Haraldur. Hann segir jafnframt að sumir al- þingismenn, og aðrir sem hafi tjáð sig á opinberum vettvangi, telji auð- lindagjaldið smánarlega lágt. Þeim finnist hvergi nærri nóg að leggja á Vestmannaeyjar nýjan skatt, þar sem reikningurinn hljóði upp á um 200 milljónir króna á ári. Haraldur segir að þetta þýði einnig að 7 millj- ónir verði fluttar suður frá Grímsey, 100 milljónir fari frá Ísafirði og 110 milljónir frá Akranesi, svo dæmi séu tekin. „Ég segi suður vegna þess að féð rennur til Reykjavíkur nema kröfur verði gerðar um ann- að.“ Verði nýtt á þeim stöðum sem það er tekið Haraldur Sturlaugsson Framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar hf. um auðlindagjaldið HARÐUR árekstur varð skammt utan við Strandará við Reyðar- fjörð í fyrrakvöld þegar tveir fólksbílar skullu saman á blind- hæð. Fjórir voru í bílunum og voru þrír þeirra fluttir til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Nes- kaupstað. Að sögn vakthafandi læknis voru meiðsl þeirra ekki al- varleg og fengu þremenningarnir að fara heim af sjúkrahúsinu í gær. Aðkoma á slysstað var ljót, að sögn lögreglunnar á Eskifirði, og eru bílarnir stórskemmdir eftir áreksturinn. Reyðarfjörður Harður árekstur á blindhæð BIKARMEISTARAR Hauka í handknattleik karla fengu góð- an liðsstyrk í gær er Litháinn Robertas Pauzuolis, sem leikið hefur með Selfyssingum og Frömurum, skrifaði undir 3 ára samning við Hafnarfjarðarliðið. Pauzuolis, sem er öflug skytta, er annar leikmaðurinn sem Haukar fá frá Selfyssingum á skömmum tíma en á dögunum gekk hornamaðurinn Þórir Ólafsson til liðs við félagið. Pauzuolis í Haukana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.