Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í TILEFNI utanríkisráð-herrafundar Atlantshafs-bandalagsins í Reykjavík íþessari viku veitti Colin Po-well, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, viðtal þar sem rætt
var um stækkun NATO, ástandið í
Mið-Austurlöndum, hugsanlegar
aðgerðir gegn Írak, togstreitu inn-
an bandarísku ríkisstjórnarinnar
og tengslin við Ísland.
Bandaríkjamenn fagna stofnun
NATO-Rússlands-ráðs í Reykjavík
Á undanförnum mánuðum hefur
ríkisstjórn Bush Bandaríkjaforseta
lagt mikla áherslu á að styrkja
tengslin við Rússland með ýmsu
móti. Á þeim nótum segist Colin
Powell telja „að helsta niðurstaða
Reykjavíkurfundarins verði sam-
komulag um stofnun NATO-Rúss-
lands-ráðsins“. Hann bætir við: „Í
því felst að Rússar verða boðnir
velkomnir í nýjan hóp, að sjálf-
sögðu ekki sem aðilar að Atlants-
hafsbandalaginu, enda hafa þeir
ekki lýst yfir áhuga á slíku og við
teljum það heldur ekki við hæfi.
Það er aftur á móti tímabært að
Rússar starfi nánar með bandalag-
inu á sviði málaflokka eins og
hryðjuverka og baráttunnar við
fíkniefni, sem og öðrum sem kunna
að koma upp, þar sem það liggur í
augum uppi að frekari samvinna á
milli Atlanshafsbandalagsins og
Rússa er beggja hagur.“
Bandaríkin eru þar af leiðandi
dyggir stuðningsmenn stofnunar
NATO-Rússlands-ráðsins. „Við
horfum ekki eingöngu fram til þess
að samningar náist um ráðið í
Reykjavík, heldur líka til leiðtoga-
fundar NATO og Rússlands á Ítal-
íu í lok maí. Þar mun ráðið halda
sinn fyrsta formlega fund þegar
Pútín Rússlandsforseti og leiðtogar
NATO-ríkjanna hittast í Róm.“
Aðspurður um stækkun NATO
segir ráðherrann: „Það liggur ljóst
fyrir að nýjum ríkjum verður boðin
þátttaka í bandalaginu á leiðtoga-
fundinum í Prag í haust. Hversu
mörgum á enn eftir að koma í ljós.
Ég finn að stuðningur fer vaxandi
við að fleirum verði boðin þátttaka
en færri, en get ekki sagt að svo
stöddu hver sú tala verður. Við
viljum sjá öll þau lönd sem hyggj-
ast sækja um aðild vinna að því
hörðum höndum og ekki ganga út
frá neinu vísu á þessu stigi máls-
ins.“ Þau lönd sem í daglegu tali
þykja helst koma til greina við
stækkun NATO, án þess þó að
embættismenn séu tilbúnir að
nefna þau opinberlega, eru, auk
Eystrasaltslandanna þriggja, Búlg-
aría, Rúmenía, Slóvakía og Slóven-
ía. Hvað varðar hugmyndir um
hugsanlega aðild Finnlands og Sví-
þjóðar vill Powell sem minnst
segja, enda um innanríkismál við-
komandi landa að ræða. Á þeim ár-
um sem liðin eru frá lokum kalda
stríðsins hafa reglulega vaknað
spurningar um mikilvægi Atlants-
hafsbandalagsins og hvort þessi
stofnun eigi enn fullan rétt á sér.
Atlantshafsbandalagið
skiptir enn máli?
Utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna er ekki í nokkrum vafa um
það: „Það er merkilegt að hugsa til
þess að Atlantshafsbandalagið,
sem er bæði stjórnmála- og hern-
aðarlegt í eðli sínu, var stofnað til
þess að mæta ógnun frá Sovétríkj-
unum og hefur nú staðið af sér þá
ógn. Takmarkinu er náð og Sov-
étríkin eru liðin undir lok. Þetta
gerðist þegar ég var formaður
herráðs Bandaríkjanna, en allt
mitt líf bjó ég mig undir að fara í
þetta stríð sem síðan varð að engu.
Rússneskir kollegar mínir lögðu
niður Varsjárbandalagið og síðan
funduðum við og þeir sögðu: Allt í
lagi, við lögðum niður Varsjár-
bandalagið, hvenær ætlið þið að
losa ykkur við NATO? Atlantshafs-
bandalagið var mótsvar við okkur
og nú erum við á brott. Hvað með
NATO? Spurningunni var ekki
hægt að svara á einfaldan máta í
fyrstu, en síðan varð svarið aug-
ljóst: fleiri þjóðir vilja sækja um
aðild. Jafnvel þótt Sovétríkin séu ei
meir sjá fyrrverandi aðilar þeirra
sem og Varsjárbandalagsins sér
hag í að ganga í bandalag sem er
ekki bara evrópskt, heldur tengt
Norður-Ameríku og hefur áfram-
haldandi pólitísku hlutverki að
gegna jafnframt því að vera hern-
aðarbandalag.
Og til hvers, spyrja sumir. Til að
berjast við Rauða herinn? Nei, til
að fást við þær hættur sem enn
steðja að í heiminum. Og til þess
að samlaga heri aðildarríkjanna á
skipulegan máta þannig að við get-
um klárlega sýnt að við erum hóp-
ur þjóða sem deila með sér sama
gildismati hvað varðar lýðræði og
frjálst hagkerfi og stöndum saman
tilbúin til að vernda þau gildi.
Erum við að leita að óvinum?
Nei. En NATO er að störfum í
Bosníu og Kosovo. Við fundum sem
sagt óvini í Evrópu sem takast
þurfti á við. Bandalagið þjónar
þannig áfram ákveðnum tilgangi,
bæði pólitískum og hernaðarlegum.
Og það má ekki gleyma því að
fljótlega eftir árásirnar á Banda-
ríkin hinn 11. september var gripið
til 5. greinar sáttmálans. Ekki af
því að Rússarnir voru að koma,
heldur vegna þess að hryðjuverka-
menn höfðu gert árás á eitt af
bandalagsríkjunum. Þetta sýnir
glögglega mikilvægi bandalagsins.
Það hefur meira að segja verið
kvartað yfir því að NATO var ekki
notað sem skyldi í Afganistan. En
slíkt var ekki nauðsynlegt þótt
bandalagið væri tilbúið til aðgerða.
Það má svo benda á að eftirlits-
flugvélar NATO (AWACS) voru
notaðar í lofthelgi Bandaríkjanna
allt fram í síðustu viku. Vélarnar
voru smíðaðar til að fylgjast með
ferðum rússneska flughersins ef
kæmi til innrásar í Evrópu. Og til
hvers eru þær svo notaðar 54 árum
seinna?
Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um NATO-fundinn í Reykjavík og um varnarliðið í Keflavík
Eðlilegt að endurm
staðsetningu herafl
Colin Powell, utanrík-
isráðherra Bandaríkj-
anna, segist vonast eftir
að samkomulag náist
við Ísland um áfram-
haldandi varnarsam-
starf landanna, byggt á
gagnkvæmum skilningi
á breyttum ytri að-
stæðum. Margrét
Björgúlfsdóttir ræddi
ásamt fjórum norræn-
um blaðamönnum við
Powell um utanríkis-
ráðherrafund NATO,
sem haldinn verður í
Reykjavík í vikunni,
og fleiri mál.
Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundinum í Washington á föstudag.