Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is ✝ Svanfríður Örn-ólfsdóttir fæddist 4. mars 1920 á Suð- ureyri í Súganda- firði. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 1. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Örnólfur Jóhann- esson, f. 22.8. 1879, d. 5.7. 1955, verka- maður, sjómaður og fiskmatsmaður á Suðureyri, og Mar- grét Guðnadóttir húsmóðir, f. 11.11. 1883, d. 31.1. 1960. Systkini Svanfríðar voru 12 sem upp komust og á hún nú einn bróður á lífi. Svanfríður giftist 19. desember 1945 Óskari Þórð- arsyni, rafvirkja og rithöfundi, f. 5.6. 1920. Foreldrar Óskars voru hjónin Þórður Runólfsson, bóndi í Haga í Skorradal, f. 18.9. 1896, d. 25.9. 1998, og Halldóra Guðjóns- dóttir húsmóðir, f. 8.10. 1891, d. 13.5. 1982. Börn Svanfríðar og Óskars eru: 1) Arnþór, f. 1947, d. 1994. Eiginkona Hrönn Pálsdótt- ir, f. 1948. Börn þeirra: a) Dagný, f. 1970, eiginmaður Sveinn Stef- ánsson, f. 1969, börn þeirra, Sara Sif, f. 1990 og Sveinn Aron, f. 1993. b) Berglind, f. 1973, c) Lilja Dögg, f. 1975, unnusti Ásgeir Nikulás Ásgeirsson, sonur Lilju Örlygur Elvar, d) Arnþór, f. 1979. 2) Andvana drengur, f. 1949. 3) Svandís Ósk, f. 1954, eiginmaður Steinar Jakob Kristjánsson, f. 1950, börn þeirra: Auður f. 1974 og Björgvin, f. 1980, unnusta Harpa Dögg Ingimundar- dóttir, f. 1984, barn þeirra Viktor Breki, f. 2001. 4) Ársæll, f. 1960, eiginkona Eu- genina Björk Jósefs- dóttir, f. 1961, barn þeirra Ástrós Eva, f. 1997. Svanfríður ólst upp hjá foreldrum sínum en var nokkr- um sinnum um sum- ar í Hjarðardal í Önundarfirði hjá hjónunum Guðmundi Gilssyni og Sigríði Hagalínsdóttur og börn- um þeirra. Eftir barnaskólanám stundaði hún almenn störf á Vest- fjörðum og í Reykjavík. Árið 1943 flutti hún með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Svanfríður og Óskar bjuggu sín fyrstu búskap- arár í Samtúni og á Grenimel í Reykjavík, en keyptu gamalt hús, Sandhól, í Blesugrófarhverfi og fluttu þangað 1949, í Blöndu- bakka bjuggu þau í fjögur ár og á haustdögum 1978 fluttu þau í Blesugróf 8. Svanfríður var heimavinnandi húsmóðir þar til börnin voru komin á legg og jafn- vel farin að heiman en vann síðan í mötuneytum og við þrif ýmis- konar. Útför Svanfríðar verður gerð frá Bústaðakirkju á morgun, mánudaginn 13. maí, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Er sit ég einn ég undrast það sem var sú ástúð var mér gefin sönn og hrein. Hún með mér jafnan allar byrðar bar og bætti af sinni alúð sérhvert mein. Og þegar síðan sit ég einn við borð og syrgi, hvarfla huga að bjartri tíð í kveðju mína vantar aðeins orð sem eiga að lokum við um tapað stríð. Í vitund þess sem mikið hefur misst er minningin það eina er gefur styrk. En skapar tíðum vanda að una vist í veröld þeirri er sýnist harla myrk. En henni sem er horfin okkur frá var hugleiknast að bæta allt sem þarf. Svo ótal, ótal margt að minnast á og meta, vega og þakka hennar starf. Óskar Þórðarson. Hinn 1. maí, á degi verkalýðsins, kvaddi þennan heim mín elskulega tengdamóðir, hún Svana. Ég kynntist Svönu fyrir um 30 árum og á ég margar frábærar minningar frá þeim tíma. Þegar ég kynntist henni bjuggu þau Óskar í hverfi sem þá hét Blesugróf og hét húsið þeirra Sand- hóll. Gaman er að geta þess að seinna fluttu þau svo á ný í götu sem heitir Blesugróf, eftir gamla hverfinu. Gífurlegur gestagangur hefur alltaf verið hjá þeim en Svana átti marga ættingja og áttu þau einnig marga vini. Hennar hjartans mál var að öllum gestum væri boðið upp á kaffi og fullt borð af heimabök- uðum kökum. Hún hafði einstaka sköpunar- gleði eins og sást meðal annars á sokkunum og vettlingunum sem hún prjónaði á litlar hendur og fæt- ur. Það átti einnig við um alla munina sem hún bjó til og gaf okk- ur. Einu man ég sérstaklega eftir sem við bjuggum til saman. Hún kom með hugmyndina og uppi á lofti í Sandhóli sátum við tvö og smíðuðum veislubakka. Efniviður- inn var krossviður, gluggalistar og myndir úr gömlum Eimskipafélags- dagatölum límdar á og lakkað yfir. Saman smíðuðum við 30 bakka og hafa þeir verið mikið notaðir í hvers kyns veislum. Alltaf var faðmur hennar opinn fyrir mér, eins og ég væri hennar eigin sonur. Það er erfitt að kveðja hana elsku Svönu, en ég veit að nú líður henni betur þar sem hún er. Megi Guð styrkja Óskar tengda- pabba og fjölskylduna í sorg sinni. Steinar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Það er erfitt að finna réttu orðin til að lýsa þér, elsku amma Svana okkar, því þú varst einstök kona. Það er ómissandi að minnast á pönnsurnar þínar, flatkökurnar og allt gómsæta bakkelsið sem þú bak- aðir og gafst okkur. Þú varst alltaf einstaklega jákvæð, jafnvel þegar veikindin voru að kvelja þig, þá brostir þú og sagðir að þér liði bara vel. Það er þó táknrænt að rétt eftir að þú yfirgafst þennan heim hafði lítið tár læðst úr öðru auganu þínu, rétt eins og gerðist oft eftir að þú veiktist. Það er óhætt að segja að við eigum eftir að sakna þess að koma í heimsókn til þín og fá hjá þér innilegt faðmlag eins og þú varst vön að gefa. Þú naust þess að hafa fólk í kringum þig og þér líkaði best að geta spjallað við sem flesta á staðnum. Afmælið hans Aðal- steins bróður þíns var sem himna- sending í líf þitt því þar hittirðu og spjallaðir við svo marga sem þér þykir vænt um. Það er fjöldi minninga sem þú skilur eftir hjá okkur. Jólin verða aldrei söm án þín, sérstaklega ekki aðfangadagur, en hann hefur verið haldinn hátíðlegur hjá ykkur afa frá því við munum eftir okkur. Það er okkur líka minnisstætt, þegar við systkinin biðum úti í bíl eftir mömmu og þú með okkur, þeg- ar Björgvin gaf þér möndluna. Þú sást að hann gaf hvorki Auði né fékk sér sjálfur svo þú spurðir hvort hann ætlaði ekki að gefa syst- ur sinni en þá sagðist hann bara hafa fundið eina, hann fann hana undir sokknum sínum. Þú bara hlóst og sagðir elsku barn. Fyrir nokkrum vikum sátuð þið Auður hjá mömmu að spjalli og þá sagðir þú að þú vildir hafa ball og hljómsveit sem spilaði fram á nótt eftir þinn dag. Mamma spurði þá hvort þú vildir kannski líka lesa minningargreinarnar yfir eða jafn- vel skrifa þær sjálf. Að þessu var svo hlegið dátt enda var lund þín svo létt og þú alltaf til í að gantast með hlutina. Í hjarta okkar viljum við þakka þeim sem hugsuðu svo vel um þig í lok ævi þinnar því þú sjálf varst alltaf svo þakklát bæði konunum hjá heimahlynningu Karitasar og þeim sem önnuðust þig á deild 11E á Landspítalanum. Við eigum alltaf eftir að sakna þín og sakna þeirra stunda sem við áttum saman en við getum þó alltaf litið til baka og glaðst yfir því að hafa fengið að hafa þig í lífi okkar öll þessi ár. Þú baðst okkur öll um að muna þig káta stuttu áður en þú kvaddir þennan heim og það getum við full- vissað þig um að við getum aldrei munað þig öðruvísi, þú varst alltaf svo kát og jákvæð. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín lengi og munum alltaf hugsa til þín og minninganna um þig með bros á vör. Þín barnabörn, Auður og Björgvin. Allt frá barnæsku höfum við ver- ið tíðir gestir í Blesugrófinni hjá ömmu og afa, og höfum alltaf haft mjög gaman af að fara í heimsókn til þeirra. Í hvert skipti sem maður kom til þeirra þá var manni alltaf boðið kaffi og með því. Og ef maður mátti ekki vera að því að stoppa þá fékk maður ekki að fara án þess að fá sér allavega eina pönnuköku eða kleinu. Allt frá barnsaldri höfum við líka notið þeirra forréttinda að geta verið niðri í Blesugróf á jól- unum, þar sem öll fjölskyldan hefur hist og borðað saman. Þrátt fyrir veikindin þá vorum við það heppin að geta verið öll fjölskyldan saman síðustu jólin hennar. Við eigum eft- ir að sakna ömmu Svönu alveg óskaplega, hvað hún var hjartahlý, tók manni alltaf opnum örmum og kyssti í bak og fyrir. Við eigum eftir að sakna þess að geta ekki farið yfir í bústað til ömmu og afa í Skorra- dalnum til að hitta hana og spjalla. Þrátt fyrir mikil veikindi lét hún engan bilbug á sér finna og kvartaði aldrei, þótt maður vissi að hún væri mjög veik. En þannig kona var hún, í alla staði yndisleg kona. Elsku afi, megi Guð gefa þér styrk í sorginni. Elsku amma, Guð blessi þig og hvíl í friði. Arnþór og Berglind. SVANFRÍÐUR ÖRNÓLFSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Svanfríði Örnólfsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Þóra Snorradótt-ir fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1957. Hún andaðist á kvennadeild Land- spítalans við Hring- braut 5. maí síðast- liðinn. Foreldrar Þóru eru Sigurlaug Sveinsdóttir hús- móðir, f. 1929, og Snorri Sigurðsson skógfræðingur, f. 1929. Systkini Þóru eru: Sigurður Sveinn líffræðingur, f. 1951, maki Hrefna Sigurjónsdóttir líffræðingur, f. 1950, börn þeirra eru Björg hjúkrunarfræðingur, f. 1974, og Snorri líffræðinemi, f. 1981; Stef- anía, f. 1954, d. 1968; Arnór skógfræðingur, f. 1960, maki Kristín Hallgrímsdóttir sálfræð- ingur, f. 1956, börn þeirra eru Stefán, f. 1987, og Ásta Lovísa, f. 1991; Steinunn líffræðingur, f. 1966, maki Jóhann Ísfeld Reyn- isson tölvunarfræðingur, f. 1963, sonur þeirra er Sigurþór Ísfeld, f. 2001, en eldri sonur Steinunn- ar er Hákon Björn Högnason, f. 1991; Guðrún Margrét, tóm- stunda- og uppeldisfræðingur, f. 1972, unnusti Sigurður Sigur- björnsson trygginga- og lífeyris- ráðgjafi, f. 1967. Þóra kynntist eft- irlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Erlendssyni, tré- og blikksmiði og með- ferðarfulltrúa, f. 1955, árið 1990 og gengu þau í hjóna- band 1995. Foreldr- ar Guðmundar eru Erlendur Guð- mundsson bifreiðar- stjóri, f. 1910, d. 1986, og Guðrún Hjartardóttir hús- móðir, f. 1916. Þóra og Guð- mundur bjuggu í Svíþjóð frá 1991 til 1998 en fluttu þá til Ís- lands og stofnuðu heimili í Hafn- arfirði. Þóra aflaði sér margs konar menntunar. Hún var með- ferðarfulltrúi og stofnaði með- ferðardeild fyrir konur í Hofors kommun í Svíþjóð sem enn er starfrækt. Hún lauk BA-prófi í mannfræði við háskólann í Falun í Svíþjóð vorið 1998. Hún var einnig lærður svæðanuddari og rak nuddstofu í Falun. Hér heima starfaði hún sem námsráð- gjafi í Kópavogsskóla en síðar í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Útför Þóru fer fram frá Digra- neskirkju í Kópavogi á morgun, mánudaginn 13. maí, og hefst at- höfnin klukkan 15. Jæja ljúfust. Þá ertu farin á betri stað þar sem engar kvalir finnast. Eftir stöndum við Þóru- laus og ósköp aum. Þú varst mér allt í senn sem fyrirmynd; stóra systir, hetja og besti vinur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þessum stórmerkilega persónuleika. Minningarnar eru svo ótrúlega margar en á undanförnum dögum hafa tvær þeirra verið mér minn- isstæðastar. Báðar fjalla þær um gæsku þína og ást til litlu systur. Því þannig varstu ástin mín, alltaf tilbúin að hugga, styðja, deila og hlæja með. Ég er að rifja upp þeg- ar þú komst í heimsókn til Svíþjóð- ar fyrir tæpum tveimur árum. Þú varst sjálf veik en það stoppaði þig ekki í að koma alla leið til að vera hjá litlu systur. Við áttum eina yndislega viku saman og þú redd- aðir mér eins og svo oft áður. Með hlýjum orðum, uppörvun og þínum frábæra húmor. Ég minnist líka janúarmánaðar þegar ég gekk í gegnum erfitt tímabil. Eins og svo oft áður varst þú fyrsta mann- eskjan sem ég hringdi í og þú varst komin til mín innan 15 mín- útna. Enn og aftur til að styðja og elska. Bauðst mér inn á heimilið ykkar Gumma og leyfðir mér að dvelja hjá ykkur. Mikið er ég þakklát, Þóra mín, fyrir að hafa búið hjá þér í janúar og deilt dög- unum með þér á meðan þú varst við sæmilega heilsu. Hvert augna- blik var dýrmætt. Þú þráðir ekkert heitar en að lifa og það á eftir að taka mig lang- an tíma að skilja hvers vegna Guð tók þig burt frá okkur. En ég efast ekki um að hann ætlaði þér stærra hlutverk á betri stað. Daginn fyrir andlát þitt áttum við fallega stund saman. Við spjölluðum um allt það sem skiptir máli og þegar þú þreyttist las ég upp úr bók fyrir þig sem heitir Bók Emmanúels (bls. 111). Þar standa eftirfarandi orð: Óttinn við hið óþekkta er gleymska. Ekkert er sálinni óþekkt. Ótti og andstaða eru eðlileg þegar við höfum gleymt guðdómleika okkar. Þið eruð örugg. Þið eruð örugg. Þið eruð óendanlega örugg. Kæru vinir, ef ég aðeins gæti gert ykkur kleift að upplifa ástríka og blíða vinsemd alheimsins, jafnvægið, sanngirnina, sætleikann og gleðina. Þá fynduð þið ekki fyrir ótta eitt andartak í lífi ykkar. Og þetta er sannleikur. Stóra systir, hvað hef ég mögu- lega að óttast lengur? Þú bíður mín handan við hornið. Takk fyrir allt og allt. Þín ávallt elskandi systir, Guðrún. Systurdóttir mín, Þóra Snorra- dóttir, sem borin verður til grafar mánudaginn 13. maí, segir svo í bókarhandriti sem hún lét eftir sig: „Hamingjan er svo sjálfsögð þegar allt gengur vel. Þegar áfallið ríður yfir er ekkert sjálfgefið lengur. Þá er stutt í þakklætið.“ Orð hennar um þakklæti í þessu samhengi koma sjálfsagt mörgum sem þekktu hana á óvart. Við vitum að hún varð fyrir þungu áfalli. Um það segir hún í riti sínu: „Hinn 9. júní 1998 kollsteyptist líf mitt eins og bilaður stóll.“ Áfallið var krabbamein, rit hennar er grein- argerð um fjögurra ára baráttu við þann vágest. Hún samdi það til huggunar þeim mörgu sem eiga eftir að ganga sömu sjúkdóms- braut og hún. Lokaorð ritsins eru látlaus, en sýna jafnframt mikinn sálarstyrk: „Ég er sátt,“ segir hún. Þannig lýkur hún verki sínu og jafnframt lífi sínu. Um hið óvænta þakklæti segir hún svo í frásögn sinni: „Þetta hljómar efalaust öfugsnúið, en staðreyndin er sú, að ég fann til mikils þakklætis fyrstu dagana eft- ir aðgerðina.“ Og hún talar um þá sem hún er þakklát og fyrir hvað hún er þakklát. „Ég er elskuð,“ segir hún. „Þær tilfinningar sem flestir sýna mér og gefa mér hlut- deild í ná langt út yfir mörk al- mennrar væntumþykju, þeir eru fleiri sem virkilega elska mig en ég gerði mér grein fyrir, bæði fjöl- skylda og vinir. Veruleikinn er svo skarpur, orðinn svo stór, tilfinning- arnar svo miklar, hver stund svo dýrmæt. Mér líður eins og ég sé nývöknuð eftir langan dvala og sé að uppgötva stórfengleik tilverunn- ar í fyrsta sinn.“ Þóra bar sterka ást til eiginmanns síns, Guðmund- ar. Í lokastríði hennar, banaleg- unni, tók hann þátt í umönnun hennar og hjúkraði henni á nóttu sem degi, segja má að hann viki ekki frá henni síðustu vikurnar. Þóra hafði samband við mig fyr- ir rúmu ári og bað mig að vera sér til leiðsagnar í baráttu sinni við krabbameinið og einnig við að ÞÓRA SNORRADÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.