Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 37 Wheel. Við vorum flottar með hatt- ana og mér fannst rosalega gaman að vera með þér. Það var frábært að eiga stundir með þér. Þú varst draumaamma. Þú stóðst alltaf með mér og studdir mig í gegnum svo margt. Ég var svo stolt að eiga svona fallega og yndislega ömmu. Þú kenndir mér svo margt. Þú hældir mér mikið og hvattir mig áfram. Ég á eftir að sakna faðmlaga þinna og kossa. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, elsku amma. Ég veit að þú verður alltaf með mér. Nú kveð ég þig með tárum. Guð blessi þig. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þín Hildigunnur. Elsku besta amma mín. Ég gleymi aldrei hvað þú varst alltaf góð við mig. Ég elska þig mjög mik- ið. Þú varst góð amma og ljúf. Þú komst mér alltaf í svo gott skap. Þú sagðir góða brandara og fyndna. Ég man þegar við fórum bara tvær í Kringluna og við fórum að máta skrítna hatta. Ég man hvað þú hlóst mikið og hvað það var gaman hjá okkur. Ég man líka eftir öllum ferð- unum í sumarbústaðinn, bæði fyrir norðan og í Skorradalnum. Þú og afi kennduð mér að planta græð- lingum og hvað trén og plönturnar hétu. Við stoppuðum líka oft í Borg- arnesi til að fara í sund og fá ís. Það var líka gaman að spila við þig af því að þér fannst svo leiðinlegt að tapa. Það er erfitt að missa svona góða ömmu. Þú varst alltaf til staðar fyr- ir mig. Ég vona að þú sért að gera eitthvað skemmtilegt núna. Ég hlakka til að sjá þig aftur. Hvíl þú í friði og ró. Guð geymi þig og varð- veiti, elsku amma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgr. Pétursson.) Þín alltaf, Þorgerður. Fallin er frá fyrir aldur fram afar góð vinkona mín og frænka í ættir fram, Þorgerður Árnadóttir, oft kölluð Dedda af ættingjum og vin- um. Fyrir aldur fram, segi ég, þótt hún hefði nokkur ár um sjötugt, því að hún var enn sem fyrr ákaflega glæsileg kona, bar sig vel, ungleg og hress í fasi, glöð í lund og gef- andi. Hún virtist eiga svo mörg ár framundan. Andlát hennar bar brátt að, örfáum vikum eftir að hún greindist með alvarlegan sjúkdóm. Þorgerður var vestfirsk, frá Æð- ey í Ísafjarðardjúpi í móðurætt, en eyfirsk og hörgdælsk í föðurætt sína, sem kennd er við Skriðu í Hörgárdal, að minnsta kosti í góðra vina hópi. Í þeirri ætt má stundum merkja sérstaka nærgætni og alúð, fínleika og listræna sýn á tilveruna. Þessir þættir voru sérstaklega skýrir hjá Deddu. Árni Ólafsson, faðir hennar, og Skúli Magnússon, eiginmaður minn, en þeir eru nú báðir látnir, voru systkinabörn og nánir vinir. Fjöl- skyldur okkar höfðu frá fyrstu tíð mikil samskipti og eru frá þeim ár- um margar ánægjustundir. Eftir sviplegt fráfall Árna, sem var öllum harmdauði er hann þekktu, lifði áfram vináttan við ekkju hans, Val- gerði, og börn þeirra, og hefur þessi góða fjölskylda alla tíð sýnt mér og mínum órofa tryggð. Þar bar aldrei skugga á. Eiginmaður Deddu, Hjörtur Eiríksson, einstakur öð- lingur, kom inn í þessi vináttu- tengsl, heill og óskiptur. Fremur hefði ég átt þess von að Dedda kveddi mig en ég hana, svo sem aldri er háttað, en nú hafa okk- ur hulin almættisrök skipað málum á annan veg. Svo verður að vera. Mikil mannkostakona er nú kvödd og syrgð og henni þakkað allt og allt. Mynd og minning Þorgerðar Árnadóttur er fögur og flekklaus. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég eiginmanni hennar, börnum og systrum innilega samúð. Ég veit, að allt er af einu fætt, að alheimsins líf er ein voldug ætt, dauðleg, eilíf og ótal-þætt um afgrunns og himins slóðir. (Einar Benediktsson.) Þorbjörg Pálsdóttir. Það er mikils að sakna hér í húsi eldri borgara á Sléttuvegi l5–17 við lát Þorgerðar Árnadóttur sem verð- ur jarðsungin á morgun 13. maí. Hún var hér ásamt eiginmanni sín- um Hirti Eiríkssyni mikils metin og vinsæl. Og hér hefur það sín áhrif að aðdraganda dauðans bar óvænt að. Fyrir tæpum tveimur mánuðum virtist hún fullfrísk og hraust og þá kom sjúkdómurinn í ljós í öllu sínu veldi og varð við ekkert ráðið. Þorgerður var eyfirsk að ætt og uppeldi, komin af merkisfólki á Galmaströnd. Hún flutti ásamt for- eldrum sínum og systkinum til Ak- ureyrar um líkt leyti og foreldrar mínir, kringum l940, og bjuggu í sama húsi, Brekkugötu 29. Ég var þá farinn að heiman vegna skóla- göngu og kom þar ekki eftir það nema sem gestur, en ég minnist ágætrar vináttu milli fjölskyldn- anna og Þorgerðar sem kátrar ung- lingsstúlku og Guðmund bróður hennar þekkti ég vel, síðar lækni á Akranesi. Síðan leið um hálf öld og þá lágu leiðir aftur saman í fjöl- býlishúsi eldri borgara að Sléttu- vegi 15 og vinátta tókst með Hirti og Þorgerði og okkur hjónum. Konu minni, Jóhönnu Pétursdóttur frá Hjalteyri, og Þorgerði svipaði í mörgu saman og urðu þær ágætar vinkonur. Við, þessi tvenn hjón, vorum stödd úti á Kanaríeyjum þegar Þor- gerður veiktist skyndilega. Dvalar- tími þeirra þar var á enda og hún varð strax svo slæm að flytja varð hana í sjúkrabíl til og frá flugvél- inni, en sjúkdómurinn var ekki greindur fyrr en hér heima. Yfir- leitt leið henni illa, en þó komu betri dagar sem gáfu von um bata og það meira að segja í síðustu vikunni sem hún lifði. Þessi mín fátæklegu orð daginn fyrir útfarardag Þorgerðar Árna- dóttur eiga að vera þakkarorð frá okkur hjónum fyrir liðnar samveru- stundir sem og frá öðrum íbúum þessa fjölbýlishúss á Sléttuvegi l5– 17, og við vottum Hirti Eiríkssyni dýpstu samúð. Þau hjón voru ákaf- lega samrýnd og við vitum að nú fara í hönd hjá honum og börnum þeirra erfiðir tímar. Megi forsjónin létta þann tíma saknaðar og tóm- leika. Eiríkur Hreinn Finnbogason.  Fleiri minningargreinar um Þor- gerði Árnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.               !   "  #   $# " #% &            '              !" # # $     $  "# %  &   #    #"'(  % !                                             ! "#         !    ""#  $ % &'  '          ( $%&'#( !)'*+  +',-  !) .' / '  * *+  '' ,# !) *+  0 '  1.0 '  ( !)'2+  !) .'  '* ,!3  !) *+  '  4# ' .' .'!  !) *+  . / 53' '#                                     !                  !  "# "#$   % &  '() *+)(  + ,-./ % &  "  ! % &  $ $ $ )0 " "$+$" ! % &  ,-   (  "  $ $ &  1-  *+)(  )2 (" + ")0. !               !" #$%$&              !    "  # !  $%   $&'' '(%)%*                                      ! "# $%& '%       !           "# " $% "   & ' (        *       &    &  $                    ) + ' &   ( )* ** +, -. $* )-  / (. **-. (.* /0 (.*)* ) !*!*!1**                          !            ! ! "  #  ! "  # $%& '( )*+ " %(  ,( & -* " %( . !(/0 -*& ( $ 1" %( *  ((& '&  # " & 232  &+*+232 4                                            !         !" #$ %  &  '(   ')*+ ,      -    .                                   !  !                             ! "   #!  !  !$$    " %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.