Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 29 Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands lýkur 9. starfsári sínu með tónleik- um í Glerár- kirkju á Ak- ureyri í dag, sunnudag, kl. 16. Á tónleik- unum verða flutt vel þekkt tón- verk frá klassíska tímanum, Coriolan forleikurinn og Þrenning- arkonsertinn eftir Beethoven og að lokum Sinfónía Mozarts nr. 41 í C-dúr KV 551 en hana nefndi Fel- ix Mendelsohn „Jupter-sinfóníu“ sökum glæsileika hennar. Einleikarar í Þrenningarkons- ertinum eru Trio Cracovia frá Pól- landi. Félagar í Krakártríóinu voru skólabræður í Tónlistarakademíu Krakárborgar í Póllandi á áttunda áratugnum og hófust þar kynni þeirra á tónleikapallinum. Síðan skildu leiðir og þeir sett- ust að sinn í hverju heimshorninu, en hafa síðan hist í heimsóknum sínum til föðurlandsins. Þeir njóta þess mjög að leika saman og stofn- uðu því Krakártríóið fyrir nokkr- um árum. Tríóið hefur komið fram á tónleikum í London og Póllandi og einnig hafa þeir ferðast um Bandaríkin og haldið þar tónleika. Polygram Poland Records hefur gefið út geisladisk með verkum pólskra tónskálda í flutningi Krak- ártríósins. Tríóð skipa Krzysztof Smietana sem leikur á fiðlu, Julian Tryczynski leikur á selló og Jacek Tosik-Warszawiak sem leikur á pí- anó. Stjórnandi á tónleikunum er Óli- ver Kentish en hann hefur verið afkastamikið tónskáld síðustu ára- tugi. Árið 1977 kom Óliver til Ís- lands frá London þar sem hann er fæddur og uppalinn til þess að leika með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hann kenndi í átta ár við Tónlistarskólinn á Akureyri og var einn af stjórnendum hljómsveitar skólans. Þar stjórnaði hann jafn- framt frumflutningi nokkurra verka sinna, svo sem á Myrkraverki, sem var einnig flutt á fyrstu heims- ráðstefnu World Association for Symphonic Bands and Ensembles (WASBE) í Skien í Noregi, á Bret- landi og á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Óliver er meðlimur í Tónskálda- félagi Íslands. Hann hefur tvisvar verið staðartónskáld á Sumartón- leikum í Skálholti þar sem verk hans Cantata og Messa vorra daga voru frumflutt. Á þessu ári nýtur hann listamannalauna til sex mán- aða til að vinna að stóru sinfónísku verki. Árið 1988 sótti hann námskeið í Bretlandi hjá hinum mikilsvirta hljómsveitarstjóra George Hurst. Í framhald af því var hann gesta- stjórnandi hjá Kammerhljómsveit Akureyrar (forvera Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands). Óliver réð sig til Tónlistarskóla Hafnarfjarð- ar árið 1986 þar sem hann stofnaði Kammersveit skólans 1992. Í Nýja tónlistarskólanum í Reykjavík hef- ur Óliver stjórnað uppfærslu á óp- eru Purcells Dídó og Eneas og vorið 2002 þáttum úr Töfraflautu Mozarts og gítarkonsert Castel- nuovo-Tedesco. Óliver hefur komið fram reglu- lega með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í Reykjavík, bæði sem hljómsveitarstjóri og tón- skáld. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lýkur starfsárinu með tónleikum í Glerárkirkju Þekkt verk eftir Beet- hoven og Mozart flutt Einleikarar í Þrenningarkonsertinum eru Trio Cracovia, Krzysztof Smietana, Jacek Tosik-Warszawik og JulianTryczynski.Óliver Kentish Begga fína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.