Morgunblaðið - 12.05.2002, Page 29

Morgunblaðið - 12.05.2002, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 29 Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands lýkur 9. starfsári sínu með tónleik- um í Glerár- kirkju á Ak- ureyri í dag, sunnudag, kl. 16. Á tónleik- unum verða flutt vel þekkt tón- verk frá klassíska tímanum, Coriolan forleikurinn og Þrenning- arkonsertinn eftir Beethoven og að lokum Sinfónía Mozarts nr. 41 í C-dúr KV 551 en hana nefndi Fel- ix Mendelsohn „Jupter-sinfóníu“ sökum glæsileika hennar. Einleikarar í Þrenningarkons- ertinum eru Trio Cracovia frá Pól- landi. Félagar í Krakártríóinu voru skólabræður í Tónlistarakademíu Krakárborgar í Póllandi á áttunda áratugnum og hófust þar kynni þeirra á tónleikapallinum. Síðan skildu leiðir og þeir sett- ust að sinn í hverju heimshorninu, en hafa síðan hist í heimsóknum sínum til föðurlandsins. Þeir njóta þess mjög að leika saman og stofn- uðu því Krakártríóið fyrir nokkr- um árum. Tríóið hefur komið fram á tónleikum í London og Póllandi og einnig hafa þeir ferðast um Bandaríkin og haldið þar tónleika. Polygram Poland Records hefur gefið út geisladisk með verkum pólskra tónskálda í flutningi Krak- ártríósins. Tríóð skipa Krzysztof Smietana sem leikur á fiðlu, Julian Tryczynski leikur á selló og Jacek Tosik-Warszawiak sem leikur á pí- anó. Stjórnandi á tónleikunum er Óli- ver Kentish en hann hefur verið afkastamikið tónskáld síðustu ára- tugi. Árið 1977 kom Óliver til Ís- lands frá London þar sem hann er fæddur og uppalinn til þess að leika með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hann kenndi í átta ár við Tónlistarskólinn á Akureyri og var einn af stjórnendum hljómsveitar skólans. Þar stjórnaði hann jafn- framt frumflutningi nokkurra verka sinna, svo sem á Myrkraverki, sem var einnig flutt á fyrstu heims- ráðstefnu World Association for Symphonic Bands and Ensembles (WASBE) í Skien í Noregi, á Bret- landi og á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Óliver er meðlimur í Tónskálda- félagi Íslands. Hann hefur tvisvar verið staðartónskáld á Sumartón- leikum í Skálholti þar sem verk hans Cantata og Messa vorra daga voru frumflutt. Á þessu ári nýtur hann listamannalauna til sex mán- aða til að vinna að stóru sinfónísku verki. Árið 1988 sótti hann námskeið í Bretlandi hjá hinum mikilsvirta hljómsveitarstjóra George Hurst. Í framhald af því var hann gesta- stjórnandi hjá Kammerhljómsveit Akureyrar (forvera Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands). Óliver réð sig til Tónlistarskóla Hafnarfjarð- ar árið 1986 þar sem hann stofnaði Kammersveit skólans 1992. Í Nýja tónlistarskólanum í Reykjavík hef- ur Óliver stjórnað uppfærslu á óp- eru Purcells Dídó og Eneas og vorið 2002 þáttum úr Töfraflautu Mozarts og gítarkonsert Castel- nuovo-Tedesco. Óliver hefur komið fram reglu- lega með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í Reykjavík, bæði sem hljómsveitarstjóri og tón- skáld. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lýkur starfsárinu með tónleikum í Glerárkirkju Þekkt verk eftir Beet- hoven og Mozart flutt Einleikarar í Þrenningarkonsertinum eru Trio Cracovia, Krzysztof Smietana, Jacek Tosik-Warszawik og JulianTryczynski.Óliver Kentish Begga fína

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.